Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna samningsaðilum svar ríkisstjómarinnar í gær. Frá vinstri: Þorsteinn Ólafsson, formaður VMS, Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Björa Björasson, hagfræðingur ASÍ, Gunnar J. Friðriksson, formað- ur VSÍ, Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Björa Þ6r- hallsson, varaforseti ASÍ, Magnús Geirsson, formaður rafiðnaðarsambandsins, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Karl Steinar Guðnason, varaformaður Verkamannasambandsins. Morgunbiaðið/ói.K.M. Ríkissfjórnin féllst á til- lögur ASÍ, VSÍ o g VMSÍ Tillögurnar kosta ríkissjóð 1.450 millj. kr., sem aflað verður með lántöku hjá lífeyrissjóðum og öðrum innlendum lánastofnunum RÍKISSTJÓRNIN hefur í meginatriðum fallist á ósk aðila vinnumark- aðarins að gera frekari ráðstafanir, en áður hafði verið boðið upp á, til að greiða fyrir kjarasamningum. Þetta kemur fram í bréfi sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur ritað Alþýðusam- bandinu, Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandinu, en efni bréfsins var kynnt á blaðamannafundi, sem forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, efndu til síðdegis í gær. Þorsteinn Pálsson kvað gagnrýni í þá veru, að aðilar vinnumarkaðar- ins væru að semja um hluti sem væru í verkahring ríkisstjómar og Alþingis „algjörlega tilhæfulausa". Ríkisstjómin hefði gert vinnuveit- endum og verkalýðshreyfingunni grein fyrir því að hún væri reiðubúin að greiða fyrir samningum nú á sama hátt og hún bauðst til þess haustið 1984. „Hitt er miklu verra,“ sagði fjármálaráðherra, „þegar aðilar vinnumarkaðarins gera með sér verðbólgusamninga og sprengja efnahagsleg markmið ríkisstjóma. í bréfi forsætisráðherra kemur fram, að viðbrögð ríkisstjómarinnar em miðuð við það að önnur heildar- samtök launafólks geri áþekka launasamninga og ASÍ, VSÍ og Fríðrik Pálsson, forstjóri SH: Samningamir marka tímamót „AUÐVITAÐ er mér efst í huga að óska þeim, sem stóðu í eldlín- unl til hamingju með gerða kjarasamninga. Þeir marka tímamót," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, er Morgunblaðið innti hann álits á samningunum. „Fyrir fulltrúa fískvinnslunnar vom samningamir afar erfíðir," sagði Friðrik. „Öllum var ljóst að fískvinnslufólk þyrfti vemlega launahækkun og lagt var upp með þeim ásetningi að bæta kjör þess. Hins vegar varð hækkun fískverðs fískvinnslunni þyngri baggi en búizt var við og svigrúm vinnslunnar til launahækkana því nánast ekkert. Þessu er mætt þannig, að fyrstu launahækkanimar til fískvinnslu- fóiks em leystar með því að aflétta öðmm kostnaði á móti. Þegar dreg- ur fram á mitt ár, verður að mæta launahækkunum með öðmm hætti, annaðhvort með hækkun tekna vegna bættra skilyrða eða með lækkun gjalda, til dæmis á hráefnis- kaupum. Fiskvinnslan er nú rekin með tapi og því er frumforsenda þess, að vinnslan geti staðið undir þessum samningum, að gengi helztu út- flutningsmynta verði ekki lægra en forsendur fískverðssamninga gerðu ráð fyrir og ytri skilyrði verði hag- stæð. Fiskvinnslan setur sig í mikla óvissu með þessum samningum, en það gerir hún í trausti þess, að allir leggist á eitt við að tryggja að þessir samningar skili þeim árangri, sem að er stefnt. Brýnt er að allir seljendur vöm og þjónustu haldi verðlagi svo lágu sem kostur er og lækki þar sem svigrúm er til. Ennfremur er nauðsynlegt að neyt- endur haldi vöku sinni. En áfram- haldandi fall Bandaríkjadollars kann að setja strik í reikninginn. Fiskvinnslan þarf tekjuauka en ekki telquskerðingu," sagði Friðrik. VMSI hafa gert sín á miili. í bréfínu segir ennfremur, að rík- isstjómin hafí ákveðið að 640 milij- ónir króna renni til að fella niður verðjöfnunargjald af raforku og launaskatt í fískiðnaði og 590 millj. kr. til að lækka tolla á ýmsum há- tollavömm, sem vega þungt í neyslu almennings. Að auki muni ríkis- stjómin leggja fram 220 millj. kr. til að lækka verð á búvömm og beita öðmm ráðstöfunum til þess að tryggja, að búvömverð hafí ekki áhrif til hækkunar framfærslu- kostnaðar í marsbyijun og hækki ekki umfram umsamda hækkun launa síðar á árinu. Samtals sé hér um að ræða tekjutap og útgjalda- auka fyrir ríkissjóð, sem gæti numið allt að 1.450 millj. kr. til viðbótar við þær ráðstafanir, sem lýst var í orðsendingu ríkisstjómarinnar til samningsaðila 11. febrúar sl. Á blaðamannafundinum kom ffarn, að gert er ráð fyrir að þeim halla, sem myndast af þessum sökum, verði mætt með lántöku hjá lífeyrissjóðum, annarri lántöku hjá innlendum lánastofnunum, lækkun útgjalda og nokkurri hækk- un tekna ríkissjóðs. Sjá svar ríkisstjómarinnar íheild ábls. 28. Afnám launaskatts borgar fyrstu kauphækkunina NIÐURFELLING launaskatts og lækkun á rafmagni standa nokk- ura veginn