Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ1913
32. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ferdinand Marcos Filippseyjaforseti, greiðir atkvæði í forsetakosningunum i gær. Hann var sigurviss.
Á innfelldu myndinni sést hvar Corazon Aquino greiðir atkvæði. Likt og Marcos lýsti hún yfir óumdeil-
anlegum sigri i forsetakosningunum áður en Morgunblaðið fór i prentun í gærkvöldi.
Richard Lugar öldungadeildarþingmaður
gagnrýnir kosningaframkvæmd harðlega
ManíU, 7. febrúar. AP.
CORAZON Aquino lýsti yfir „óvéfengjanlegum sigri, sin og þjóðar-
innar“ i forsetakosningunum á Filippseyjum og Ferdinand Marcos,
forseti, kvaðst „líklega“ hafa borið sigur úr býtum, þegar talin höfðu
verið 6,7% atkvæða í forsetakosningunum á Filippseyjum. Tölur
hafa aðeins verið birtar úr nokkrum kjördeildum og ekki er talið
að þær getí gefíð vísbendingu um hvom veg úrslitin verða. Banda-
rískir þingmenn, sem fylgdust með kosningunum, gagnrýndu fram-
kvæmd þeirra.
Richard Lugar, öldungadeildar-
þingmaður, formaður bandariskrar
eftirlitsnefndar, gagmýndi ríkis-
stjóm Marcosar harðlega fyrir
hvemig hún hefði staðið að talningu
atkvæða. Hann sagði að skyndilega
hefði verið hægt á birtingu talna
og gaf í skyn að ef til vill væri
stjóm Marcosar að reyna að fela
ósigur sinn. Hann deildi á stjómina
fyrir að meina eftirlitsnefndinni
aðgang að talningu atkvæða og
fyrir að taka úr sambandi flar-
skiptakerfi, sem miðla átti upplýs-
ingum um talninguna til samtaka,
sem beitt hafa sér fyrir réttlátum
kosningum.
Tíu stundum eftir að kjörstaðir
lokuðu höfðu aðeins verið talin 6,7%
atkvæða. Hafði frú Aquino þá hlotið
883.220 atkvæði en Mareos
614.432. Um 26 milljónir manna
munu hafa kosið.
Lugar kvaðst telja að stjóm
Mareosar hefði þungar áhyggjur
af úrslitum kosninganna og biði
Reagan lýsir ánægju
með flótta Duvaliers
með birtingu talna unz sæist hvert
stefndi. Hann dró ( efa að heiðar-
lega hefði verið að kosningunum
staðið. Á Qórða tug manna biðu
bana í ofbeldisaðgerðum á kosn-
ingadaginn. Endanleg úrslit kosn-
inganna verða ekki tilkynnt fyrr en
eftir helgi.
Sjá ennfremur „Kosningar
undir smásjá“ á bls. 21.
Olíuríkin:
Samstarf
um að sporna
við lækkun?
Kairó, Londoo, 7. febrúar. AP.
OLÍURÁÐHERRAR Venezu-
ela, Mexíkó og Egyptalands
ákváðu í dag að reyna að fá
olíuríki til samvinnu um að
koma jafnvsegi á olíumarkað-
inn. Hyggjast þeir ferðast til
allra olíuframleiðaluríkja
næstu daga í þessu skyni.
Olíuframleiðendur hafa
áhyggjur af þróuninni síðustu
daga, en menn, sem málum em
kunnugir, telja að henni verði
tæpast snúið við í bráð.
Júgóslavar reyna nú að knýja
Sovétmenn til að lækka verð á
olíu. Sovétmenn selja Júgóslöv-
um olíufatið á milli 26 og 27
dollara.
Corazon og Marcos
lýstu bæði yfir sigri
Washington, 7. febrúar. AP.
RONALD REAGAN, Bandarikjaforseti, lýsti ánægju sinni með að
Jean-Claude Duvalier, forseti Haití, skyldi hafa flúið land. Duvalier
flýði til Frakklands, þar sem hann hefur fengið hæli tíl bráðabirgða.
Reagan sagði að Duvalier hefði verið búinn að glata öllu traustí og
einungis getað stjómað áfram með valdbeitingu og kúgun.
Duvalier, sem fengið hefur við-
umefnið Baby Doc, fór frá Haiti
upp úr hádegi að staðartíma í C-141
herflutningaflugvél, sem Banda-
rikjamenn lögðu til flóttans, að
beiðni Duvaliers sjálfs og frönsku
stjómarinnar. Kom hann til
Grenoble í Frakklandi í kvöld ásamt
20 manna fylgdarliði. Duvalier mun
dveljast í nágrenni Grenoble unz
annað ríki býðst til að skjóta yfir
hann skjólshúsi til frambúðar.
Ríkisstjómin á Jamaíku skýrði
frá því í kvöld að Duvalier hefði
ákveðið að yfirgefa Haiti eftir þrjá
leynifundi með Neville Gallimore,
utanríkisráðherra Jamaíku, í viku-
byijun. Einnig hefði Clayton
McManaway, sendiherra Bandaríkj-
anna á Haiti, komið þar við sögu.
Ólga hefúr verið á Haiti undan-
fama mánuði og tugir manna beðið
bana í mótmælaaðgerðum, sem
beinst hafa gegn Duvalier. Hafa
landsmenn ótvírætt látið í ljós að
þeir vildu breytingar, en Duvalier
hafði tekið sér forsetavald til lífstfð-
ar. Mikil gleði braúst út á Haiti í
kjölfar flóttans.
Tilkynnt var af hálfu Bandaríkja-
stjómar að hún myndi bjóða alla
aðstoð, sem í hennar valdi væri, til
að endurreisa lýðræði á Haiti.
Landsstjómin er nú í höndum sex
manna ráðs, sem í sitja herforingjar
og óbreyttir. Ráðið lýtur forystu
Henri Namphy, hershöfðingja, yfir-
manns alls herafla landsins.
AP/Símamynd
Lögreglumenn standa vörð við stórverzlun í Port-au-Prince, höfuð-
borg Haiti, í gær. í óeirðum, sem beindust gegn stjóm Jean-Claude
Duvalier, var farið ránshendi um verzlanir og fyrirtæki á Haiti. Lát
varð ekki á aðgerðum af þessu tagi eftír að Duvalier flýði land i
gær, enda þótt mikið hefði verið um dýrðir, söng og gleði, í kjölfar
flóttans.
Vestur-Þýskaland:
Dæmdur
fyrir
njósnir
CeUe, Veetur-Þýikelandi. AP.
VERKFRÆÐINGUR að nafni
Hans Jochheim var í dag dæmd-
ur í rúmlega þriggja ára fangelsi
fyrir qjósnir í þágu Austur-
Þýzkalands og fyrir að hafa
afhent þangað hátæknibúnað,
sem bannað var að láta af hendi.
Jochheim sagðist hafa verið í
góðri trú um, að tækin ættu að
fara til Svíþjóðar og ekki haft
hugmynd um, að þau yrðu flutt til
Austur-Þýzkalands.