Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 29 ríkissjóðs á árinu 1986 eru áætlaðar 5.500 millj. kr., þar af á að afla 2.950 millj. kr. innanlands og 2.550 millj. kr. í útlöndum. Lántökur Landsvirlqunar skulu vera 540 millj. kr. Heimild Þróunar- félagsins hf. til að taka 100 millj. kr. erlent lán á árinu er felld úr gildi. Lánveitingar Framkvæmda- sjóðs íslands eru lækkaðar um 100 millj. kr. Erlendar lántökur sjóðsins verða að auki lækkaðar um 500 millj. kr. og nema því 882 millj. kr. í ár. Lántaka Byggðastofnunar er lækkuð um 15 millj. kr. og verður 335 millj. kr. ^yg'&ingasjóðir Með lánsfjárlögum fyrir árið 1986 var ákveðið að afla Bygging- arsjóði ríkisins 1.150 millj. kr. með sölu skuldabréfa til lífeyrissjóð- anna. Ráðgert er að auka skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna af Byggingarsjóði ríkisins um 925 millj . kr. á árinu 1986 án þess að kaup þeirra af öðrum fjárfestingar- lánasjóðum skerðist frá því, sem gert var ráð fyrir við afgreiðslu lánsfjárlaga. Af þessu fé komi 300 millj. kr. sem viðbótarfjármagn til sjóðsins og bætist við 200 millj. kr., sem áformað er að veita til húsbyggjenda sem eiga í greiðslu- erfiðleikum. Þá er gert ráð fyrir að 625 millj. kr. fari til almennra út- lána. Pramlag ríkissjóðs til Bygg- ingarsjóðs ríkisins lækkar á móti um 625 millj. kr. frá því sem fjárlög áætluðu eða úr 1.300 millj. kr. í 675 millj. kr. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga í sölugjaldi lækkar í sam- ræmi við breyttar verðlagsforsend- ur. Þessi grein gerir ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs- ins lækki úr 805 millj. kr. í 770 millj. kr. Almennar skýringar við frumvarpið Ríkisstjórnin hefur kynnt sér kjarasamning milli aðildarfélaga ASÍ, VSÍ, VMS, Meistarasambands byggingarmanna og Reykjavíkur- borgar. Þá hefur ríkisstjómin feng- ið í hendur yfírlýsingar aðila um lífeyrismál og húsnæðismál. Samn- ingsaðilar gera ráð fyrir að ríkis- stjómin beiti sér fyrir ýmsum að- gerðum á sviði efnahagsmála sem ætlað er að draga úr verðbólgu og greiða fyrir gerð kjarasamninga. Þótt ljóst sé, að kjarasamnings- drögin og tillögur samningsaðila um aðgerðir af opinberri hálfu feli í sér meiri hækkun launa og gjalda fyrir ríkissjóð en ríkisstjómin hefði taiið æskilegt er hún engu að síður reiðubúin til að standa við yfírlýs- ingar sínar og er þá við það miðað að önnur heildarsamtök launafólks geri áþekka launasamninga. Ljóst virðist, að slíkir samningar og það, sem þeim fylgir, muni valda því að útgjöld þjóðarinnar í heild fari nokkuð fram úr því sem ríkis- stjómin hefur stefnt að til þessa og haili myndist í ríkisbúskapnum. En m.t.t. þess hversu mikilvægt það er að nú náist ótvíræður og veruleg- ur árangur í viðureigninni við verð- bólguna vill ríkisstjómin taka nokkra áhættu í þessu máli. Akvörðun ríkisstjómarinnar er á því byggð, að ekki verði verulegar breytingar til hins verra á viðskipta- kjörum eða öðrum ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Ahrif kjarasamninganna og að- gerðir ríkisstjómarinnar vegna ýmissa atriða þeim tengdum hafa verið metin m.t.t. líklegrar afkomu ríkissjóðs á árinu 1986. