Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 35 „Tengdapabbi" minn kom inn í líf mitt 1968 eða fyrir 17 árum er hann hóf sambúð með tengdamóður minni, Jórunni Ólafsdóttur. Hann kom eins og ljóð inn í lff hennar sem hafði verið erfitt og hálf ein- manalegt frá því hún missti mann sinn 22. október 1954, hún flutti til hans í hús hans á Klapparsti'g 3 í Keflavík og þar áttu þau yndislegt heimili og var gott að koma til þeirra. Alltaf var „tengdapabbi" minn jafn hress og yndislegur heim að sækja, það byrjaði nýr kafli í lffi Minning: Júlíus Jónsson Fæddur 19. júlí 1907 Dáinn 28. janúar 1906 Glaður ég horfí nú, himins til, Jesús, minn Drottinn og Guð. Og hugrakkur fylgja þér, ætíð ég vil, Jesús, minn Drottinn og Guð. Baslið sem þjáði mig, búið er, Jesús, minn Drottinn og Guð. Minn blessaði Frelsari, tók það frá mér, Jesús, minn Drottinn og Guð. Allar þær sorgir er sóttu á, Jesús, minn Drottinn og Guð, og syndir og kvíða, rakst þú mér frá, Jesús, minn Drottinn og Guð. (Sálmabók Fíladelfiukirkju (Ól.Ág.) í dag er til moldar borinn „tengdapabbi" minn Júlíus bifreiða- stjóri í Keflavík. Hann fæddist í Reylq'avík á Vesturgötu 59. For- eldrar hans voru Hugborg Helga Ólafsdóttir frá Núpi undir Eyjafjöll- um og Jón Nikulásson frá Hamri í Flóa. Hann var fjórði í röð sjö systkina en eldri voru Ólafur og tvíburamir Vilborg og Gróa. Gróa dó mjög ung, næstur var Júlíus þá Margrét, Guðjón og yngst Bergrós sem ein systkinanna er á lífi. Aðeins fjögurra ára var Júlíus sendur í fóstur til föðursystur sinnar, Guðríðar Nikuiásdóttur og manns hennar, Einars Gíslasonar en þau bjuggu í Keflavík. Þar ólst hann upp við mikla ást og um- hyggju og voru Einar og Guðríður honum sem beztu foreldrar og þótti Júlíusi ákaflega vænt um þau og endurgalt hann þeim það í elli þeirra. Júlfus trúlofaðist Jónínu Ingveldi Vilborgu Ámadóttur frá Teigi í Grindavík og eignuðust þau §ögur böm saman, Jónu Klöm, fædd 22.2. 1934, ekkja, og er hún búsett í Denver Colorado, á hún 5 böm og 3 bamaböm. Guðmund Áma, fædd- ur 11.7. 1936, yfirverkstjóri hjá Landsíma íslands f Keflavík, hann er giftur Valgerði Sigurðardóttur og eiga þau 3 böm. Guðríður Elsa fædd 30.6.’40, gift Sigurði Gunn- arssyni verzlunareiganda í Keflavík og eiga þau 3 böm og 3 bamaböm. Einar Viðar, söngvari og skrifstofu- maður í Keflavík fæddur 20.8.’44, giftur Hafdísi Ragnarsdóttur og eiga þau 4 dætur. Júlíus og Vilborg slitu samvistir og voru bömin hjá Júlíusi og var honum ávallt mjög annt um bömin sín og að þau hefðu það alltaf sem bezt. Vilborglést 1968. þeirra beggja en þau fóm í ferðalög bæði erlendis og eins innanlands, vom í tjaldi og sumarhúsum og nutu þau þess bæði innilega, og ekki gátu þau verið án hvors ann- ars. Og ekki gátu þau verið án hvors annars. Nú þegar ég þarf að kveðja minn kæra „tengdapabba” sem mér þótti svo vænt um og var okkur og böm- um okkar alla tíð svo góður og tryggur er mér efst í huga þakklæti fyrir allt, þegar ég sat hjá honum og hélt í hönd hans síðustu leguna og við töluðum saman mest með augunum. Það var margt sem fór þar á milli og ef hann vildi ekki að ég færi alveg strax þá hélt hann fast í mig og ég í hann, nú veit ég að honum líður vel og ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti honum og gert hann aftur frískan og kátan og svo var hann líka búinn að lofa að taka á móti mér þegar minn tími kæmi og það veit sá sem allt veit að þá þarf ég ekki að kvíða neinu. Ég vil fyrir hönd okkar allra þakka starfsfólki á deild E-6, Borg- arspítalanum, fyrir alla blíðu og umhyggju sem honum var sýnd, það hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri umönnun. Elsku tengdamamma mín, Guð hefur vísað þér veginn hingað til og mun gera það áfram, og svo áttu okkur öll að, bæði þín böm og bömin hans Júlla sem hafa alla tíð verið þér