Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 39 Ungir tónlistar- menn í Tónabæ við fráfall hennar verður ekki fyllt en minningar geymast um góða konu sem alltaf átti nóg af hjarta- hlýju og kærleika að gefa öðrum. Hrólfur Kjartansson Esther var æðrulaus og hugrökk til hinztu stundar. Hvfldin var henni best úr því sem komið var, eftir þær þjáningar sem hún hafði orðið að þola í veikindum sínum. Esther átti alltaf eitthvað sameiginlegt með öllum, ungum sem öldnum, giaddist með glöðum, en hafði einnig djúpa samúð með þeim sem hryggir voru og undir höfðu orðið í lífsbaráttunni og miðlaði af góðmennsku sinni til þeirra er á þurftu að halda. Uppgjöf var henni ekki að skapi. Þessar fátæklegu línur eiga ekki að vera æviágrip Estherar vinkonu minnar, aðeins nokkur kveðjuorð. Eftir 15 ára góð kjmni er margs að minnast og margs að sakna. Vissan um að hittast aftur á öðrum stað gerir kveðjuna léttbærari. Samheldni, hjálpsemi og tryggð í fjölskyldu hennar er einstök og söknuðurinn því sár. Halldóru móður hennar, bömun- um þrem, Ingvari, Hafdfsi og Ás- bimi, bamabömunum tveim, tengdadóttur og öðm fólki hennar, votta ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur, og bið þau minnast þess að engir geta mikið misst nema þeir, sem hafa mikið átt. Kaiiiðerkomið kominernústundin vinarskilnaður, viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn siðasta blund Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Hafsteinn ásamt tveimur öðmm mönnum við að bjarga báti sínum í ofsaveðri sem gekk yfir. Böm þeirra Hafsteins urðu tvö. Ingvar f. 2. júlí 1958 og Hafdfs Guðrún f. 12. nóv. 1959. Seinni maður Estherar var Krist- inn Magnússon, en þau skildu. Sonur þeirra er Ásbjöm, f. 15. mars 1969. Um tíma bjó Esther með vini sín- um, Gunnari, en sú sambúð stóð stutt því aðeins fáum mánuðum eftir að þau stofnuðu heimili lést hann. Að sjálfsögðu þurfti Esther að vinna hörðum höndum til að sjá bömum sínum farborða og það gerði hún svo sannarlega af mynd- arskap og dugnaði. Nú sfðustu árin vann hún á bamaheimilinu Bakkaborg. Þar eignaðist hún margar góðar vinkon- ur sem reyndust henni afar vel f veikindum hennar. Lífshlaup Estherar var ekki alltaf dans á rósum. Þá var gott að eiga athvarf hjá góðum foreldrum og systkinum f Þrándarholti. Aldrei heyrði maður Esther kvarta. Hjá henni réð prúðmennska, góðvild og glaðværð ríkjum enda átti hún ekki langt að sækja þá eiginleika. Nú seinast f hennar miklu veikindum var það hetjan Esther sem gaf bömum sínum og ættingjum styrk. Ingvar, Hafdís, Ásbjöm, tengda- dóttirin Þyri, bamabömin Esther Ýr, Hafsteinn og Kristey, megi hetjulundu móður ykkar, tengda- móður og ömmu verða ykkur hjálp á erfiðum stundum og til eftir- brevtni í lífinu. Eg og systkinin vottum ykkur öllum svo og systkinum hennar og þér, Halldóra mfn, okkar innileg- ustu samúð. Vertu kærast kvödd og Guði falin, okkar vina. Svava TÓNABÆR stendur fyrir „Mús- íktilraununi" fjórða árið í röð f Tónabæ í apríl nk. Fyrsta tilraun verður að kvöldi 10. april, síðan að kvöldi 17. aprU og 24. apríl en úrslit ráðast að kvöldi 24. april. „Músíktilraunir" era hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistar- menn til að koma á framfæri fram- sömdu efni sínu og ef vel tekst til, að vinna með efni sitt í hljóðveri. Tilraunimar era opnar öllum upp- rennandi hljómsveitum alls staðar af landinu og munu aðstandendur „Músíktilrauna ’86“, reyna að létta undir með ferðakostnaði hljóm- sveita utan af landi eins og hægt Á hveiju kvöldi koma fram 5 til 7 hljómsveitir og flytur hver þeirra fjögur framsamin lög. Áhorfendur gefa hljómsveitum stig eftir frammistöðu. Tvær stigahæstu