Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 21 Vetrar- heræfingar í Norður- Noregi Casteau, 7. febrúar. AP. UM 20.000 hermenn frá átta NATO-ríkjum munu taka þátt í heraefingum í Norður- Noregi, sem hefjast eiga í næstu viku og stánda í mánuð. Heræfíngum þessum hefur verið gefíð nafnið „Anchor Ex- press" og er ætlunin með þeim að þjálfa herlið Norðmanna og bandalagsþjóða þeirra við vetrar- aðstæður svo og hraðlið NATO. Æfíngar þessar fara fram í Norður-Noregi í tengslum við sérstakar heræfíngar norska hersins, sem nefnast „Flotex". Eiga þær að standa yfír frá 15. febrúar til 18. marz. Þeim verður stjómað af brezka hershöfðingj- anum Sir Geoffrey Howlett, sem nýlega var skipaður yfírmaður herja NATO í Norður-Evrópu, ítalskur hermaður úr hraðliðasveitum NATO í viðbragðsstöðu í Norður-Noregi. norska hershöfðingjanum Ulf Berg, yfírmanni hers NATO í Norður-Noregi og Andrew Christie hershöfðingja frá Kan- ada, en hann er yfírmaður hrað- liðs NATO í Evrópu. Herliðið, sem tekur þátt í heræfíngunum, verður frá Kan- ada, Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu, Noregi, Luxembúrg, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ástralía: Nýjar upplýsingar í „Dingó-málinu“ Sydney, Ástralfu, 7. febrúar. AP. LINDY Chamberlain, prestsfrú, sem var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir þremur árum, var látin laus úr fangelsi í dag vegna góðrar hegðunar. Hún var sakfelld fyrir að hafa valdið dauða tíu mánaða gamallar dóttur sinnar, en sjálf hélt hún fram sakleysi sínu og sagði að villtur dingó-hundur hefði ráðist á bamið og drepið það. Dómarinn í málinu sagði að málið yrði senni- lega tekið upp á nýjan leik, þar sem mjög athyglisverðar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem kynnu að varpa Ijósi á málavöxtu. Málið vakti mjög mikla athygli í Astralíu á sínum tíma og var kallað „Dingó-málið". Samkvæmt fréttum AP í dag segir að tætlur af bamafötum hafí fundist rétt hjá líki karlmanns sem virðist hafa hrapað til bana við Ayerklett, frægustu klettamyndanir í Ástral- íu. Lindy Chamberlain lýsti fatnaði telpunnar og sagði hana hafa verið í fötum þeim sem nú virðast hafa , fundist. Þar sem þau komu ekki fram við rannsókn málsins á sínum tíma var framburður konunnar m.a. dreginn í efa á þeim forsend- um. Kosningar undir smásjá Manila, 7. febrúar. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Mbl. YFIR 26 milljónir Filippseyinga voru skráðar til að kjósa í forseta- kosningunum sem haldnar voru á Fiiippseyjum i dag, föstudag. Þeir höfðu tækifæri til að skipta um forseta í fyrsta skipti í 20 ár. Ferdinand Marcos, forseti, barðist hart gegn Cory Aquino, ekkju Benigno Aquino, stjómarandstæðings, en hún hafði samúð fólksins eftir morðið á manni hennar og gæti haft stuðning meirihluta þess. Kosið er vitt og breitt um eyjaraar svo það tekur sinn tima að telja öll atkvæðin og koma þeim til skila. Búist er við endanlegum niðurstöðum á sunnudag. Aquino hafði forystu samkvæmt fyrstu tölurn úr þéttbýU en 70 prósent þjóðarinnar býr í dreifbýU og Marcos er sterkur þar. Atkvæðakössum dreift f Manila fyrir kosningarnar. Otti við óheiðarleika og ófrið setti svip á kosningamar. Svindl og skærur hafa ávallt átt sér stað í kosningum á Filippseyjum, en nú er minna um það en áður var. Þó hafa fréttir af ýmiss konar misferli og ofbeldi í borgum og út um landsbyggðina heyrst í allan dag. Samtök borgara sem beijast fyrir heiðarlegum kosningum, Namfrel, voru stofnuð fyrir þing- kosningamar 1984 og þóttu gera mikið gagn. Þau em nú mjög áberandi og sjálfboðaliðar þeirra unnu við að fylgjast með kosning- unum út um allt land í dag. Full- trúar Namfrel em viðstaddir fyrstu talningu atkvæða og mis- ferli em tilkynnt til þeirra. Það verður þeirra að skera úr um hvort kosningamar vom heiðarlegar eða ekki. Namfrel hefur vakið