Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAU GARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 17 Ómerkileg ósannindi eftirKarl Steinar Guðnason Almenn fyrirlitning og hneykslun verkafólks á Suðumesjum hefur knúið Sigurð T. Garðarsson, fram- kvæmdastjóra til að biðjast afsök- unar á fuiðuskrifum hans um leti og ómennsku verkafólks. Hann reynir samt að klóra í bakkann með rógi og órökstuddum dylgjum um mig persónulega. Er svo mikið við haft að meira að segja Gróa sáluga á Leiti er leidd til vitn- isburðar. Furðuskrif þau er hann birti í Morgunbl. 1. febr. sl. eru þeirrar gerðar að tæpast er sæmandi að standa í orðaskaki við manninn. „Það er hinsvegar umhugsunarefni hvort maður sem viðhefur hvað eftir annað ósann- indi og óhróður í blaða- greinum hafi efni á að tala um siðleysi.“ ástæðulaust er ég andmælti óhróðri hans um verkafólk að blanda fjár- málum fyrirtækis hans f málið. Var það gert af tillitssemi, sem greinilega hefur verið misskilin. Pyrst hann kýs að fara út í þá sálma er rétt að fram komi að fyrirtæki hans hefur árum saman svikist um að skila launatengdum gjöldum, þ.e. lífeyrisgjöldum, félagsgjöldum o.fl. Þessa flármuni hefur hann tekið af fólkinu, en síðan valsað með það að eig^in geðþótta. Það smáfyrirtæki sem hann rekur skuldar með vöxt- um um tvær milljónir króna vegna landverkafólks. Enn hefur ekki verið gerð krafa um uppboð vegna þessara gjaida. Þá mun hann hafa svikist um að greiða gjöld af sjó- mönnum. Fór það í lögfræðinn- heimtu í fyrra. Sú upphæð var með vöxtum kr. 23.122.00. Rétt er að geta þess að sú krafa er nú greidd. Karl Steinar Guðnason Gjöld vegna sjómanna fyrir árið 1985 eru öll í vanskilum. Upp- boðsauglýsingar á fyrirtæki hans birtast alltaf annað slagið. Fyrir nokkrum dögum var mér bent á eina slíka. Aldrei hefur verkalýðs- félagið átt hlut þar að. Sjálfur hefi ég ekkert með inn- heimtu þessara gjalda að gera. Hinsvegar hefí ég að gefnu tilefni fengið þessar upplýsingar hjá starfsfólki verkalýðsfélgasins og bæjarfógetans. Það væri fremur ástæða til að ásaka verkalýðsfélag- ið fyrir tillitssemi við umrætt fyrir- tæki en nokkuð annað. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvort maður sem viðhefur hvað eftir annað ósannindi og óhróður í blaða- greinum hafi efni á að tala um siðleysi. Hvað kallast það að skila ekki fjármunum, sem menn innheimta fyrir aðra? Höfundur er fomiaður Verkalýða- og ajómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Uppboð — Siðleysi Eitt atriði í furðuskrifum Sigurð- ar tel ég svaravert. Annað er ómerkilegt bull, sem verður að fíokka undir bamabrek og van- þekkingu. Hann segir I grein sinni að undir- ritaður hafi á síðasta ári gengið manna lengst í því að bjóða upp ; fiskiskip fyrirtækis hans. Ég taldi Tónlistarfélag' Akureyrar: Þrennir tón- leikará næstu vikum Akureyri, 6. febrúar. ÞRENNIR tónleikar verða i Borgarbíói hér á Akureyri á vegum T ónlistarfélags Akur- eyrar á næstu vikum. 15. febrúar verður það Anna Málfríður Sigurðardóttir sem heldur píanótónleika. Þar flytur Anna Málfríður eingöngu verk eftir kon- ur, en þessa efnisskrá flutti hún í tengslum við kvennafrídaginn í haust við góðan orðstír. 8. marz heldur Elísabet Eiríks- dóttir einsöngstónleika á sama stað. Elísabet hefur um árabil stundað söngnám hjá Þuríði Pálsdóttur í Söngskólanum og sló eftirminnilega í gegn í einu aðalhlutverkinu í Grímudansleiknum eftir Verdi. El- ísabet fékk mjög lofsamiega dóma gagnrýnenda. Einn þeirra komst svo að orði, að hún hefði eina full- komnustu óperusópranrödd sem er til á fslandi. í marz koma einnig þeir Halldór Haraldsson píanóleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Guðný Guð- mundsdóttir fíðluleikari. Þau halda tónleika á vegum félagsins 22. NORDURLÖND BANDARÍKIN EINSITÐIR SKÁKVIÐBURÐIR t HAMRAHLÍÐARSKÓIA i marz. Áskriftarkort að öllum tónleikun- um verða send félagsmönnum en þau verða einnig til sölu í bókabúð- inni Huld. (Úr f réttatilkynningu) Bæjum, Snæfjallaströnd: íbúðarhús byggtáþorra Bæjum 5. febrúar. ÞAÐ mun ekki hafa gjörzt áður við ísafjarðardúpi að heilt íbúð- arhús væri byggt hér á þorran- um, en svo gerði Benedikt Egg- ertsson, forstjóri íslax í Hafnar- dal í gær. Hann steypi upp 150 fermetra íbúðarhús sitt við lax- eldisstöð íslax á Nauteyri og lauk því verki á 10 tímum. Góðviðri er hér og frostlaust, þiðnað svell og snjóar. Vegir greiðfærir um allt Djúpið og Steimgríms^arðar- heiði nýmokuð og fær sem á sumri væri, en þó nokkuð svellaðir vegir á köflum. Jens í Kaldalóni Lauganiag og sunnudag, 8.og 9. febrúar Allir fremstu skákmeistarar þjóöanna taka þátt í mótinu, 20 stórmeistarar og 6 alþjóðlegir meistarar. Tefldar veröa 2 umferðir á 12 boröum. Dagskrá: Laugardagur kl. 13.00: Setningarathöfn — — 13.30-19.30: l.umferð. Sunnudagur — 13.30-19.30: 2. umferö. Allur aögangseyrir rennur til Skákminjasafns S.í. SKÁKSAMBAND NORÐURLANDA VjS/VSQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.