Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 Tillaga sex þingmanna Alþýðuflokksins: Ríkisrekstri Búnaðarfélagsins og Fiskifélagsins verði hætt SEX þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um að hætt verdi rikis- rekstri Fiskifélags íslands og Búnaðarfélags íslands. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að gera allar viðhlítandi ráðstafanir til þess að Fiskifélag íslands og Búnaðarfélag íslands megi leggja niður sem ríkisstofnan- ir. ^ í þeim undirbúningi skal m.a. felast: • að öll gagnasöfnun og skýrslu- gerð um fiski- og landbúnaðar- mál, sem nú fer fram hjá þess- um stofnunum, verði færð til annarra stofnana, s.s. Hagstofu íslands, • að heíja viðræður við samtök viðkomandi atvinnuvega um hvort þau óski eftir að starf- rækja sjálf og þá á eigin kostnað þá þjónustu aðra en gagnasöfn- un og skýrslugerð sem Fiskifé- lag Islands og Búnaðarfélag íslands nú inna af höndum við umrædda atvinnuvegi og þá hvemig. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í árslok 1986 svo að hægt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir samfara afgreiðslu íjárlaga fyrir árið 1987.“ í greinargerð flutningsmanna (Sighvats Björgvinssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar, Kjartans Jóhannssonar, Karls Steinars Guðnasonar, Eiðs Guðnasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur) segir m.a.: „Fiskifélag íslands og Búnaðar- félag íslands eru hin gömlu at- vinnumálaráðuneyti okkar íslend- inga. Af þeim sökum voru þeim falin ýmis opinber stjómsýsluverk- efni, svo sem gagnasöfnun og skýrslugerð, sem félögin sinna enn þótt í millitíðinni hafi risið upp öflugar opinberar stofnanir og ráðuneyti til að sinna slíkum verk- efnum. Þar að auki hafa þessi félög verið, og eru enn, hagsmunasamtök umræddra atvinnuvega, starfa í nánum tengslum við önnur slík og að verulegu leyti undir stjóm þeirra. Þar sem þessar stofnanir eru rík- isstofnanir er kostnaður við þær greiddur af ríkissjóði, jafnt gagna- söfnun og skýrslugerð sem sú starf- semi sem beinlínis felur í sér þjón- ustu eða hagsmunagæslu í þágu viðkomandi atvinpuvega, fyrirtækja eða einstaklinga. Kostnaðurinn við samkomur þessara félaga í hags- munagæsluskyni er þannig greidd- ur úr ríkissjóði, t.d. kostnaður við löggj afarsamkomu þjóðarinnar. Hlutverk þessara þinga hefur m.a. verið að taka til umsagnar erindi til löggjafarsamkomu þjóðarinnar frá hagsmunasjónarmiði ýmissa aðila, einstaklinga og félaga, jafn- vel að smíða lagafrumvörp til flutn- ings á Alþingi um slík hagsmuna- mál. Að sjálfsögðu er ekkert við þess háttar hagsmunagæslu að athuga annað en það að ríkið kostar hana. Slíkt á ekki við um aðrar sambæri- legar samkomur, svo sem iðnþing íslendinga eða stéttarþingin — þing ASÍ, BSRB, BHM eða Stéttarsam- bands bænda — og eru þó við- fangsefni og hlutverk funda þessara samtaka ekki mjög ólík hlutverkum fiskiþings og búnaðarþings. Þykir réttlátast, frekar en að taka upp ríkisrekstur allra hagsmunasam- taka og þrýstihópa í landinu, að ein og sama regla gildi um ölj þessi samtök — líka Fiskifélag íslands og Búnaðarfélag íslands — sem sé sú að þessi samtök starfí sjálfstætt, að vilja og á ábyrgð viðkomandi hagsmunaaðila en ekki ríkissjóðs. Oeðlilegt er líka með öllu að samtök, sem a.m.k. öðrum þræði eru hagsmunasamtök, hafí með höndum opinbera gagnasöfnun og skýrslugerð. Slík verkefni þarf að sjálfsögðu að vinna en þau eiga að vera í höndum