Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986 31 Kennsla féll víðaniður og samgöngur stirðar Brasilískur Chevrolet kynntur á bílasýningu MJÖG slæmt veður hefur verið á landinu síðustu daga, norðanátt og hvasst. Víða um land var kennsla felld niður í gter vegna veðursins. í gær fór að draga úr norðanáttinni vestast og var búist við að hún mundi ganga smám saman niður í nótt og snú- ast í hæga breytilega átt. Jafn- framt var gert ráð fyrir að úr- komulaust yrði á öllu landinu. Skafrenningur var víðast hvar á landinu og snjókoma á Norður- og Austurlandi. í dag snýst í sunnan- og suðaustanátt og þykknar upp á Vestur- og Suð- Vesturlandi. Veður fer heldur hlýnandi. Vegir voru ófærir nánast um allt Norður- og Austurland og á Suður- landi, austan við Hvolsvöll, í gær vegna veðurs. Ekki var hægt að kanna hvort vegir væru ófærir vegna snjóa. Fært var um vegi á Suðvesturlandi og á Snæfellsnesi, en ófært vestan við Búðardal. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- eftirlitinu átti að hefja mokstur alls staðar í dag ef veður leyfír. 75 ÁRA er í dag Ólafur Þórðar- son, bjargveiðimaður, Suðurgarði í Vestmannaeyjum. Olafur er rafvirki að mennt en hefur jöfnum höndum á ævi sinni stundað iðn sína, búskap og sjósókn. í dag taka Óli og Svala á móti gestum í Suðurgarði. Vitni vantar Ekið var á kyrrstæða bifreið, Ford Cortina, græna að lit, við Lindargötu 13 í gærmorgun. Talið er að þarna hafi silfurlitur Subaru-fólksbíU verið á ferð, trú- lega árgerð 1978 eða ’79. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um þessa ákeyrslu eru beðnir að hafa samband við lögregluna. Innanlandsflug Flugleiða féll alveg niður fyrri hluta dags í gær, aðallega vegna þess að Reykjavík- urflugvöllur var ófær vegna hálku og hvassviðris. Síðdegis var flogið til Patreksfjarðar og fór Isaíjarðar- vélin í loftið, en gat ekki lent á Isafírði og varð að snúa við. Hætt var við flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur, en flogið var til Egils- staða, Akureyrar og Sauðárkróks. Morgunblaðið hringdi í nokkra fréttaritara á Norður- og Austur- landi í gær til þess að frá fréttir af tíðarfari og færð. Kalt og hvasst „Það hefur verið ófært hér í Strandasýslu að undanfömu og er ekkert farið að ryðja vegi,“ sagði Sigríður Þórarinsdóttir í Broddanesi í Fellahreppi. „Engar rútuferðir hafa verið hingað en búist er við að þær byrji aftur á föstudaginn. Mjög kalt hefur verið í veðri og hvasst. í gær var einnig hríð og skyggni mjög slæmt. Það sem af er þessum vetri hefur færð verið ágæt. Þó hefur verið töluverð hálka og bflar farið útaf af þeim sökum. Annars hefur veðrið verið ágætt hér í vetur. Símasamband hefur verið mjög lélegt hér í Fellshreppi. Bæði hefur samband slitnað og oft hefur fólk þurft að bíða tímunum saman eftir að fá són. Fólk er nú að velta því fyrir sér hvort það þurfí að borga fullt afnotagjald," sagði Sigríður að lokum. Agætt tíðarfar í Miðfirði „Hér hefur verið gott tíðarfar þangað til í gær, en þá var fyrsta hríðin sem hefur komið. í dag er ekki vel bjart, en þó ekki mikil hríð,“ sagði Benedikt Guðmundsson á Staðarbakka í Miðfírði. „Eg veit ekki hvemig færðin er núna en það hefur verið ákaflega snjólétt hér í sveitinni í vetur. Eg held að færð sé varlá erfíð því það fór skólabfll hér fram í dali í morgun og er kominn aftur. Veður hefur yfírleitt verið gott í vetur, miklar stillur, en ekki sérlega hlýtt. Annars er ekkert sérstakt að frétta héðan, nema að nú er undirbúningur undir þorrablót í fullum gangi.