hljómsveitir hvers kvölds keppa síð- an tii úrslita föstudaginn 25. aprfl og munu áhorfendur og sérlega skipuð dómnefnd velja sigurvegara „Músíktilrauna ’86“. Þrjár bestu hljómsveitimar fá 20 stundir f hljóð- veri í verðlaun auk þess sem sigur- vegaranum verður boðinn samning- ur við spilamennsku á vegum Reykjavíkurborgar. Þær hljóm- sveitir sem hyggja á þátttöku í „Músíktilraunum ’86“ geta skráð sig í Tónabæ. (Úr f réttatilkynniiigu.) U! bÍHOUC Ltbl. 1986 VDÐINSTORG SÍMI 25090 Fimmtudagar: ^ KARRYDAGAR! Guð þerri tregatárin strið. Farþúífriði friður Guðs þig blessi, Hafðu þðkk fyrir alit og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. Vald. Briem Erna Dauðinn verður aldrei umflúinn en hve fljótt hann kemur og hversu erfiður hann verður, það er okkur ekki ætlað að vita. Stundum er hann kærkominn og nú í þetta sinn var hann það, úr því sem komið var. En ósköp eigum við erfítt með að sætta okkur við það þegar kona á besta aldri er kölluð burt og manniegur máttur fær ekkert að gert til hjálpar. í dag kveðjum við Esther Ingv- arsdóttur, til heimilis f Ásgarði 117 hér í borg. Hún fæddist í Þrándar- holti í Gnúpveijahreppi og þar ólst hún upp hjá foreldram sínum, Halldóru Hansdóttur og Ingvari Jónssyni. Ingvar lést árið 1980 en Halldóra sér nú á eftir þriðju dóttur sinni yfir landamærin. Esther ólst upp f stóram systk- inahópi á þeim tíma þegar sjálfs- bjargarviðleitnin dugði best til manndóms. Það er mikil gæfa í lff- inu að kunna þá list að krefjast ekki alis af öðram en mikils af sjálf- um sér. Þeirri dyggð var Esther svo sannarlega prýdd. Þegar ég minnist nú Estherar streyma fram margar minningar. Efst era í huga mér nú sfðustu árin svo og uppvaxtarár okkar. Við ól- umst upp í sömu sveit, jarðimar Þrándarholt og Skarð lágu saman og var mikill samgangur og vinátta á milli heimila okkar. Þær urðu æði margar oriofsnætumar sem við systkinin f Skarði nutum f Þrándar- holti. Um hlaðið þar lá leið okkar f og úr bamaskóla og var oft staldr- að þar við til leikja og spjalls. Já, margs er að minnast og verður ekki allt sagt hér f fátæklegum minningarorðum. Esther giftist þann 8. september 1958 Hafeteini Friðrikssyni sjó- manni frá Hofeósi. Þar stofnuðu þau heimili en sorgin kvaddi fijótt dyra. í nóvember 1959 drukknaði Reykjavfk, janúar. 1986 Allt til þcssa hefur notkun ísiendinga á karrý til matargerAar verift heidur fábrotin. Helst hefur hún verift bundin hinum íslenska rétti: ttKjöt í lcarrý“ sem byggist upp á softnu súpukjöti, hrísgrjón- um og hveitisósu sem krydduft er meft svolitiu karrý. Ýmislcgt bendir nú til þess að mikiar brcytingar séu framundan á karrýnotkun landans. Frést hefur að á veitingahúsinu óðinsvéum vift óð- instorg sé nú hafin stórfelld kynning á lcyndardómum karrýsins. Kynning- in felst í því að á hverjum fimmtudcgi býður veitingahúsið gestum sínum upp á úrval austurlenskra karrýrétta. Yfirmatrciðslumaður og blaðafull- Nóg af grjónum Rcykjavfk. janúar 1986. Þ*r gieðilegu fréttir berast frá Kambódlu að nóg sé þar tll af hrfc- grjónum þrátt fyrir uppskerubrest á slftasta ári. Reyndar hefur ekki verift gefift upp hver heildaruppskeran varð heldur aðeins að uppskera hafi náðst af 78% þess landsvaeðis sem ctlað var til hrísgrjónaræktunar. Fréttin ætti sérstaklega að gleðja unnendur austurlenskrar matargcrðar sem sjá nú fram á gleðilegt ár og nóg af grjónum með eftirlætis réttunum slnum. trúi veitingahússins, Gísli Thor- oddsen, tjáði blaðamanni að hér væri aðallega um að ræða rétti ættaða frá Indlandi og Pakistan, en vissulega setti islenskt hráefni svip sinn á mat- reiðsluna. Því má lfta á karrýdagana sem lið í menningarsamslarfi (slend- inga og Indverja, Sri Lanka og Pak- istana. Það hráefni sem helst er notað sagði Gísli vera fisk, lambakjöt og kjúklinga og taldi hann fiskinn okkar og lambakjötið einkar heppilegt hrá- efni fyrir lótti þcssa. Eins og flestir vita er karrý blandaö úr ýmsum kryddjurtum og fjölmargar blöndur til. Sagðist Gísli mest nota 8 tcgundir kanýs sem heföi reynst nauðsynlegt að sérpanta erlcndis frá. Blaðamaður fór á vettvang og kynnti sér framtakið. Reyndist hér vera um sérlega Ijúffengan og vel úti- látinn mat að ræða og það sem meira var, á afar sanngjömu verði. Túrban eða einkennishúfa Reykjavlk. janúai 1986. Nýlega tapafti Síkhi máli sem hann höfftaði gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum og snerfct um höfuftföt. Eins og allir vita em túrbanar trú- artákn hjá Síkhum. Sfkhinn sem hér um ræðir starfaði sem bflstjóri hjá Strætisvögnum Gautaborgar og var honum gert að bera einkcnnishúfu bflstjóra. Því neitaði hann af trúarleg- um ástædum og krafðist þess ad fá ad bera sinn túrban. Af þessum sökum var manninum sagt upp störfum. Sfkhinn sætti sig ekki vift uppsögn- ina og kærði málið fyrir félagsdómi. Dómurinn féll vinnuveitandanum í hag og hélt fram rétti hans til að segja upp þcim starfsmönnum sem ekki virða starfsreglur fyrirtækisins. Stokkhólmsblaðið Dagens Nyhctcr segir frá því að Sfkhinn sætti sig ekki við þessi málalok heldur ætli að leggja málið fyrir Evrópudómstólinn í Strasbourg. Bylting í vínneyslu! Reykjavik. janúar. 1986 Samkvæmt opinbcrum tðlum hefur vfndrykkja tslendinga breyst mikift undanfarin ár. Drykkja léttra vfna; hvftvina, rauftvfna og rósavfna hefur aukist mjög á kostnað sterkari drykkja. Ástæður þcvsara brcytinga felast fyrst og frcmst í stódclldri aukingu utanlandsfcrða fólks og þar af leið- andi auknum kynnum af vfnmenn- ingu suðrænna þjóða. Svo virðist sem fólk sé farið að hafna gosdrykkjum og mjólk til að drekka með mat, eins og áður var algengast. Þess í stað velji fólk frekar vín til að drckka með mat, að hætti annarra þjóða. En hvaða vín er best ad drekka með hveijum rétti? Vissulcga ræður smekkur manna hér miklu um, það sem einum þykir fara vel saman flnnst öðrum óhæft. Þó cru nokkrar grundvallarreglur sem flestir eni sammála um þegar velja skal vín með mat. Ástæða er til að brýna fyrir gestum hússins að kynna sér vfnlistann ræki- Icga áður en vfn er pantað. Þar er að finna nauðsynlegar upplýsingar um eiginleika hvers víns, til að létta gest- um valið. Að lokum má bcnda á að fram- reiðslufólk á staðnum veitir með ánægju upplýsingar um þau vín sem á boðstólum eru. Hefur mataræði ekki áhrif á holdafar? Reykjavfk. jMtúar 1986. Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir aft holdafar manna aé í Ufl- um efta engum tengslum vift mat- aræftí þeirra í æsku. Rannsóknir benda til að erfðavfsar hvers og eins ráði mestu um hvort fólk verður feitlagið eða grannt. Rannsóknir hafa verið gerðar á ætt- leiddum bömum og kom f Ijós að þau fengu oftast nær holdafar kynforcldra sinna er þau fullorðnuðust. Stjóm- andi rannsóknarinnar sagði það hafa komið mest á óvart að holdafar fóst- urfjölskyldunnar virtist engin áhrif hafa. Fram til þessa hafa vísindamenn ekki verið á eitt sáttir um hvort ofát cða crföaeiginlcikar valdi því að of- fita cr algengari f sumum tjölskyldum en öðrum. Nýjustu rannsóknir benda hins vegar ákveðið til þess að erfðim- ar ráði mestu þar um. þeir sem eiga feitlagna forcldra ættu því að fara variega og velja sér frekar hitaciningasnauða fæðu. Þeir scm granna forcldra ciga þurfa aftur á móti engu að kvfða hcldur geta kýlt vömbina eins og þá lystir. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.