Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 35 Ölöf B. Guðjóns- dóttir—Minning Fædd 29. september 1911 Dáin 14. febrúar 1986 í dag er gerð frá Fossvogskapellu útför Ólafar B. Guðjónsdóttur, Melabraut 5, Seltjamamesi, og vil ég minnast hennar með nokkram orðum. Ólöf Björg fæddist 29. september 1911 á Kaldalæk við Vattames í Kolfreyjustaðarsókn, níunda og yngsta bam hjónannna Guðjóns Jónssonar og Kristínar Jónsdóttur er höfðu búið næstu tíu árin áður á Kolmúla við Reyðaríjörð. Á Kaldalæk, sem var grasbýli nálægt sjó innan við Vattames, bjuggu foreldrar hennar til 1914 að þau fluttust til Eskifjarðar og vora þau síðastir ábúendur á Kaldalæk að því er segir í Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Guðjón, faðir Ólafar, fæddist 15. febrúar 1877. Móðir hans var Hall- dóra dóttir Guðmundar Eyjólfsson- ar frá Helgustöðum og konu hans, Ólafar Jónsdóttur, og var Guð- mundur bróðir Níelsar bónda á Grímsstöðum á Mýram föður séra Haraldar og þeirra systkina. Faðir Guðjóns var Jón Ólafsson, „assist- ent, Alaskafari í Kaupmannahöfn", segir í kirkjubók. Kristín, kona Guðjóns og móðir Ólafar, var fædd í Kálfatjamarsókn á Vatnsleysu- strönd. Foreldrar hennar vora Jón Jónsson og Kristín Illugadóttir á Brannastöðum. Þau fluttust til Austfjarða með ijölskyldu sína og settust þar að og þannig bar að kynni þeirra Kristínar og Guðjóns. Af níu bömum þeirra era fjögur nú á lífí: Kristín á Norðfirði, Þórdís og Jón á Eskifírði og Oddný í Reykjavík. Ólöf var á bamsaldri tekin í fóst- ur af Magnúsi Gíslasyni sýslumanni á Eskifírði og Sigríði, konu hans. Átján ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur. Var hún þar í vist hjá Garðari Gíslasyni stórkaup- manni og á fleiri stöðum. Síðar réðst hún til Jóhannesar Hjartarsonar verkstjóra og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur, á Vesturgötu 27; vora það hin ágætustu hjón og Guðný menntuð og merk kona eins og fram kemur í bókinni Þeir sem settu svip á bæinn. Dvöl í húsi þeirrar konu var góður skóli. Eftir fráfall Guðnýjar var Ólöf ráðskona Jó- hannesar. Á þessum áram kynntist Ólöf manni sínum, Jóni B. Helgasyni, er rak verslun í sama húsi. Var aldursmunur þeirra allmikill, 18 ár. Jón var fráskilinn og átti íjögur böm, Alrúnu, Sverri, Leif og Ragn- ar (er vora uppkomin og á unglings- aldri) með fyrri konu sinni, Charl- ottu Albertsdóttur frá Páfastöðum í Skagafírði. Jón og Ólöf giftust 10. maí 1941. Þau lifðu saman í farsælu hjóna- bandi í 43 ár, en Jón lést 20. ágúst 1984 og skrifaði ég þá um hann minningarorð í Morgunblaðið. Ólöf átti dóttur fyrir hjónaband, Fjólu Guðrúnu, sem er gift Inga Þor- steinssjmi viðskiptafræðingi í Kenya. Kjörsonur þeirra, Þorsteinn, er við nám í tölvufræðum í Bret- landi. Jón og Ólöf áttu eina dóttur, Guðnýju Kristínu sem býr hér í borg. Guðný á þijú böm og era tvö þeirra að miklu leyti uppalin hjá foreldram hennar. Böm Guðnýjar era: Jón Bjami, 22 ára, við nám í bifvélavirkjun, Ólöf Ástríður, 18 ára, nemi, og Björgvin Þór, 6 ára. Kynni mín af þeim hjónum, Ólöfu og Jóni, era orðin löng, en leiðir okkar lágu saman í Góðtemplara- reglunni fyrir meira en §öratlu áram. Frá þeim tíma er margs að minnast. Oft var komið saman á heimili þeirra Jóns og Ólafar til að ræða um starfíð og undirbúa ftind- arefni. Minningar mínar um Ólöfu frá þessum áram era allar á einn veg; glaðværð, hjartahlýja og góð- vild einkenndu framkomu hennar, tillögur og athafnir. Mörg síðustu árin átti hún við heilsuleysi að stríða sem asma- og hjartasjúklingur. Var hún langdvöl- um á Vífílsstöðum milli þess að hún gat dvalið í heimahúsum. Eftir að heimili aldraðra á Melabraut 5 á Seltjamamesi var tekið í notkun fengu þau hjónin íbúð þar og þar fékk Ólöf að eyða síðustu ævidög- unum við framúrskarandi hjálpsemi viðkomandi aðila. í því sambandi vil ég, vegna aðstandenda, færa sérstakar þakkir Sigríði Krisljáns- dóttur er annaðist hana og hlúði að henni svo vel og fallega að telja má einstakt. Ólöf veiktist snögglega og dó föstudaginn 14. febrúar síð- astliðinn. Þegar leiðir skilur flyt ég Ólöfu B. Guðjónsdóttur kærar þakkir okkar hjóna fyrir löng og góð kynni. Einnig flyt ég kveðjur frá félögunum í stúkunni Andvara er þakka liðna daga. Ég færi dætram hennar og bamabömum einlæga samúðarkveðju. Minningin um góða konu er hlý og björt og lýsir upp hugskotið í misviðram hversdags- ins. Indríði Indriðason Minning: Gunnar Kristjáns- son tækniteiknari Mig setti hljóða föstudagskvöldið 21. febrúar er tengdamóðir mín hringdi og tilkynnti okkur andlát Gunnars tengdaföður míns. Hann fæddist í