Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 \ Alþýðuleikhúsið 10 ára: Frumsýnir „Tom og Viv“ í kvöld ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ er 10 ára um þessar mundir og af því til- efni frumsýnir það nýlegt verk Michael Hastings, „Tom og Viv“, í kvöld á Kjarvalsstöðum. Leikritið er byggt á ævi eins þekktasta leikritaskálds Breta, Nóbelskáldsins T.S. Eliot, og fyrri konu hans Vivienne, sem lokuð var inni á hæli, m.a. að ósk eiginmanns, sem vitskert. Hjónabandið var stormasamt og eru menn ekki á eitt sáttir um þetta tímabil í lifi skáldsins. Hastings gekk erfiðlega að fá þær upplýsingar sem hann þurfti til að skrifa leikritið en hann hóf vinnu við það árið 1980 og var það fyrst frumsýnt árið 1984. Honum var meinað að komast í einkaskjöl skáldsins m.a. af seinni konu hans Valerie og forráðamenn Fabers-útgáfufyrir- tækisins í London, sem Eliot reyndar stofnaði, hafa ekki verið ýkja hrifnir af því að gefa upp neitt sem við kemur því sem höfundurinn var á höttunum eftir. Höfundurinn hafði að lokum upp á Maurice, bróður Viv, rétt fyrir andlát hans og hjálpaði hann við að fylla inn i eyðumar. enska heimspekinginn F.H. Brad- ley. Um skeið var Bertrand Russ- ell kennari hans og fékk hann mikið dálæti á unga námsmannin- um. Eliot hélt til Þýskalands til- að ljúka ritgerð sinni og síðan til London þegar stríðið skall á. Hann kynntist Ezra Pound og fleiri frammámönnum í bókmenntum. Þar hófust líka kynni hans við fyrri konu sína, Vivienne Haigh- Wood, sem hann kvæntist 1915. Hann gaf út tvær ljóðabækur, 1917 og 1919, en hóf störf við Lloyds-bankann árið 1917. Apótekarastúlkan Louise var að lokum sú eina sem Viv gat hallað sér að. Louise leikur María Sigurðardóttir. Vivienne, Siguijóna Sverrisdóttir, i einu bijálæðiskastanna áður en hún er send á hælið. Viðar Eggertsson er í hlutverki T.S. Eliot. Morgunblaöið/Vilborg Einarsdóttir. Hjónin T.S. Eliot og fyrri kona hans Vivienne. Viðar Eggertsson og Siguijóna Sverrisdóttir. Inga Bjamason er leikstjóri, sviðsmynd og búninga hefur Guðrún Erla Geirsdóttir hannað, tónlist er eftir Leif Þórar- insson. Viðar Eggertsson er í hlutverki Tom Eliot og Siguijóna Sverrisdóttir Ieikur eiginkonuna, Viv. Amór Benónýsson er í hlut- verki Maurice, bróður Vivienne. Margrét Akadóttir Ieikur móður hennar, María Sigurðardóttir leik- ur apótekarastúikuna Louise sem að lokum er sú eina sem Viv getur hallað sér upp að og er hún jafn- framt sögumaður. Þá fer Sverrir Hólmarsson með hlutverk föður Vivienne auk nokkurra annarra smáhlutverka, en hann þýddi verkið. Kolbeinn Bjamason leikur á þverflautu í leiknum. Er blaðamann bar að garði Kjarvalsstaða á eina lokaæfing- una í vikunni vom leikarar og aðrir aðstandendur sýningarinnar að vonum glaðhlakkalegir þar sem nú loks sást fyrir endann á §ög- urra mánaða æfíngatímabili í jafnmörgum æfíngasölum. — „Stjóm Kjarvalsstaða bjargaði sýningunni frá dauða. þetta er fínn salur. Við emm bara alsæl og það sem meira er, við getum líklega fengið hann fram í maí,“ sagði Inga leikstjóri á milli atriða. „Við eram að reyna að starfa, en í raun getum við það ekki. Al- þýðuleikhúsið sýndi á sínum tíma í Lindarbæ og Hafnarbíói og síðan á öllum loftum og kjöllumm sem við höfum fundið í nágrenninu. í hvert sinn sem ókunnuga ber að garði, tökum við ósjálfrátt saman föggur okkar því við emm svo hagvön því að okkur sé hent á dyr. Það getur auðvitað enginn byggt upp leikhús í eilífum flutn- ingum og í raun á Alþýðuleikhúsið ósköp lítið þótt 10 ára sé orðið. Við höfum þurft að henda heilu sviðssetningunum eftir hveija sýningu þar sem