“ Sér rétt í bílskúrshornið „Ég get lítið sagt um hvemig færðin er því hér hefur ekki sést út um glugga í tvo daga. Ég sé rétt í bílskúrshomið hjá mér,“ sagði Stefán Skaftason í Straumnesi í Aðaldal. „Óveðrið skall á í fyrrinótt og hefur verið mjög vont síðan. Kennsla féll niður í Hafralækjar- skóla þessa tvo daga. Ég hef ekki trú á að neitt sé að færð. Þrátt fyrir dálítil él hefur ekki verið það mikil úrkoma, en það setur náttúru- lega í skafla því mikill vindur er og skafrenningur. Veðrið hefur verið mjög gott í vetur hingað til og það er langt síðan að ég man eftir öðm eins veðri og nú. Á annan í jólum var að vísu leiðindaveður, en það er ekki hægt að kvarta. Það snjóaði svolítið. Svo rann það í svell um áramótin og því hefur verið töluverð hálka og miklir svellbunkar. Aðfaranótt sunnudagsins gerði mikið suðvestan rok og áttu margir í erfíðleikum með að hafa sig heim af þorrablótum því þítt var um daginn og mikil hálka. Þorrablót em haldin í hverri sveit og nú em þau haldin eitt eða fleiri um hveija helgi,“ sagði Stefán Skaftason. Vitlaust veður „Hér hefur verið vitlaust veður með stórhríð í gær og í dag og ekkert hægt að komast af þeim sökum,“ sagði Benedikt Sigurðsson á Grímsstöðum á Fjöllum. „Við emm með vélsleða og komumst á honum um allt, ef veður leyfír. Það hefur hins vegar verið útilokað, í gær og í dag. í vetur var góð tíð hér lengi vel, alveg fram yfír jól. En ekki er hægt að segja annað en að það hafí verið hin versta tíð alveg frá því í byijun jánúar. Snjór hefur ekki verið mikill, en þó veit ég ekki um færð núna, það hefur ekki verið kannað. Við höfum haft snjóbfl, sem er mjög gott tæki, svo langt sem það nær. Famar vom tvær póstferðir á honum í síðustu viku. Hestar hafa haft góða jörð í vetur, en nú er búið að taka þá flesta á hús vegna þess hve jörð herti." sagði Benedikt að lokum. Ekki góður beitarvetur „Það er hið versta veður hér í Fljótsdal núna,“ sagði Guttormur Þormar í Geitagerði. „Það var ekki fyrr en í nótt sem gekk í þetta veður. í gær var ágætisveður, en í nótt var norðan stormur og var þetta með allra verstu veðmm. Hér hefur ekki verið mikill snjór og virðist sem ekki hafí bæst mikið við hann þrátt fyrir að nú sé dimmt af kófi. Þó ég hafi ekkert frétt í morgun þá held ég að ekki fari hjá því að veðrið hafí spillt færð. Maður sér þetta ekki svo glöggt, því það sést rétt í kringum bæinn. Hér í sveitinni er mikið um svella- lög, eða harða storku á jörðinni og þess vegna ekki lengur hægt að treysta á beit. Þetta hefði ekki verið talinn góður beitarvetur hér áður fyrr. Oft hefur verið erfíð færð vegna hálku. Vegir hér á slóðum em alveg undir svelli nema ef vera skyldi að kantamir væm auðir," sagði Guttormur að lokum. BÍLVANGUR er að hefja inn- flutning á nýjum bíl af Chevrolet gerð, er það Chevrolet Monza, framleiddur í Brasilíu undir ströngu gæðaeftirliti frá General Motors í USA. Chevrolet Monza er af millistærð ijölskyldubfla og er fáanlegur bæði þriggja og fjögurra dyra. Hann er framhjóladrifínn, með 1800 cm :l vél, 5 gíra eða sjálfskiptur. Þá