Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 17 4- í leit að höfundi Njálu ffl eftir Sigurð Sigurmundsson Sturla lögmaður Þórðarson var merkilegur maður og íslensk sagna- ritun á honum ómælt að þakka. En það verður að telja, að borið sé í bakkafullan lækinn að eigna honum fleiri og fleiri íslendingasög- ur og ef til vill allar að lokum. Hann er talinn líklegur höfundur Grettissögu og má það vel vera. Hann hefur verið með vissu eitthvað viðriðinn hana, því að þar er nafn hans nefnt og vitnað til hans, en ósennilegt að hann hafl það sjálfur gert, en má vera innskot afritara. Nú er honum einnig eignuð Þorgils- saga skarða, sem fræðimenn áður hafa eignað Þórði Hítnesing, og nú síðast var hann nefndur sem höf- undur Bárðarsögu Snæfellsáss, og það er sjálfsagt ekkert til fyrirstöðu, að hann hafl getað skrifað hana. Hann á, með öðrum orðum, að hafa getað skrifað hvaða sögu sem var og hvaðan sem var af landinu. Umræður þær, sem nú hafa hér komist á kreik, eru vegna þeirrar kenningar, að hann muni vera höfundur Njálssögu. En sú ályktun liggur nærri, að hann hafi fremur getað skrifað flestar aðrar sögur enhana. En hitt er annað mál, að honum hefur verið kunnugt um ritun henn- ar og hefði getað haft þar ómæld áhrif, því að hann var samtímamað- ur Njáiuhöfundar og samstarfsmað- ur um langa hríð. í undangengnum umræðum um Njáluhöfund hafa verð nefndir menn, sem fengist hafa við þessi fræði, svo sem Helgi Haraldsson, er hélt fram Snorra Sturlusyni sem höfundi, en hann er ekki tekinn gildur tímans vegna, þótt margt fleira komi til. Einnig er þar til nefndur Gunnar Benediktsson rit- höfundur, en jafnframt sagt, að hann hafí ekki tekið persónulega afstöðu til málsins. En það er nú öðru nær. Innlegg hans í þetta mál er sterkum rökum stutt og verður vart fram hjá því gengið. Hann fór ekki í neina launkofa með skoðun sína þar, taldi kenningu Barða Guðmundssonar um Þorvarð Þórar- insson sem höfund Njálu svo sann- færandi, að stappaði nærri vissu. Mætti þar benda á ritgerð hans í Timariti Máls og menningar 1965: „Staðhæfing gegn staðhæfíngu". Þar tekur hann gagnrýni Einars Ól. Sveinssonar gegn Þorvarði Þór- arinssyni sem höfundi sögunnar til fræðilegrar athugunar. Sú grein vakti mikla og verðskuldaða at- hygli, þannig að ekki linnti pöntun- um á biók Barða: „Höfundur Njálu", hjá forlaginu, svo að nær seldist það sem eftir var af henni. Hér verður ekki farið langt út í aldur eða tímasetningu sögunnar. Lengi vel var hún talin rituð fyrir eða um 1200. En fyrstur manna sýndi Guðbrandur Vigfússon fram á, að hún væri ekki eldri en frá þvf rétt fyrir 1300. Byggði hann það á norsku lagamáli, sem komið væri úr Jámsfðu. Það hefur borið við og gerir jafnvel enn, að ýmsir hafa rekist á orð í sögunni, sem jafnvel gætu kollvarpað þeirri ald- ursgreiningu og bent á fyrri ritun- artíma. Er það þegar notuð er nú- tíð af sögninni að vera, þá nefndir eru menn, látnir löngu fyrir 1280. Sigurður Sigurmundsson „Eitt veigamikið atriði hefur enn ekki verið tekið til meðferðar í þessum umræðum varð- andi spuminguna um Sturlu Þórðarson. En það eru ættartölur Njálu.“ Á bls. 70 (fomritaútg.) er þessa setningu að finna: „Frá Valgarði enum grá er kominn Kolbeinn ungi.