Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 Afkastamiklar MWSTÖÐVAR Henta vel í sendibíla, flutningabíla og vinnuvélar. Kr.7.960,- Alda 1002 þvottavél og þurrkari árgerð 1986 er komin Sömu gæðin, en tæknilega jafnvel ennþá fullkomnari • Nú með stillanlegu hitastigi á öllum þvottakerfum #1000/500 snúninga vinduhraði • Heitt og kalt vatn Verðið er aðeins kr. 30.270,- stgr. Vörumarkaðurinn hf. J Ármúla 1a, s. 686117. •Magic Johnson sést hór á fullri ferð með knöttinn í sfðasta All-Star leik. Hann fékk flest atkvæði áhorf- enda þegar liðið var valið að þessu sinni. Jabbar virðist eitthvað viðutan á myndinni. All-Star liðið valið: Magic Johnson fékk langflest atkvæði Frá Gunnari Valgeirssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Bandarfkjunum. ALL-STAR leikurinn í körfuknatt- leik verður háður 9. febrúar. í þessum leik leika úrvalslið frá austurströnd Bandarfkjanna gegn úrvalsliði frá vesturströnd- inni. í sföustu viku voru liðin kynnt en það eru áhorfendur á NBA-leikjum sem kjósa á hverj- um leik bestu mennina og sfðan eru atkvæðin talin. Það var Magic Johnson frá Los Angeles Lakers sem fékk flest atkvæöi að þessu sinni, rúmlega eina milljón. Flest atkvæði í lið vesturstrand- arinnar hlutu auk Magic, þeir Jabb- ar hjá Los Angeles Lakers, Worthy hjá sama félagi, Sampson frá Houston og Robertson frá San Antonio. Jabbar er nú í liðinu í 15. sinn og hefur enginn verið eins oft í þessu úrvalsliði. Jabbar er nú 39 ára gamall og virðist ekkert lát vera á velgengni hans í körfuknatt- leiknum. BRESKI hlauparinn Steve Cram sagði á blaðamannafundi í gær að hann stefndi á að keppa bæði í 800 og 1500 metra hlaupi á Samveldisleikunum í sumar og það sem meira er, hann ætlar sér sigur í báðum þessum greinum. „Ef allt fer eins og ég ætla mér og ég verö ekki meiddur þá vonast ég til að vinna á Samveldisleikun- um í Edinborg og síðan ætla ég að verja sigur minn í 1500 metrun- um á Evrópumótinu í Stuttgart. Ég á góða möguleika á að vinna i Edinborg því niðurrööun greina á þessum mótum er mjög hagstæð fyrir mig,“ sagði Cram. Hann bætti því við að hann væri reiðubúinn að fórna sigri í 800 metra hlaupinu ef landi hans, David Sharpe, yrði meðal kepp- enda á mótinu. „Hann er ekki Lið austurstrandarinnar verður skipað þeim Moncrief frá Mil- waukee, Thomas frá Detroit, Bird hjá Boston Celtics og þeim Mallon og Erving en þeir eru báðir í liði Philadelphia 76ers. Erving leikur nú með úrvalsliö- inu í 10. sinn í röð og er það met þar vestra. Jabbar gat ekki leikið með eitt árið vegna meiðsla en annars hefði hann átt þetta met Ifka. Flest atkvæði í austur-liðið fékk Jordan hjá Chicago en hann er meiddur og getur því ekki leikið með liðinu í þessum leik. BOLGÓÐUR Manutan Bol, stærsti leikmaöur deildarinnar, hefur sýnt það og sannað að hann er bæði góður leikmaður og harður af sór. Margir töldu að hann gæti aldrei náð langt í Bandaríkjunum, en hann kemur nema 17 ára gamall og ég var einmitt 17 ára er ég keppti fyrst á svona móti og það er geysilega uppörvandi að taka þátt í slíkum mótum, sórstaklega ef manni gengur vel. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Sharpe á eftir að verða einn af bestu hlaupurunum heims- ins og ég vil gera mitt til að ýta undirhann." Cram sagðist búast við að hann fengi mesta keppni frá þeim Steve Ovett og Sebastian Coe í sumar og þá sérstaklega á Samveldisleik- unum. „Þeir félagar eru alltaf vísir til þess að gera mér erfitt fyrir og þar sem þeir hafa ekki keppt áður á Samveldisleikunum þá á ég von á að þeir leggi allt í sölurnar til þess að vinna, en það ætla ég einnig að gera þannig að það má búast við skemmtilegri keppni." frá Súdan, vegna þess að hann væri ekkert nema hávaxin rengla. Hann hefur leikið vel í vetur og í síðustu viku blokkeraði hann 15 skot í einum leik og hefur hann nú forystu í þessum mikilvæga þætti körfuknattleiksins í Banda- ríkjunum. Hann lenti á dögunum í slags- málum við einn leikmanna Chicago og var sá bæði stór og þungur. Flestir höfðu áhyggjur af því að sá þungi gengi frá renglunni en raunin varð önnur. Bol hafði betur og þegar blaðamenn spurðu hann eftir leikinn hvernig hann hefði farið að þessu sagði hann: „Þetta var nú ekki mikið mál. Ég drap Ijón með berum höndum heima í Súd- an áður en ég kom hingað til Bandaríkjanna." Greinilegt að pilt- ur getur séð um sig sjálfur. STAÐAN Boston Celtics hefur nú forystu í öðrum riðli austurdeildarinnar. Liðið hefur unnið 33 leiki en tapað átta. í síðustu viku unnu þeir Philadelphia 76ers sem er í öðru sæti, 11 stigum á eftir Celtics. 76ers höfðu unnið 17 leiki af síð- ustu 19 áður en þeir töpuðu fyrir Celtics í síðustu viku. í hinum riðlinum hefur Mil- waukee forystuna og hefur níu stigum meira en Atlanta sem er í öðru sæti. Atlanta hefur komið mjög á óvart í vetur og staðið sig mun betur en búist var við. Líkleg- ast verður að telja að Boston Celtics og Philadelphia 76ers muni berjast um sigurinn í austurdeild- inni en þó gæti Milwaukee sett strik í reikninginn. í vesturdeildinni hefur Los Angeles Lakers 13 stiga forystu á Portland. Lakers eru greinilega langbestir í þessari deild og vinna hana örugglega. Þó velta menn því fyrir sér hvort Houston, sem er efst í hinum riðli vesturdeildar- innar, geti komið á óvart og unnið deildina. Houston getur náð langt og á góðum degi hjá þeim og meðalmennsku hjá Lakers getur allt gerst. Steve Cram: Ætlar að sigra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.