er hann fáanlegur í mörgum litum. Einn bíll af þessari gerð hefur RÍKISSTJÓRNIN nýtur nú stuðnings meirihluta kjósenda ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar DV. Samkvæmt könn- uninni styðja 53% þeirra sem tóku afstöðu stjórnina, en þeir voru 51,6% í síðustu könnun blaðsins í september síðastliðn- um. 47% eru andvígir stjórninni nú, en voru 48,4% í september. Samkvæmt könnuninni nú sögð- ust 35% þeirra sem spurðir vom styðja stjómina, sem er aukning um 0,2 prósentustig frá september- könnuninni. 31% vom andvígir ORATOR heldur almennan fé- lagsfund um ónæmistæringu og mannréttindi í dag fimmtudag- inn 30. janúar í stofu 101 Lög- bergi og hefst hann kl. 20.00 og er öllum opinn. Á fundinum tala: Margrét Guðnadóttir prófessor, um sjúk- verið í umferð hérlendis til reynslu sl. tvö ár og reynst í alla staði mjög vel. Verð á Monzunni er frá kr. 536.000,- miðað við gengi dollars 24. jan. 1986. Chevrolet Monza verður kynntur á bílasýningu hjá Bílvangi sf., á Höfðabakka 9, um næstu helgi: Föstudaginn 31.janúar kl. 9—18. Laugardag 1. febrúar kl. 10—18. Sunnudag 2. febrúar kl. 13—18. (Úr fréttatilkynningu) stjóminni, sem er fækkun um 1,7% frá fyrri könnun. Óákveðnir em nú 26,7%, sem er fækkun um 0,8% frá því í september. 7,3% vildu ekki svara spumingunni, en vom 5% í september. Samkvæmt könnuninni nú em konur andvígari ríkisstjóminni en karlar. Þá kemur fram, að fylgi stjómarinnar er meira úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvigur ríkisstjóminni? Úrtakið var 600 manns og skiptist jafnt milli kynja og milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. dóminn, orsakir hans og smitleiðir, Þór Vilhjálmsson hæstaréttardóm- ari, um AIDS og mannréttindin, Þorvaldur Kristinsson um AIDS og mannréttindabaráttu homma og Ingimar Sigurðsson deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, um lög um vamir gegn ónæmistæringu. Um- ræður verða eftir kaffihlé. Ríkissljórnin nýtur meirihluta kjósenda Orator: Ónæmistæring og mannréttindi atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna | Hárgreiðslusveinn óskast á hárgreiðslustofu í miðbænum sem fyrst. Þarf einnig að geta unnið sjálfstætt. Uppl. í síma 41238. Blikksmiðir óskast Blikksmiðir, nemar og menn vanir blikksmíði óskast nú þegar. Upplýsingar í Blikksmiðju Gylfa, Tangarhöfða 11, sími 83121. Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast til þrifa o.fl. hjá áhalda- húsi Hafnarmálastofnunar ríkisins í Kópa- vogi, frá kl. 10.00-16.00. Upplýsingar í símá 40055. Sjúkraliðar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða sjúkraliða til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Ennfremur á fasta næturvakt 50% starf frá 15. febrúar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Selma Guðjónsdóttir í síma 98-1955 virka daga kl 13.00-16.00. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Verksmiðjuvinna Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar gefnar á Skúlagötu 28 (ekki í síma). Kexverksmiðjan Frón hf. Ritari óskast Unglingaheimili ríkisins óskar að ráða ritara þrjá daga í viku eftir hádegi. Umsóknir send- ist skrifstofu Unglingaheimilisins, Garðastræti 16, 101 Reykjavík, fyrir 3. febrúar. Uppl. í síma 19980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.