Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 42 mmmn 01980 Unrvertol Pris Syndicole „“rbppinrx lo^rvoSi-" y * Aster___ ... eins og flug- ferð. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Við skulum taka einn rússa og leggja undir á meðan þær eru að kveðjast! HÖGNIHREKKVÍSI ... 'A HÁA C-IE> ! " pmpw*| k' m , í ’ M Hollustubylting og bjómeysla Velvakandi. í Morgunblaðinu birtist grein laugard. 22. 2. um vínanda og heilsu. greinin er eftir Jón Óttar Ragnarsson og ræðst Jón í grein sinni sérstaklega að Áfengisvama- ráði og Jóhannesi Bergsveinssyni lækni. Hlutverk Afengisvamaráðs er að vinna gegn útbreiðslu áfengra drykkja með rannsóknum og upp- lýsingastarfi. Jóhannes Bergsveinsson læknir er virtur sérfræðingur á sviði áfeng- issjúkdóma. Skoðanir Jóns fara ekki saman við reynslu þeirra sem unnið hafa á sviði áfengisvamarmála. Það rétt- lætir ekki þá ósvífni í grein Jóns að segja að Jóhannes og Áfengis- vamaráð séu að gera stóran hluta ungs fólks á íslandi . .. að lögskip- uðum áfengissjúklingum. Svona málflutningur er bull. Sú hollustubylting sem Jón neftiir í yfirskrift greinar sinnar á ekkert skylt við áfengisneyslu, hvorki bjór né léttvín. Hollustubyltingin er ein- faldlega það að ungt fólk vill heil- brigða lífshætti, aukna útiveru og hreyfingu án áfengis og fíknieftia. Það er ekki hollustubylting að hætta að drekka sterkt vín og drekka í stað þess bjór. Eitt þýðingarmesta þjóðfélags- mál íslendinga í dag er tvímæla- laust stórsókn gegn áfengis- og fíknieftium. Ef það tekst ekki í dag meðan ástandið er viðráðanlegt þá geta Reykvíkingar t.d. gleymt því að fara að kvöldlagi niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem svipaðar að- stæður munu skapast og í öðmm borgum: árásir áfengis- og eitur- lyfjasjúklinga sem svífast einskis til að geta náð sér í peninga fyrir eiturefnum. Við þekkjum öll fyrir- sagnir dagblaðanna: „Árás“, „Mað- ur rændur", o.s.frv. Slíkar fyrir- sagnir verða þá daglegtbrauð. Afengisvamaráð, SÁÁ, Reylq'a- víkurborg og margir aðilar hafa gert mikið gagn með því að stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Áfengis- vamaráð þarf að stórefna og auka alla fræðslu. Sérstaklega þarf skipulagt auglýsingastarf þar sem varað er við því hvar áfengi á ekki við t.d. við akstur, á meðgöngutíma og svo mætti lengi telja. Jón Óttar Ragnarsson getur gefið mörg góð ráð en sennilega ætti hann ekki að skipta sér að áfengisvömum. þar em margir hæfari en hann sem þekkja til þeirr- ar bölvunar sem áfengi hefur skap- að. EH Þessir hringdu Um stúdenta- blaðið Háskólastúdent hringdi. Ég var að fá Stúdentablaðið um lúguna, og finnst mér mál- flutningur blaðsins til háborinnar skammar. I nærri helmingi blaðs- ins er ráðist á ákveðna menn inn háskólans og ákveðnar stefnur. Mismunandi sjónarmið fá engan veginn að njóta sín og óhlut- drægni sem áður einkenndi blaðið er farin veg allrar veraldar. Þessi nýja stefna sem tekin hefur verið upp í blaðinu kom með vinstri mönnum. Meðan Vaka sá um út- gáfuna var blaðið nokkuð hlut- laust. Auk þessa er blaðið hroðvirkn- islega unnið. Það hefur auðsjáan- lega ekki veirð prófarkalesið því hægt er að finna fáránlegar stafa- villur sem auðvelt hefði verið að ieiðrétta. Til að kóróna fáránleik- ann er tekið fram að ffestur til að skila inn efni í næsta hefti Stúdentablaðsins renni út 24. febrúar, blaðið barst í mínar hendur 25. febrúar. Það er mikil hneisa fyrir stúd- enta og háskólann að senda snepil sem þennan frá sér og hefur mér reyndar heyrst á stúdentum að þeir vilji fæstir kannast við hann. Víkverji skrifar Lesendum Morgunblaðsins ætti að vera það betur ljóst en flest- um öðrum, hve skoðanir eru skiptar um reglugerðina, sem landbúnaðar- ráðherra gaf út á dögunum um það, hvemig bændur eiga að haga mjólkurffamleiðslunni. Hér í blað- inu hefur verið ítarlega skýrt frá öllum