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1986 nema tekjur ríkissjóðs umfram gjöld 163 m.kr. Með þeim aðgerðum sem í þessu frumvarpi felast em horfur á því að rekstrarhalli ríkissjóðs verði rúmar 800 m.kr. í eftirfarandi yfír- liti em dregnar saman niðurstöður áætlunar þessa fmmvarps um af- komu ríkissjóðs með aðgerðum í ríkisfjármálum og samanburður sýndur við fjárlög 1986. Sjá töflu 1 Tekjuhlið fjárlaga lækkar alls um 2.510 m.kr. eða um 6,6% frá niður- stöðutölum fjárlaga. Lækkunin skýrist að hluta af breyttum for- sendum um verðlag á árinu 1986 og nemur hún alls 1.050 m.kr. Önnur lækkun tekna er vegna lækkunar skatta og aðflutnings- gjalda. Útgjöld ríkissjóðs lækka um l. 485 m.kr. (3,9%), þar af um 1.080 m. kr. vegna breyttra forsendna um verðlag og 625 m.kr. vegna lækk- unar á framlagi til Byggingarsjóðs ríkisins, en hins vegar er reiknað með auknum útgjöldum vegna nið- urgreiðslna á búvörum um 150 m.kr. A lánahreyfíngum ríkissjóðs verður sú breyting að afborganir lána lækka um 150 m.kr., eingöngu vegna breyttra forsendna um gengi og verðlag. Aðalbreyting á lána- hreyfingum rikissjóðs er sú að inn- lendar lántökur hækka um 800 m.kr. og nema þær alls 2.950 m.kr. Sjá töflu 2 í samkomulagi aðila vinnumark- aðarins er gert ráð fyrir minni launa- og verðlagsbreytingum en í forsendum ijárlaga. Útgjaldaliðir fjárlaga fyrir árið 1986 hafa því verið endurskoðaðir í ljósi þessa. Launagjöid lækka almennt um 2,2%. Onnur gjöld lækka almennt um 4,5% nema vaxtagjöld ríkissjóðs sem lækka mun meira. Neyslu- og rekstrartilfærslum er breytt út frá þeim almennu reglum sem gilda um uppfærslu verðlags í fjárlögum. Stofnkostnaður og fjármagnstil- færslur lækka um 4,5% þar sem slíkt fer ekki í bága við gerða verk- samninga og ákvæði lánsfjárlaga. Þá leiða nýjar forsendur til þess að sértekjur stofnana lækka til sam- ræmis. Ofangreindar breytingar á launa- og verðlagsforsendum fjárlaga fyrir árið 1986 leiða til þess að launagjöld samkvæmt þeim lækka um 225 m.kr. Rekstrargjöld stofnana og stofnkostnaðarframlög lækka alls um 560 m.kr., þar af vaxtagjöld ríkissjóðs um 257 m.kr. Neyslu- og rekstartilfærslur lækka um 345 m.kr., þar af lækka tilfærslur til ! almannatryggingakerfísins um 244 m.kr. Loks lækka sértekjur stofn- ana um 50 m.kr. Ríkisstjómin hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur á landbúnaðar- ' afurðum og hyggst veija til þess \ 220 m.kr. Sjá töflu 3 Tafla3 Lækkun tekna ríkissjóðs um 2 510 m. kr. er áætluö sem hér segir: m. kr. Lækkun tekjuskatts ......................................... 150 Lækkun aðflutningsgjalda.................................... 580 Lækkun innflutningsgjaldsaf bensíni......................... 150 Lækkun launaskatts.......................................... 250 Niðurfelling verðjöfnunargjalds af raforku............... 330 Almenn lækkun vegna breyttra verðlagsforsendna......... 1 050 Alls 2 510 Jón Baldvin um samninga ASI og VSÍ: Samrýmast sjónarmið- umjafnaðarmanna — Ríkisstjórnin niðurlægð, sagði Svavar Gestsson Lífeyrir almannatrygginga mun hækka í samræmi við launa- hækkanir, samkvæmt samningi ASÍ og VSÍ, sagði Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra, í Samein- uðu þingi í gær. Auk þess mun tekjutrygging hækka tíl sam- ræmis við þær sérstöku láglauna- bætur sem samningarnir gera ráð fyrir. — Fjármálaráðherra sagði gerða samninga tilraun tíl þjóðarsáttar um verulega iækk- un verðbólgu og aukinn kaup- mátt. Það sem nú hafi gerzt er nýlunda, sagði ráðherrann, og samátak ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar. Jafnaðarmenn vilja allt til vinna Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær í tilefni kjarasamninga ASÍ og VSÍ. Hann sagði jafnaðarmenn vilja allt til vinna að sá árangur, sem að væri stefnt í hjöðnun verðbólgu og styrkingu kaupmáttar, næðist í reynd. Sá lífskjarasáttmáli, sem gerður hafi verið, kæmi uni margt heim og saman við sjónarmið, sem jafnaðarmenn hafi lengi barist fyrir. Formaður Alþýðuflokksins