óhlutdrægra opin- berra stofiiana. Ekkert mælir hins vegar á móti því að sjálfstæð hags- munasamtök annist einnig slík verkefni og þá að sjálfsögðu á eigin kostnað og eigin ábyrgð. Það er hvorki æskilegt né nauðsjmlegt að hagsmunasamtökum sé jaftiframt falið að safna gögnum og skila hagskýrslum, enda á það fyrir- komulag rætur sínar að rekja til tíma þegar ekki voru opinberir aðilar til þess að sinna slíkum verk- efnum. Þessi þáltill. gerir ráð fyrir því að þessu Janusarhlutverki Fiskifé- lagsins og Búnaðarfélagsins ljúki. Hún felur það ekki í sér að félögin sem slík verði lögð niður heldur að ríkisrekstri þeirra verði hætt og hagsmunaaðilunum, sem að þeim standa, verði í sjálfsvald sett hvort og þá hvemig rekstri þeirra verði haldið áfram. Sú gagnasöfnun og skýrslugerð, sem félögin vinna nú í þágu opin- berrar stjómsýslu, em að sjálfsögðu nauðsynleg en ber að vinna hjá réttum aðilum, þ.e. þeim opinbem stofnunum sem að slíkum verkefn- um starfa. í flestum tilvikum mundu þau koma í hlut Hagstofu íslands." Fyrirspurnir á Alþingi: Spurt um framlög til opinberra framkvæmda FJÖLMARGAR fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi frá þvi að störf hófust þar að nýju að loknu jólaleyfi á mánudaginn. Er þeim flestum beint til fjármálaráðherra. Hjörleifur Guttormsson (Abl, Al.) spyr fjármálaráðherra um raungildi framlaga til opinberra framkvæmda 1982-1986, reiknað á verðlagi þessa árs og miðað við vísi- tölu byggingarkostnaðar. Sami þingmaður spyr flármála- ráðherra og menntamálaráðherra um afstöðu til jöfnunar á launum kennara án tillits til þess í hvaða stéttarfélagi þeir eru, samnings- og verkfallsrétt Kennarasambands ís- lands og lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum kennara. Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.) spyr fjármálaráðherra um erlendar skuldir þjóðarinnar. Spurt er hver hafi verið greiðslu- byrði þjóðarinnar af erlendum skuldum árið 1985 og hversu há prósenta það hafi verið af þjóðar- framleiðslu og útflutningstekjum þjóðarinnar. Enn fremur spyr þing- maðurinn um sömu tölur fyrir árin 1979-1984. Kristín S. Kvaran (Bj.-Rvk.) spyr íjármálaráðherra um ráðning- ar í lausar stöður embættismanna. Er m.a. spurt hvort ákvæðum 5. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafi ævinlega verið stranglega framfylgt og óskað er eftir upplýsingum um undan- tekningar frá því á sl. fjórum árum, ef um þær er að ræða. Helgi Seljan (Abl.-Al.) spyr íjár- málaráðherra hvemig ríkisstjómin hyggist beita sér fyrir því að útvega fjármagn til mengunarvama í fiski- mjölsverksmiðjum „í framhaldi af ákveðnum tilmælum meiri hluta íjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar um nauðsyn á útvegun láns- fjár til þessa verkefnis?" eins og þingmaðurinn orðar það. Sami þingmaður og Guðrún Helgadóttir spytja menntamálaráð- herra hvort hann hyggist beita sér fyrir vinnu að ákveðinni stefnu- Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir (Kl.-Rvk.) spjr menntamála- ráðherra um forsendur þær er hann lagði til gmndvallar þegar hann réð í stöðu lektors í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Há- skóla íslands 27. desember sl. Á öðru þingskjali spyr sami þing- maður ráðherrann hvort hann telji þessa stöðuveitingu sína vera í samræmi við lög um jafna stöðu og rétt kvenna og karla og þings- ályktun frá 13. júní 1985 um heim- ild fyrir ríkisstjómina að fullgilda samning um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum. Sighvatur Björgvinsson (A.