Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Skákkeppni framhaldsskóla: Sveit Verslunar- skólans sigurvegari SVEIT Verzlunarskóla ísiands sigraði örugglega í skákkeppni f ramhaldsskóla, haldin dagana 14.—16. mars sl. Sveit skólans skipuðu: Davíð Ólafsson, Þröst- ur Þórhallsson, Andri Áss Grét- arsson og Gunnar Björnsson. Félagslíf Verzlunarskólans hef- ur löngum þótt öðrum til fyrir- myndar þó ekki minnist ég, að fjölmennir nemendahópar hafi þaðan fyrr haslað sér völl á skák- sviðinu. Og sannarlega er þetta í fyrsta sinn sem sigur á fram- haldsskólamóti í skák hlotnast skólanum. Skýringin á góðu gengi skólans nú er auðvitað að á síð- ustu tveimur árum hafa margir snjallir skákmenn hafíð nám við Grundarstíg, og áhuginn í hinu nýja aðsetri skólans tekur vonandi flörkipp við þennan glæsilega árangur. Það varð strax ljóst eftir fyrstu umferðimar hvert sigurinn stefndi. Sveit Verzlunarskólans gaf andstæðingum sínum engin grið og lagði andstæðinga sína í fyrstu fímm umferðunum án þess að glata punkti. Aðeins var þá slakað á klónni, enda sigurinn þegar öruggur, og unnust síðustu tvær umferðimar með minni mun. Þröstur Þórhallsson og Andri Ass Grétarsson stóðu sig best í liðinu og sigmðu alla andstæðinga sína, sjö að tölu. Sú var tíðin að Menntaskólinn í Hamrahlíð bar höfuð og herðar yfír aðra skóla og gat hæglega stillt upp b-sveit skólans til að sigra aðra skóla í skákkeppnum. Það er ekki lengur og mátti a-sveit MH gera sér annað sætið að góðu. Stór skellur gegn sigur- sveitinni réði þar mestu um. Nám við Hamrahlíð er ekki lengur það aðdráttarafl fyrir sterkustu ungl- inga á skáksviðinu sem áður var og geldur frammistaðan auðvitað þess. Þó fer áhuginn greinilega ekki dvínandi því frá skólanum vora mættar til leiks níu sveitir og hlýtur það að vera einsdæmi. Sveitimar settu líka skemmti- legan blæ á keppnina og vöktu margar athygli fyrir getu og sumar vangetu. B-sveit MH hreppti þriðja sætið, vinningi á eftir A-sveitinni og einnig kom G-sveit MH skemmtilega á óvart með að sigra m.a. sveit Mennta- skólans í Reykjavík 3-1. 27 sveitir mættu til leiks og staða efstu sveita varð þessi: 1. Vcrzlunarskóli íslands, A-sv. 25'/2 v. 2. Mcnntask. v/Hamrahlíð, A-sv. 21V* v. 3. Menntask. v/Hamrahlíð, B-sv. 20'/« v. 4. Fjölbrautask. í Armúla, A-sv. 17'/« v. 5. Flensborgarskólinn, A-sv. 17 v. 6. Menntask. v/Hamrahlíð, C-sv. 17 v. u. mciuiuiða. v/u<uiuaiuiu, v<-sv. x < v. Ólafur H. Ólafsson og Ámi Jakobssen gegndu dómarastörf- um að þessu sinni. Hér fer á eftir skák frá mótinu. Hvítt: Þorvaldur Logason (Flensborgarskóla). Svart: Davíð Ólafsson (Verzlunarskóla). I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 - Dc7, 9. 0-0-0 - Rbd7,10. Bd3 - Rc5,11. Hhel, (Lítil gildra er fólgin í 11. Kbl — h6, 12. Bh4 — Rfxe4! og svartur vinnur peð.) II. - Rxd3, 12. Hxd3 - 0-0, 13. e5?! (Hið framsækna peð verður skjótt veikt og því var 13. Dg3 vænlegri möguleiki). 13. - dxe5, 14. fxe5 - Rd5, 15. Bxe7 - Rxe7,16. Kbl - Hb8, (Það er vert að líta aðeins á möguleika stöðunnar. Hvítur hef- ur sæmileg sóknarfæri á kóngs- væng sem mótvægi við hið staka peð á miðborðinu. Svarta staðan er á hinn bóginn traust og nær hann fyrirhafnarlaust framkvæð- inu í næstu leikjum.) 17. Dh5 - Rg6, 18. Hh3 - h6, 19. Hg3 — b5,20. Rf3 (Reyna mátti 20. Re4!? Leikir hvíts era of hægfara.) 20. - b4, 21. Rdl - Bb7, 22. Rh4? - Hbc8,23. c3 - Dc4! (Svartur sýnir skemmtilega fram á vankanta síðustu leikja hvíts, og hefur nú yfírburða stöðu.) 24. Rxg6 - Be4+, 25. Kal - Bxg6,26. Dg4 - Dd5!, 27. Re3 (Fátt var til vamaðar því svartur hótaði m.a. 28. — Dd2). 27. — Dxe5, 28. Dxb4 — Hb8, 29. Dg4? (Lokaafleikurinn. 29. Dd4 var altént skárri möguleiki.) 29. — Hxb2! Sleggjuhögg. Hvítur verður mát ef hann þiggur hrókinn, t.d. 30. Kxb2 - Hb8+, 31. Ka3 - Dc3+, 32. Ka4 - Dc6+, 33. Ka3 - Dc5+, 34. Ka4 - Db5+, 35. Ka3 — Da5+, 36. Da4 — Dc5+ og mátar í næsta leik. Hvítur er því vamarlaus.) 30. Rc2 - Dxel+!, 31. Kxb2 - Dd2 Hvítur gafst upp enda tapast riddarinn óbættur. \ Páskaeggin frá Þau eru líka langbest Tilbodsverð med 30% álagningarafslætti Verð: Egg nr. 1 kr. Egg nr. 2 kr. Egg nr. 3 kr. Egg nr. 4 kr. Egg nr. 5 kr. Egg nr. 6 kr. 67,00 stk. 128,35 stk. 261,90 stk. 428,00 stk. 635,00 stk. 1.049,00 stk. Opið laugardag frá7—4 - É Ferðaáætl- un Utivist- ar komin út FERÐAÁÆTLUN ferðafélagsins Útivistar er komin út. f henni er að finna upplýsingar um lengri og skemmri ferðir um fsland, áhersla er lögð á gönguferðir og útiveru við allra hæfi. í áætluninni eru 225 ferðir, 125 styttri ferðir, 82 helgarferðir og 18 sumarleyfisferðir. Aukaferðir verða auglýstar sérstaklega. A síðasta ári tóku 5620 manns þátt í ferðum Útivistar en það er mesta þátttaka á 10 ára starfsferli félags- ins, en félagið var stofnað 23. mars 1975. Ferðir Útivistar eru öllum opnar og félagsmenn geta allir orðið gegn greiðslu árgjalds. Ársrit er innifaiið f árgjaldi. Úrfi+ttatilkynmngu ÚTIVISTARFERÐIR OUTDOOR UFE TOURS 1986 ratTtnmu t i* mc FRÍ í VINNUNNI - FRÍ í SKÓLANUM - FRÍ í ELDHÚSINU ÍÓðinsváor Þóskoh«lqino Skírdíyjaugandag og atwan ípáskuM Viö bjóöum upp á girnilegar kræsingar viö allra hæfi og á viöráöanlegu veröi. Sérstakir réttir fyrir börnin. Og salatbarinn er auövitaö opinn. Kokkarnir eru í h OEMNSVE Oðinslorgi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.