sagði samning aðila vinnumarkaðarins kröfu um það, að ríkisstjómin tæki upp breytta stefnu í efnahagsmál- um og tryggja þurfi, að staðið yrði við þau fyrirheit stjómvalda, sem samningamir væm að hluta til byggðirá. Þingmaðurinn velti því fyrir sér, hvað gæti helzt torveldað vegferð að settum markmiðum. Hann nefndi til hallarekstur ríkissjóðs, lántökur í stað lækkunar á ríkisút- gjöldum og eignaskattsauka, veika stöðu sjávarútvegs og landsbyggðar og viðskiptahalla í kjölfar aukins kaupmáttar. Vanda ríkissjóðs vildi hann mæta með því að skera enn niður ríkisút- gjöld og hækka skatta á forrétt- indahópum, sem sloppið hafí um möskva skattakerfísins. Hann tal- aði um sérstakan eignaskattsauka í því sambandi og skatta á banka. Batinn nýttur til kaupmáttarauka Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, minnti á að rík- isstjómin hefði sent aðilum vinnu- markaðarins formlegt tilboð um stjómvaldsaðgerðir til að greiða fyrir samningum, sem fælu í sér lækkun verðbólgu og styrkingu kaupmáttar. Samningur sá, sem nú væri til staðar, væri að vísu ekki alfarið að forskrift ríkisstjómarinn- ar, en hinsvegar ekki það fjarri henni, að útilokað hafi endanlega samstöðu stjómvalda og samnings- aðila. Forsætisráðherra gerði grein fyrir lækkun tekjuskatts, lækkun vaxta, lækkun á verðlagi opinberrar þjónustu, afnámi verðjöfnunar- gjalds á raforku, lækkun á tollum, iækkun á benzíni og olíum, niður- fellingu launaskatts í útflutnings- greinum o.fl., sem yrðu framlag ríkisvaldsins til að styrkja kaupmátt í landinu. Allt leiddi þetta til tekju- taps og útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, sem leiddi til þess að endurskoða yrði heildartekjuöflun hans í næstu framtíð. Ráðherrann sagði að búvörur myndu ekki hækka 1. marz nk. eins ogtil hafistaðið. Réttlætanlegt að ríkissjóður taki nokkra áhættu Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, sagði m.a. að íslendingar hafí um langt árabil staðið þann veg að kjarasamningum, að efna- hagsmarkmiðum stjómvalda hafí verið kollvarpað - og verðbólga brennt upp meintar kjarabætur á stuttum tíma. Kjarasamningar nú byggðust hinsvegar á öðmm for- sendum. Þjóðarsátt hafí verið gerð um verulega lægra verðbólgustig. Viðskiptabati væri nýttur til kjara- bóta, sem hinsvegar þýddi það, að hann nýttist ekki til að greiða niður erlendar skuldir. Ríkissjóður axlaði tekjutap og útgjaldaauka upp á 1250 m.kr. 1986, sem þýddi rekstr- arhalla hans og auknar innlendar lántökur. En réttlætanlegt væri að taka nokkra áhættu í ríkisfjármál- um til þess að ná þeim markmiðum, sem að væri stefnt. Fjármálaráðherra sagði þá þjóð- arsátt, sem orðin væri, byggða á hugmyndum er ríkisstjómin hafí sett fram við aðila vinnumarkaðar- ins fyrr á þessu ári. Ríkisstjómin hafí sett fram hliðstætt tilboð 1984. Þá hafí þvi ekki verið sinnt, en samið á verðbólgunótum. Nú væri hinsvegar reynd ný leið, sem þýddi hjöðnun verðbólgu, nokkrar kjara- bætur, vinnufrið og meira jafnvægi í efnahagslífi og þjóðarbúskap. Ráðherrann sagði bætur al- mannatrygginga hækka _ til sam- ræmis við samninga -ASÍ og VSÍ og tekjutryggingu til samræmis við sérstakar launabætur tii láglauna- fólks, samkvæmt hinum nýja kjara- sáttmála. Ríkisstjómin niðurlægð - vantraust frá ASÍ og VSÍ Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði m.a., að engin ríkisstjóm hafí verið niður- lægð sem þessi — í samningum ASI og VSI. í efnisatriðum samn- inganna fælist algjört vantraust á ríkisstjómina. Samningamir fælu í sér kröfu um stefnubreytingu í öil- um helztu þáttum efnahagsmála. Ríkisstjómin