Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
45
Skapti á skrifstofu sinni í SlippstöAinni ásamt syni sínum, Hallgrími, til
vinstri og Þorsteini Jónssyni, tæknifræðingi. Myndin er tekin þegar Eldborg
GK 13 var í smíðum árið 1967.
af því, að draumur hans um
stóra og vel búna stálskipa-
smíðastöð rættist:
Hann varð að vera ófyrirláts-
samur, stundum einráður, svo
að uppbygging stöðvarinnar
gengi fram til réttrar áttar.
Þetta skapaði honum andstöðu,
lengi fremur dulinnar en opin-
skárrar. Hann varð að ganga
fast á fjármagnsmarkaðinn til
að koma lokauppbyggingunni
fram, fastar. en skilningstregir
stjórnendur banka um hve hér
var mikil atvinnuuppbygging á
ferð létu sér vel skiljast. ótti,
vantraust og öfund gegn honum
efldist að kjarki. Og þegar stál-
skipasmíðastöð stóð fullgerð á
Oddeyrartanga, draumur stór-
huga manns og manna orðinn
að veruleika, stærri skip en
nokkru sinni höfðu verið smíðuð
á íslandi, stóðu þar á stokkum,
loforð á hendi um raðsmíði 3-5
150 lesta skipa (munnleg loforð
fjármálaráðherra og iðnaðar-
ráðherra sem og Fiskveiðasjóðs
um fyrirgreiðslu) eða skipa af
þeirri stærð sem henta þætti
strax og smíði seinna strand-
ferðaskipsins lyki, þá var reitt
til úrslitahöggsins. Tilefnið var
notað, þegar Slippstöðin þurfti á
aukinni bráðabirgðafyrir-
greiðslu að halda vegna tæpra
greiðslna ríkisins til smíða
strandferðaskipanna. Þeim kvitt
var slegið upp, að Slippstöðin
væri gjaldþrota, og þótt sann-
reynt væri, að hún ætti fullkom-
lega eignir fyrir skuldum, þó að
hún fengi enn aukna fyrir-
greiðslu, var þeirri vitneskju
ekki haldið á loft af valdhöfum.
Óttinn, vantraustið og öfundin
hrósaði sigri. Skapti Askelsson
varð að ganga frá stjórn.
En Slippstöðin var komin upp
sem mikil verkstöð. Draumurinn
hafði rætst. Það skipti Skapta
mestu máli.
Nú finnst Skapta, að þjóðinni
hafi ekki auðnast að fylgja upp-
byggingu skipaiðnaðarins eftir á
réttan hátt eða nýta hana til
fullnustu. Þessar stundir er tal-
að um of stóran veiðiskipaflota,
sem sæki á rýrnandi fiskislóðir
okkar. En minnst af þeim flota
hefir verið smíðaður hérlendis,
heldur hefir verið mokað inn
skipum smíðuðum erlendis,
mörgum óhentugum og viðhalds-
frekum vegna lélegrar smíði eða
aldurs. Hefðu skipasmíðastöðv-
ar okkar verið látnar smíða öll
veiðiskip okkar um undanfarin
ár eins og geta leyfði, hefðu þau
að vísu verið drjúgum færri en
flotinn telur nú, en betri skip,
hentugri skip, byggð á innlendri
reynslu, og þau hefðu ugglaust
aðeins verið hæfilega mörg.
Og Skapti heldur áfram hug-
leiðingum sínum um innlendan
skipaiðnað:
Því er oft haldið fram, að skip
smíðuð innanlands séu mjög dýr.
Þetta er með öllu ósannað mál.
í fyrsta lagi er afar erfitt að
gera samanburð á skipi til skips,
því að mjög er misjafnt, hvað
langt er í skip að búnaði og gerð,
og í öðru lagi vill oft gleymast,
ef borið er saman við skip frá
erlendum skipasmíðastöðvum,
að þar er skipaiðnaðurinn víðast
ef ekki alls .staðar styrktur eða
framleiðsla stöðvanna niður-
greidd, eins og komist er að orði.
Því má hins vegar treysta að
skip smíðuð hérlendis eru yfir-
leitt betur smíðuð og traustari
en innkeypt skip, enda smíðuð
af þeim sem þekkja íslensk veður
og íslenskar aðstæður. Um sjó-
hæfni þeirra þarf ekki að efast.
Það væri illa staðið að verki,
ef nú ætti að leggja fyrir róða
þá þekkingu og þróun sem unnist
hefir í skipasmíði okkar. Menn
skyldu muna, að verkmenntin
engu siður en hugmenntin er
grundvöllur sjálfstæðis hverrar
þjóðar. Svo mikilsverð sem út-
gerðin er okkur íslendingum, svo
mikilsvert er okkur að skip
okkar séu traust og góð og við
séum þar sjálfum okkur nógir.
Öðruvísi eigum við ekki að hugsa
né sætta okkur við minna. Þar
eins og víðar ætti að vera löngu
úrelt sú minnimáttarhugsun, að
erlent sé betra en innlent.
