Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 20
20_______ Kambódía: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Stórárás á flug- völl í Phnom Penh Bangicok, 26. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR í Kambódíu skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu unnið gífurlegt tjón á alþjóðaflugvellinum í Phnom Penh. Hefðu þeir ráðist að vellinum úr mörgum áttum samtímis, eyðilagt vopna- birgðir og flugvélar og fellt 23 víetnamska hermenn. I útvarpsstöð Rauðra khmera, Á vellinum sjálfum hefðu tvær flug- emnar skæruliðahreyflngarinnar, sem berst gegn víetnamska her- námsliðinu í Kambódíu, sagði, að ráðist hefði verið á flugvöllinn snemma á laugardag og hefðu þá miklar vopna- og eldsneytisbirgðir verið eyðilagðar auk eins flugskýlis. vélar verið eyðilagðar og annað tjón orðið mikið. Sagði í útvarpinu, að skriðdrekadeild stjómarhersins og Víetnama hefði rejmt að snúast til vamar en orðið að láta undan síga. 23 víetnamskir hermenn hefðu fall- iðog31 særst. Allsherjarverk- fall á Indlandi Bombay, Indlandi, 27. febrúar. AP. MIKIL þátttaka var í allsheijar- verkfalÚ, sem efnt var til í gær, miðvikudag, vegna matvæla- hækkana í Indlandi. Um landið allt fór fólk í mótmælagöngur og lét í ljós óánægju með stefnu stjómvalda, sem það segir draga taum þeirra, sem betur mega sín. Verkföllin vom gerð vegna verð- hækkana á brauði, hveiti, hrísgrjón- um, eldsneyti, áburði og öðmm nauðsynjum og vom verslanir, skól- ar, bankar og aðrir vinnustaðir lokaðir víða um landið, t.d í Bombay, helstu kaupsýslumiðstöð á Indlandi. Leigubifreiðastjórar, vömbifreiða- og strætisvagnastjór- ar vom í verkfalli og ríkislestimar fóm hálftómar á milli áfangastaða. Mikill viðbúnaður var hjá lögregi- Valdhafará bæn AP/Símamynd gengið lengra vegna efnahags- ástandsins. Evrópubandalagið: Varnarmálaráðherra Filippseyja (t.v.) og Fidel Ramos yfirmaður hersins (t.h.) krjúpa meðan þeir biðja bæn sína. Myndin var tekin er þeir voru við messu hjá erkibiskupnum í Manila, Jaime Sin kardínála. Aukinn hagvöxtur vegna lækkunar á olíu og dollara Brussel, 27. febrúar. AP. unni. Þingmenn stjómarandstöðunnar gengu í gær út af fundi í efri deild þingsins í Nýju Delhi til að mót- mæla verðhækkununum og sagði Ieiðtogi þeirra, að þær væm tilræði við fátækan almenning, sem gæti nú ekki lengur keypt brýnustu nauðsynjar. Verkföllin og óánægja almennings þykja mesta ógnun við Rajiv Gandhi, forsætisráðherra, frá því hann tók við völdum eftir mikinn kosningasigur í desember 1984. Vegna óánægjunnar hefur ríkis- stjómin fallið frá sumum verð- hækkananna en segist ekki geta V 1 t y* Veður víða um heim L*»g«t Hae*t Akurayri +3 Mttskýjað Amsterdam +13 ♦1 heiðskfrt Aþana Barcelona 14 vantar mlstur Berlín +17 +2 helðskfrt Bruaaal +8 +2 helðskfrt Chlcago +2 2 skýjað Dublín 0 3 heiðskfrt Fansyjar 0 helðskft Frankfurt +12 +1 helðskfrt Genf +6 +2 heiðtkfrt Helsinki +4 0 skýjað Hong Kong 13 16 skýjaö Jsrúaalem 4 19 helðskfrt Kaupmannah. +13 +3 helðskfrt Las Palmas vantar Usaabon 11 18 rignlng London +3 3 heiðskfrt Los Angslet 17 30 skýjað Lúxemborg +3 léttskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 skýjað Miami 11 19 skýjað Montreai +11 10 skýjað Moakva +17 +9 haiðskfrt NewYork 8 0 helðskfrt Otló +5 1 heiðskfrt Parfs 7 0 skýjað Peklng +10 3 helðskfrt Reykjavík 0 léttskýjað RfódeJaneiro 23 37 skýjað Rómaborg 1 11 helðakfrt Stokkhólmur +10 +6 tkýjað Sydney 18 24 helðskfrt Tókýó 2 10 heiðskfrt Vlnarborg 8 16 skýjað Þórahöfn 4 léttskýjað HAGFRÆÐINGAR Evrópubandalagsins (EB) bírtu í dag endur- skoðaðar hagspár fyrir bandalagið í ljósi verðfalls á olíu og dollar og spá meiri hagvexti á bandalagssvæðinu árið 1986 en í fyrri spá, sem birt var í október. Spáð er 2,8% hagvexti að jafnaði í bandalagsríkjunum á þessu árí í stað 2,5%, eins og gert var ráð fyrir í októberspánni. Arið 1985 nam hagvöxtur í ríkjum EB 2,2%. Verðlækkun á olíu og dollar verður einnig til að draga úr verð- bólgu í bandalagsríkjunum og spá hagfræðingamir að hún fari niður í 3,3%, en í októberspánni gerðu þeir ráð fyrir 3,9% hækkun verðlags og í fyrra nam hún 5,3%. Lægri