hliðum þessa máls. Það er flókið og ekki víst, að allir hafi lagt sig eftir því um hvað það snýst í smáatriðum. Frétt frá Neskaupstað í þriðjudagsblaðinu lýsir því þó vel í hvaða vanda menn komast, þegar þeir taka til við að skipulegga mjólkurframleiðsluna við skrifborð- ið. Bændur í Norðfjarðarsveit hafa ætíð miðað framleiðslu sína við neyslu íbúa í Neskaupstað. Þurfa þeir um 6-700 þúsund lítra af mjólk. Þetta hafa bændumir framleitt og ekki meira. Nú bregður hins vegar svo við, að bændum í Norðfjarðar- sveit er tilkynnt, að þeir megi fram- leiða 517 þúsund lítra af mjólk. Það vantar því um 100 þúsund lítra til að sveitin fái leyfi til að anna mjólk- urþörf íbúanna í Neskaupstað. Ætlunin er vafalaust sú, að þessi mjólk verði flutt til Norðfjarðar annars staðar frá. I þessu efni er áreiðanlega hagkvæmast að leyfa kúm NorðQarðarbænda að halda áfram að gegna sínu hlutverki fyrir byggðina í firðinum og komast hjá því að hefja kostnaðarsama mjólk- urflutninga úr öðrum byggðarlög- um. Tekur Víkveiji undir það með bændum í Norðfirði, að hér sé um svo augljós mistök að ræða, að þau hljóti að verða leiðrétt. Nú er Ferdinand Marcos flúinn land ásamt fjölskyldu sinni og nánustu samstarfsmönnum. Stjóm- málaástandið á Filippseyjum hefur borið hvað hæst í erlendum fréttum frá því fyrir kosningamar 7. febrú- ar. Eins og lesendur Morgunblaðs- ins hafa séð fór Anna Bjamadóttir, fréttaritari blaðsins, sem búsett er í Ziirich, til Filippseyja nokkru fyrir kjördag og dvaldist þar fram yfir þann dag, sem Mareos sór forseta- eiðinn, þ.e. á þriðjudaginn, en nokkrum klukkustundum síðar lagði hann á flótta úr forsetahöllinni og síðan úr landi. Hvort heldur er um íslenska eða erlenda fjölmiðla að ræða gefur það fréttum annan blæ, þegar þeir senda sjálfir menn sína á fjarlæga staði, þar sem fréttnæmir atburðir em að gerast, í stað þess að treysta alfarið á fréttastofur. í tilefni af kosningunum á Filippseyjum ákvað íslenska sjónvarpið til dæmis að senda sérstakan mann alla leið héð- an frá íslandi til Filippseyja. Fór hann héðan eftir kjördaginn og hélt frá Filippseyjum aftur áður en Marcos sór forsetaeiðinn og fyrir lá svart á hvítu, að hann ætlaði að halda ótrauður áfram, þrátt fyrir ásakanir um kosningasvik. Fyrir bragðið hafði hann aðeins frá því að segja, sem gerðist í vikunni, þegar menn vom að ráða ráðum sínum á bak við tjöldin. Þannig geta menn verið óheppn- ir, þegar þeir hafa skamman tíma til umráða í fréttaöflunarferðum. Biðin eftir því að eitthvað gerist getur oft reynt á þolrif fréttahauka eins og annarra. XXX Nú er verið að sýna hér í borg- inni kvikmyndina Kairórósina eftir Woody Allen. Hann leikur ekki sjálfur í þessari mynd, hins vegar er aðalhlutverkið í höndum leikkon- unnar Miu Farrow. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og í auglýsingu um hana em birtar þessar glefsur úr dómum þeirra. í Morgunblaðinu sagði meðal annars: „Kairórósin er sönnun þess að Woody Allen er einstakur í sinni röð.“ I Helgarpóstinum stóð: „Kairórósin er leikur snillings á hljóðfæri kvikmyndarinnar. Missið ekki af þessari risarós í hnappagat Woody Állen." Þá kemur fram, að blöð veita myndinni hæstu stjömu- einkunn. Víkveiji telur sig hafa orðið varan við það í umræðum við fólk um þessa mynd og aðrar myndir eftir þennan leikstjóra, að menn hafa mjög ákveðnar skoðanir á verkum hans. Sumir hefja hann til skýjanna sem snilling, öðmm finnst hann leiðinlegur. Það er í sjálfu sér afrek af bandarískum kvikmynda- leikstjóra, sem fjallar að vemlegu leyti um næsta þröng bandarísk vandamál, að kalla fram jafn sterk viðbrögð hér á landi og raun ber vitni. Það er ekki sanngjamt, að Víkveiji taki afstöðu í þessu deilu- máli, en hann hefur spurt sjálfan sig og aðra um Kairórósina: Ná- kvæmlega hvað gerir hana að snilldarverki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.