Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Þjóðhagsstofnun; Viðskiptakj örin batna um 2000 milljónir króna ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur, að hækkun á fiskverði og lækkun á olíuverði feli í sér viðskiptakjarabót fyrir íslenska þjóðarbúið, sem svarar til um 2.000 milljóna króna á árinu 1986. Segir stofnunin, að verðhækkun á freðfiski og saltfiski virðist valda því, að útflutn- ingstekjur geti hækkað um 1.500 milljónir króna miðað við síðustu spá hennar og olíureikningur þjóðarinnar lækki um 5—600 milljónir króna eða 10% á þessu ári. Þessi breyting til batnaðar á viðskiptakjörum þjóðarinnar hefur orðið á síðustu vikum. Miðað við ríkjandi verðlag virðast kjörin 2—3% hagstæðari en á síðasta ári og 3—4% hagstæðari en Þjóðhags- stofnun reiknaði með í síðustu þjóð- hagsspá, sem gerð var í desember 1985. Er nú spáð, að viðskiptakjörin geti í heild batnað um 2 'h% á árinu o INNLENT en í desember taldi stofnunin útlit fyrir 1% rýrnun þessara kjara. Þjóðhagsstofnun hefur ýmsa fyrirvara á hinum nýju tölum, meðal annars þann, að íslensku fisksölu- fyrirtækin í Bandaríkjunum telja óvíst, að hið háa verð á þorskblokk haldist til lengdar. Þá er bent á að óvissa ríki um varanleika olíuverðs- ins. Um efnahagsáhrif hinna bættu viðskiptakjara er sagt, að þau muni hafa í for með sér aukinn innflutn- ing, sem veiti minna svigrúm en 2.000 milljónir króna til að minnka viðskiptahalla, draga úr verðbólgu, bæta lífskjör eða afkomu fyrirtækja með kjarasamningum eða stjóm- valdsaðgerðum. (Sjá tilkynningu Þjóðhagsstofnunar um breytt viðskiptakjör á bls.27) Morgunblaðið/ÓI.K.M. Sigurfari U. verður seldur til Akraness. Tap Fiskveiðasjóðs vegna sölu skipsins nemur um 104 milljónum króna. Sigiirfari II tilAkra- ness frá Grundarfirði Þrír sljórnarmenn í Fiskveiðasjóði hótuðu að segja af sér ef ekki yrði látið af pólitískum þrýstingi STJÓRN Fiskveiðasjóðs ákvað á fundi sínum i gær að selja Sigur- fara II Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi. Fyrirtækið bauð 187,5 milljónir króna í skipið og hafi greiðsluáætlun og veð fyrir- tækisins verið samþykkt af sjóðn- um. Homfirðingar buðu 190 milljónir í skipið, en sjóðurinn taldi greiðsluáætlun þeirra ekki standast. Sljórn Arnarflugs vill þrefalda hlutaféð STJÓRN Amarflugs hf. sam- þykkti á fundi sinum í gær að leggja til við hluthafa félagsins, að hlutafé verði aukið um allt að 96,7 miUjónir króna, sem er um tvöfalt núverandi hlutafé. Jafnframt samþykkti stjómin að boða til hluthafafundar 25. febrúar nk., þar sem tillagan um hlutafjáraukninguna verður lögð fram. Tilgangurinn með hlutfjáraukn- ingunni er að bæta lausafjárstöðu félagsins og að styrkja fjárhag þess. Að sögn Hauks Bjömssonar stjómarformanns, benda óform- legar könnunarviðræður til að vel takist til með hlutafjáraukninguna. Stjórn Dagsbrán- ar leitar eftir verkfallsheimild STJÓRN Verkamannaf élagsins Dagsbrúnar í Reykjavík mun óska eftir formlegri heimild til verkfallsboðunar á almennum félagsfundi i Iðnó klukkan 14 í dag. „Það er ekki hægt að beita mörgum öðrum vopnum til að þrýsta á um samningsgerð,“ sagði Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, eftir stjómarfund í félaginu í gær, þar sem formleg ákvörðun var tekin um að leita eftir verkfallsheim- ildinni. „Við erum orðnir þreyttir á að reka okkar mál við Vinnuveitenda- sambandið, hvort heldur er í sam- floti með ASÍ eða sjálfir. Ýmis mál höfum við verið að þæfa við at- vinnurekendur árum saman," sagði Þröstur. „Það fer svo eftir stöðunni og gangi samningaviðræðnanna