-Vf.) og Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) spyija forsætisráðherra um hvað ríkisstjómin hafi gert til að tryggja rétt neytenda gegn svik- um eða göllum í varanlegri fjárfest- ingarvöm, svo sem steinstejrpu. Loks hefur verið lögð fram fyrir- spum frá Sighvati Björgvinssjmi og Helga Seljan til sjávarútvegsráð- herra. Er hún svohljóðandi: „Er sjávarútvegsráðherra reiðubúinn til þess að beita sér fyrir því að komið verði í veg fyrir að einstök veiðiskip selji meiri hluta fískafla síns fersk- an til útlanda?" Hús Fiskifélags íslands (t.h.) er áfast Útvarpshúsinu við Skúlagötu. Þingmenn Kvennalistans: Sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði við getnaðarvarnir FRAM ERU komnar á Alþingi tillögur til þingsályktunar um fræðslu meðal almennings um kynferðismál og þátttöku sjúkrasamlaga í kostnaði vegna getnaðarvarna. Flutningsmenn eru þrír þingmenn Kvennalistans, Kristín Halldórsdóttir (Rn.), Guðrún Agnarsdóttir (Rvk.) og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Rvk.) Samkvæmt fyrmefndu tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að efna Isal: Raforkuverð lægra en áætlanir sögðu IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um ra- forkuverð til álversins í Straumsvík, en beiðni þar að lútandi hafði komið fram. í skýrslunni segir, að ísal hafí greitt 12,5 mill/kWh fyrir raforku frá Landsvirkjun allt árið 1985, en það er hið samningsbundna lág- marksverð. Síðan segir: „Þegar samið var um þriðja viðaukann við rafmagns- samning Landsvirkjunar og ís- lenska álfélagsins hf. á árinu 1984 gerð spá um raforkuverð til mörkun í menningarmálum í sam- ísals í samræmi við fyrirliggjandi r&SSi við helstu áEugaaðiIa úm álverðsspár jfrá tveimur aðilum, menningarstefnu. __________fíhase. Ef.onometrics .nf Jlesearch. Statistics í Bandaríkjunum og James King í Bretlandi. Varð niður- staðan sú að gera mætti ráð fyrir að meðalverðið til Isals á árinu 1985 yrði 13,8 mill/kWh.“ Um horfur á raforkuverði til ísals á árinu 1986 segir: „Miðað við nýj- ustu spár sem Landsvirkjun hefur nú undir höndum . . . er meðal- verðið til ísals varlega áætlað 12,55 mill/kWh á árínu 1986. Ráðunejrtið hefur sjálft _ekTcT~Íagt mat á spár þessar.“ til fræðsluherferðar um kynferðis- mál meðal almennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Sérstök áhersla skuli lögð á að upplýsa fólk á aldrinum 15—19 ára um kynlíf og getnaðarvamir. Síðari tillagan felur heilbrigðis- ráðherra að hrinda nú þegar í fram- kvæmd ákvæði 5. gr. laga um ráð- gjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bameignir þess efnis að sjúkrasam- lög greiði sinn hluta af kostnaði við getnaðarvamir. í greinargerð með tillögunni er bent á, að þessu ákvæði hafí aldrei verið framfylgt og svör heilbrigðis- jrfírvalda við ítrekuðum fyrirspurn- um undanfarin ár gefi ekki tilefni til bjartsýni. Orðrétt segir: „Ætla má að fyrirhöfnin og kostnaðurinn við útvegun getnaðarvarna vaxi mörgum í augum, einkum ungu og reynslulitlu fólki. Mikilvægt er því að fækka hindrunum eftir föngum og hvetja beinlínis til notkunar getnaðarvama, m.a. með því að auðvelda aðgengi að getnaðarvöm- um og draga úr kostnaðinum. Það fyrmefnda mætti t.d. gera með því að hafa sjálfsala með veijum á almannafæri og hugsanlega mætti greiða slífcarveijur niður á einhvem” hátl.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.