engir peningar em til til að sitja uppi með stórt geymslurými." Inga sagði að vonandi myndi vandi leikhússins leysast von bráðar því í miðborg Reykjavíkur væri fínasta húsnæði, gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll, sem myndi henta mjög vel til slíkr- ar menningarstarfsemi, sem Al- þýðuleikhúsið byði upp á, og einn- ig mætti nota húsnæðið fyrir tón- leika og ýmislegt annað sem lyfta myndi undir listafólk í landinu. „Stjómvöld og menntamálaráð- herra hafa sýnt þessu áhuga og ég sé ekki nokkur tormerki á að nýta þetta hús. Ég hef verið talin léttgeggjuð og bjartsýn að vera með slíka sýningu á götunni í fjóra mánuði. Það verður menningar- legt slys ef Alþýðuleikhúsið þarf að leggja upp laupana á 10 ára afmæli sínu, en ég tel að leikhúsið hafí sýnt á þessu tímabili hversu mikilvægt hlutverk þess er fyrir þroska ungs leikhússfólks." Skáldið Thomas Steams Eliot fæddist í St. Louis, Missouri, árið 1888, gekk þar í skóla og árið 1910 hafði hann lokið prófí frá Harvard-háskóla, þar sem hann stundaði nám í heimspeki, bók- menntum og tungumálum. Um það leyti vann hann að sínu fyrsta stórvirki í ljóðagerð. Hann hóf að skrifa doktorsritgerð f heimspeki stuttu síðar við sama skóla um Sambúð Eliot-hjónanna var erfíð frá upphafi. Eliot fékk taugaáfali árið 1921 og dvaldist þá á heilsuhælum í Sviss sér til hressingar. Þar vann hann að löngu kvæði, „Eyðilandið", sem kom út árið eftir. Verkið er tíma- mótaverk í nútímabókmenntum og tryggði Eliot sess í fremstu röð skálda. Þar beitir Eliot samskeyt- ingalist, raðar saman myndum og tilvísunum í skáldskap og goð- sagnir til að draga upp hráslaga- lega mynd af borgarmenningu nútímans, segir m.a. í kynningu leikritsins. Samhliða Eyðilandinu sendi Eliot frá sér merkilegar greinar um skáldskap sem höfðu mikil áhrif á bókmenntafræði. Hann sagði að skáldskapur ætti að vera ópersónulegur, skáldið ætti ekki að reyna að tjá persónuleika sinn heldur flýja hann. Skáldið ætti ekki að lýsa tilfínningum sínum beint heldur fínna myndir til að lýsa þeim óbeint. Ljóðið er þó miklu persónulegra en hann vildi þá vera láta og auðvelt að lesa út úr því sambúðarvanda þeirra hjóna og andstyggð Eliots á lík- amlegum mökum. Sjálfur viður- kenndi Eliot seint á ævinni að kvæðið mætti vel skoða ekki svo mjög sem „mikílsháttar þjóðfé- lagsgagmýni" heldur öllu fremur sem „útrás fyrir persónulega og algerlega ómerkilega óbeit á líf- inu, eins konar táktfast nöldur“. Árið 1927 gerðist Eliot breskur þegn og lét skírast inn í ensku hákirkjuna, og segir sagan að hann hafí orðið breskari en allt breskt. Hann gerðist íhaldssamur og mikill unnandi fomra hefða og dyggða. Hann sagði að hann væri „klassískt sinnaður í bók- menntum, konungssinnaður í stjómmálum og hákirkjumaður í trúmálum". Meðal verka hans má nefna: „Holir menn“ (1925), „Ferðalag vitringanna" (1927) og „Öskudagur" (1930). Á ámnum 1935—42 orti hann mikinn ljóða- bálk, „Fjórir kvartettar", og síðan snéri hann sér að leikritagerð. Þekktustu verk hans em „Morðið í Dómkirkjunni" (1935) og„Kokk- teilboðið" (1950). Þá samdi hann texta fyrir kirkjulega skrautsýn- ingu, „Klettinn" (1934). Vivienne veslaðist upp á hæli. Bróðir hennar heimsótti hana einu sinni en Eliot aldrei. Hún lést árið 1947 um það leyti sem eiginmaður hennar var að ná hátindi frægðar sinnar, en árinu eftir, 1948, hlaut Eliot bókmenntaverðlaun Nóbels. Árið 1957 kvæntist hann ritara sínum, Valerie Fletcher, og ber öllum saman um að það hjónaband hafí verið farsælt. T.S. Eliot lést árið 1965, 77 áragamall. JI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.