Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986
Ný launastefna
Hvers vegna íslendingar ættu að fylgja fordæmi annarra þjóða
eftir Stefán
Ólafsson lektor
Sérstaða Islands
Kjaramál íslendinga eru mjög frá-
brugðin því sem almennt er í ná-
grannalöndunum. Þjóðartekjur á
mann — það sem er til skiptanna
á íslandi — eru yfírleitt ofan við
meðallag OECD ríkjanna. Við er-
um, með öðrum orðum, ein af 10
til 15 ríkustu þjóðum heims. Þetta
hefur hins vegar ekki endurspeglast
í kjörum almennings.
Vel þekkt er orðin sú staðreynd
að kaup fyrir venjulega vinnuskyldu
— dagvinnulaun — er hvergi jafn
lágt meðal álíka ríkra þjóðfélaga. í
húsnæðismálum, einu stærsta
kjaraatriði ungra fjölskyldna, hefúr
ríkt neyðarástand á síðustu 5 árum.
Þetta hefur síðan leitt til þess að
fólk vinnur oft ótrúlega langa
vinnuviku. Hvergi á Vesturlöndum
eru greiddar vinnustundir jafn
margar og á Íslandi.
Hvers vegna er slíkt misræmi í
ríkidæmi þjóðarinnar og kjörum
almennings? Er það nauðsynlegt?
Gerir þessi óvenjulega láglauna-
stefna gagn í þjóðarbúskapnum?
Slíkar spumingar hljóta að leita á
þá sem velta þessum málum fyrir
sér.
í grein þessari mun ég færa rök
að þvi að láglaunastefnan sé óeðli-
leg og óþörf, hún sé jafnvel skaðleg
fyrir íslenskt þjóðfélag og íslenskt
atvinnulíf. Tímabært er að taka upp
hér á landi þá launastefnu sem
flestar nágrannaþjóðimar hafa, þ.e.
daglaunastefnu. Hún einkennist
af styttri vinnutíma á fullum
launum.
Óhófleg jrfírvinna hefur sýnt sig
að draga úr afköstum einstaklinga,
draga úr framleiðni. Þess vegna
myndi það þjóna hagsmunum allra
að raunverulegur vinnutími yrði
styttur verulega og dagvinnulaun
almennt hækkuð, að minnsta kosti
upp í það sem heildarlaun em nú
hjá þeim sem stunda mikla yfír-
vinnu. Þá yrðu launakjör á íslandi
svipuð og er i álíka ríkum þjóð-
félögum. Framleiðni fyrirtækja
myndi geta aukist verulega i kjölfar
vinnutímastyttingar, eins og orðið
hefur í nágrannalöndunum.
Lítum nánar á íslensku kjara-
stefnuna, galla hennar og loks
hvemig hin nýja launastefna kæmi
öllum til góða; heimilum, fyrirtækj-
um og ríkisstjómum.
Láglaunastef:nan
Á meðfylgjandi línuritum má sjá
vísbendingar um hversu óeðlileg
láglaunastefnan á íslandi er. Mynd
1 sýnir dagvinnukaup verkamanna
og iðnaðarmanna á föstu verðlagi
(miðað við sænskar krónur). Töl-
umar em úr launaskýrslu sænska
vinnuveitendasambandsins og em
fyrir árið 1980 (SAF, 1982).
Hér má sjá að árið 1980 var það
aðeins á Ítalíu að dagvinnukaup var
lægra en á Islandi. Með hinni stóm
kjaraskerðingu sem varð 1983 seig
kaupið á íslandi loks niður á sama
stig og er á Ítalíu, eða jafnvel
neðar. í þjóðarframleiðslu sinni
hafa ítalir hins vegar aðeins verið
hálfdrættingar á við íslendinga.