hversu lengi verður beðið. Við munum að sjálfsögðu velja okkur þann tíma, sem við teljum hentug- astan, fari svo óhönduglega að við neyðumst til að nota þá heimild, sem ég á von á að félagsfundurinn veiti. Hann sagði að farið yrði fram á það við hluthafa að þeir féllu frá forkaupsrétti sínum, og auk þess hefði hann rætt við fulltrúa stærsta hluthafans, Flugleiða, að félagið keypti ekki hlutafé að því marki að það yrði meirihlutaeigandi Amarflugs. Flugleiðir eiga nú tæplega 44% hlut í Amarflugi. Grétar B. Kristjánsson, varafor- maður stjómar Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjómin hefði ekki tekið afstöðu til þessara beiðna Amaflugs- manna. Samningaviðræður hafa nú staðið um all langt skeið um sölu á Boeing 707 flutningaþotu Amar- flugs við ýmsa erlenda aðila. Að sögn Hauks Bjömssonar eru líkur á að takist að selja þotuna nú á næstu dögum. Á síðastliðnu ári námu heildar- tekjur Amarflugs liðlega 1.125 milljónum króna og höfðu þær nær þrefaldast milli ára. Ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör ársins, en ætla má að nokkurt tap hafí orðið af rekstri. Sigurfari var áður gerður út frá Grundarfirði af Hjálmari Gunnars- syni og íjölskyldu hans. Þingmenn Vesturlands rituðu vegna þessa sjáv- arútvegsráðherra bréf fyrir skömmu, þar sem þeir lögðu áherzlu á að skipið færi aftur til heimahafn- ar. Frá Grundarfirði komu tvö tilboð í skipið, Siglunes hf. (Hjálmar Gunn- arsson og fleiri) bauð 168,3 milljónir í skipið og Hraðfrystihús Grundar- fjarðar 165. Fjögur tilboð voru hærri. Sjávarútvegsráðherra ritaði síðan Fiskveiðasjóði bréf, þar sem hann kynnti sjóðnum álit þing- mannanna, en í svari sjóðsins kom fram, að hann legði á það áherzlu að selja skipið hæstbjóðanda, svo fremi, sem greiðsluáætlun og veð stæðust. Vegna þessa hótuðu þrír stjómarmanna Fiskveiðasjóðs að ganga úr stjóminni, linnti ekki póli- tískum þrýstingi á stjómendur sjóðs- Trúi þessu ekki Hjálmar Gunnarsson, fyrrum eigandi Sigurfara, sagðist í samtali við Morgunblaðið, ekki trúa því að Fiskveiðasjóður seldi Sigurfara til Akraness, fyrr en hann fengi á því staðfestingu frá sjóðnum. Hann vildi því ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Beittum engum þrýstingi „Við ákváðum að bjóða f þetta skip vegna þess, að nokkrar líkur Könnun Lögreglufélags Reykjavíkur og fjármálaráðuneytisins; Dánaraldur vaktavinnu- fólks lægri en annarra Munurinn vart undir tíu árum innan lögregl- unnar í Reykjavík segir Einar Bjarnason „MUNURINN á meðaldánaraldri vaktavinnufólks annars vegar og hinsvegar dagvinnufólks innan lögreglunnar í Reykjavik er varla undir tíu árum,“ sagði Einar Bjamason formaður Lögreglufé- lags Reykjavíkur ( samtali við Morgunblaðið í gær. í nýlegri könnun sem gerð var f samvinnu Lögreglufélagsins og fjármálaráðuneytis- ins og metin var af tryggingarfræðingi kemur í Ijós að niðurstöður styðja þá kenningu að vaktavinna hafi áhrif til að stytta líf lög- reglumanna án þess þó að um sönnun sé að ræða. Könnunin náði til 337 lögreglu- manna, eða allra þeirra sem starf- að höfðu í lögreglunni í Reykjavík 5 ár eða lengur á sl. 40 árum, 1946-1986. Niðurstöður könnun- arinnar mætti hugsanlega túlka svo að lögreglumenn mundu vera langlíf stétt ef ekki væri vakta- vinnan. Bjöm Amórsson, hagfræðingur hjá BSRB, sagði í samtali við blaðamann að þetta væri mjög alvarlegt mál og alls ekkert einka- mál lögreglumanna heldur alls vaktavinnufólks í landinu og fjöl- skyldna þeirra auk allra laun- þegasamtaka. Hann sagði að ekki væri nærri því nógu hárt tekið á þessum staðreyndum í samningum hérlendis. Einar sagði að líklega væri ekki hægt að fullsanna þetta fyrr en eftir u.