Og sé við erlendar niður-
greiðslur að glíma í jafnþýðing-
armikilli iðngrein fyrir okkur og
traustur skipaiðnaður er, hví
skyldum við hiká við að láta
krók koma á móti bragði, gera
útgerðinni með einhverjum ráð-
um kleift að geta alltaf keypt
af innlendum skipasmíðastöðv-
um skip sín líku verði og erlendis
frá, en örugglega betri og traust-
ari?
Skip úreldast, svo sem allir
vita, en það er óskynsamlegur
háttur að endurnýja skip.astól-
inn í hviðum, svo sem helst hefir
verið venjan, mokað að skipum
einn sprettinn, en síðan staðið
gegn endurnýjun árum saman.
Þetta raskar fjárhagsstöðunni
hrikalega, meðan á innmokstrin-
um stendur, og setur skipaiðnað
landsmanna meira og minna úr
leik. Rænir hann verkefnafestu.
Forsjált ríkisvald á að gæta þess,
að innlendi skipaiðnaðurinn hafi
árlega hæfilega nýsmíði skipa
með höndum til að fylla jafnt
og þétt í úreldingarskörðin.
Einhver lagersmíði skipa ætti
að þykja skynsamleg. Gæti ríkis-
valdið ofangreindra atriða
vinnst hvortveggja í senn: verk-
efnafesta í skipaiðnaðinum og
tækni og hæfni verður varanlega
til staðar hjá starfsliði. Útgerð-
ar- og aflaþjóð á ekki að lúta
að öðru.
Þegar Skapti lítur til baka
yfir Slippstöðvarár sín, segist
hann einskis jafngóðs minnast
og þess, hve allar framkvæmdir
þar tókust í raun vel, bæði við-
gerðir skipa og nýsmíði. Þegar í
upphafi hafi hann fengið úrvals-
starfsmenn til liðs við sig, og við
aukin og ný verkefni ásamt
fjölgandi starfsliði hafi hann séð
skipaiðnaðinn dafna og reynslu
manna og þekkingu vaxa og þró-
ast, séð menn vaxa með og af
verkefnum sinum. Það hafi verið
undursamleg tilfinning. Síðan
hvarfli það aldrei að sér, að ís-
lenskar skipasmíðar eigi ekki
framtíðina fyrir sér, ef skiln-
ingsskortur misviturra ráða-
manna þjóðarinnar á þýðing-
armiklu hlutverki þeirra drepi
þær ekki í dróma.
Skapti flytur ræðu er fyrra strandferðaskipinu sem Slippstöðin smíðaði, Heklu, var hleypt af stokkunum. Frá vinstri
má greina: Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Ólaf Stein Valdim-
arsson, Jóhannes Nordal, Þorstein Þorsteinsson, yfirverkstjóra Slippstöðvarinnar (að hálfu hulinn), og Jakob Frí-
mansson, kaupfélagsstjóra KEA. Þetta var 20. júní 1969, á afmælisdegi Skapta.
Menntaðu þig í
Bygginga-
og iðnfræði
<
Kennsla hefst 13. janúar. Innritun á sama tima. Hringið og fáiö
sendan upplýsingabækling í síma 05-625088 eða sendið úr-
klippunatil:
Byggteknisk Hojskole
Slotsgade 11-8700 Horsens — Danmark
Vinsamlegast sendiö mér eintak af upplysingabæklingnum BTH
Nafn: ...................................................
Heimilisfang .............................................
Póstnúmer: ............. Borg: ..........................
Hcnlclt-liukíini
á íslandi óskar eitir
aúráða...
Markaðsfulltrua
á tæknisviði
ÆSKILEG MENNTUN:
Tæknifræði eða verkfræði.
VERKSVIÐ:
Tilboðsgerð og kynningar á mælitækjum og tækni-
tölvum frá Hewlett-Packard.
ÆSKILEG REYNSLA.
Þekking á tölvustýrðum teiknikerfum, þekking á tölvu-
stýringum (process control) og notkun HP mælitækja.
í boði eru góð laun og miklir framtíðarmöguleikar. í
upphafi starfsferils þarf að sækja námskeið erlendis í
verulegum mæli en síðar samkvæmt reqlubundnu
kerfi.
Hewlett-Packardá íslandivarformlegastofnað8. maí
sl. Umsvif fyrirtækisins fara nú ört vaxandi.
Starfsmenn Hewlett-Packard víðsvegar um heim eru
nú u.þ.b. 85.000 og árleg velta 6.6 milljarðir doliara.
Fyrirtækið er annálað fyrir að hlúa vel að starfs -
mönnum sínum - gefa þeim tækifæri til þess að
þroskast í starfi og takast á við stærri verkefni.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 671000 Skrif-
legar umsóknir verða að hafa borist fyrir 3. desember
nk.
HEWLETT
PACKARD
H.P. Á ÍSLANDI, HÖFÐABAKKA 9, SÍMI 671000