Reykjavík 14. júlí 1913 og var þvf á sjötugasta og þriðja aldursári þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Jóhannes- sonar skósmiðs og konu hans, Ingi- bjargar Jónsdóttur. Þau hjón eign- uðust fímm böm. Gunnar var þriðji í röðinni og eini bróðirinn. Systur hans era þær: Ólöf, Sigrún og Ulja sem allar era búsettar í Reykjavík. Fjórða systirin var Guðlaug er lést í desember árið 1982. Gunnar stundaði nám við Versl- unarskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1932. Vann síðan við verslunarstörf hjá Silla og Valda í nokkur ár. Árið 1944 hóf hann störf sem teiknari hjá Vegagerð ríkisins og vann þar, þar til hann hætti störfum fyrir tæpum tveim áram síðan. Árið 1947 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Klemensdóttur frá Vestri-Skógtjöm á Álftanesi. Gunnar og Guðlaug eignuðust fjóra syni, Kristján renni- smið, Jón Gunnar sem lést af slys- förum 10. febrúar 1960, Ólaf Rúnar rennismið og Guðlaug sjómann. Barnabömin eru fímm sonardætur. Ég kynntist Gunnari fyrir um það bil 10 áram er við stofnuðum heim- ili ég og Ólafur sonur hans. Hann var einkar tiyggur maður, hjálpfús og hjartahlýr. Það kom sér vel þegar við hjónin bjuggum hér í Reykjavík fyrir litlu dætur okkar þegar mikið lá við að fá að skjóta þeim inn til afa og ömmu. Oft minnast þær þessara stunda eftir að við fluttumst til Vopnaíjarðar. Það var svo gaman að fara með afa f sumarbústaðinn og fá fínu litina hans afa lánaða og lita með þeim. Gunnar var mjög listrænn maður, málaði fjölda málverka og skar út í tré og má eiginlega segja að hann hafí verið þúsundþjalasmiður. Ég á oft eftir að minnast Gunnars vegna þess því fyöldi verka hans prýðir heimili mitt. Áhugi hans á tónlist var mikill. Uppáhaldshljóðfæri hans var fíðla og spiluðu þau oft saman hann og systur hans á fíðlu og píanó. Á hljóðlátri kveðjustund færi ég mínum kæra tengdaföður þakkir fyrir hugljúfar samverastundir. Élsku tengdamamma, ég votta þér mína dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn iátna, er sefur hér sinn síðsta blund. (V. Briem) Steingerður Steingrímsdóttir Móðir okkar og tengdamóðir, t MARÍA SVEINFRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Aðalstræti 22, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. , Erla Ingadóttir, Húnbogi Þorsteinsson, Haukur Ingason, Sigrfður Aðaisteinsdóttir, Þorbjörg Ingadóttir, Guðbjörn Ingason, Elfnborg Sigurðardóttir, Steingerður Ingadóttir, Halldór Helgason, Elvar Ingason, Ragna Halldórsdóttir, Reynir Ingason, Alma Rósmundsdóttir, Ester Ingadóttir, Halldór Ásgeirsson, Ernir Ingason, Rannveig Pálsdóttir. t QUÐMUNDUR EINARSSON, Heiðarbraut 5, Garði, lést 16. febrúar sl. Jarðarför hans fer fram frá Útskálakirkju laugar- daginn 1. mars kl. 14.00. Systkini hins látna. t Maðurinn minn, SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON, Sólvallagötu 2, lést í Landakotsspítala 26. febrúar. Karólina J. Lárusdóttir. t Móðirmín, GEIRLAUG KONRÁÐSDÓTTIR frá Bragholti, sem andaöist á Seli, Akureyri, föstudaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 1. mars. kl. 2. e.h. Jenný Jónsdóttir, börn og tengdabörn. t Móðir min, tengdamóöir og amma, SIGRÚN BJARNADÓTTIR fyrrverandi saumakona, Dvalarheimililnu Ási, Hveragerði, veröur jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 1. mars nk. kl. 14.00. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Bílferð verður frá Bifreiða- stöö íslands kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Baldur Magnússon, Jónfna Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Baldursson, Bjarni Rúnar Baldursson, Einar Baldursson, Jón Baldur Baldursson. t GUÐJÓN GUÐJÓNSSON kaupmaður, Patreksfirði, verður jarösunginn frá Patrekskirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Marfa Jóakimsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Hallgrímur Matthfasson, Helga Guðjónsdóttir, Hilmar Jónsson, Gunnar Karl Guðjónsson, Ásdfs Sæmundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓNS VALDIMARSSON AR frá Hrfsey. Marfa Árnadóttir, Valdís Jónsdóttir, Jón Ásgeirsson, Elsa Jónsdóttir, Sigurgeir Júlfusson, Áslaug Kristjánsdóttir, Brynjar Jónsson, Steinunn Jónasdóttir, Selma Jónsdóttir, Ólafur Axelsson, Ásgeir Ingi Jónsson, Fjóla Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför ÁRNA ÞÓRS YNGVASONAR, Hraunbæ 18, Reykjavfk. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bjarney Jóna Valgeirsdóttir, Valgeir Yngvi Árnason, Fanney J. Gísladóttir, Katrfn Árnadóttir, Yngvi Jónsson, systkini, makar og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.