Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 11 Frá gamla bænum i Nook (Godthaab), höfuðborg Græniands, sem orðinn er 10 þúsund manna bær og stendur á fallegu nesi við sjóinn. Styttan af Hans Egede, gnægir á hæðinni í baksýn. Ljósm. E.Pá. talið fljótt að ullinni. Að hugmynd- um um að íslendingar kaupi af Grænlendingum ull og selji þeim í staðinn unnar ullarvörur. Græn- lendingar hafa ekki nægilega mikið magn af ull til að borgi sig að setja upp verksmiðjur til að vinna hana. Eða eins og Josep Motzfeldt versl- unarráðherrann útskýrði í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Við framleiðum ekki nema 20 tonn af ull árlega og talið að ekki borgi sig að fjárfesta í vinnslutækjum fyrr en magnið er komið yfir 30 tonn. Þama gæti orðið góð sam- vinna og við höfum verið að kanna málið við íslenska aðila. Þá gæti orðið um sölu á selskinnum að ræða og hefur verið haft samband við verksmiðju á Akureyri, sem hefur í huga framleiðslu á töskum og skóm úr selskinni. Það er erfitt að sjá á þessari stundu hvað getur orðið, enda emm við að byija að skoða málin saman. Við verðum að horfa svolítið fram í tímann. Um næstu áramót tekur grænlenska landstjómin við húsnæðismálunum og í því sambandi ætlum við að líta eftir því hvað íslendingar hafa upp á að bjóða af byggingarefni, t.d. tilbúnum húsum eða húsahlutum." Islenskir aðilar hafa eðlilega mikinn áhuga á sölu á landbúnaðar- vömm til Grænlands eftir að sam- göngur batna, þegar rætt er við þá um hugsanleg samskipti milli þjóð- anna. Að vísu framleiða Grænlend- ingar nægilegt magn af lambakjöti fyrir heimamarkað, að því er Joseph Motzfeldt tjáir mér, og gott betur. Þeir hafa fengið leyfi til að selja lambakjöt tii Þýskalands. En aðrar landbúnaðarvömr vekja áhuga. Mjölkurvömr koma þá inn í mynd- ina, en erfitt að henda reiður á möguleikunum. Grænlendingar fá sína mjólk frá Danmörku með skip- um og þá í formi G-mjólkur. Flug- frakt á mjólk er dýr, en mjólkin í Grænlandi er líka mjög dýr. Ef flutningur á mjólkurpottinum frá Islandi er 11 kr. danskar og hægt yrði að bjóða hann með flutningi á 15-16 danskar krónur, þá sýnist blaðamanni að potturinn færi ekki mikið yfir það sem hálfpottur virtist kosta þar í búð. En sjálfsagt kemur fleira þama til. Talað er um að sennilega yrði drýgra að flytja þannig dýrari mjólkurvömr, svo sem osta. Og grænmeti á borð við tómata þegar framleiðslan er mest á íslandi væri e.t.v. vænlegur kost- ur. Nýtt grænmeti fá Grænlending- ar m.a. frá Kanada, flytja þangað nýjan gámafisk með flugvélum sem taka m.a. grænmeti tilbaka. „Og það er ekki beint ódýrt," segir Jonathan Motzfeldt og híær við. En hann segir að Grænlendingar vilji gjaman selja meiri gámafisk til Kanada og í þeim erindum fer hann til Montreal og Toronto í haust. Islandsdagar á Grænlandi Allt er þetta mjög í deiglunni og óljóst. En Islendingar hafa tekið vel við sér á mörgum sviðum, svo sem fram kemur í undirbúningnum að íslandsdögum í höfuðborg Græn- lands, Nuuk, nú í vikunni í tilefni af opnun áætlunarflugs Grönlands- flys milli Reykjavíkur og Nuuk. Á sunnudag sl. voru komnir þar 8 Islendingar til að undirbúa kynn- ingu á ýmsum vamingi frá íslandi, sem verður á Hótel Grönland. Páll Gíslason frá Útflutningsmiðstöðinni var þar til að sýna ullarfatnað, björgunarútbúnað og fiskinet, Auðunn Ólafsson frá markaðsnefnd landbúnaðarins til að kynna íslensk- ar