Þeir hafa haft um 50% minna til
skiptanna, en þó er kaupið nú svipað
hjá þessum þjóðum. Þjóðarfram-
leiðsla Finna, Breta og Japana
VIÐ KASSANN
f DAG í STARMÝRI
I tilefni af því að Verslunin Víðir
hættir að versla í kvöld í Starmýri
eftir 21 ár, og flytur starfsemi sína
í Mjóddina - gefum við 10% AFSLÁTT
á öllum vörum í dag.
Við viljum þakka viðskiptavinum okkar
mikil og góð samskipti á liðnum árum,
um leið og við óskum nýjum eigendum
gæfu og gengis í framtíðinni.
Verslunin VÍÐIR.
Opiðtil kl. 20 í kvöld
AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2
— MJÓDDINNI
Stefán Ólafsson
„Vinnuveitendasam-
bandið (VSÍ) gerði
könnun á áhrifum yfir-
vinnubannsins á afköst
í fyrirtækjum strax í
kjölfar bannsins. Nið-
urstaðan var að í 85%
fyrirtækja þar sem
yfirvinna hafði verið
viðhöfð tókst að halda
afköstum eða auka þau,
þrátt fyrir að vinnutími
hafi verið styttur um
8-10 stundir á viku.
Aðeins í 15% fyrirtækja
minnkuðu afköst
(Vinnuveitandinn,
1977, nr. 2).“
hefur einnig verið minni en okkar.
Mynd 2 sýnir enn betur stöðuna
á íslandi. Þar er annars vegar sýnd-
ur samanburður á launum prófess-
ora, sem endurspegla að nokkru
stöðu opinberra starfsmanna, og
samanburður á þjóðarframleiðslu á
mann. Súlumar sýna frávik frá
meðaltölum allra landanna eftir að
launin og þjóðarframleiðslan hafa
verið reiknuð yfir í Bandaríkjadali.
(Heimild: Fréttabréf Háskóla ís-
lands, nr. 1,1986.)
Myndin sýnir gjörla hversu lítið
samræmi er í launum á íslandi og
þjóðarframleiðslu. Reyndar sker ís-
land sig alveg út úr þessum hópi
vegna þessa misræmis. Hér eru
launin algerlega úr takti við þjóðar-
tekjumar.
Gallar láglauna-
stefnunnar
En láglaunastefnunni fylgir ekki
aðeins óréttlæti og vinnuþrældómur
sem tilheyrir annarri öld í sögu
vestrænna þjóðfélaga. Láglauna-
stefnan er þjóðinni mjög dýrkeypt.
Færa má rök að því, að það sé
misskilningur hjá atvinnurekendum
og ríkisstjómum að láglaunastefn-
an sé gagnleg fyrir atvinnulífíð.
Lítum á nokkra augljósa galla lág-
launastefnunnar:
1. Láglaunastefnan hefur leitt til
meiri átaka á vinnumarkaðinum
en dæmi eru um á Vesturlönd-
um, að Ítalíu undanskilinni.
Vinnutap vegna verkfalla er
óvenju mikið á íslandi og svipt-
ingar í kjaraþróun stórar. Þetta
hefur dregið úr hagvexti og
stuðlar að pólitísku upplausnar-
ástandi. Æ erfíðara verður að
stjóma landinu með þeim þrýst-
ingi og þeirri reiði sem láglauna-
stefnunni fylgir.
2. Launaskrið og faldar yfirborg-
anir til einstakra hópa („svarta
launakerfíð") hafa leitt til mikils
óréttlætis og sáð illkynja tor-
tryggni um allt þjóðfélagið. Þeir
sem eftir sitja á grunnkaupi einu
búa við ótrúlega hörð kjör.
3. Hinn óhóflega langi vinnutími
dregur úr afköstum og heldur
aftur af framleiðniaukningu sem
myndi færa öllum mikinn bata,
fyrirtækjum jafnt sem heimilum.
4. Fjölskyldulíf margra verður
fyrir óeðlilegu álagi vegna auka-
vinnuþrældóms.
