Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986
29
Ur verki 3. bekkjar Leiklistarskóla íslands „Allt i plasti".
3. bekkur Leiklistarskóla íslands:
Frumsýnir „ Allt
í plasti“ í kvöld
ÞRIÐJI bekkur Leiklistarskóla
íslands frúmsýnir unglinga-
leikritið „Allt í plasti“ eftir
Volker Ludvig og Detlev Micel
í kvöld í Félagsheimilinu Sel-
tjarnarnesi.
Þetta verk var fyrst sýnt í
Berlín fyrir fáum árum á vegum
Grips leikhússins. Þýðandi verks-
ins er Hafliði Amgrímsson, söng-
texta þýddi og samdi Magnea J.
Matthíasdóttir, hárgreiðslu og
klippingar hannaði og gerði Ami
Glóbó Kristinsson, tónlistina út-
setti og samdi Jón Steinþórsson,
dansatriði sömdu Þórdís Amljóts-
dóttir og Hafdís Árnadóttir, lýsing
er í höndum Egils Ámasonar,
leikstjóri er Andrés Sigurvinsson,
leikmynd og búninga hönnuðu og
unnu nemendur úr Myndlista- og
Handíðaskóla íslands undir hand-
leiðslu Guðrúnar Sigríðar Har-
aldsdóttur.
í verkinu er komið inn á hin
ýmsu unglingavandamál svo sem
ástina, klíkuna, skólann, tilgangs-
leysið og fleira. í upphafi leiksins
fá áhorfendur að kynnast nokkr-
um krökkum og fylgjast með þeim
út sýninguna, hvemig þau bregð-
ast við umhverfí sínu og hvemig
þau reyna að ráða sér sjálf. Viljinn
er sá að fínna sér eitthvert hlut-
verk eða tilgang og í þeirri leit
fara krakkamir eigin leiðir — til
hins betra eða verra, segir í kynn-
ingu.
Námsgagnastofnun:
Framlengir skila-
frest í samkeppni
um ritun bóka
SKILAFRESTUR í samkeppni á
vegum Námsgagnastofnunar um
ritun bóka í tengslum við dag-
skrána „Bókin opnar alla heima“
hefur verið framlengdur til 1.
maí nk.
Ásgeir Guðmundsson forstöðu-
maður Námsgagnastofnunar sagði
í samtali við blaðamann að mjög
fá handrit hefðu borist um áramót
og því hefði ákvörðun um framleng-
ingu verið tekin. í mars á sl. ári
stóð Námsgagnastofnun fyrir dag-
skrá, sem bar heitið „Bókin opnar
alla heima" í samvinnu við fjöl-
marga útgefendur. Haldin var
kynning og sýning á öllum fræðirit-
um sem nýst gætu til kennslu í
skólum og í lok þeirrar kynningar
var ákveðið að ráðast í þessa rit-
samkeppni og er hugmyndin að þau
handrit sem metin eru til verðlauna
verði gefin út og nntufl f skólum.
Efnið skal einkum tengjast ís-
landssögu, náttúru landsins eða
sögu þess og vera við hæfí 9—13
ára skólabama. Lesmál skal vera 8
til 64 síður auk tillagna um mynd-
efni. Dómnefnd skipuð af náms-
gagnastjóm mun síðan meta inn-
sent efni.
FVrir tveimur ámm síðan gekkst
Námsgagnastofnun fyrir álíka rit-
samkeppni, en þá átti efnið að
gagnast nemendum sem seinir
væm til að lesa. Sextíu handrit
bámst. Þijú þeirra fengu verðlaun
og nokkur viðurkenningu. Búið er
að gefa meginhluta þeirra út. Ás-
geir sagði að hann vonaðist til að
milli 20 og 30 handrit bæmst nú í
samkeppnina. Fyrstu verðlaun em
40.000 kr., önnur verðlaun 30.000
kr. og þriðju verðlaun 15.000 krón-
Fulltrúaráð sj álfstæðisf élaganna í Hafnarfirði:
Mótmælir breytingnm
á tollmeðferð í bænum
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé-
laganna í Hafnarfirði samþykkti
samhljóða á fundi sinum fyrir
skömmu að mótmæla breyting-
um á tollmeðferð i Hafnarfirði.