landbúnaðarafurðir og með honum Guðmundur Sigurðsson, kokkur á Loftleiðum, til að útbúa matinn, Stefán Jóhannsson frá verksmiðjunni Frón var með kynn- ingu á kexi, sem hann sagði að allt eins mætti flytja í gámum um Danmörku með skipum til Græn- lands, Eiríkur Valsson frá Marel var með fiskvogabúnað, Vaidimar Kristjánsson með fiskkassa, sjó- fatnað o. fl., Loftur Al. Thorsteins- son frá Hlutverki kynnir plast- framleiðslu ýmiss konar og loks var þar kominn Peter Jessen verk- fræðingur frá ráðgjafafyrirtæki Sigurðar Thoroddsen með steinull, mát og skilveggi. Þess má geta í því sambandi að Grænlendingar hugsa nú til þess að reisa sitt fyrsta vatnsorkuver og var tekin stefnu- markandi ákvörðun um það í þingi þeirra daginn sem fréttamaður kom þar. Fylgjast íslenskir ráðgjafar á því sviði vel með gangi mála. Gefur þetta kannski hugmynd um hvar Islendingar hugsa gott til glóðar- innar. Þegar eru nokkur viðskipti milli landanna. Á sl. ári var flutt út til Grænlands fyrir rúmar 8 milljónir króna, þ.e. fískilínur, net og kaðlar fyrir 5,8 millj., plastvara fyrir tæpa milljón og vélar og tækni fyrir 1,2 milljónir. Mest þannig að græn- lensku fiskiskipin hafa tekið þessar vörur í höfn á íslandi. íslensk sendinefnd á Grænlandi Opinbera sendinefndin frá íslandi kom til Nuuk á þriðjudagsnóttina, eftir að íslensku blaðamennimir voru farnir þaðan. Tveir ráðherrar fóru frá íslandi, Matthías Bjamason samgöngu- og viðskiptaráðherra og Jón Helgson landbúnðarráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson for- seti Sameinaðs þings, Eyjólfur K. Jónsson formaður utanríkismála- nefndar, og fleiri. Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík, sem er vinabær Nuuk, var boðinn og opnaði á miðvikudag sýningu á íslenskri myndlist í Ráð- húsinu í Nuuk, þar sem sýnd em 22 málverk úr eigu Reykjavíkur- borgar, sem Stefán Halldórsson frá Kjarvalsstöðum hafði komið til að setja þar upp. Var það fallegt yfir- lit með myndum allt frá Kjarval og Jóni Stefánssyni og til Einars Há- konarsonar og Þórðar Hall, allt myndir sem tengjast Reykjavík og umhverfí. En Grænlendingar em komnir til Islands til að setja á móti upp sýningu á grænlenskri list á Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður eftir að landstjórnarmenn þeirra koma til Reykjavíkur fyrir helgina til að kynna sína ménningu og framleiðslu á Hótel Loftleiðum. „Það er ekki liðinn nema hálfur annar mánuður sem við höfum haft verzlunina á okkar hendi, tókum við um sl. áramót, svo okkur hefur tæplega gefist tími til að líta á möguleikana," sagði Jonathan Motzfeldt í lok samtalsins við fréttamann Morgunblaðsins. „En viðsjáumþáopnast." - E.Pá. Piparsteik úr lambalæri AÐEINS Fuglautsalan \ W*'6 er á stórflugi rrr* Svínakifit afnýslátruðu ^ vl l meðhöndlað á danska v VISU. frá besta LÆKKAÐ VERÐ framleiðandanum... __ Folaldakjöt !MWm úrbeinað og m/beini 1 das og áJmorghn- * Nýreykt. / ' d_(. fraS ólh.f. frék,ÍTSnakk 'S'-amenska h.f. Húðmjóik'f 90tt útlit - -S'sSpiI P'Parsteik ur 'ambalseri. Opið á morgun frá kl. 10—16 í Mjóddinni en til kl. 13 í Austurstræti. Fiskborðið er frábært: • Glæný línuýsa • Rauöspretta • Lúða og smálúða. • Spennandi fiskréttir tilbúnir í ofninn. • Ýsusteikur • Lúöusteikur • Ýsurúllur • Smálúöurúllur — Kryddað og tilbúiö á pönnuna. Opið til kl. 20 1 Mjóddinni * en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.