“ Af þessum sökum er talið, að Kolbeinn ungi hafi verið á lífi, þegar sagan var færð í letur. En þetta er hin mesta kórvilla, því að oft em nútíð og þátfð notuð jöfnum höndum í frásögn. Sýnir það best, að nefndir em menn í sögunni á sama hátt, sem uppi vom heilli öld á undan Kolbeini. Svo sem Einar Hjaltlendingur á bls. 196, uppi um 1120, og Ketill biskup Þorsteinsson (1120-1145) ábls. 286. Tíminn líður og byltingar í sögu- skoðun eiga sér stað sem í öðm. Fræðimenn fyrri tíma töldu sögum- ar áreiðanlegar heimildir og beittu allri sinni orku og hugviti til að sanna, að svo væri. Fyrstur fslenskra fræðimanna, sem byggði á skoðun Guðbrands Vigfússonar og sá í gegnum þá hefðbundnu blekkingu, sem ríkt hafði um sögumar og skrifaði um þær gagnmerkar ritgerðir, var Bjöm M. Ólsen. Margt af því stend- ur enn. Hann segir á einum stað: „Ég er því á þeirri skoðun, að það sé jafnQarri sanni að líta á ís- lendingasögur sem eintómar skáld- sögur eins og hitt að telja þær f röð óskeikulla sannsögulegra heim- ilda.“ Ennfremur segir hann: „Sum- um íslendingum finnst það ganga næst guðlasti að efast um sögulegt gildi sagna vorra. Þeim finnst sög- umar setja við það niður, ef þar stendur ekki allt eins og stafur á bók. En auðvitað verðum við að meta sögumar í þessu eftii eftir sömu reglum og beitt er við öll önnur söguleg heimildarrit, það græða þær aftur sem íþróttaverk." Ekki þarf að efa það, að kenning Hermanns Pálssonar um, að evr- ópsk bókmenning hafi haft meiri áhrif á ritun Íslendingasagna en áður var álitið, hefur við mikil rök að styðjast En þá er sú hætta einnig fyrir hendi, að gengið verði of langt, að þessi steftia gangi út f öfgar. Rannsóknum fyrri tíma manna verði kastað og sögumar taldar nær eingöngu samdar upp úr öðrum sögum, bæði innlendum og erlendum. Þar þarf vissulega að draga markalínur á milli. Nú hafa verið uppi umræður um það, hvort Sturla Þórðarson kynni að vera höfundur Njálssögu. Við fræðilega athugun hefur margt komið í ljós, sem mælir á móti því. Barði Guðmundsson rannsakaði líf og æviferil Þorvarðs Þórarínssonar og bar hann saman við Njálu og fann þar nýstárlegt „samspil sál- fræði og sögu“. Eftir því að dæma væri nú nauðsynlegt að kryfja lífs- feril Sturlu iögmanns og bera hann á sama hátt saman við Njálu. Eitt veigamikið atriði hefur enn ekki verið tekið til meðferðar í þessum umræðum varðandi spum- inguna um Sturlu Þórðarson. En það eru ættartölur Njálu. En eins og kunnugt er ber ættartölum Njálu og Landnámu ekki saman. Annað- hvort hefur höf. Njálu ekki þekkt Landnámu (sem raunar er þó nær óhugsandi) eða hann hefur notað aðra heimild. Guðbrandur Vigfússon sýndi fram á, að ættir Njálu væru mest- megnis af Suður- og Austurlandi. Þess vegna mun hann hafa komist á þá skoðun, að höfundurinn væri Austfirðingur, og er nú talið, að ættartöiuheimild Njálu sé komin frá glötuðu ættartöluriti, nú nefnt „Æ“, komnu úr Austfirðingafjórð- ungi, þar sem Kolskeggur hinn vitri sagði fyrir um landnám. Þá er spumingin sú: Hvemig má það vera, að Sturla Þórðarson sem Njáluhöfundur hafi stuðst við ættartöluheimild, óháða og að mörgu leyti gagnstæða þeirri, sem hann notaði í Landnámuriti sfnu? Höfundur er hóndi og fræðimaður að HvítÁrhotti í Hrunamaima- hreppi. Á IKEA-útsölunni er úrval húsgagna og gjafavöru. Opið mán. - föst. kl. 10.00 - 18.30 og á laugardögum kl. 10.00 - 16.00 U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.