Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FögTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Haukar unnu eftir æsispennandi leik VALSMÖNNUM tókst ekki að setja Haukum brodd á barka í fyrri leik liðanna í undanúrslitun- um um íslandsmeistaratrtilinn í körfuknattleik í gærkvöldi, en æsispennandi leik lauk með 80- 77 sigri Hauka. Valsmenn lögðu allt í sölurnar, börðust mjög vel og náðu strax góðu lagi á Hauk- um; náðu um tíma 15 stiga for- ^tystu, 38-23, en í hálfleik var stað- an 42-33. „Þó mínir menn hafi Badminton: NM unglinga hefst f dag Unglingalandsliðið í badminton hélt til Danmerkur í gærmorgun en þar mun liðið taka þátt í Norðurlandamóti unglinga, 18 ára og yngri, sem hefst í dag. I dag verða landsleikir og allir leika við alla en þeir sem þátt taka ^ eru auk okkar, Danir, Svíar, Norð- menn og Finnar. Á morgun hefst síðan einstaklingskeppni og lýkur henni á sunnudaginn. íslensku keppendurnir taka allir þátt í ein: liðaleik og einnig í tvenndarleik. í tvenndarleiknum leika Árni Þór og Ása saman, Snorri og Guðrún Júl- íusdóttir og Ármann leikur með Guðrúnu Gísladóttur. Tvíliöaleikur karla verður einnig á dagskrá og þar leika Árni og Snorri saman en Guðrún Júlíusdóttir og Ása leika saman í tvíliðaleik kvenna. Jóhann Kjartansson er lands- liðsþjálfari en fararstjóri er Magn- úsJónsson. Staðan á HM fyrir leikina í kvöid A-riðill: A-Þýskal. 2 2 0 0 51:42 4 Júgóslav. 2 2 0 . 0 58:50 4 Kúba 2 0 0 2 52:60 0 Sovétrík. 2 0 0 2 40:49 0 B-riðill: V-Þýskal. 2 2 0 0 39:34 4 Sviss 2 1 1 0 33:32 3 Spánn 2 0 1 0 29:33 1 ■^V Pólland 2 0 0 2 37:39 0 C-riðill: Rúmenía 2 2 0 0 45:39 4 S-Kórea 2 1 0 1 50:43 2 ísland 2 1 0 1 40:47 2 Tékkósló.2 0 0 2 36:42 0 D-riðill: Ung.v.l 2 2 0 0 48:43 4 Svíþjóð 2 1 0 1 46:39 2 Danmörk 2 1 0 1 48:42 2 Alsír 2 0 0 2 34:51 0 Morgunblaðið/Júlíus Ólafur Rafnsson sœkir að körfu Valsmanna f gærkvöldi. Torfi Magnússon kemur litlum vömum við en Leifur Gústafsson er við öllu búinn. lagt síg alla fram um að sigra Hauka með góðum leik, þá er ekki hægt að vinna þegar 5 menn leika gegn 6-7 mönnum," sagði Lárus Hólm, formaður körfu- knattleiksdeildar Vals eftir leik- inn, hinn óhressasti með dómara leiksins. Taldi hann dómgæzluna hafa kostað Valsmenn sigur í leiknum. Það var mikill broddur í sóknar- leik Valsmanna í fyrri hálfleik og þeir nær kollkeyröu Hauka. Kom- ust Valsmenn í 26-13 eftir 11 mín- útur, 32-18 eftir 14 og 38-23 er 3 mínútur voru til hálfleiks, en Hauk- um tókst síðan að lagfæra stöðuna örlítið fyrir hlé. í fyrri hálfleik tók Jón Stein- grímsson Valsmaður Pálmar Sig- UMFNog ÍBKíkvöld ANNAR leikur UMFN og ÍBK í úrslrtakeppninni í körfuknattleik verður f kvöld í Keflavík og hefst leikurinn kl. 20. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn á miðvikudagskvöldið og ef þeir vinna í kvöjd þá eru þeir komnir í úrslit en ef ÍBK vinnur þá þurfa liðin að leika þriðja leikinn og verður hann þá á sunnudagskvöldið í Njarövík. urðsson nær alveg úr umferð og munaði það miklu. Pálmar skoraði aðeins tvö stig úr vítaskotum í fyrri hálfleik og komst aldrei inn í leik- inn. Honum tókst hins vegar að snúa bakverði Vals af sér í seinni hálfleik og gerði leikur hans þá útslagið fyrir Hauka, sem smám saman tókst að minnka muninn, og komast yfir, 70-68, þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka. Gífurleg spenna var í íþróttahús- inu við Strandgötu það sem eftir var. Haukar höfðu undirtökin en Valsmenn pressuðu þá stíft og munaði aðeins tveimur stigum, 77-75, þegar rúmar 10 sekúndur voru eftir. Þá skoraði Pálmar körfu og fékk vítaskot í leiðinni og gerði út um leikinn, kom Haukum í 80- 75, en Valsmenn minnkuðu á ný muninn er 3 sekúndur voru eftir. Liðin leika seinni leik sinn á sunndagskvöld í Seljaskóla og stefnir þá í góðan leik, því Vals- menn eru í mikilli sókn og voru nálægt sigri gegn Haukum þótt þeir misstu þrjá lykilmenn útaf með 5 villur í seinni hálfleik, Sturlu, Torfa og Kristján. Stig Hauka: Pálmar Sigurös 22, Ólafur Rafns 18, ívar Webster 17, Kristinn Kristins 9, Eyþór Árna 7 og Henning Hennings 7. Stig Vals: Tómas Holton 22, Leifur Gústafs 14, Jón Steingríms 12, Sturla Örlygs 8, Torfi Magg 8, Kristján Ágústs 7, Páll Arnar 4 og Jóhannes Magg 2. — ógás. Sfmamynd/AP Sovéski risinn Sergei Kuschniruk kemst ekkert áleiðis gegn hinum öfluga Frank Wahl f liði Austur-Þjóðverja f leiknum f gærkvöldi. Sovétmenn úr leik EFTIR öruggan sigur Austur- Þjóðverja á Sovétmönnum, 23:18 f gærkvöldi er orðið nán- ast öruggt að Sovétmenn halda ekki heimsmeistaratitli sínum eftir HM-keppnina í Sviss. Þeir áttu aldrei möguleika gegn austur-þýska liðinu sem lék feiknarlega árangursríkan handknattleik, og vann öruggan 5 marka sigur. í hinum leiknum ía A-riðlinum í gærkvöldi sigruðu Júgóslavar Kúbumenn með 32 mörkum gegn 28, eftir að hafa haft tvö mörk yfir í leikhléi, 15:13. Kúbu- menn þóttu standa sig vel, og hafa komið verulega á óvart í keppninni. Ljóst þykir að Sovét- menn gætu auðveldlega tapað fyrir þeim og lent í því að leika um 13—16 sætið í keppninni — nokkuð sem engum datt í hug fyrir HM. „Eg öfunda ekki íslenska þjálfarann" — sagði Leif Mikkelsen í gærkvöldi eftir að Danir unnu Alsír örugglega Ágústlngi Jónsson skrífar fráSVISS OHM86 25.2.-8.3. „VIÐ MUNUM halda áfram að berjast og vonandi gengur dæmið upp hjá danska liðinu. En ég vildi ekki vera í sporum íslenska þjálf- arans núna — að eiga á hættu að falla í C-hóp handknattleiksins ef ekki vinnst sigur á fyrrum heimsmeisturum Rúmeníu". Þetta voru orð Leif Mikkelsens er biaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann f Ziirich f gær- kvöldi. Danir höfðu þá fyrr um kvöldið unnið Alsír með 27 mörkum gegn 18 (13:8) og sagðist Mikkelsen vera mjög ánægður með þennan sigur, því lið Alsír væri erfiður andstæðingur. „Framhaldið verð- ur mjög erfitt því við byrjuðum ekki vel, en ef við vinnum Svía