Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 --- —. ■■ ■ , ........ ---. gátu allir blaðamenn fengið sér £ið borða því mörg blöð og útvarps- stöðvar telja ekki réttmætt að þiggja fríðindi af heimaliðum. Telja margir að slíkt hafi áhrif á skrif blaðamanna á endanum. Ekki átti ég í neinum vandræðum með að þiggja málsverðinn, jafn svangur og ég var. Um hálftíma fyrir leik hófu áhorfendur að nálgast sæti sín (en stæði eru nánast óþekkt í íþrótta- höllum eða leikvöngum í Bandaríkj- unum). Blaðamenn og ljósmyndarar voru að gera sig tilbúna fyrir leik, sjónvarpsfólk var að taka viðtöl og fjöldi tæknimanna var að undirbúa tæki sín. Allur undirbúningur af hendi heimaliðsins virtist hafa verið gerður vel fyrirfram og gekk því allur undirbúningur fjölmiðlafólks snuðrulaust fyrir sig. Var mér hugsað til aðstöðuleysis blaða- manna á íslandi og hversu lítinn gaum mörg íþróttalið heima fyrir gefa þessum mikilvæga þætti íþrótta. En svo er ekki í Bandaríkj- unum, enda eru atvinnulið í íþrótt- um mjög háð íjölmiðlum, sem greiða háar upphæðir á ári hveiju fyrir sjónvarpsréttindi af leikjum. Þrátt fyrir að þetta væri leikur í byijun keppnistímabils á föstu- dagskvöldi fannst mér ótrúiegur fjöldi fjölmiðlafólks á einum leik. Þrátt fyrir allan þennan fjölda fólks var leikmönnum algerlega haldið frá þeim, en þjálfarar gáfu sig fría í örfá viðtöl. Létt upphitun Þegar 15 mínútur voru til leiks komu leikmenn loks inn á völlinn til upphitunar. Aðeins nokkrir leik- menn Phoenix höfðu tekið skotæf- ingu klukkustund fyrir leik, en leik- menn heimaliðsins virtust annað- hvort mjög afslappaðir eða höfðu rt teygjuæfingar annars staðar. upphitun Boston-liðsins gerðu leikmenn mikið að gamni sínu og gerðu aðeins einfaldar skotæfingar. Dómarar birtust rétt fyrir leik og þegar aðeins 2 mínútur voru til leiks reyndust áhorfendastæðin aðeins hálffull, þó uppselt væri á leikinn sjálfan. Aðrir blaðamenn tjáðu mér að áhorfendur kæmu venjulega seint á fostudagskvöld- um. Þegar u.þ.b. 5 mínútur voru af leiknum voru áhorfendastæðin Seinn og klunnalegur Þegar horft er á leik með Boston Celtics verður ekki hjá því komist að fylgjast með Larry Bird í leik, jafn mikinn þátt sem hann á í spili liðsins. Hrifning heimamanna á honum virðist heldur engin takmörk sett. Þetta verður enn óskýranlegra þegar maður virðir hann fyrir sér í leik. Bird virðist seinn og allt að því klunnalegur á köflum, hann stekkur ekki hátt og er ekki sérlega snöggur. Hvað gerir hann þá svona góðan leikmann? Jú, hann virðist hafa sjötta skilningarvitið til að fínna samheija og að koma sér í fría skotstöðu. Meðvitund hans á samhenum og hæfileiki hans á að fínna þá fría er einstök og gerir hann stórhættulegan. Hvort sem hann hefur boltann eða ekki, mega andstæðingar hans aldrei líta af honum. Hann er mjög góður skot- maður og er geysisterkur í vöm, sennilega einn af sterkustu vamar- mönnum í NBA-deildinni. Það sem aðdáendur Celtics líkar þó best við Bird er barátta hans hveija einustu mínútu sem hann er inni á vellinum. Allir þessir þættir gera það að verkum að hann á afarsjaldan slak- an leik. Ef skotfimin bregst um Bird fagnar hér sigri með félaga sínum Maxwell í leik í NBA-deild inni bandarísku. stund, bætir hann það einfaldlega upp með öðmm hæfileikum sínum. í búningsherbergi Boston Eftir leikinn sjálfan, sem Boston sigraði 125—101, gekk ég niður að búningsherbergi Boston-liðsins. Þar fyrir voru margir útvarps-, sjón- varps- og blaðamenn/konur sem biðu eftir að liðsstjórar hleyptu þeim inn. Þeir tóku hinni 5 mínútna bið með mikilli rósemi, sýnilega vanir því að K.C. Jones, þjálfari Celtics, segði nokkur orð við sína menn. Lögregluþjónar voru á hveiju strái við útgöngudyr og allt fór fram eftir settum reglum. Ekki var laust við að eftirvænt- ingu gætti hjá undirrituðum að komast í færi við stjömuleikmenn Boston-liðsins. Þegar fjölmiðlafólki var síðan hleypt inn reyndust leik- menn komnir í sturtu, þannig að þjálfarinn fékk allan skarann á sig. Búningsherbergið sjálft reyndist ákaflega látlaust miðað við vænt- ingar þær sem undirritaður