Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
89. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. APRIL 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins:
Undrast fregn-
ir af stórárás
Washington, Lundúnum, Vestur-Berlín, Trípólí og París. Frá AP og Torfa Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsms.
BRESKA ríkisstjórnin hefur rekið 21 stúdent frá Líbýu úr landi.
Eru þeir grunaðir um „byltingarstarfsemi“ að sögn talsmanna
sijórnarinnar og að því látið liggja að framhald kunni að verða
á slíkum aðgerðum. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lýst yfir
ánægju sinni með þessar aðgerðir og ákvörðun utanríkisráðherra
rikja Evrópubandalagsins um að fækka líbýskum sendiráðsstarfs-
mönnum í ríkjunum niður í algert lágmark, en jafnframt lýst
því yfir að meira þurfi að gera ef binda eigi enda á meinta aðild
Líbýumanna að hryðjuverkum undanfarið. Griska ríkisstjórnin
tilkynnti í gærkveldi að sendiráðsstarfsmönnum yrði ekki fækkað
nema aðild Líbýu að hryðjuverkum sannaðist.
Talsmenn forsetaembættisins í
Frakklandi hafa ennþá ekkert látið
hafa eftir sér um gagnrýni Ronalds
Reagan, forseta Bandaríkjanna.
Hann sagði að synjun Frakka um
leyfí til handa Bandaríkjamönnum
til þess að fljúga yfír franskt land,
er þeir gerðu loftárásina á Líbýu,
væri óskiljanleg. Á það er hins
vegar bent í frönskum íj'ölmiðlum,
að á sama tima og þessi gagnrýni
var sett fram hafí Frakkar ásamt
Bretum og Bandaríkjamönnum
beitt neitunarvaldi í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna er tillaga um
fordæmingu á loftárásinni var þar
borin upp.
Frakkar hafa heldur ekkert látið
hafa eftir sér varðandi þau ummæli
Reagans, að sumir bandamenn
Bandaríkjanna í Evrópu hefðu stutt
allsherjarárás á Líbýu, þar sem
markmiðið yrði að velta Khadafy
Líbýuleiðtoga úr sessi. Reagan
sagði að hugmyndir þar að lútandi
hefðu komið upp í viðræðum Vem-
on Walters, sérlegs sendimanns
Bandaríkjastjómar, við leiðtoga
fímm ríkja í Evrópu fáeinum dögum
fyrir loftárásina á Líbýu. Walters
ræddi við ríkisstjómir Bretlands,
Frakklands, Vestur-Þýskalands, ít-
alíu og Spánar og herma fregnir
að Mitterrand hafi verið þessari
hugmynd fylgjandi. Vestur-Þjóð-
veijar hafa þegar vísað ummælum
Reagans á bug og sagt að það hafí
ávallt verið afstaða þeirra að stjóm-
málaleg lausn á Líbýudeilunni væri
æskilegust. Þá herma fregnir frá
fundi utanríkisráðherra EB á mánu-
dag, að þeir hafí allir verið undrandi
yfír þessum staðhæfíngum Reag-
ans.
Nezar Hindawi, sem ásakaður
er fyrir að hafa haft áætlanir um
að sprengja í loft upp þotu ísraelska
flugfélagsins EL-AL, kom fyrir rétt
í Lundúnum í gær. Hann var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 1.
maí og kröfu veijanda um að hann
yrði látinn laus gegn tryggingu var
hafnað. Hindawi er bróðir Ahmed
Nawaf Mansur, sem er í haldi í
Vestur-Berlín, grunaður um að hafa
staðið fyrir sprengjutilræðinu á
dansstað þar í borg fyrir rúmlega
hálfum mánuði. Að sögn lögreglu
þar verða líkur sífellt sterkari, sem
bendla Líbýumenn við tilræðið og
heimildir í vestur-þýska utanríkis-
ráðuneytinu herma að líbýskir
sendiráðsstarfsmenn verði reknir
frá Þýskalandi i dag.
Sjá ennfremur frétt á bls. 28.
AP/Símamynd
Konungshjónin á Spáni í Bretlandi
Juan Carlos, konungur Spánar, og Sofia, kona hans, komu til
Bretlands í gær i fjögurra daga opinbera heimsókn. Hér sést
Díana prinsessa taka á móti konunginum.
Eitt höfuðvígi skæru-
liða í Afganistan fallið
Islamabad, Moskvu. AP.
EITT höfuðvígi skæruliða í
Afganistan er fallið og annað
vígi er að mestum hluta undir
yfirráðum afganskra stjórn-
arhermanna, að sögn sovésku
fréttastofunnar Tass. Fregnir
frá Islamabad hníga að hinu
sama og segja talsmenn
skæruliða að þeir hafi mátt
þola mikið mannfall í bardög-
um undanfarna daga.
