Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Stórsvigsmót Ármanns í flokkum 14 ára og yngri veröur haldið 15. febrúar. Þátttaka til- kynnist í sima 77101 fyrir miö- vikudagskvöld. Stjórnin. KROSSINN ÁLFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI Samkomur á sunnudögum kl. 16.30. Samkomur á laugar- dögum kl. 20.30. Bibliulestur á þriöjudögum kl. 20.30. Allirvelkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 9. febr. Kl. 10.30. Gullfoss í klakabönd- um. Einnig farið að Geysi, Strokki, Haukadalskirkju og víöar. Síðasta ferðin. Verð kr. 750 kr. Kl. 13.00 Orustuhóll. Milli hrauns og hlíða, skíðaganga og gönguferð. Auðveld og skemmtileg gönguleið. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Helgarferð í Tindfjöll verður 21. febr. og í Þórsmörk 7. mars. Sjáumst. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag 9. febrúar 1. Kl. 13.00, Varðaða leiöin á Hellisheiði. Gengið með gömlu vörðunum frá Hellisheiði, um Hellisskarð að Kolviöarhóli. Létt ganga. Verð kr. 350.00,- Farar- stjóri: BaldurSveinsson. 2. Kl. 13.00, skíðaganga á Hell- isheiði ef aðstæður leyfa. Verð kr. 350.00,-. Brottför frá Um- ferðarmiðstööinni, austanmeg- in. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath.: Ferðaáætlun 1986 er komin út. Myndakvöid. Ferðafélagið efnir til mynda- kvölds i Risinu, Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 12. febrúar kl.20.30. Efni: Hellaskoðun. Árni Stefáns- son segir frá forvitnilegum hell- um í máli og myndum. Hellaskoð- un með Áma er ævintýri likust. Skiðagönguferðir og fl. Jón Gunnar Hilmarsson sýnir myndir og segir frá skiðagönguferðum á Hornströndum og víðar. Allir velkomnir, félagar og aörir. Verð kr. 50.00,-. Helgarferð 14. — 16. febrúar. Brekkuskógur skíða- og göngu- ferð. Gist í orlofshúsum í Brekku- skógi. Brottför föstudag kl. 20.00. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Gullfoss í klakaböndum. Dags- ferð sunnudag 16. febrúar. Munið vetrarfagnað Ferðafé- lagsins i Risinu, föstudaginn 7. mars. Góuferð til Þórsmerkur verður farin helgina 28. febrúar — 2. mars nk. Feröafélag fslands. Dyrasímar - Raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. raðauglýsingar raðauglýsingar 1 Mosfellssveit — prófkjör Prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninganna fer fram laugardaginn 8. febrúar kl. 9.00-18.00 í Hlégarði. Utankjörstaðakosning stendur yfir í versluninni Þverholti. Kjörnefnd. Týr Kópavogi Kynnisferð á Keflavíkurflugvöll Farin verður kynnisferð á Keflavíkurflugvöll laugardaginn 8. febrú- arnk. Mæting verður að Hamraborg 1 þann dag kl. 11.30 og lagt af stað fyrir kl. 12.00. Flugvöllurinn skoðaður til kl. 17.00, þá borðaö á Glóðinni, Keflavík, og loks notið gestrisni ungra sjálfstæðismanna í Keflavík og Njarðvík. Komið verður að Hamraborg aftur um kl. 23.30. Rútugjald er kr. 400.00. Pantanir i simum 41589 og 42196 í hádeginu milli kl. 12.00-13.00. Ath. að panta tímanlega því sæta- fjöldi er takmarkaöur. Stjórn Týs Týr — skólanefnd Fundur í menntaskólanum Skólanef nd Týs í Kópavogi efnir til umræðu- fundar um lánasjóö islenskra námsmanna í Menntaskólanum í Kópavogi þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17.00. Gestur fundarins