einstaklega góð og þakk- lát fyrir hvað vel þú hugsaðir um hann. Hér ríkir himneskur friður. Hljótterábænastund. Krýp ég að krossinum niður kominn á Drottins fund. (P. Sigurg.s.) Hanna Mig langaði í örfáum orðum að minnast afa míns, Júlíusar Jónsson- ar, og þakka honum um leið fyrir 17 ára skemmtileg og góð kynni. Það var ekki laust við að lítill fimm ára drengur væri hrærður, spenntur og fullur eftirvæntingar í bifreið foreldra sinna á leið til Keflavíkur haustmánuð einn 1968. Það sem af var ævi sinnar hafði hann vanist því að eiga einn afa, meðan önnur böm sem hann þekkti, áttu tvo. En nú var hann á leið til Keflavíkur, eins og áður var getið til að heimsækja ömmu sína og mann sem hún var farin að búa með. Móðir drengsins hafði tjáð honum frá þessu fyrr um daginn og síðan þá höfðu margar spuming- ar vaknað hjá honum, enda ekki hægt að ætlast til þess að hann skildi alla þætti hins margslungna lífs. En nú var hin stóra stund upprunnin. Þegar drengurinn steig út úr bflnum hlaut hann góðar móttökur hjá ömmu sinni og þá tók hann eftir honum. Þama stóð hann ... maðurinn. Það var ekki laust við að feimnin yfirbugaði drenginn en hann harkaði af sér og heilsaði manninum. En nú kom ------7---- VOLKSWAGEN GOLF ÁRGERÐ 1986 ÞÝskur kostdQhpur sem hceíir öllum MED NÝRRI OG KRAFTMEIRI VÉL Júlíus bytjaði snemma að vinna enda iðinn og handlaginn. Hann var til sjós og vann við smíðar en lengst af starfaði hann sem bifreiðastjóri á vörubifreiðum fyrir ýmis fyrirtæki og síðan á sínum eigin bfl. Síðustu 27 starfsár sín starfaði hann hjá Olíufélaginu Esso á Keflavíkurflug- velli en þar hætti hann er hann varð sjötugur. Hann var nú ekki alveg ánægður með það því hann vildi alltaf hafa eitthvað að gera. Lýstu þeim héðan erlokastbrá heilaga Guðsmóðir himnum frá. (Stefán frá Hvítadal) GOLFINN ei tœi i ílestan sjó # Kjörínn íjölskyldubíll # Duglegui atvinnubíll # Vinsœll bílaleigubíll # Skemmtilegur sportbíll Verö frá kr. 498.000 upp vandamál sem erfítt var fyrir drenginn að fínna lausn á í fljótu bragði. Hvað átti að kalla manninn? Júlfus, Júlla eða afa? Já, afa. En hvað ef hann vildi ekki láta kalla sig afa, hvað þá? Það var bara ein lausn á þessu, spyija hann. „Heyrðu, má ég kalla þig afa?“ og svarið lét ekki á sér standa. „Það máttu svo sannarlega gera.“ Svo að upp frá því kallaði ég hann afa. Þannig vom mín fyrstu kynni af afa Júlla eins og ég man þau. Minni bamsins er kannski ekki það gleggsta en samt, svona man ég þetta. Við þetta ofangreinda tækifæri gaf afi mér gjöf sem tákn vináttu okkar, munnhörpu sem ég hef nú til minningar um hann og liðna atburði. Já, til minningar því nú er afí farinn frá okkur og það eina sem við eigum eftir eru minningar. Góð- ar minningar að mínum dómi. Það var alltaf gaman að koma heim til afa. Lágvaxinn og mjög brosmildur maður er efst í huga mér. Maður var alltaf velkominn hvert sem hann fór og alltaf hafði hann frá nógu að segja og ávallt var hann forvitinn um hagi manns. Það var mikill missir er elsku afi okkar fór, en „einhvem tíma verða allir menn að deyja“ eins og segir í ljóðinu og því verðum við öll að hlíta. „Góði Jesú, fýrir greftran þín gefðu síðasta útfdr min verði friðsöm og farsæl mér, frelsuð sál nái dýrð hjá þér. I þriðja lagi huggun hrein hér veitist mér á alla grein; guðs sonar hold því greftrað var greftun minni til virðingar. Helgum guðs bömum herrans hold helgaði bæði jörð og mold, gröfin því er vort svefnhús sætt, svo má ei granda reiðin hætt. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs bam hér gefðu, sætasti Jesú, mér.“ (Hallgrímur Pétursson. Úr Passíusálmi nr. 49) Það verður seint þakkað allt það sem afí gerði fyrir ömmu og okkur hin. En þó hann sé farinn munum við ekki gleyma. Hvfli hann í friði. Sveinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.