Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 19 Akureyri: Morgunblaðið/Skapti Tengibygfgingin sem nú er risin vestur úr Borgarbíói. Nýi salurinn verður síðan reistur í suður (til hægri á myndinni) úr tengibyggingunni. „Vona að nýi salurinn komist í gagnið í haust“ — segfir Arnfinnur Arnfinnsson f ramkvæmdastj óri Bor^arbíós á Akureyri Akureyri, 27. febrúar. VERIÐ ER að byggja við Borg- arbíó á Akureyri, eina kvik- myndahús bæjarins, og verður bætt við ððrum sýningarsal. Ekki er ljóst hvenær hann verður tekinn i notkun en vonir standa til að það verði í haust. Tengibygging hefur verið reist vestur úr Borgarbíói, út á bifreiða- stæðið, og síðan mun bíósalurinn nýi ganga úr tengibyggingunni í suður að húsi Búnaðarbankans. Tengibyggingin verður á tveimur hæðum, þar verður fundarsalur og sýningarklefí fyrir báða salina. Að sögn Amfínns Amfínnsson- ar, framkvæmdastjóra Borgar- bíós, em ekki uppi neinar sérstak- ar áætlanir um það hvenær nýi salurinn verði tekinn í notkun. „Við bytjuðum á þessu í haust og okkur langar til að koma þessu áfram. Ég veit þó ekki hvemig það mun ganga en ég vona að nýi salurinn komist í gagnið í haust,“ sagði hann. Nýi salurinn mun taka um 130 manns í sæti. Borgarbíó hefur verið eina kvik- myndahúsið á Akureyri um nokk- urra ára skeið, síðan Nýja bíói var lokað, en kvikmyndahúsin í bæn- um vora tvö um árabil. Skógrækarfundur í Stykkishólmi IANDSBANKINN BÝÐUR ÖRUGG SKULDABRÉF 10-12% ÁRSÁVÖXTUN UMFRAM YÍSITÖLUHÆKKANIR kuldabréf til 3ja og 5 ára að upphæð kr. 10.000. -, 50.000.- og 100.000.- eru til sölu hjá öllum afgreiðslum bankans. Þessi bréf gefa 10% ársávöxtun umfram vísitölu. já fjármálasviði á Laugavegi 7 ( eru til sölu skuldabréf að upphæð kr. 100.000.- til 2ja, 3ja, 4ra og 5 ára með 11-12% ársávöxtun umfram vísitölu. egna endursölutryggingar Landsbankans er ávallt hægt að innleysa bréfin meðmánaðar fyrirvara. Nánari upplýsingar .veita verðbréfadeildir | bankans um allt land og fjármálasvið § Laugavegi 7, sími 621244. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Stykkishóimi, 14. febrúar. LIONSKLÚBBUR Stykkishóhns og Rotaryklúbbur Stykkishólms héldu sameiginlegan fund í fé- lagsheimilinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. Var þessu fundur helgaður skógræktarmálum f landinu og mættu þar Sigurður Blöndal skógræktarstjóri og Snorri Sigurðsson skógfræðing- ur en hann annast leiðbeiningar- og hjálparstörf hinna ýmsu skóg- ræktarfélaga á landinu, en alls eru skógræktarfélög landsins 30 sem vinna að framgangi skóg- ræktar. Sigurður Blöndal flutti erindi um þróun skógræktar í landinu og er undraverður sá árangur sem hefir átt sér stað. Eftir að sauðfé hefír fækkað hefír reynst auðveldara að fá lönd til skógræktar og allir þeir staðir sem hafa verið girtir hafa tekið ótrúlega fljótt við sér. Sigurð- ur sagði að hann hefði mikla trú á nytjaskógi í framtíðinni og með sameiginlegu átaki væri kannski ekki mjög fjarstætt að Islendingar gætu fullnægt sjálfum sér hvað tijávið snerti bæði til bygginga og húsgagnagerðar. Hann sagði frá nokkram stöðum á landinu þar sem kjörið væri að koma upp nytjaskógi. Þetta væri nú allt í athugun enda væri hópur manna sem ynni að þessu framtíðarverkefni lands og þjóðar. Snorri lýsti síðan starfsemi hinna ýmsu skógræktarfélaga í landinu. Vora þeir félagar ekki í vafa um að aukin skógrækt væri mikil lyfti- stöng íslensks velferðarríkis. Ýmsar spumingar komu fram, meðal ann- ars um Þjóðargjöfína svonefndu og hvemig henni hefði verið varið og hvemig hún hefði nýst. Einnig var spurt um mengun og hvort þyrfti að óttast hana hér í framtíðinni, bæði vegna öskugoss og eins út- blásturs bíla og véla. Taldi Sigurður að hann sæi ekki neinar hættur af þessu og benti á að nánustu svæði eldfjalla hefðu ekki farið illa og eins að önnur svæði hefðu náð sér furðu fljótt að gosi loknu. Á eftir fundi sýndi Sigurður skyggnur um vettvang skógræktar á öllu landinu og síðan litmyndir af skógum og gróðri um allt land og vora þær myndir mjög fróðlegar og sýndu mikla framþróun þessara mála. Var undarvert að sjá sum svæðin sem skógurinn vex á og hversu stór sum trén era orðin og sýndi þessi sýning Sigurðar að til mikils er að vinna í þessum efnum. Var gerður ágætur rómur að máli þeirra félaga og sýning Sigurðar Blöndals þökkuð með góðu lófataki. Þessi koma mun hafa sín áhrif. Skógræktarfélag Sykkishólms hefír starfað um 40 ára skeið og hefír ræktað tré í stóram reitum hér fyrir ofan bæinn á svonefndum Grensás og einnig hefir félagið fengið stórt svæði í Sauraskógi og annast það og plantað. Sigurður var með nokkrar myndir frá Sauraskógi frá fyrri áram, teknar á nokkru milli- bili og mátti sjá mikinn árangur og framför. Og nú notuðu þeir félagar tímann til að líta jrfír skógræktina hér og létu í ljósi mikla ánægju yfír hve mikil gróska er í vexti trjánna og hve mikill árangur er sýnilegur. Sveitarstjóri Sturla Böðvarsson gat þess á fundinum að Stykkis- hólmshreppur hefur lagt dijúgan skerf af mörkum í starfi skógrækt- ar og gróðurs til fegranar hinna ýmsu svæða bæjarins. Áhugi fólks væri að aukast fyrir tijárækt við hús sín og í skrúðgarði bæjarins væra gerðir góðir hlutir. Þetta stefndi allt í rétta átt. Þessi fundur var haldinn að framkvæði Sigurðar Ágústssonar, sem um árabil hefír verið í forystu skógrækarmála hér og verið lengi formaður Skógræktarfélags Stykk- ishólms. Hann hefir unnið hér þarft verk og fengið gott fólk í lið með sér. Oft hafa félögin héma tekið stund og stund í starfi til að setja niður plöntur. Þetta frumkvæði Sigurðar var ágætt og ég vona og er raunar viss um að þessi fundur skilar árangri. Og þökk þeim Sigurði og Snorra fyrir heimsóknina. —Árni KJARABÓT! Veist þú? að innaní Holtakjúklingi finnur þú ekki plastpoka með innmat og hálsbitum. Veist þú? Veist þú? að innmatur og hálsbitar eru ca. 8% af þyngd fuglsins. Notar þú innmatinn? að Holtakjúkling framleiðir enginn annaren Holtabúið h.f. Það tryggir gæðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.