verður Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra. Fundarstjóri verður Haraldur Kristjánsson formaðurTýs. Skólanefndin. Félagi alifugla- bænda meinað að reisa stofnræktar- stöð að Stóra-Armóti Seifossi, 3. febrúar. FÉLAGI alifuglabænda hefur verið synjað um leyfi til að reisa og reka stofnræktarstöð í landi Stóra-Ármóts þar sem Búnaðarsamband Suðurlands er að byggja upp tilraunastöð í landbúnaði. Félag alifuglabænda hefur stofn- að sérstakt hlutafélag um byggingu stofnræktarstöðvar, Stofnegg hf., og sótti um það til stjórnar Búnað- arsambands Suðurlands sl. haust að fá að reisa og reka stofnræktar- stöð að Stóra-Armóti í Hraungerð- ishreppi. Með stofnræktarstöðinni hyggj- ast alifuglabændur bæta stofninn með markvissu kynbótastarfi og ná með því afurðameiri fuglum í fram- leiðsluna. Fyrirhugað var að koma stöðinni upp í tveimur áföngum. í fyrri áfanga yrðu reist tvö stofnhús fyrir varphænur og holdafugla. í seinni áfanga var ætlunin að reisa Leiðrétting við minningargrein: Lína féll niður í minningargrein um Harald Ásgeirsson eftir Hauk Má Har- aldsson, í blaðinu á föstudag, urðu þau leiðu mistök að niður féll lína sem olli því að merking textans brenglaðist. Málsgreinin öll átti að hljóða svona: „Við vorum þama uppi í um það bil 45 mínútur og ég fékk þann skemmtilegasta landafræðitíma sem ég hef fengið á lífsleiðinni. Vélin fannst mér óttalegt hró þegar hún stóð á flugvellinum, en allur uggur gleymist við hlið Halla,...“ Það sem undirstrikað er féll niður í greininni. uppeldishús þar sem stofninn væri endumýjaður. Rekstur stöðvarinnar yrði með þeim hætti að öllum stæði til boða að skipta við stöðina og kaupa af henni egg. Engin útungun er fyrir- huguð á stöðinni heldur er kaupend- um eggjanna ætlað að sjá um það. Stofnegg hf. hugðist fjármagna stöðina að fullu og annast rekstur hennar en fullbúin er áætlað að stöðin kosti 5—6 milljónir. Stjóm Búnaðarsambands Suður- lands tók í fyrstu jákvætt í erindi Félags alifuglabænda um að stöðin yrði staðsett á Stóra-Ármóti en vildi að leitað yrði umsagnar Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins og til- raunanefndar sem er nefnd innan búnaðarsambandins. Þann 3. janúar barst Félagi ali- fuglabænda bréf þar sem hafnað er erindi félagsins um að reisa stöðina á Stóra-Ármóti. Bréf þetta er frá Stóra-Ármótsnefnd. Í bréfinu segir að tillögur Félags alifugla- bænda um stofnræktarstöð hafí verið kynntar stjómum RALA, Búnaðarsambandi Suðurlands og tilraunanefnd. í framhaldi af þeirri umijöllun sem þar átti sér stað ákvað staðar- stjómin að Stóra-Ármóti eftirfar- andi: — Að stefna að áframhaldandi þjónustu við hænsnfuglarækt í landinu. — Að flytja stofnræktarstöðina (útungun og uppeldi) sem nú er í Laugardælum að Stóra-Ármóti. — Að stofnræktarstöðin taki að sér innflutning á kynbótastofnum í samvinnu við yfírdýralæknisemb- ættið og hagsmunaaðila. — Að við hönnun húsakosts að Stóra-Ármóti verði tekið mið af hugsanlegum rannsóknum t.d. í húsvist. Éinar Eiríksson, formaður Fé- lags alifuglabænda. Síðan óskar stjómin eftir stuðn- ingi og samvinnu allra hænsnfugla- ræktenda við þessa ákvörðun og felur Gunnari Guðmundssyni til- raunastjóra á Laugardælum að vinna að framgangi málsins. Undir bréfíð ritar