Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 44

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Kvöld í Boston Garden I hverju landi eru lið sem hafa lengri o g litríkari sögn en önnur. Þessi lið hafa jafnan stuðningsmenn langt utan sinna eigin borgar- eða bæjarmarka og skiptast íþróttaunnendur jafnan í einlæga aðdáendur eða fjandsemi við þau. Lið þessi eru jafnan sterk í sínum iþróttagreinum og hafa haldið þessari stöðu sinni um áratugi vegna mikils stuðnings áhorfenda og sterkrar fjárhagsstöðu. Þessi lið leika venjulega í nýjum, glæstum íþróttamannvirkjum eða á völlum og í „kofum“ þar sem hver fermetri hefur margar sögur að segja af glæstum afrekum og frægum sigrum. A Islandi er KR sennilega skýrasta dæmið um slíkt lið. Fyrir önnur lið er alltaf eitthvað sérstakt við að vinna KR. Flestir íþróttaunnendur eru annaðhvort miklir aðdáendur KR eða finnst „þeir röndóttu“ vera óþolandi lið. Manchester United, Real Madrid, Celtic, Bayern Mtinchen og Juventus eru sennilega þekktustu dæmin úr evrópskum knattspyrnuheimi hvað þetta varðar. en, er nálægt miðbæ borgarinnnar og voru bflastæði af skomum skammti, sem er mjög óvenjulegt um íþróttahallir annars staðar í Bandaríkjunum. Lélegt gólf Eftir að hafa fengið blaðamanna- skírteinið mitt gekk ég um þessa gömlu byggingu og kom á endanum niður á leikvöllinn sjálfan. Það sem vakti mesta undrun mína þegar ég kom niður var hversu lélegt gólf leikvallarins var. íslenskir sjón- varpsáhorfendur hafa eflaust séð parketgólf þetta sem samsett er af metrabreiðum femingum, líkt og í íþróttaskemmunni á Akureyri. Á sjónvarpsskermi lítur það vel út, en þegar komið er niður á gólfíð sjálft lítur það jafn illa út_ (ef ekki verr) og gólfíð í gömlu íþróttaskemm- unni. Það gólf hefur alltaf verið mér minnisstætt eftir nokkra körfu- knattleiksleiki sem ég sá þar fyrir fáum ámm. Það sem aðkomulið á Akureyri áttu alltaf erfítt með að átta sig á voru „dauðu" fletimir á gólfínu, þar sem aðkomuleikmenn vom að rekja knöttinn þegar allt í einu hann kom ekki alla leið upp aftur. Leikmenn aðkomuliðanna trúðu því alltaf að heimamenn á Akureyri vissu hvar þessi fletir væm og að þeir notfærðu sér það óspart. Af gólfínu í Boston Garden er sömu sögu að segja, á því em samskonar „dauðir" fletir sem leik- menn verða að forðast í leik. Par- ketið er mjög gamalt og ójafnt, og virðist sem að Boston Celtics séu ekkert á því að skipta um það. Gólffletir sem ég hef séð í Cleveland og Detroit em mjög góðir og virðist svo vera um flesta leikvelli í NBA- deildinni. Þessar leikaðstæður í Boston hjálpa heimaliðinu að sjálf- sögðu í leikjum (einsog þeir þurfí þess við!) og hafa margir aðkomu- Jeikmenn oft kvartað yfír gólfí þessu. Síjanað við blaðamenn Ég þáði málsverð sem Celtics bjóða blaðamönnum upp á. Ekki Hér hefur Larry Bird stungið sér á milli tveggja leik- manna Los Ange- les Lakers og er kominn i skotfæri. Auðvitað brást honum ekki boga- listin frekar en fyrri daginn. Bird í baráttu við McAdoo í leik EftirGunnar Valgeirsson Celtics eru bestir Ibandarískum atvinnuk- örfuknattleik er lið Boston Celtics sennilega það lið sem körfuknattleiksað- dáendur hér vestra hafa slíkar ástar- eða haturstilfínningar gagnvart. Lið Celtics hefur unnið langflesta titla í NBA-deildinni, það kemst jafnan langt í úrslitakeppn- inni og spilar í íþróttahöll sem öll aðkomulið virðast eiga erfítt með að sigra í. Það sem hefur einkennt lið Boston um árabil er geysiagaður leikur þess og reyna framkvæmda- stjórar og þjálfarar þess jafnan að ná í leikmenn sem eru miklir bar- áttumenn, frekar en leikmenn sem eru mikið gefnir fyrir tilþrif. Boston vinnur marga leiki sína af einskærri baráttu og margir körfuknattleiks- unnendur skilja oft ekkert í því hvemig jafn hæfíleikalítið lið vinnur hvem leikinn á fætur öðmm. En ástæðan er einföld, ef andstæðing- amir eiga ekki góðan leik og beijast eins og ljón um hvem bolta, þá brýtur Boston andstæðingana niður hægt og sígandi, rétt eins og lið Liverpool hefur gert í ensku knatt- spymunni nú um árabil. Það var því með mikilli eftirvænt- ingu sem ég fór á leik hjá Celtics í Boston Garden, íþróttahöll sem er nokkurskonar „Hálogaland" bandarísks körfuknattleiks. Boston tapar afar fáum leikjum í Garden og skil ég það betur eftir að hafa borið þessa „íþróttaskemmu“ sam- an við aðrar íþróttahallir NBA-liða sem ég hef komið í. Bæði eru áhorf- endur mjög virkir og styðja vel við liðið, auk þess sem leikaðstæður eru hliðholiar Boston. í byrjun nóvember sl. fór ég á leik milli Boston og Phoenix í Gard- en. Það var föstudagskvöld og eftir langa bið í undirheimum neðanjarð- arlestakerfís borgarinnar kom ég loks að Garden, sem leit út eins og vöruskemma að utan. „Höllin", ef hægt er að nota það orð um Gard-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.