Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra á Alþingi: „Útvarp MH“ Heilladrjúgt samstarf ríkis og samningsaðila FYRSTA lögleyfða útvarps- stöðin í einkaeign tók til starfa í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gærkvöldi eftir að nemendaf élagið hafði fengið keyptan sendi, sem fyrirtækið G. Helgason & Melsteð átti i tolli og Póstur og simi hafði skoðað hann. Á myndinni er Sigmundur Halldórsson, einn starfs- manna „Útvarps MH“ sem sendir út á FM 98,7. FRUMVARP rikisstjórnarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga var lagt fram í efri deild Alþingis í gærkvöldi. Frumvarpið var þegar tekið til umræðu og mælti Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, fyrir því. Stefnt er að þvi að það verði afgreitt frá Alþingi nú um helgina í samræmi við samkomulag milli þing- flokka. Ákvörðun um að leggja frumvarpið fyrir Alþingi var tekin að loknum fundi forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra með fulltrúum samningsaðila í gær, þar sem þeir kynntu jákvæð svör rikisstjóraarinnar við sam- komulagi ASI og VSÍ og VMS. Samningsaðilar undirrituðu síð- an formlega nýja kjarasamninga. Þorsteinn Pálsson sagði í fram- söguræðu sinni, að I frumvarpinu væri mælt fyrir um þær ráðstafanir, sem ríkisstjómin hefði gefið samn- ingsaðilum fyrirheit um til að treysta undirstöður kjarasamninganna. Hann fagnaði niðurstöðum samninganna og sagði að með þeim hefði tekist mjög heilladijúgt samstarf milli ríkis- stjómarinnar og aðila vinnumarkað- arins og gmndvöllur verið lagður að því takmarki að verðbólga yrði minni og kaupmáttur styrkari, en miðað er við f þjóðhagsáætlun þessa árs. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvf að rfkisútgjöld Iækki um 1,4 mil|jarða króna og rfkistekjur lækki um 2,5 milljarða kr. Tekjuskattur á að lækka um 150 milljónir kr. Störf við fiskverkun og iðnað verða undan- þegin launaskatti. Tollar á ýmsum vömm, er vega þungt í framfærsiu- kostnaði, em lækkaðir vemlega og ýmsar breytingar til hagræðis gerðar á tollskrárlögum. Verðjöfnunargjald af raforku er fellt niður. Loks em gerðar breytingar á lánsflárlögum, sem veita m.a. heimild til aukinnar innlendrar lántöku rfkissjóðs. Nema innlend viðbótarlán, sem tekin verða hjá lífeyrissjóðum og bönkum, allt að 850 milljónum króna. Fjármálaráðherra sagði, að vegna þess hversu seint samningar hefðu tekist hefði ekki reynst unnt að lækka fyrirframgreiðslu skatta um næstu mánaðamót, en greiðslan yrði þess í stað lækkuð á næstu þremur gjald- dögum þar á eftir. Ráðherra gat þess að samkvæmt fjárlögum ársins 1986 væri tekjuaf- gangur ríkissjóðs 163 milljónir króna. Nú yrði hins vegar halli á flárlögun- um, sem næmi 862 milljónum kr. og lfklega yrði erfitt að komast hjá ein- hveijum halla á rfkissjóði á næsta ári. Það væri hins vegar talið rétt- mætt að fórna nokkru í því skyni að ná mikilvægu efnahagslegu mark- miði. Umræðunni á Alþingi lauk laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi og var málinu vísað til annarrar umræðu og nefndar. Sjá bls. 28 og 29 efnisatriði frumvarpsins, frásögn af um- ræðum á Alþingi og svar rfkis- stjómarinnar til samningsaðila og frásagnir af blaðamanna- fundi forsætisráðherra og fjár- málaráðherra og undirritun samninga á bls. 12 og 13 og ummæli um samningana. Sjá ennfremur bls. 4 og forystu- grein f miðopnu. Um eða yfir þríðjungs vaxtalækkun eftir helgi VERULEG vaxtalækkun tekur gildi eftir helgina. Almennt munu vextir Iækka um eða yfir þriðjung og gert er ráð fyrir að vextir muni lækka enn frekar eftir því sem dregur úr verð- bólgu á næstu vikum og mánuð- um. Ákvörðun þessa efnis var tekin á fundi bankastjómar og bankaráðs Seðlabankans í gær, að sögn Jóhannesar Nordals, Seðlabankastjóra. Skuldabréfavextir munu lækka úr 32% í 20%, vextir af afurðalánum úr 28,5% í 19,25% og vanskilavextir lækka úr 45% í 33%. Aðrir vextir eru ákveðnir af innlánsstofnunum sjálfum en tillögur þeirra um vaxta- lækkanir hafa verið að berast Seðla- bankanum og verður væntanlega tekin ákvörðun þar um í dag, að sögn Seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að þar verði um svipaða lækkun að ræða. Þannig munu víxilvextir, sem nú eru 30%, lækka niður fyrir 20% og gert er ráð fyrir að vextir af almennum sparisjóðsbókum verði um 12% en vextir af ýmsum sérkjarareikning- um um 15%. Ríkisstjómin hefur hafnað tiliögu Seðlabankans um að vextir af verð- tryggðum lánum hækki úr 5% í 6%. Þessar vaxtalækkanir fylgja í I stjómarinnar í fyrradag, sem I að vaxtaákvarðanir styðji og fylgi kjölfar nýgerðra kjarasamninga stjómin féllst á í gær, segir svo um verðlagshjöðnun. Vextir lækki ASÍ og samtaka atvinnurekenda. f Iækkunvaxta: strax 1. mars ogsfðan mánaðarlega tillögum samningsaðilanna til ríkis- | „Rfkisstjómin beiti sér fyrir því, | í samræmi við lækkun verðbólgu." Verðlagsnefnd: Utsöluverð gasolíu lækkar 1. mars nk. — Heimsmarkaðsverð hefur hækkað sl. hálfan mánuð SAMÞYKKT hefur verið í verðlagsnefnd 80 aura verðiækkun á hvera lftra af gasolíu frá og með 1. mars nk. Lítrinn af gasolíu kostar nú 11,90 krónur og iækkar því f 11,10 krónur þegar verðlækk- unin hefur tekið gildi. Aður kom til framkvæmda 1. febrúar sl. krónulækkun á hvera bensfnlítra og 1.000 króna lækkun á hveija lest af svartolfu. Sú lækkun kom til vegna stórfelldrar lækkunar á bensin- og olíuverði á heimsmarkaði. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar forstjóra Olís hefur heimsmarkaðs- verð á gasolíu hins vegar hækkað undanfarinn halfan mánuð. Það er nú komið f 208 dollara lestin, en var lægst 20. janúar 175 dollarar. Þórður sagði að nú væri verið að seija gasolíubirgðir í landinu sem keyptar hefðu verið áður en til olíu- verðslækkunarinnar kom. Reiknað væri með útstreymi úr innkaupa- jöfnunarsjóði fram til 20. mars, en þá hefst sala á farmi sem keyptur var á 199 dollara lestin. Þórður sagði að sú ákvörðun verðlags- nefndar að lækka gasolfuna um 80 aura lítrann þýddi að jafnvægi kæmist ekki á innkaupajöfnunar- reikninginn fyrr en í haust, og að þvf gefnu að olíuverðið hækkaði ekki mikið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.