verðbólga hefur ekki mælzt í EB ERLENT frá því 1968, en þá nam hún 2,8%. Talsvert færri ríki vom þá í banda- laginu en nú. í nýju spá hagfræðinga Evrópu- bandalagsins er miðað við að olíu- fatið kosti að jafnaði 20 dollara á þessu ári, en í fyrra var jafnaðar- verð olíufatsins 27 dollarar. Verð á helztu hráolíum hefur farið allt niður í 15 dollara fatið upp á síð- kastið og haldist það jafnlágt út næstu vikur segjast hagfræðing- amir þurfa að endurskoða spár sín- ar fljótlega, og ekki síður efnahags- stefnu bandalagsins. Verðlækkun á dollar eykur áhrif olíuverðslækkunarinnar því þar með þurfa ríkin að greiða enn minna í sinni eigin mynt fyrir olíufatið, þar sem olíuviðskipti em jafnan í dollumm. Talið er að verðlækkunin á olíu muni spara EB-ríkiunum jafnvirði 20 milljarða dollara á þessu ári. Búist er við að þessi spamaður verði til að örva við- fjárfestingar fyrirtækja aukist. Yrði skipta- og atvinnulíf í bandalags- það til að draga úr atvinnuleysi í ríkjunum; vextir lækki, neyzla og EB-ríkjum, í fyrsta sinn í áratug. Gengi gjaldmiðla London, 27. febrúar. AP. BANDARÍKJADOLLARI féll gagnvart flestum helstu gjald- miðlum í dag. Menn sem fást við gjaldeyrisviðskipti í Frank- furt í Vestur-Þýskalandi álíta að fall doUarans stafi nú ekki síst af því að almennt sé áUtið að doUarinn eigi eftir að falla töluvert meira. í Tókýó féU dollarinn um rúmlega 3 jen, var skráður 178,60 jen þegar gjaldeyrismarkaðir lokuðu en kostaði 181,85 jen á miðvikudag. GuUverð lækkaði annan daginn í röð. Sterlingspundið kostaði 1,4820 dollara í dag en kostaði 1,48875 dollara á miðvikudag. Annars var gengi helstu gjaldmiðla þannig að fyrir dollarann fengust: 2,20675 vestur-þýsk mörk (2,2270) 1,85775 svissneskir frankar (1,87875) 6,7875 franskir frankar (6,8550) 2,4920 hollensk gyllini (2,5360) 1,503.00 ítalskar lírur (1,528.00) 1,4095 kanadískir dollarar (1,39475) Breski Verkamannaflokkiirinn: Hefja undirbúning að brottrekstri öfgamanna London, 27. febrúar. AP. RAÐAMENN í breska Verkamannaflokknum hófu í dag undirbúning að þvi að reka úr flokknum ýmsa fuUtrúa hans í Liverpool, öfga- fulla trotskýista, sem stundum eru kallaðir „hinir herskáu". í framkvæmdanefnd Verka- mannaflokksins var það samþykkt með 19 atkvæðum gegn 10 að fall- ast á niðurstöður nefndar, sem í þijá mánuði hefur kannað starfsemi fulltrúa flokksins í Liverpool. Legg- ur hún til, að allt að 16 manns verði víttir og hugsanlega reknir vegna aðildar þeirra að trotskýista- samtökunum en þau eru bönnuð innan Verkamannaflokksins. Hófst rannsóknin eftir að ráðamönnum í Verkamannaflokknum fannst þeir ekki geta sætt sig lengur við fram- ferði þessara manna en þeir eru í meirihluta í borgarstjóminni í Liv- erpool og voru komnir með borgina út á gjaldþrotsbarm. Neil Kinnock, formaður Verka- mannaflokksins, hefur látið þau orð falla um „hina herskáu", að þeir séu sem „fleinn í holdi flokksins" og telur hann nú líklegt, að ein- hveijir verði reknir. Öfgamennimir segja um rannsóknina, að hún sé ekkert annað en galdraofsóknir en Kinnock svarar því til, að galdraof- sóknir séu ofsóknir á hendur sak- lausu fólki, það eigi hins vegar ekki við um þessa menn. „Okkur ber skylda til að snúast gegn þeim, sem misnota sér flokkinn eins og þeir hafa gert,“ segir Kinnock. Samtök „hinna herskáu" eða „militant tendency" eins og það heitir á enskunni vom stofnuð árið 1964 og er talið, að stuðningsmenn þeirra séu um 7000. Beijast þau meðal annars fyrir allsheijarþjóð- nýtingu allra fyrirtækja og vilja afnema lávarðadeildina og kon- ungsveldið. í fyrra lá við, að Liv- erpool yrði gjaldþrota vegna þess, að borgarstjómin vildi ekki taka tillit til ijárlagatillagna ríkisstjóm- arínnar en að lokum varð hún að samþykkja ný fjárlög þegar ekki var lengur til fyrir launum borgar- starfsmanna. Mr. Derek Hatton, varaformaður borgarráðs Liverpool, tekur þátt í mótmælaaðgerðum útifyrir aðalstöðvum breska verka- mannaflokksins i London. Stuðn- ingsmenn „hinna herskáu" efndu til mótmælaaðgerðanna á mið- vikudag, þegar framkvæmda- nefnd Verkamannaflokksins kom saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.