athygli fólks á svindli og minnkað það á mörgum stöðum. Lítill bær í Cavite fyrir sunnan Manila var þekktur fyrir misferli í kosningum hér áður fyrr. í bæjarstjómar- kosningum árið 1979 gekk það svo langt að kjörstöðum var lokað tveimur tímum eftir að þeir opn- uðu og sex tímum á undan áætlun. Kjósendur sem komu í seinna lagi fengu ekki að kjósa og gátu ekkert gert nema kært málið. Það hefur enn ekki verið dæmt í því. Það er nú í verkahring Namfrel að sjá til að slíkir atburðir eigi sér ekki stað. Starf Namfrel í bænum var mjög vel skipulagt í dag. Einn fulltrúi var inni á hveijum kjörstað og sá til að rétti kjósenda væri framfylgt. Þeir vom viðstaddir talningu atkvæða, fylgdust með þegar kjörkassar voru fluttir á skrifstofur bæjarstjómar og eltu bifreið sem flutti lokaniðurstöð- umar í innsigluðu umslagi til höfuðborgar kjördæmisins. Yfír- maður Namfrel á staðnum, E. Manrip, bauðst til að aka sjálfur með skjalið til höfuðborgarinnar en ritari kjömefndar sagist ætla að nota bíl borgarstjórans og hafa lögreglufylgd. Óttast er að skipti verði höfð á kjörgögnum þegar þau verða flutt á milli staða og því fylgist Namfrel mjög grannt með því sem fram fer. Það er kosningavél forsetans, KBL-flokkurinn, sem notar öll brögð til að fá atkvæði, meðlimir flokksins gengu í hús í Cavite kvöldið fyrir kosningar og gáfu fólki 20 til 50 pesa, 40 til 100 ísl. kr., sem er þó nokkur peningur þar, fyrir að kjósa rétta frambjóð- endur. Manrin taldi að fólk myndi kjósa samkvæmt samvisku sinni og ekki endilega greiða Marcosi atkvæði sitt þótt það tæki peninga afKBL. En þakkarskuld er sterk tilfinn- ing í þessu þjóðfélagi. Fólk vill endurgreiða þeim sem hafa gert því gott. Skólastjóri og eftirlits- maður á einum kjörstað sagi að hún hefði beðið Guð mjög innilega að láta Cory Aquino sigra. „En ég kaus Marcos,“ sagði hún. „Ég er ríkisstarfsmaður og hann er æðsti yfírmaður minn. Við fómm fram á að fá nýja byggingu hér við skólann í vor og fulltrúi skólamála hjá bænum samþykkti það strax. Hann er í KBL og ég kaus Marcos af því að ég stend í þakkarskuld við þennan stuðningsmann hans. Mér fínnst hann eiga það inni hjá mér að ég kjósi eins og hann vill að ég geri.“ Þakkarskuld þessarar konu reyndist sterkari en samviska hennar og hún var ekki fullsátt við það sjálf. Namfrel eru vel skipulögð í þéttbýli en hafa færri sjálfboða- liða í dreifbýli. Sveitarstjórar eru áhrifaríkir og langflestir þeirra eru stuðningsmenn Marcos. Þeir telja Namfrel hliðholl stjómarand- stöðúnni og letja fólk til að vinna fyrir samtökin. Namfrel er t.d. ekki starfandi í höfuðborg Cavati. Ríkisstjómin er mjög áhrifamikil og varla nokkur sála í borginni kaus Aquino. Manarín kvartaði undan að 8.000 manns væm á kjörskrá í borginni en íbúar hennar væm alls 10.000. „Hinir látnu em látnir kjósa þar,“ sagði hann en gat ekkert við því gert. Það er algengt áður fyrr að fólk væri skráð á fleiri en einum stað og kysi oft. Það er erfiðara nú þar sem ein fíngumögl er lökkuð blá á þeim sem kjósa. Færri komu og kusu í Caviti en búist var við. Einn vinstrisinn- aður stjórnmálaflokkur hvatti fólk til að kjósa ekki í mótmælaskyni við Marcos en Manarin taldi það ekki hafa haft mikil áhrif. „Þetta vom mjög mikilvægar kosning- ar,“ sagði hann, „og allir mótuðu sínar skoðanir. Fjölskyldumeðlim- ir vom ekki alltaf sammála um frambjóðenduma og ég held að sumir hafi sleppt að kjósa til að halda friðinn heima fyrir." ALVORU ÚTIHURÐASÝNING 00 00 Bff 00 □ Á þessari meiriháttar sýningu í sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, sýnum við okkar glæsilega og fjölbreytta úrval HIKO-útihurða. Láttu þig ekki vanta ef þig vantar útihurð. LAUGARDAG 8. FEBRÚAR S OG SUNNUDAG 9. FEBRÚAR KL. 10-17 HURÐAIÐJAN KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAV0GUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.