Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Guðrún Hallgrímsdóttir Haukur Ingibergsson Paul Ragnar Smith Skarphéðinn Óskarsson Prófkjör hjá Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði hefur ákveðið að hafa prófkjör um skipan 5 efstu sæta á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjörið fer fram laugardaginn 1. febrúar kl. 14—19 og sunnudaginn 2. febr- úar kl. 10—20. Kosið verður í Alþýðuhúsinu f Hafnarfirði. Ríkismat sjávarafurða: Endurskipulagning og ráðið í 4 nýjar stöður Að undanförnu hefur verið unnið að endurskipulagningu Ríkis- mats sjávarafurða f samræmi við ný lög um stofnunina, en með þeim var verkefnum hennar breytt að mörgu leyti frá því sem áður var. Skipulagsbreytingar miða að gera ríkismatið að virkari stofnun með nútfmalegum starfsaðferðum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Hlutverk Ríkismats sjávarafurða er að stuðla að bættum hráefnis- og vörugæðum íslenzkra sjávarafurða. Til að ná þessu markmiði mun stofnunin vinna náið með fyrirtækjum, útflytjendum og samtök- um í sjávarútvegi. Nýtt stjórnskipulag tekur gildi hjá Rfkismati sjávarafurða 1. febrúar næstkomandi og hefur verið ráðið i eftirfarandi ábyrgðar- og stjórnunarstörf: Forstöðumaður f erskfiskdeildar Guðrún Hallgrímsdóttir, mat- vælaverkfræðingur, hefur verið ráðin forstöðumaður ferskfískdeiid- ar ríkismatsins. Hún mun hafa faglega yfirumsjón með ferskfisk- matinu og efla það á þann hátt að það verði hvati að bættri meðferð afla og bættum hráefnisgæðum. í I <3 Vandaðir bíl- kranar í öllum stærðum á lægsta verði á markaðnum 18tonn/m /\ Lyftigeta 8.5 tonn, þyngd 2.3 — 2.5 tonn. Hátt á 2.hundrað gerðir fáan- legar frá 2.5 tonn/m til 180 tonn/m Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar. uTIMXMö)^ FUNAHOFÐA 1 - REYKJAVIK S. 91-685260 þessu skyni mun hún m.a.a fylgjast með þróun þessara mála í öðrum löndum. Á næstunni verða veiga- mestu verkefnin fólgin í samræm- ingu ferskfískmatsins milli ver- stöðva á landinu. Jafnframt er að því stefnt að taka upp nýtt mat- skerfi, svokallað punktamat, sem miðar að því að gera matið áreiðan- legra og sambærilegt um allt land. Guðrún var áður forstöðumaður afurðadeildar. Hún mun taka við þessari nýju stöðu 1. febr. nk. Rekstrarstjóri Haukur Ingibergsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri. Um er að ræða nýja stöðu. Við endurskipu- lagningu stofnunarinnar var komið á fót sérstöku rekstrarsviði, en undir það heyra yfirmatsmenn svæða og ferskfiskmatsmenn. Þessi skipulagsbreyting er gerð til að gera starfsemi stofnunarinnar markvissari. Haukur mun m.a. sjá um skipulagningu verkefna og verkstjóm stofnunarinnar um allt land og skipuleggja eftirlitsferðir og úttekt í samvinnu við forstöðu- menn ferskfísk — og afurðadeilda og hreinlætissérfræðing. Haukur hefur aflað sér mikillar þekkingar og reynslu á sviði stjóm- unarstarfa. Hann mun hefja störf 10. febr. nk. Forstöðumaður gagna- vinnslu og upplýs- ingasviðs Paul Ragnar Smith hefur verið ráðinn forstöðumaður gagnavinnslu og upplýsingasviðs. Hann mun hafa yfirumsjón með tölvuvæðingu á starfsemi stofnunarinnar og úr- vinnslu gagna. Með tölvuvæðingu ríkismatsins er stefnt að því að veita aðilum í sjávarútvegi og fjölmiðlum, fljótt og vel, marktækar upplýsingar um gæði og meðferð afla og afurða. Á þann hátt væntir stofnunin að umræður og ákvarðanir í sjávarút- vegi taki í ríkara mæli mið af gæðum og verðmætum afla en ekki aðeins tonnafjölda. Paul Ragnar hefur aflað sér víðtækrar þekkingar og starfsreynslu á sviði tölvumála. Hann mun hefja störf 1. febr. nk. Hremlætissérfræðingrir Skarphéðinn Óskarsson, mat- vælafræðingur, hefur verið ráðinn hreinlætissérfræðingur. Hann mun hafa yfirumsjón með eftirliti með hreinlæti og búnaði fiskiskipa og fiskvinnslustöðva. Skarphéðinn mun annast þjálfun starfsmanna við framkvæmd hrein- lætiseftirlits, hafa umsjón með út- gáfu hæfnisvottorða fyrir fískveiði- skip og útgáfu vinnsluleyfa fyrir fískvinnslustöðvar. Einnig mun Skarphéðinn vera ráðgefandi um framkvæmdaatriði og móta stefnu Jazz í Lækjarhvammi STARFSÁRIÐ hefst hjá Jazz- klúbbi Reykjavíkur með „djamm-sessjón“ í Lækjar- hvammi Hótels Sögu fimmtu- daginn 30. janúar klukkan 21. Aðalgestur kvöldsins er pólski fiðlusnillingurinn