Breytingin er í þvi fólgin að
tollverðir úr Reykjavík sjá nú um
toUgæzlu í Hafnarfjarðarhöfn.
Alyktun Fulltrúaráðsins er
svohljóðandi:
„Fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna í Hafnarfírði,. haldinn
Heimdallur:
16. janúar 1986, mótmælir þeirri
ráðstöfun fjármálaráðuneytisins,
sem fram kemur í bréfí þess dagsett
20. desember síðastliðinn, um
breytingar á tollmeðferð f Hafnar-
fírði.
Fulltrúaráðið skorar á fjármála-
ráðherra, formann Sjálfstæðis-
flokksins, að draga nú þegar til
baka þá ákvörðun ráðuneytisins,
sem fram kemur í áðurgreindu
bréfí. Ennfremur beinir Fúlltrúa-
ráðið því til fjármálaráðherra að
treysta svo sem kostur er sjálfstæði
tollembættisins í Hafnarfírði, þann-
ig að það geti áfram veitt þá lipru
og rómuðu þjónustu sem það hefur
veitt til þessa.“
Sjömenningarnir í „St. Elmo’s fire.“
Sljörnubíó frumsýnir
„St. Elmo’s fire“
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir i dag
kvikmyndina „St. Elmo’s fire“
en hún segir frá skólakrökkum,
sem haldið hafa hópinn árum
saman. Leikstjóri er Joel
Schumacher. í aðalhlutverkum
eru: Emilio Estevez, Rob Lowe,
Andrew McCarthy, Demy Moore,
Judd Nelson, Ally Sheedy og
Mare Winningham.
Eitt eiga sjömenningamir þó
sameiginlegt þótt ólík séu. Eigi
eitthvert þeirra í vanda, koma öll
til hjálpar, hvort sem er á nóttu eða
degi.
Ráðstefna um fjöl-
miðlun í framtíðinni
ÞAR SEM ný útvarpslög hafa nú tekið gildi er tímabært að fjalla
nánar um fjölmiðlun í framtíðinni og þá möguleika sem fjarskipta-
tæknin býður uppá. Af því tilefni efnir HeimdaUur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, til ráðstefnu um þessi mál laugardaginn
1. febrúar nk. í Valhöll Háaleitisbraut 1. Ráðstefnan hefst kl. 14.00
og er öllum opin. Áhugamenn um þessi málefni eru sérstaklega
hvattir til að mæta.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Katrín Gunnarsdóttir varafor-
maður Heimdallar setur ráðstefn-
una, Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra flytur ávarp, Friðrik
Sophusson varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins ræðir aðdraganda
nýrra útvarpslaga, Kjartan Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins fjallar um verkefni
útvarpsréttamefndar og Gústav
Amar deildarverkfræðingur Pósts
og síma segir frá tæknilegum
möguleikum og hindrunum á mót-
töku sjónvarpsefnis um fjarskipta-
tungl. Jón Magnússon lögfræðingur
talar um fjarskiptalög og útvarps-
lög, Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra ræðir _ málvemd og
menningaráhrif og Ásgeir Tómas-
son blaðamaður talar um fram-
leiðslu dagskrárefnis fyrir útvarps-
stöðvar. Þá verður kaffihlé og pall-
borðsumræður að því loknu.
Úr fréttatilflnningu.)
Nýr
vallar-
stjóri
JÓHANNES ÓU Þórðarson
hefur verið ráðinn vallar-
stjóri við íþróttaveUi í
Reykjavik og tekur hann við
starfinu á laugardaginn.
Jóliannes er formaður Fylk-
is í Reykjavík og var hann
einn af fjórum umsækjend-
um um starfið.
Baldur Jónsson lætur af
störfum á föstudagskvöldið
eftir 36 ára starf sem vallar-
stjóri Reykjavíkur en hann
mun starfa áfram með Jó-
hannesi eitthvað fram á vorið.
Chevrolet
CHEVR0LET er gæða stimpill því CHEVR0LET þýðir fyrirtaks hönnun M
CHEVR0LET bifreiðar eru framleiddar af stærsta bílaframleiðanda heims.
BILVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 @0
19 hefur lagt sig fram viö aö hafa frumkvæði í tækninýungum bílaiðnaðarins og gert
CHEVR0LET merkið eitt hið virtasta í heimi.