hafði sem og byggingin í heild sinni. En stemmningin á leikjum þar og sú saga sem þessi bygging geymir, á sér engan líka. Eftir að hafa svifíð á nokkra helstu leikmenn liðsins og þjálfara, beið ég enn spenntur eftir sjálfum Larry Bird, en hann lét hinsvegar ekki sjá sig. Kom í ljós að hann var ósáttur við skrif nokkurra blaða- manna á áflogum sem hann hafði lent í á veitingastað nokkrum dög- um áður. Lét hann því alla blaða- menn lönd og leið. Þrátt fyrir að blaða- og útvarps- fólk aðþrengdi leikmenn þegar þeir voru að klæðast, tóku þeir þessu öllu með hinni mestu ró. Leikmenn gengu um hálfnaktir, greiðandi hár sitt og talandi við hvem annan. Fannst mér blaðamenn ásækja þá heldur mikið á köflum, einkum leik- mennina í byijunarliðinu, en þeir voru sýnilega þessu vanir. Þegar flestir leikmenn voru fam- ir og mér ljóst að Bird myndi ekki láta sjá sig, fannst mér tími til kominn að hypja mig. Á útleið var mér litið inn í leiksalinn. Þar vom leikmenn í óðaönn að fjarlægja parketgólfið fræga og undirbúa Boston Garden undir íshokkfleik næsta kvöld. Þegar út kom, tók við hressandi haustloftið. Nú var mál komið að ná strætó í 'oáreiðanlegt neðanjarðarlestakerfi Bostonborg- ar. Föstudagskvöld í útlandinu beið mín ... Gunnar Valgnirsson, sá erskrifaði þessa grein, stundar framhaids- nám i íþróttafélagsfræði við Bowling Green-háskólann í Bandaríkjunum. Hann eraukþess fréttaritari Morgunbiaðsins þar í landi og hefur skrifað um körfu- knattleikinn i hinni geysierfiðu NBA-deild. * * Morgunblaðið/GV Niður úr lofti íþróttahallanna í Bandaríkjunum hanga fánar sem á er letrað hvaða ár heimaliðið varð „heimsmeistari“ í körfuknattleik. Þessi mynd er úr Boston Garden, heimahúsi Boston Celtics. Þó Larry Bird sé knár þá er hann frekar smár ef miðað er við Abdul Jabbar hjá Lakers. Hér hefur Jabbar snúið á Bird og „leggur“ knöttinn snyrtilega í körfuna. orðin þéttsetin. Þetta var í 225. skipti í röð sem uppselt var á heima- leik hjá Boston, eða allt síðan liðið fékk Larry Bird fyrir 6 ámm. Em núna hugmyndir í Boston um að byggja nýjan yfirbyggðan leikvang til að gefa fleiri borgarbúum tæki- færi á að sjá Celtics, en nú er mjög erfitt að verða sér úti um miða nema löngu fyrir leikinn. Bird vinsælastur Klukkan 7.30 var bandaríski þjóðsöngurinn leikinn eins og venja er í öllum íþróttakappleilqum, hlut- ur sem verður mjög leiðigjam fyrir áhorfendur og leikmenn sem þurfa að hlusta á hann oft í viku rétt fyrir leik. Liðin vom síðan kynnt „að hætti Bandaríkjamanna,, og var ekki vafamál hvaða leikmaður var langvinsælastur meðal áhorfenda. Fólk stóð upp og hrópaði hástöfum þegar Larry Bird hljóp inn á völlinn. Það sem vakti mesta athygli mína í fyrri hálfleik þar sem ég sat hátt yfir leikvellinum, vom fánar 'þeir sem hengdir háfa verið upp í loftinu á Garden fyrir titla þá sem Boston Celtics og Boston Bmins, íshokkílið þeirra Bostonbúa, hafa unnið í gegnum árin. Em heimamenn mjög hreyknir af fjölda þeirra, en þetta er siður sem tíðkast um öll Banda- ríkin. Leikurinn sjálfur var ekki sérlega spennandi fyrir hlutlausan áhorf- anda eins og mig. Einhvern veginn vitist lið Boston ávallt hafa leikinn undir sinni stjóm. Leikurinn var heldur ekki jafn vel leikinn og þeir leikir sem íslenskir sjónvarpsáhorf- endur hafa séð undanfarin ár frá úrslitakeppninni, enda keppnistíma- bilið nýhafið. Margir ritarar í hálfleik gekk ég niður að ritara- borði, forvitinn að bera saman skýrslugerð og útbúnað miðað við það sem gerist heima í úrvalsdeildinni. Það sem eftirtektarverðast er við bandarískar íþróttir er hversu ýtarlegar tölulegar upplýsingar em teknar í öllum íþróttum. Á ritara- borðinu í Boston Garden taldist mér 10—11 ritarar taka hinar ýmsu tölur niður. Tjáðu mér blaða- fulltrúar Celtics að engin hætta væri á rit- aramistökum í NBA- deildinni, þv? ritarar bæm oft tölur sínar saman í hveijum leik. Stjómborð leikklukkunn- ar er ákaflega einfalt, sem og leikskýrslumar sjálfar, en við stjómina á þeim vom þaulreyndir starfsmenn sem afai sjaldan gera mistök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.