Zsimon Kurm. Til liðs við sig fær Kurm Áma Elfar á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Guðmund R. Einarsson á trommu. Ýmsir fleiri eru vænt- anlegir á pallinn þetta kvöld, þar á meðal hinn efnilegi jasspíanisti Egill Finnsson, bassa- og básúnu- leikarinn Priðrik Theódórsson og Þórir Magnússon trommuleikari. (Fréttatilkynning) Zsimon Kurm fiðluleikari ríkismatsins í hreinlætis- og búnað- armálum. Hann mun hefja störf 1. maí nk. Óráðið er í stöðu forstöðumanns afurðadeildar, segir í frétt frá Ríkis- mati sjávarafurða. Rétt til þátttöku hafa allir flokks- bundnir alþýðuflokksmenn og aðrir stuðningsmenn, sem lögheimili eiga í Hafnarfirði og orðnir verða 18 ára þann 31. maí nk. í framboði í prófkjörinu eru: Erlingur Kristensson, skrifstofu- maður, Guðmundur Ámi Stefáns- son, bæjarfulltrúi, Ingvar Viktors- son, kennari, Jóna Osk Guðjóns- dóttir, fulltrúi, María Ásgeirsdóttir, húsmóðir, Sigrún Jonný Sigurðar- dóttir, húsmóðir, Tryggvi Harðar- son, jámabindingamaður, Valgerð- ur Guðmundsdóttir, snyrtifræðing- ur, Þómnn Jóhannsdóttir, ritari. Þátttakendur í prófkjörinu skulu raða frambjóðendum í fyrstu 5 sæti framboðslistans. Skylt er að kjósa í öll sætin 5. Áramótadansleikur sjónvarpsins: Verð á auglýsingum átti að vera hærra — segir Viðar Víkingsson leiklistarráðunautur orðið að greiða við hverja endursýn- ingu helming af upphaflegri greiðslu. Mér finnst greiðslan ekki óeðlilega há til hjómsveitarinnar þar sem hljómsveitin getur leikið á dansleikjum annars staðar fyrir miklu hærri upphæð og vom þeir í rauninni að gera Hrafni þama greiða og styðja hann sem dag- skrárstjóra. Eg tek undir það sem Hrafn sagði í frétt Morgunblaðsins í gær, 29. janúar, að kostnaður við dansleikinn hafi verið um 750.000 krónur. Upphaflega var gert ráð fyrir af hálfu okkar Hrafns að hver mínúta af auglýsingum yrði seld á 100.000 krónur og þá hefðu auglýsingatekj- ur sjónvarpsins á gamlárskvöld orðið um ein milljón króna og dans- leikurinn komið út á sléttu eða jafnvel með hagnaði, en það fórst fyrir hjá framkvæmdastjóm sjón- varpsins að selja auglýsingar á þessu verði og því var það rangt sem Hrafn sagði, eftir upplýsingum frá mér, við Morgunblaðið 3. janúar sl., að auglýsingar hefðu farið langt með að jafna kostnað dansleiksins. Við báðir stóðum þá í þeirri trú að auglýsingar hefðu verið seldar á þessu verði og að dansleikurinn væri á sléttu, en svo reyndist ekki vera. Engu að síður tel ég að hér sé um ódýra dagskrá að ræða“. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Viðari Víkingssyni, leiklistar- ráðunaut sjónvarpsins, sem stjórnaði útsendingu á áramóta- dansieik sjónvarpsins á nýárs- nóttsl: „Ég tel rangt að tala um tap á áramótadansleik sjónvarpsins. Þama er um sjálfsagðan kostnað við dagskrárgerð að ræða, annars væri t.d. hægt að tala um tap á fréttum. Ég vil taka það fram að rangt er að draga Hrafn Gunn- laugsson til ábyrgðar fyrir það að kostnaður hafi farið úr böndum við þennan áramótadansleik því að ég bar ábyrgð á fjárhagslegri hlið málsins sem hans staðgengill þegar gengið var frá samningum. Hrafn hafði samið við Stuðmenn um að greiða þeim 200.000 krónur fyrir að leika á dansleiknum, en ég samdi við þá að þeir fengju 350.000 krónur og þá ekki einungis fyrir að leika á dansleiknum, heldur einnig fyrir að leika og leggja á sig vikuvinnu við myndskreytingu á §órum lögum og einnig fyrir að æfa lög með gestum, sem fram komu á dansleiknum. Jafnframt fólst í þessum samningum ótak- markaður endursýningarréttur, sem ekki var gert ráð fyrir í upp- haflega samningnum, annars hefði V er ðlaunasamkeppni um útvarpsleikrit RÍKISÚTVARPIÐ - hljóðvarp - hefur ákveðið að efna til verð- launasamkeppni um útvarpsleik- rit. Skilafrestur í keppninni er til 15. september nk. Verkin skulu vera frumsamin og við það miðað að þau séu á milli 40 til 60 mínútur í flutningi. Verð- launaféð, sem dómnefnd hefur til ráðstöfunar, er 350.000 krónur og verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 200.000 krónur. Hefur dómnefnd að öðru leyti fijálsar hendur við úthlutun verðlaunafjárins. Dóm- nefndina skipa Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri, sem er formaður, Þorvarður Helgason rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.