Er ekki orðið tímabært að endur-
meta ávinning fyrirtækja og at-
vinnulífsins af láglaunastefnunni?
Samtök vinnuveitenda hafa knú-
ið fram þessa stefnu — oft með
aðstoð stjómvalda — vegna þess
að þeir telja atvinnulífið þurfa á
meira flármagni að halda. Þeir telja
að ef hægt sé að spara launakostn-
aðinn og velferðarútgjöldin verði
meira fjárfest og hagvöxtur aukist.
En vantar meiri fjárfestingu á
íslandi?
Síðustu 20 árin hefur óvíða í
heiminum verið ráðstafað stærri
hluta þjóðarframleiðslunnar í fjár-
festingu en á íslandi. í dag búa
íslendingar ekki við of litla fjárfest-
ingu, eins og segja mætti um. þjóð-
félög þar sem tíundi hver maður
er atvinnulaus. Offjárfesting og
óarðbær sóun fjármuna í gegn um
fyrirtækin og ríkisvaldið er hins
vegar stórt vandamál á íslandi,
jafnvel svo að til siðferðislegrar
upplausnar horfír.
Þess vegna er ekki þörf á vaxandi
íjárfestingu á íslandi í dag, heldur
Varað við hættunni
af vímuefnaneyslu
Hér fer á eftir erindi biskups
íslands við æskulýð og presta í
tilefni af Æskulýðsdeginum:
Hinn almenni æskulýðsdagur (1.
sunnudagur í mars) er að þessu
sinni 3. sunnudagur í föstu, 2.
mars nk. í kirkjuárinu er hann út-
valinn til brýningar í baráttu gegn
illum öndum. Jesús var að reka út
illan anda (Lúk. 11:14). Deginum
er gefið orðið „Oculi“. „Augu mín
mæna ætíð til Drottins" (Sálm.
25:15).
Um þessar mundir sækja illir
andar mjög að ungu fólki í formi
áfengis og vímuefna. Nýgerðar
kannanir hafa leitt í ljós að æsku-
fólk og jafnvel böm eru haldin af
þessu þjóðarböli.
Síðasta kirkjuþing ræddi um það
mikla böl sem hér er við að stríða
og hvatti til aðgerða gegn því.
í samráði við æskulýðsfulltrúa
fer ég þess á leit að æskulýðs-
dagurinn verði einkum notaður í
þetta sinn til þess að vara við
hættunni, sem ungu fólki er búin
af vímuefnaneyslu.
Maðurinn er þannig gerður að
hugur hans þolir ekki tómarúm. Þá
er hann opinn og óvarinn fyrir
umhverfí sínu. Þannig ánetjast
margur unglingurinn ávana- og
fíkniefnum, sem hann svo ræður
ekki við. Hinn illi andi fer ekki út
nema við bæn. Jesús sagði: „Þetta
kyn verður ekki út rekið nema við
bæn“ (Mark. 9:29). Og því kem ég
aftur að orðinu: „Augu mín mæna
ætíð til Drottins, því hann greiðir
fót minn út úr snörunni" (Sálm.
25:15).
Æskulýðsstarf kirkjunnar er
öflug vöm gegn áhrifum Bakkusar.
Ungt fólk sem er höndlað af Kristi
er í honum og í nafni hans varið
„gegn ástríðuher" eins og hægt er
og þar með gegn þessari hættu.
Páll postuli minnir víða á þetta í
bréfum sínum: „Drekkið yður ekki
drukkna af víni, það leiðir aðeins
til spillingar. Ifyllist heldur andan-
um“. (Ef. 5:18).
Það sem fær manninn til þess
að ná valdi yfír óskum sínum, þrám
og löngunum í lystisemdir, er bind-
indi og sjálfsstjóm. Þá er hann fær
um að þjóna öðmm, en það er annað
kjörorð þessa æskulýðsdags: Réttu
með hönd þína.
Með bróðurkveðju,
Pétur Sigurgeirsson