Snorri Þor- valdsson formaður Stóra-Ármóts- nefndar. Einar Eiríksson bóndi að Mikla- holtshelli í Hraungerðishreppi er formaður Félags Alifuglabænda. Hann sagði að félagið liti svo á að um algert afsvar væri að ræða og að þetta kæmi mönnum mjög í opna skjöldu einkum vegna þess að fyrir- huguð væri uppbygging á Stóra-Ár- móti fyrir allar búgreinar. Hann sagði að yfírdýralæknir, Páll A. Pálsson, hefði verið því mjög með- mæltur að slík stöð yrði reist þar sem það auðveldaði mjög allt eftirlit þegar innflutnigur væri á einni hendi. Einar sagði að menn væru hissa á þessari afgreiðslu Stóra- Ármótsnefndar þar sem Stofnegg hf. ætlaði að fjármagna þessa uppbyggingu. Hann sagði að félag- ið hefði ekki gert ályktun um málið er það yrði afgreitt formlega innan tíðar. „En við stefnum að því að byggja þessa stöð á þessu ári og koma henni í starfrækslu svo fljótt sem auðið er,“ sagði Einar um framhald málsins og gat þess að unnið væri að því að fá land undir stöðina. Sig. Jóns. Alþjóðasamtök háskólakvenna: „Hvetjum konur til náms og starfa í samfélaginu“ — segir forsetinn sem er hér I stuttri heimsókn AÐALFUNDUR Kvenstúdenta- félagsins og Félags háskóla- kvenna verður haldinn í dag I veitingahúsinu „Mandaríninn“ á Nýbýlavegi í Kópavogi. Fé- iagið er meðlimur í Alþjóða- samtökum háskólakvenna og í því tilefni kom forseti samtak- anna, Dr. Helen S. Dunsmore, hingað til landsins, en hún flyt- ur erindi um starfsemi samtak- anna á alþjóða vettvangi á aðalfundinum. „Aðaltilgangur alþjóðlegu sam- takanna er að stofna til vináttu- banda milli háskólamenntaðra kvenna víða um heim, hvetja konur til náms og stuðla að því að þær nýti menntun sína í sam- félaginu," sagði Dr. Helen S. Dunsmore í stuttu spjalli. Hún sagði að samtökin hefðu verið stofnuð 1919, nú eru 54 lönd meðlimir í alþjóðasamtökunum og um 240 þúsund einstaklingar. Þetta er þriðja ár Helen í þessu embætti, en forsetar samtakanna eru kosnir á fundi sem haldinn er með meðlimum allra landanna þriðja hvert ár, þeim sem sjá sér fært að mæta, en það eru oftast 800—1.400 konur. Þess á milli eru haldnir minni fundir þar sem fjall- að er um ýmis málefni. Samtökin eru einnig með fulltrúa víða um heim, í Vín, New York, í Paris og Genf og þar geta meðlimir Helen S. Dunsmore fengið upplýsingar um hvað er að gerast á alþjóðavettvangi samtakanna. Hún sagði ennfrem- ur að konur væru hvattar til að hafa samband við samtök annarra landa er þær eru að ferðast er- lendis á eigin vegum, m.a. til að kynnast landi og þjóð betur. Dr. Helen er búsett í Glasgow, og er efnafræðikennari þar við Háskólann. Grétar Reynisson í Nýlistasafninu NÚ um helgina lýkur sýningu Grétars Reynissonar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýningin verður opin báða dagana frá 14—20. Grétar útskrifaðist úr nýlista- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1978. Hann var við nám í Hollandi veturinn 1978—79. Grétar hefur áður haldið sýningar á högg- myndum og þrívíðum verkum, en undanfarin ár hefur hann unnið við leikmyndagerð við flest leikhús borgarinnar. Á sýningunni eru á annað hundr- að myndir, unnar með acryl á pappa og olíu á striga og eru flestar myndanna til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.