þ.b. 30 ára tímabil. „Flestir myndu eflaust halda að lögreglu- menn ættu að hafa hærri Iffslíkur heldur en aðrir þar sem þeir eru sérstaklega valdir f störfín vegna hraustleika síns. Menn eru virki- lega orðnir þreyttir á allri þessari næturvinnu hér innan lögreglunn- ar og er stéttin hreinlega að hrynja. Aukavinnan þarf að minnka - hún er orðin vitleysislega mikil. 41 manns hafa hætt á sl. 15 mánuðum í lögreglunni, þar af hafa 30 farið í önnur og óskyld störf. Þar á meðal hefur lögreglan misst þriðjung liðsafla úr Víkinga- sveitinni á undanfömum mánuðum og sama hlutfall úr fíkniefnadeild- inni. Það kostar mikla peninga og tíma að þjálfa nýja menn upp í þessi sérhæfðu störf." Einar sagði að í komandi samn- ingum yrði könnun þessi ekki notuð til þess að knýja fram beinar launahækkanir heldur yrði aðal- áherslan lögð á breyttar reglur um eftirlaun lögreglumanna eða vinnutímastyttingu. „Við munum ekki þola áfram hmn stéttarinnar og ætlum okkur að verða óbilgjam- ir í komandi samningum." voru á því að skipið færi ekki til fyrri heimahafnar," sagði Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastióri Haralds Böðvarssonar & Co., í samtali við Morgunblaðið. „Það var jafnframt ákvörðun okkar, yrðum við inni í myndinni, að við töluðum eingöngu við samningamenn Fisk- veiðasjóðs. Við töluðum aldrei við þingmenn Vesturlands eða settum þrýsting á nokkum mann og enginn talaði við okkur heldur. Ég skýrði Hjálmari Gunnarssyni í Gmndar- firði frá því, er við höfðum hafið samningaviðræður við Fiskveiða- sjóð. Vitað var að mál þetta yrði viðkvæmt og þess vegna höfum við fullan skilning á bréfi því, sem þingmennimir skrifuðu sjávarút- vegsráðherra. Hins vegar teljum við, hefði skipið áfram átt að vera gert út frá fyrri heimahöfn í Gmnd- arfirði, hefði átt að vera búið að bjarga málunum áður en skipið var boðið út. Á eftir okkur vom Norð- lendingar, sem hefðu fengið skipið, hefðum við ekki staðizt þær ströngu kröfur, sem stjóm Fiskveiðasjóðs setti fram í þessum samningum. Útgerðarfélag Akureyringa, sem er eitt það sterkasta í landinu, var næst á eftir okkur. Ef skipið átti ekki að fara heim aftur, vonum við að Gmndfirðingum sé sama hvort það fari hingað eða norður til Akureyrar. Meira hef ég ekki að segja um þatta mál, en við vitum það hjá þessu fyrirtæki, sem átt hefur 35 skip frá upphafi, að mikill vandi verður að reka svo dýrt skip, sem Sigurfari er. Fyritækið á fjögur skip fyrir og staða þess er góð. Það er frábæm starfsfólki, bæði á sjó og landi að þakka, að hægt var að bjóða í skipið," sagði Haraldur. Annar maður handtekinn Rannsóknarlögregla ríkisins lagði í gær fram kröfu í Sakadómi Kópavogs um gæsluvarðhald yfir starfsmanni Mjólkursamsölunnar vegna rannsóknar á meintri sölu á stolinni mjólkurvöru i verslanir á Reykjavíkursvæðinu, en einn maður hefur þegar verið úrskurð- aður i gæsluvarðhald. Erla Jóns- dóttir, deildarstjóri þjá RLR, vildi ekki tjá sig frekar um rannsókn málsins, sem hún sagði vera á frumstigi. Fyrrum bflstjóri hjá Mjólkursam- sölunni hefur viðurkennt að hafa stolið mjólk og selt f um 20 verslan- ir á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn eftir að RLR barst beiðni um opinbera rannsókn frá forráðamönnum Mjólkursamsöl- unnar á því, hvort mjólkurvörum hafi verið stolið og þær seldar kaupmönnum, jafiivel á hálfvirði. Á föstudag vom 16 kaupmenn yfir- heyrðir hjá RLR vegna rannsóknar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.