Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 51 Þungu fargi af okkur létt — sögðu þeir Sigurður og Einar sem koma heim í dag „Það er þungu fargi af okkur létt. Við urðum að vinna þennan leik til að fá að fara heim og það tókst,“ sagði Sigurður Gunnars- son, landsliðsmaður f handknatt- leik, eftir að lið hans og Einars Þorvarðarsonar, Tres de Mayo, hafði tryggt sér réttinn til að leika í milliriðli spönsku 1. deildarinnar í handknattleik, með því að vinna Caixa Valencia, 27-22, í gær- kvöldi. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins náði sambandi við þá fé- laga eftir leikinn seint í gærkvöldi voru þeir að leggja af stað heim- leiðis. „Við förum með næturlest til Madrid og síðan fljúgum við heim í gegnum Kaupmannahöfn og ættum að ná heim á morgun (í dag), ef allt gengur að óskum." Leikurinn byrjaði frekar illa fyrir Tres de Mayo í gærkvöldi. Caixa komst í 9-5, en Tres de Mayo tókst að jafna fyrir hálfleik, 9-9. Sigurður, Einar og félagar tóku síðan leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur, 27-22. Sigurður var atkvæðamikill í þessum leik eins og hefur veriö í síðustu leikjum og skroraði sjö mörk. Hann hefur þvi gert samtals 35 mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins og er næst markahæsti leikmaðurinn í spönsku deildinni. Þessi sigur liðsins í gærkvöldi tryggir þeim örugt sæti í milliriðl- um, þannig að þeir munu leika um 5. til 6. sæti deildarinnar, hvernig svo sem næstu tveir leikir liðsins fara. Mikill fengur er í því fyrir ís- lenska iandsliðið og handknatt- leiksáhuga að fá Sigurð og Einar heim í leikina um helgina og undir- búninginn fyrir heimsmeistara- keppnina. Þeir félagar verða með á fullu í undirbúningnum fram að heimsmeistaramóti. Lið þeirra Tres de Mayo vill þó fá þá í einn leik sem fram fer 9. febrúar. „Við förum þá bara beint í leikinn og strax aftur heim, þannig að við ættum ekki að missa svo mikið úr með landsliðinu heima," sagði Sigurður Gunnarsson. Chelsea úr leik — Jesper Olsen með tvö Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi. JESPER Olsen skoraði tvö mörk fyrir Manchester United er þeir sigruðu Sunderland með þremur mörkum gegn engu í ensku bikar- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Þriðja mark United gerði Norman Whiteside. Þeir mæta því West Ham eða Ipswich f næstu umfeð. Chelsea varð enn fyrir einu áfall- inu í gærkvöldi er þeir voru slegnir út úr mjólkurbikarnum af QPR. Eftir venjulegan leiktíma var stáð- an jöfn, 0-0. Á 19. mínútu fram- lengingarinnar skoraði Alan McDonald með skalla eftir horn- spyrnu. Michel Robinson skoraði síðan á síðustu sekúndum leiksins eftir mistök markvarðar Chelsea, sem hafði farið í skógarferö og Robinson átti auövelt með að vippa yfir hann af 25 metra færi. Sannarlega mikil vonbrigði fyrir Chelsea sem nýlega var slegið út úr enska bikarnum. Það verður því QPR sem mætir Liverpool í undanúrslitum. Tottenham vann stórsigur á Notts County, 5-0. Leikmenn skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín, það voru þeir John Chi- edozie, Clive Allen, Mark Falco, Cris Waddle og Glen Hoddle. Tott- Forsala ídag HSÍ verður með forsölu aðgöngu- miða á Flugleiðamótið í hand- knattleik í dag og stendur hún yfir í Laugardalshöll frá kl. 12—18. Mótið hefst í laugardals- höll á föstudagskvöld eins áður hefur verið auglýst. Hægt er að fá keypta miða á alla leikina og ættu áhorfendur að tryggja sér miða í tíma og forðast biðraðir. Nú er Ijóst að allir okkar bestu handknattleiksmenn verða með í keppninni og er því tilvalið fyrir fólk að koma og styðja vel við bakiö á strákunum í þessu erfiða verkefni sem framundan er. SÆNSKUR KVENFATNAÐUR STÆRÐIR S-M-L-XL-XXL. enham mætir Everton í næstu umferð. Millwall sigraði Aston Villa, 1-0. Það var hinn þeldökki John Fash- anu, sem gerði út um vonir Aston Villa er hann skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Millwall fékk einnig vítaspyrnu sem Steve Lowndes lét verja frá sér. Millwall mætir því Southampton á útivelli. Líneik Póstsendum Laugavegi 62 — 101 Reykjavík — Sími 23577 fiBi TRUIR ÞÚ ÞESSU? Þaö er mögnuð útsala í GOLDIE sem stendur út allan febrúar! Allt að 75% afsláttur á frábærum tískufötum! ÁSTÆÐAN? - Jú, við erum að flytja í mars í nýtt og betra húsnæði að Laugavegi 39. En þangað til erum við með þessa líka rokna- útsölu á gamla staðnum, Laugavegi 67, til þess að rýma fyrir splunkunýjum vörum. er líka útsala hjá Goldie niðri í Lækjargötu 2 þar sem þú færð skó og leðurfatnað á frábæru verði. ÚTSALA ÁRSINS - EKKI MISSA AF ÞESSARI! LAUGAVEGI 67 og LÆKJARGÖTU 2. UTSALA ALLAN FEBRÚAR ÚTSALA ALLAN FEBRUAR UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.