undir kostnaðarauk- anum fyrir fyrirtæki í landinu af þeirri 5% hækkun launa sem kemur til framkvæmda frá og með undirritun kjarasamnings ASÍ og VSÍ, að sögn Vilhjálms Egilssonar, hagfræðings Vinnu- veitendasambands íslands. Þetta tvennt var meðal þess sem aðilar vinnumarkaðarins lögðu til við ríkisstjórnina að yrði gert i tengslum við kjarasamningana og hefur ríkisstjórnin nú sam- þykkt þessar tillögur. Launaskattur var 2 lh% af laun- um og er launakostnaður um fjórð- angur af rekstrarkostnaði físk- vinnslunnar. Þetta þýðir því um 1% betri afkomu fyrir fískvinnsluna og að viðbættri lækkun á rafmagni fer þetta langt með að standa undir kostnaði af fyrmefndri 5% kaup- hækkun og sama gildir um aðra útflutningsatvinnuvegi. Kaup- hækkunin á því ekki að þurfa að velta út í verðlagið, að sögn Vil- hjálms og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að fyrirtækin beiti aðhaldi í rekstri sínum. Sagði Vilhjálmur að þrátt fyrir kjara- samningana ættu fyrirtækin að standa svipað og fyrir þá fram yfír mitt sumar. Þessar ráðstafanir taka gildi 1. mars, samþykki Alþingi það sem ríkisstjómin hefur lagt til. o INNLENT Kauphækkunin kemur strax FIMM prósent kauphækkunin, sem um samdist að kæmi til framkvæmda við undirritun ný- afstaðinna kjarasamninga, verð- ur i launaumslögum fólks næst þegar það fær útborgað að sögn Vilhjálms Egilssonar, hagfræð- ings Vinnuveitendasambands ís- lands. Að vísu kemur þessi hækk- un ekki nema á þijá síðustu dagana í þessum mánuði, en á rúman helming vikunnar ef fólk fær útborgað vikulega. „Engum kemur lækkun verðbólgu eins vel og láglaunaf ólkinu ‘ ‘ — segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur „ÞAÐ SEM mér finnst standa upp úr í þessum samningum er það, að lögð er megináhersla á aukinn kaupmátt, sérstaklega til þeirra sem lægst hafa launin og samhliða þvi er lögð áhersla á það að tryggja kaupmáttinn. Þetta eru meginatriði samninganna og þau þýðingarmestu,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarfé- lags Reykjavíkur, er hann var inntur álits á nýgerðum kjarasamning- um Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands. „Hins vegar skal ég viðurkenna það að hinar beinu launahækkanir sem felast í þessum samningum, eru ekki til þess að hrópa húrra yfír, þegar tillit er tekið til þess hvað taxtar eru lágir. Á móti kemur að samkvæmt þeim aðgerðum sem ríkisstjóminni er ætlað að fram- kvæma og gert er ráð fyrir í samn- ingunum, þá hjaðnar verðbólga verulega umfram það sem áður var ráð fyrir gert, í kjölfar lækkunar skatta, þjónustugjalda ýmis konar og vöruverðs og það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá að engum kemur lækkun verðbólgu eins vel og láglaunafólkinu. Ef þessi markmið samningsins nást fram, er óhætt að segja að um tímamóta kjarasamninga er að ræða,“ sagði Magnús ennfremur. „Hvað aðra liði samningsins snertir, þá vil ég nefna mjög þýðing- armikið ákvæði um endurskoðun kjarasamninga í landinu. Þessari endurskoðun á að vera lokið fyrir 1. október næstkomandi og felst í því að færa núverandi launataxta nær raunverulega greiddum laun- um í landinu. Við vitum að það er mikið um yfírborganir og að þær hafa farið vaxandi vegna þessara óraunhæfu launataxta, sem við lýði eru. Einnig eru ákvæðin um hús- næðismál þýðingarmikil og bæta að einhveiju marki úr því vand- ræðaástandi sem ríkt hefur og allir þekkja. Það er að sjálfsögðu margt sem gera þarf samhliða þessum samn- ingum til að þau markmið sem stefnt er að náist. Meðal annars verður að lækka vexti, sem hafa reynst bæði fyrirtækium og ein- staklingum þungir í skauti. Það er því fagnaðarefni að rætt er um að lækka þá verulega og er mjög mikilvægur liður í því að auka kaupmátt launa,“ sagði Magnús. „Ég vona að þetta séu farsælir samningar, en það byggist að mestu á því hver framvindan verður og því hvemig stjómvöld taka á þess- um málum. Fólk heldur að kaup og kjör þess ráðist við samninga- borðið, en það er ekki nema að litlu leyti rétt, því stjómvöld hafa á undanfömum árum ítrekað ógildað kjarasamninga sem aðilar vinnu- markaðarins hafa gert með sér og þess vegna hefur farið eins og fólk þekkir. Það er orðið langþreytt á því að semja um kauphækkanir, sem síðan eru strax teknar af þeim aftur í formi aukinnar verðbólgu. Ef markmið þessara samninga nást ekki að þessu sinni, hefur ekki verið brotið blað með þeim, en ef þeir halda, hef ég trú á því að þeir geti orðið upphafíð að nýjum vinnu- brögðum við gerð kjarasamninga. Mér fínnst að ýmsu leyti að nú hafí ríkt meiri skilningur milli laun- þega, vinnuveitenda og ríkisvalds en oftast áður og aðilar sammála um að leggja sig fram um að skila raunhæfum kjarabótum til almenn- ings,“ sagði Magnús L. Sveinsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.