Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 63

Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 69 Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda um hækkun vörugjalds: „Óþolandi opin- ber íhlutunu Stjórn Félags íslenskra iðnrek- enda ályktaði á fundi sínum nú fyrir skömmu að lýsa yfir miklum von- brigðum með þá lausn á fjárhags- vanda ríkissjóðs að hækka vörugjald. Hækkun veltuskatta væri gagnslaus aðgerð til að minnka viðskiptahalla og leiddi eingöngu til aukinnar verð- bólgu. „Það eru íslenskum iðnaði mikil vonbrigði að leysa eigi fjárhags- vanda ríkissjóðs með hækkun vörugjalds. Hallalaus ríkisbúskap- ur er mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni að eyða viðskiptahalla og draga úr verðbólgu en eina raun- hæfa leiðin til þess að jafna halla á ríkissjóði er að lækka ríkisút- gjöld frá því sem þau hafa verið,“ segir m.a. í ályktun stjórnar Fé- lags íslenskra iðnrekenda, sem samþykkt var nú fyrir skömmu. I frétt frá félaginu segir einnig að það hafi valdið vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi aðeins að hluta til fallið frá þeim áformum að hækka óbeina skatta, henni hafi ekki tekist sem skyldi að draga úr útgjöldum. Orðrétt segir í frétt- inni: „Fyrirhuguð hækkun vöru- gjalds eykur enn á þá mismunun milli atvinnugreina, sem þessi skattheimta hefur haft í för með sér. Sumar atvinnugreinar verða nú að þola það að á vörur þeirra sé lagt 30% vörugjald og 25% söluskattur á meðan aðrar vörur, sem þær eiga í samkeppni við, eru algjörlega gjaldfrjálsar. Þetta er óþolandi opinber íhlutun í sam- keppnisstöðu einstakra atvinnu- greina og fyrirtækja." f ályktun félagsins segir að til að tryggja það að fjármagn leiti í þá fjárfestingu sem arðbærust sé hverju sinni, sé nauðsynlegt að bönkum, sparisjóðum og lánasjóð- um verði frjálst að ákveða vexti og aðra lánaskilmála svo og form inn- og útlána, en fylgst verði með að eðlileg samkeppni sé í banka- kerfinu. „Aðeins á þennan hátt er unnt að tryggja það að ávöxtun fjár og lánastarfsemi verði með eðlilegum og heilbrigðum hætti. Þetta er eina leiðin til að koma í veg fyrir óheiðarlega og ólöglega lánastarfsemi sem eingöngu getur þrifist í skjóli hafta á almennum lánamarkaði," segir orðrétt í ályktun stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda. JÓLATILBOÐ h Þessi stórglæsilegu borðstofusett eru nú komin á sérstöku jólat i Iboðs verði. 5oo.- stgr. BorðstoÆogestólaraaðemskr. 37.500. 9 Við bjóóum einnig hagkvæm greiðslukjör. Bláskógar Ármúla 8. S. 686080 — 686744*^ Húsgagnasýning sunnudag 1—4 Surn'i vakna •Sveigjanleiki gúmmtsins tryggir rélta tjððrun • Latex gúmmrið bœgir • LoftrcBstikerfi heldur frg ryki og sýklum. loftinu hreinu og raka- • Fallegt dklœði stiginu réttu. að eigin vali. Latex dýna Latex dýnan er eina dýnan d markaðnum sem gerð er úr ekta ndttúrugúmmíi. Latex dýnan flaðrar vel og veitir líkamanum góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi- lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning undir hina léttari. Stabiflex rúmbotn Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar f full- komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd líkamans. •Hryggsúlan helst bein *Stabiflex rúmbotninn er sniðinn undir Latex og það slaknar á vöðvum. dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfi. * • -;xxxa Of hörð dýna. ■ -i Of mjúk dýna. Latex dýnan: Dýnan lagar sig að líkamanum - hryggsúlan er bein. LYóTADUn •Botnramminn er gerður úr níðsterku límtré. Dugguvogi 8-10 Stml 84655 •Þverrimlamir eru gerðir úr Ifmtré og bogna upp á við um miðjuna - eru sveigjanlegir. • Þverrimlamir hvfla á veltiörmum úr gúmmfi sem hreyfast eftir þrýstingl. • Hœgt er að hœkka rúmbotninn undir höfði og fótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.