á ekki annars kost en hlýða, lið fyrir lið, eða segja ella af sér. Þétta jafngildir því að stétta- þing hafí sett fram vantraust á rík- isstjóm, samhljóða. Samningamir ákveða stefnu í ríkisfjármálum, skattamálum, gengismálum, verðlagsmálum, vaxtamálum, húsnæðismálum, líf- eyrismálum og ýmsum félagsmál- um. Það em þeir sem ákveða að nota góðæri til að keyra verðbólgu niður. Kröfugerð ASÍ og VSÍ á hendur ríkisvaldinu em vantraust á stjóm- arsteftiuna, sagði Svavar. Hún ætti í raun að fara frá. Hún þarf og vaxandi aðhald, bæði hjá þingi og þjóð. Næsta skrefíð til að hirta stjómarflokkana er á pólitískum vettvangi, í sveitarstjómarkosning- um. Stefnumörkun ofan úr Garðastræti Sigríður Dúna Kristmunds- dóttír (Kl.-Rvk.) sagði eftiislega að ríkisstjómin hefði tekið við fyrir- mælum frá aðiium vinnumarkaðar- ins ofan úr Garðastræti. Hver fer með efnahagsstjóm í þessu landi, spurði hún. Það fara að vera áhöld um það. Ríkisstjóm íslands fær sín fyrirmæli utan frá. Þingmaðurinn sagði þingheim hafa íjallað um tekjuöflun ríkissjóðs og ráðstöfun ríkissjóðstekna við fjárlagagerð. Þau Qárlög reynist hinsvegar haldlítil. Aðilar, sem þingi í Garðastræti, hafí séð ástæðu til að haga málum á annan veg. Ríkisstjómin segi já, já. Hverskonar framkoma er þetta við Alþingi? Alþingi fær það hlutverk að sam- þykkja tillögur ofan úr Garðastræti - og er sagt að flýta sér að því. Þannig er nú komið fyrir þingræð- inu í landinu. Kaupmáttur frystur Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk) lýsti gerðum samningum ASÍ og VSÍ sem samningum um frystingu kaupmáttar. Fólk lifí ekki frekar af láglaunum eftir þessa samninga en fyrir. Hinn tvöfaldi vinnudagur haldi velli í samfélaginu, ef endar eigi að nást saman. Ríkisstjómin hefur fylgt fram láglaunastefnu í þágu atvinnuveg- anna. Gerðir samningar staðfesti orðna kaupmáttarrýmun og ftysti kaupmáttinn. Launakostiiaður hækki ekki í hlutfalli við verðlag. Ríkisstjóminni er sagt að taka 1.800 m.kr. lán og greiða niður verðbólguna. Niðurlæging ríkis- stjómar, Alþingis og stjómkerfís sýnir, að stjómkerfi okkar er ónýtt. Kristín S. Kvaran (Bj.-Rvk.) sagði m.a. að ánægjulegt væri að samningar tækjust og verðbólga lækkaði. Hinsvegar væri það ekki ánægjulegt að hinn almenni laun- þegi gæti ekki treyst ríkisstjóminni, -+r vegna biturrar reynslu. Þessir samningar em því miður blekkinga- leikur, sagði þingmaðurinn. Efnisatriði skipta meira máli en formsatriði Jón Baldvin Hannibalsson taldi suma talsmenn stjómarandstöðu leggja meiri áherzlu á formsatriði þess, sem hér væri rætt, en efnisat- riði. Ef samningar þeir, sem gerðir hafí verið, væra réttvísandi, þá skipti innhald þeirra meira máli en . hitt, hvem veg málið kæmi til kasta Alþingis. Hinsvegar yrði hlutdeild - ríkisstjómar og Alþingis trúverð- ] ugri, ef þessir aðilar gerðu það | auðveldara að ná settum markmið- um, t.d. með frekari niðurskurði ríkisútgjalda og hækkun skatta á i eignirábanka. Steingrímur Hermannsson f forsætisráðherra kvað það fjar- ; stæðu að kjarasamningar, sem i gerðir væra í skjóli ríkisstjómarinn- l ar og að hluta til samræmis við J stefnumörkun af hennar hálfu, s væra vantraust á hana. Ljóst væri og að aðgerðir stjómvalda í þessum eftium yrðu að haldast í hendur við *■ það sem gerðizt á hinum almenna vinnumarkaði. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra svaraði fyrirspum um bætur almannatrygginga, sem hann sagði hækka til samræmis við gerða samninga á vinnumarkaðin- ! um og ákvæði um sérstakar bætur f á lægstu laun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.