á föstudag er allt galopið í riðlinum. Þetta mót er mjög opið og ég hef ekki trú á því að sigurvegarinn komist ósigraður í gegn. Ég tel lík- legast að Júgóslavar verði heims- meistarar og fyrst Ungverjar unnu Svía þá komast þeir í úrslit. Sigur Dana í leiknum í gærkvöldi var allan tímann mjög öruggur. Markahæstir voru þessir: Mikael Fenger 7, Erik Veije Rasmussen 5, Kjeld Nielsen 5, Erik Roepstorf 4. Knattspyrnulandsliðinu boðið í keppnisferð til Asíu — heldur utan í 12 daga ferð næsta þriðjudag ÍSLENSKA knattspyrnulands- liðinu hefur verið boðið f keppn- isferð til tveggja landa f Mið- Asíu. Næstkomandi þriðjudag heldur liðið tit íraks og Baharain og mun leika þar fjóra lands- leiki, tvo f hvoru landi, f keppnis- f erð sem tekur tólf daga. Að sögn Gylfa Þórðarsonar hjá KSÍ hafa staðið yfir samnin- gaumleitanir við þessa aðila urr skeið, en í gær komst loks á hreint hvernig að þessu yrði staðið. Þá var þegar byrjað að hafa samband við leikmenn, en óvíst er hverjir geta farið í tólf daga ferðalag meö svo stuttum fyrirvara. Ferðin er KS(, og að sjálfsögðu leikmönnunum, al- gjörlega að kostnaðarlausu. Lið írak tekur þátt í heims- meistarakeppninni í Mexíkó og eru leikirnir tveir sem þeir leika við íslendinga i Bagdad liður í undirbúningi þeirra fyrir keppn- ina. Landslið Bahrain er hinsveg- ar ekki að undirbúa neitt sér- stakt, en hefur oft boðið Evr- ópuþjóðum til sín í landsleiki. Það er til marks um styrkleika íranska liðsins að það sigraði lið Dana sem þar var í keppnisferð fyrir nokkrum dögum í tveimur leikjum. Reyndar voru Danir þar ekki með sitt sterkasta lið. Landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Þor- steinn Bjarnason, Eggert Guð- mundsson, Gunnar Gíslason, Guðmundur Steinsson, Halldór Áskelsson, Ágúst Már Jónsson, Loftur Ólafsson, Mark Duffield, Viðar Þorkelsson, Ormarr ör- lygsson, Ólafur Þórðarson, Sveinbjörn Hákonarson, Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Guð- mundur Torfason, Sævar Jóns- son, Teitur Þórðarson. Leif Mikkelsen eegist vilje vere f sporum Bogdans. Ungverjar unnu Svía UNGVERJAR unnu Svfa með eins marks mun 23:22 f hörkuleik f Ziirich f gærkvöldi. Svfarnir voru yfir, 12:9 í leikhléi, og voru betri aðilinn f leiknum framan af. Er þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum leiddu Svíar 14:11, en þá kom mjög slæmur kafli hjá sænska liðinu. Þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum voru Ungverjar komnir yfir, 16:15 og gátu þeir fyrst og fremst þakkað þaö stórskyttunni Peter Kovacs sem átti frábæran leik. Þeir voru yfir 23:20 en Svíar gerðu tvö síð- ustu mörkin og misnotuðu á síö- ustu mínútunum góð færi, eins og þeir reyndar gerðu allan seinni hálfleikinn. Markahæstu leikmenn: Fyrir Svía Erik Hajas 6, Björn Jilsen 6/5, Per Carlén og Sten Sjögren 3 hvor. Fyrir Ungverja Janos Gyurka 6, Peter Kovacs 5/2, Laslo Szabo 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.