Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 13 25 milljóna króna áætlun um nýja innlenda þætti samþykkt af útvarpsráði — „stígnm bensínið í botn Hrafn Gunnlaugsson, dag- skrárstjóri innlendrar dagskrár- gerðar sjónvarpsins, hefur lagt fram áætlun í útvarpsráði um nýja þætti í sjónvarpi og kostnað- aráætlun í því sambandi og hefur hún verið samþykkt af ráðinu. Kostnaðurinn hljóðar upp á rúm- ar 25 milljónir króna. Ymsir þessara nýju þátta hafa þegar hafið göngu sína, svo sem A líðandi stundu, Kvikmyndakróníka, Glettur, Rokkamir geta ekki þagn- að og Kvöldstund með listamanni. Þá er í ráði að auka bamaefni í sjónvarpi til muna. Stundin okkar, sem nú er á sunnudögum, er aðal- lega sniðin fyrir yngstu áhorfend- urna en fyrirhugað er að koma á svokallaðri „stóhi stund" fyrir eldri krakkana. Þá em þættimir Aftan- stund og Söguhom reglulega á dagskránni fyrir böm og á næst- unni hefur göngu sína þáttur er nefnist „Unglingamir í fmmskógin- um“ og á hann að fjalla um áhuga- mál unglinga s.s. mælskukeppni, danskeppni, ljóðakvöld og fleira sem unglingar em að fást við. Þátt- urinn Skonrokk breytir um nafn og kallast nú Poppkorn. Dagskrá sjónvarps á afmælis- hátíð Reykjavíkurborgar liggur “ segir Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri ekki endanlega fyrir ennþá þannig að kostnaður vegna hennar er ekki inni í fyrmefndri tölu. Þó er stefnt að beinni útsendingu frá úrslitum í samkeppni um Reykjavíkurlag og frá afmælishátíðinni á Amarhóli 18. ágúst nk. auk þáttar um sögu Reykjavikur. Hrafn sagði að hér væri um nokkuð dýrt atriði að ræða og hefði hann leitað eftir tilboðum frá Saga-Film um að það fyrirtæki tæki að sér hluta þessa verkefnis. Hrafn sagði að hann vildi stefna að því að fjárfesta í innlendum myndum á ólíkum vinnslustigum, jafnt leiknum sem heimildamynd- um. Stefnt er að útboði tveggja leikinna verka á árinu, en tillögur þar að lútandi_ munu liggja fyrir í byijun mars. Á sl. ári keypti sjón- varpið nokkur handrit og hefur Hrafn fengið leikstjórana Láms Ymi Óskarsson, Ágúst Guðmunds- son, Egil Eðvarðsson og Hilmar Oddsson til að vega og meta hvort þeir treystu sér til þess að færa eitthvert þeirra upp til sjónvarps- gerðar. Verkin em: „Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur“ eftir Gísla J. Ástþórsson, „Leikrit án titils fyrir sjónvarp" eftir Matthías Johannessen, „Nóttin, já nóttin" eftir Sigurð Pálsson, „Ferðalok" eftir Steinunni Jóhannesdóttur, „Næturganga" eftir Svövu Jakobs- dóttur og „Silkitromman" eftir Atla Heimi Sveinsson. Ef leikstjóramir vilja taka eitthvert eða einhver verkanna til meðferðar, verða hug- myndir þeirra bomar undir höfund og takist samvinna þessara tveggja aðila, verður hafist handa. Hrafn kvað þetta vera þá aðferð sem t.d. Bretar notuðu við undirbúning að gerð sjónvarpsleikrita. Áætlað er að greiðslur Ríkisút- varpsins vegna Listahátíðar muni nema 1.100 þúsund krónum og skiptist jafnt á milli sjónvarps og útvarps. Þá sagði Hrafn að nú þegar væri búið að ráða leikstjóra fyrir næsta áramótaskaup, Karl Ágúst Úlfsson, og er áætlaður kostnaður þess 1.140 þúsund krón- ur. Þá er fyrirhuguð vegleg ára- mótabrenna í beinni útsendingu, að sögn Hrafns, og einnig dansleikur, sem ætlunin er að sjónvarpa beint frá einhverjum veitingastaða borg- arinnar í stað sjónvarpssalar eins og gert var nú á nýársnótt. Kostnaður sjónvarpsins við söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evr- ópu er eklri talinn með í áætluninni. VIÐEYJAR SUND vínalegír veislu- og ráöstefnusalír n FLUGLEIÐA HÓTEL Sími 82200 Gunnar Þór á Torfalæk og Guðmundur Ágúst frá Húnavöllum leika við kálfana: „Návist við mold, gróður og dýr er þáttur í lífsfyllingu hjá öllum,“ segir Jóhannes. Við getum aftur á móti tekið mun virkari þátt í þjónustustarf- seminni en verið hefur. Sem dæmi má nefna þörfina fyrir dvalarheimili aldraðra. Slík starfsemi í litlum einingum í sveitum gæti gefíð tækifæri til að nýta fjárfestingu og mannafla og gæti einnig veitt