Virkið er neðanjarðar í Zhawar
í Suðaustur-Afganistan í grennd við
landamæri Pakistans og Afganist-
ans. Að sögn Tass hafði vígið séð
F orseti Austurríkis segir ekki
sannanir fyrir sekt Waldheims
Vínarborg. AP.
RUDOLF Kirchschláger, forseti
Austurríkis, sagði í sjónvarps-
ávarpi, að hann hefði ekki fund-
ið neinar sannanir fyrir því að
Kurt Waldheim, fyrrum aðalrit-
ari Sameinuðu þjóðanna, hefði
haft vitneskju um að gyðingar
væru fluttir í útrýmingarbúðir
frá Balkanskaga á árum síðari
heimsstyijaldarinnar.
Kirchschláger hefur haft til
athugunar skjöl frá stríðsglæpa-
nefnd Sameinuðu þjóðanna og frá
Heimsráði gyðinga varðandi at-
hafnir Waldheims á stríðsárunum.
Hann sagðist flytja þetta ávarp til
þess að hreinsa andrúmsloftið. Það
væri skylda hans að láta þjóðinni
fyrirliggjandi staðreyndir í té, en
það væri hennar að draga sínar
ályktanirafþeim.
Forsetinn sagði að ásakanimar
gegn Waldheim væru flokkaðar
sem af æðstu gráðu í skjölum
Sameinuðu þjóðanna. Það merkti
Rudolf Kirchschláger, forseti Austurríkis, undirbýr að flytja
ávarp sitt til austurrísku þjóðarinnar. AP/simamynd.
að margt benti til stríðsglæpa að
órannsökuðu máli. Til dæmis hlyti
Waldheim að hafa verið kunnugt
um hefndarverk þýskra yfírvalda
gegn skæruliðum í Júgóslavíu.
Hins vegar hefðu júgóslavnesk
yfírvöld ekki séð ástæðu til mál-
sóknar gegn honum og það virtist
honum sanna sakleysi Waldheims.
Hann sagði ennfremur að
Heimsráð gyðinga hefði lagt fram
skjöl sem sönnuðu brottflutning
gyðinga frá Saloniki í Grikklandi.
Þau sönnuðu hins vegar ekkert,
þar sem ekki væri kunnugt um
skyldustörf Waldheims á þessum
tima.
Waldheim og mótframbjóðandi
hans, Kurt Steyrer, lýstu báðir
yfir ánægju sinni með ávarpið.
Skoðanakönnun, sem fór fram áð-
ur en ávarpið var flutt, sýndi að
Waldheim hafði 5% forskot fram
yfir keppinautinn, en 20% fólks var
enn óákveðið.
skæruliðum í §órum sýslum fyrir
birgðum og haft er eftir Abdul
Gafur, afganska hershöfðingjanum,
sem stjómaði árásinni, að engir
skæruliðar héldust lengur við í
Khost-héraði. Að venju gat Tass
ekki um þátttöku sovéskra her-
manna í bardögunum og mjög er
sjaldgæft að greint sé frá átökunum
í Afganistan í sovéskum Qölmiðlum.
Hitt vígið, Ilmarkhawzai, sem sagt
er að mestu á valdi hermanna
stjómarinnar, er í um tíu kílómetra
fjarlægð frá Zhawar.
Að sögn skæruliða hafa um 5
þúsund stjómarhermenn og 2 þús-
und sovéskir hermenn tekið þátt í
bardögunum, sem hófust fyrri hluta
þessa mánaðar. Nánast látlausar
loftárásir hafa verið undanfama
daga. Um 1.500 skæruliðar vörðu
vígið í Zhawar og var skortur á
birgðum og skotfæmm mjög farinn
að há þeim er það loks féll. Segja
skæruliðar að 120 þeirra hafi fallið
að minnsta kosti og fleiri en 200
særst.
Sultan Ali Kehstmand, forsætis-
ráðherra Afganistans, kom til
Moskvu á mánudag til viðræðna við
stjómvöld þar. í frétt Tass af heim-
sókninni sagði að þær viðræður,
sem hefjast á næstunni í Genf.
„kunni að verða árangursríkar hvað
varðar stjómmálaloga lausn“ á
málefnum Afganistans. Sameinuðu
þjóðimar standa fyrir væntanlegum
viðræðum milli Pakistana og Áfg-
ana í Genf, þar sem m.a. verður
rætt um brottför sovéska herliðsins,
sem nú er talið nema 118 þúsund
hermönnum, frá landinu.