Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 34
.34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Halló. Ég er mjög forvitin að vita hvað þú lest út úr stjömukortinu mínu. Ég er fædd í Reykjavík 6. maí 1961 kl. 1.30 eftir miðnætti. Með fyrirfram þökk.“ Svar: Þú hefur Sól, Merkúr í Nauti, Tungl í Steingeit, Venús í Hrút, Mars í Ljóni, Rísanda í Bogmanni og Miðhimin í Bogmanni. Þú hefur því ein- kenni frá Nauti, Steingeit, . Hrút, Ljóni, Bogmanni og Sporðdreka. Jarðbundin Sem Naut ert þú í grunneðli þínu róieg, hæg og frekar þung. Þú ert viljasterk og föst fyrir, vilt ná áþreifanlegum og varanlegum árangri. Þú þarft einnig öryggi og stöðug- leika í líf þitt. Segja má að þú sért töluverður nautnamað- ur, að góður matur og þægi- legt umhverfí skipti þig miklu máli. Nú er það svo að öll Naut búa ekki við öryggi og fást ekki við hagnýta iðju o.s.frv. Þegar um slíkt er að ræða tapa viðkomandi Naut lífsorku, verða leið og kraftlft- ' il. Formföst Tungl í Steingeit táknar að þú ert tilfínningalega formföst og frekar stíf. Þú hefur til- hneigingu til að loka á tilfínn- ingar þínar og sýna ekki hvað þér býr í bijósti. Daglegt lif þitt þarf að vera í röð og reglu og þú hefur sterka tilfínninga- lega ábyrgðarkennd. Sérvitur *♦ Þú hefur frekar jarðbundna hugsun, átt auðvelt með að leika þér með tölur og gætir haft viðskiptahæfíleika. Uran- us í spennuafstöðu við Merkúr táknar að þú hefur ákveðnar, sjálfstæðar og sérstakar skoð- anir á lífinu og tilverunni. Þú getur þurft að varast að vera of stíf og ósveigjanleg í skoð- unum og halda að þú ein vitir allt best. Þú laðast að því sem er óvenjulegt og öðruvísi. Stolt og ákveðin Þú vilt fá vissa virðingu fyrir störf þín, ert stolt og föst fyrir í framkvæmdum. Þar sem Satúmus er í mótstöðu við * mars er hins vegar hætt við að þú bælir þig niður og þorir ekki að framkvæma áætlanir þínar sem skyldi. Þetta getur stafað af fijllkomnunarþörf sem getur leitt til minnimátt- arkenndar ef þú gætir ekki að þér. Þú þarft að gera þér grein fyrir því að það ert þú ein sem gerir þessar kröfiir til þín. í ást og vináttu ert þú hrein og bein. Þú vilt heiðar- leika og einlægni í samskipt- um við aðra. Mótsögnin Þú ert Rísandi Bogmaður og í þvf er að fínna eina helstu mótsögnina í persónuleika þínum. Bogmaðurinn táknar að þú ert opin, hrein og bein í framkomu, einnig einlæg, eirðarlaus og fijálslynd. Bog- maðurinn þarf á því að halda að hreyfa sig, ferðast, takast á við ný verkefni og almennt að hafa lif í kringum sig. Mótsögnin er fólgin í ólíku eðli Nauts/Steingeitar og Bogmanns. Þú þarft öryggi og varanleika en Bogmaður- inn gerir að þér leiðist þetta sama öryggi og að þér finnst þú staðna ef þú fæst of lengi — við sama hlutinn. Þú ert ábyrg en þér finnst sem ábyrgð leiði til frelsisskerðingar. Það tog- ast því á í þér öryggi, til- breytingarþörf og ábyrgð, frelsisþörf o.s.frv. Þú þarft að finna jafnvægi miili þessara þátta. Öðlast öryggi sem ekki er of heftandi og gefur kost - á tilbreytingu. X-9 l'DIIL— HÆttu hu> I t>£6S0 SiFELLM r-Wil ]*$&&& HÁNt>TÓr„KoHllNA'V ÉlfJHV£r>SST/lfí4P ----1 yrtIL.'VM. V'MMA-NjÓTTúJr'^ FlU6V£U!HuM K—TÍXAS HJÓSHARi CKKAÍZX7 ÍORRIGAN £fí 1 FRÍl ÍAhlDTÍK„K0l ' ' DYRAGLENS LJOSKA TOMMI OG JENNI ^ EK. PETTA þEYTTUK V RJÓM\ 7* :::::::::::::::::::::::::::::: FERDINAND :::::::::::::::::::::::: SMAFOLK Ekkert að þakka. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sex spaðamir hér að neðan væru einfaldir til vinnings ef hjörtun lægju 4—3. En hvemig vinnst spilið í 5—2-legunni? Norður gefur. Norður ♦ G1074 V ÁG1054 ♦ G2 ♦ Á10 Vestur Austur ♦52 ... 4Á3 VD8632 |1 VK7 ♦ D94 ♦ 10876 ♦ DG7 ♦ 86532 Suður ♦ KD986 V9 ♦ ÁK53 ♦ K94 Vestur Norður Austur Suður _ 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6spaðar Pass Pass Pass Sagnir em einfaldar og góðar. Eftir að norður tók undir spað- ann stökk suður beint í ása- spumingu, fékk tvo ása og sagði þá slemmuna. Vestur spilaði út spaða, sem austur drap á ás og trompaði aftur út. Sagnhafí taldi strax upp í 11 slagi: sex á tromp og fimm slagi í ásum og kóngum. Sá tólfti gæti komið með því að fría hjartað. Hann byijaði því á að taka hjartaás og trompa hjarta. Tók síðan ÁK í tígli, stakk tígul, og trompaði hjarta aftur heim. Legan kom í ljós og spilið leit ekki vel út. Og j)ó. Staðan er nú þessi: Norður ♦ G V G10 ♦ - ♦ Á10 Vestur Austur ♦ - ♦ - VD8 111 V- ♦ - ♦ 10 ♦ DG7 Suður ♦ D ♦ 5 ♦ K94 ♦ 8653 Sagnhafí hefur ekkert betra að gera en spila tígli og trompa í blindum. En það hefur hroða- legar afleiðingar í för með sér fyrir vestur. Hann má alls ekki henda hjarta, því þá verður drottningin trompuð niður. Hann verður því að henda laufí og stóla á að makker hans eigi laufníuna. En ... SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á unglingamóti í Randberg í Noregi um áramótin kom þessi staða upp í skák þeirra Olaf Milller, V-Þýskalandi og norska stórmeistarans Simens Agde- stein, sem hafði svart og átti leik. 32. - Bxg2l, 33. Kxg2 (Eða 33. Dxg2 — Hg4) — Dh3+ og hvítur gafst upp, þar sem hann er óverj- andi mát. Agdestein var eini titil- hafínn á mótinu en vann það samt ekki eins auðveldlega og búist hafði verið við. Hann hlauta 7 v. af 9 mögulegum, en næstir komu Moe-Nilssen frá Bergen og Daw- son frá Englandi, sem var sá eini sem náði að vinna Agdestein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.