þeim sem lokið hafa starfsæfí sinni manneskjulegra umhverfí en mögu- legt er í fjöldastofnunum. Ýmsa aðra þjónustu af þessu tagi má nefna enda er návist við mold, gróð- ur og dýr þáttur í lífsfyllingu hjá öllum. Menn sem vinna við opinbera þjónustu eiga í auknu mæli að búa í sveitunum. Einnig þurfum við á því að halda að innan landbúnaðar- ins sé tiltækt vinnuafl til afleysinga vegna slysa, veikinda svo og orlofs sem bændur hafa hingað til ekki notið eins og aðrir þjóðfélagsþegnar en þyrftu að geta tekið sér. Varðandi öll þessi atriði tel ég að sveitarstjómimar þyrftu að vakna af Þymirósarsvefni í at- vinnumálum. Sveitarfélögin þurfa að sameinast til að geta telrið á þessum málum og ná árangri en skilningur á því er ákaflega misjafn. Undirstöðuatriðið hlýtur þó að vera það að hver rekstrareining í hinum hefðbundnu búgreinum hafi þau skilyrrði og rými að reksturinn geti í senn verið hagkvæmur og arðsamur og geti notað þá bestu tækni sem völ er á á hverjum tíma. Til þess að það verði þarf stór hluti stéttarinnar að hverfa frá hinum hefðbundna búskap." Ekki á að þurfa að koma til þjóðflutninga - Þetta er viðkvæmt atriði. Hvort em það ungu eða gömlu bændumir sem þurfa að víkja? „Eðlilegt er að þeir, sem nú em að ljúka starfsdegi sínum, hugi mjög að því að rýma fyrir þeim yngri, ef þeim er á annað borð annt um viðhald byggðar á bóli sínu." - Jarðir munu þá fara í vaxandi mæli í eyði. „Já, því vafasamt er að allir geti snúið sér að annarri vinnu í sveitun- um og verður þá einhver hluti þessa fólks að hverfa úr atvinnugreininni að öðm og fara fjárfestingar þess þá jafnframt úr notkun. Það er ef til vill bjartsýni, en ég held að að minnsta kosti helmingur þess fólks sem hverfa myndi frá hinum hefð- bundnu búgreinum ætti að geta fengið störf í sínu nánasta umhverfi og að ekki þurfi að koma til vem- legra þjóðflutninga. Þetta veltur þó auðvitað á því hvemig á verður haldið. Það fólk sem þarf að yfirgefa sína fyrri afkomuleið mun standa frammi fyrir miklum vandamálum. Maður getur velt því fyrir sér hvort þjóðfélagið hefur ekki einhveijar skyldur gagnvart þeim í ljósi þess að áður vom menn hvattir mjög til að auka framleiðsluna með ýmsum opinberum aðgerðum en síðan þvingaðir til samdráttar og rekstr- arstöðvunar af markaðsástæðum." - HBj. andi, fái ekki staðist. Hvað þá um viðskipti við aðrar þjóðir, em þau þá hættuleg? Nei, við eigum auðvit- að að nýta þá markaði sem völ er á.“ Undirstöðuatriði að styrkja hin hefðbundnu bú - Nú er það talsvert stór hópur fólks sem þarf að hætta í hinum hefðbundna búskap, ef ffam fer sem horfír, til að þeir sem eftir em ' geti lifað sómasamlegu lífi. Hvemig er hægt að gera því fólki, sem byggt hefur afkomu sína á þessari at- Vinnugrein, kleift að komast út úr henni og með eignir sínar nokkuð á hreinu? „Það er ýmislegt til ráða. Að vísu engin ein lausn, heldur margar litl- ar. Með búvömlögunum náðist póli- tísk samstaða um að veita fé til atvinnuuppbyggingar í stað útflutn- ihgsuppbóta. Það virðist vera rými fyrir nokk- um hóp manna í loðdýrarækt og vemlegir möguleikar felast í nýt- ingu hlunninda í víðum skilningi, meðal annars ferðaþjónustu sem ég hef mikla trú á og fiskeldi. Hér má einnig nefna til betri nýtingu heyfengs, til dæmis í formi hey- köggla - með eða án íblöndunar - en sú framleiðsla fellur vel að markmiðum búvömlaganna um innlend aðföng til rekstrar, atvinnu í sveitum og öryggi framleiðslunn- ar. Ég hef ekki mikla trú á því sem stjómmálamenn kalla „ýmsan smá- iðnað“ enda er blaðið autt þegar spurt er um við hvaða iðnað er átt. Eg get ekki ímyndað mér að bænd- ur verði í náinni framtíð endur- menntaðir til að fara út í hátækni- iðnað. Helst er að möguleikar geti verið þar sem gamlar sveitahefðir öðlast nýtt lff, til dæmis við að framleiða minjagripi úr ull og skinn- um, samhliða ferðaþjónustu. Si Jóhannes við mjaltirnar „Bændafólkið lifir í heimi þai sem ákveðin náttúrulögmál ráða ferð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.