Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 31 Ölkær páfagaukur Þegar páfagaukurinn Mr. Mac í Suður-Wales í Ástralíu er þyrstur, fær hann sér góðan skammt af bjór. Til allrar hamingju býr hann á bjórstofu í heimaborg sinni, Silverton. Dugnaður hans við bjórdrykkjuna hefur vakið mikla athygli, enda óvenjulegt, að hans líkar stundi slíkt. Stríðið á Faw-skaganum: Irakar beita efna- vopnum á nýjan leik Nikósíu, Kýpur. AP. ÍRAKAR hafa á nýjan leik gripið til þess ráðs að beita efnavopnum í stríði sínu við írani, að því er Irna, opinbera fréttastofan í íran hermir. Kemur það í kjölfar þess, að sögn fréttastofunnar, að Irak- ar áttu undir högg að sækja í bardögum um helgina á Faw- skaganum og máttu þola mikið mannfall. Fréttastofan sagði að 1.500 her- menn íraka hefðu fallið í hörðum átökum um helgina og fleiri en 2.600 særst, auk þess sem fjöldi hefði verið handtekinn. Sagði fréttastofan að nokkur fjöldi ír- anskra hermanna hefði verið lagður inn á sjúkrahús eftir árás íraka með efnavopnum. Nefnd frá Sam- einuðu þjóðunum staðfesti í síðasta mánuði fregnir þess efnis að frakar hefðu beitt eiturgasi og öðrum efnavopnum í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Harðir bardagar hafa geysað á Faw skaganum frá því íranir gerðu árás yfir Shatt-El-Arab árósana 9. febrúar síðastliðinn. Útvarpið í Bagdað bar til baka fregnir um harða bardaga um helgina og sagði að átökin hefðu verið með venjuleg- um hætti um helgina og írökum hefði vegna vel í þeim. írakar hótuðu í gær að ráðast á hemaðar- og efnahagsleg skotmörk „lengst inni í íran“ og hvöttu alla útlendinga, sem starfa þar í landi, til að koma sér á brott hið fyrsta. Norðursjór: Vinnudeilurnar breidd- ust enn út um helgina Olíufélögin óska eftír breytíngum á skattalögum Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbiadsins. VINNUDEILAN á Norðursjó breiddist enn frekar út um helgina, þegar Samband starfsmanna á olíuborpöllum (OAF) gerði verkfall á breskum borpöllum á Friggsvæðinu í Norðursjó. Við það stöðvast gasafgreiðsla til Bretlands. Gasframleiðsla Norðmanna hefur legið niðri á Friggsvæðinu allt frá því að vinnudeilan hófst fyrir fjórt- án dögum, en gengið sinn vanagang á breska hlutanum. Gasið af Frigg- svæðinu sér fyrir um 40% af gas- þörfum Bretlands, svo að stöðvunin mun að skömmum tíma liðnum bitna af fullum þunga á almennum neytendum og iðnaði. OAF fer út í þessar verkfallsað- gerðir til að mótmæla því, að vinnu- veitendur hafa ekki verið til við- ræðu. Félagar sambandsins voru settir í verkbann, eftir að starfsfólk í mötuneytum á borpöllum fór í verkfall. Þess sjást engin merki, að vinnu- deilan leysist í bráð. Stöðvun gas- og olíuvinnslu hefur enn sem komið er ekki haft svo alvarlegar efna- hagslegar afleiðingar fyrir þjóðar- búið, að ástæða hafí þótt til að höggva á hnútinn með því að vísa málinu til kjaradóms, að sögn Ame Retterdals ráðuneytisstjóra. Öll olíufélögin, sem aðild eiga að vinnudeilunum, að undanteknu norska ríkisolíufélaginu Statoil, hafa ritað fjármálaráðuneytinu sameiginlegt bréf og óskað eftir breytingum á núverandi skatta- ákvæðum og öðmm meginreglum um starfsemi félaganna. Norska fréttastofan NTB sagði, að í bréflnu kæmi m.a. fram, að framkvæmdir vegna olíuleitar og vinnslu hlytu að dragast verulega saman í fyrirsjáanlegri framtíð, fengjust tilslakanir ekki fram að því er varðaði skattamálin. Pólland: Andkommúnistar dæmdir til fangavistar Varsjá, Póllandi. AP. LEIÐTOGI andkommúnískra stjórnmálasamtaka var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi og fjórir aðrir félagar í samtökunum í allt að tveggja og hálfs árs fangelsi „fyrir að veita forystu ólöglegum glæpasamtökum og æsa til uppreisnar meðal almennings". Mál sakbominganna fimm hefur urra ára fangelsi á þeim forsendum, verið fyrir rétti í Varsjá síðan í mars. Samtök þeirra nefnast Bandalagið frjálst Pólland og era þekkt undir pólsku skammstöfun- inniKPN. Leszek Moczulski, leiðtogi KPN, einn af þekktustu andófsmönnun- um í Póllandi, var dæmdur í fjög- að hann væri „síbrotamaður". Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að stofna samtökin. Rétturinn dæmdi Krzysztof Krol og Adam Slomka til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar, og Andrzej Szomanski og Dariusz Wojcik í tveggja ára fangelsi. völdnámskeiö INNSLUKERFIÐ ORD FRAMHALDSNAMSKEIÐ Ritvinnslukerfið Word er tvimælalaust meö fullkomnustu ritvinnslukerfum sem framleidd hafa verið fyrir einkatölvur og er mest notaða ritvinnslukerfið i Bandarikjunum. Word býður upp á mjög margar og öflugar aðgerðir varðandi ritvinnslu. Ekki hefur verió unnt að taka þær allar fyrir á einu námskeiði. Þvi hefur Stjórnunarfélag íslands ákveöiö að halda framhaldsnámskeið i notkun Word ritvinnslukerfis. Námskeiöið er ætlað þeim sem sótt hafa nám- skeiö i ritvinnslukerfinu Word og eða þeim sem öölast hafa töluverða þjálfun I notkun þess. Leiðbeinandi á framhaldsnámskeiðinu er fíagna Sigurðardóttir Guöjohnsen. fíagna hefur mesta reynslu allra I ritvinnslukennslu hérlendis. Efni m. a.:__________________________________ □ Stutt upprifjun á ýmsum aögerðum sem teknar voru á fyrra námskeiði. □ Nýjar aðgeröir, s. s. prentun llmmióa, fiéttun vistfanga og texta, staðlaóar uppsetningar (style sheet), orðaskipting og stafsetningar- athugun (enska) ásamt ýmsum öðrum hagnýtum aógerðum. □ Flutningur texta á diskettum til prentsmiója. Timi: 5., 6., 7., og 9. mai kl. 13.30-17.30. æ&i Stjómunarfelag íslands mhmmX Ánanaustum 15 • Sími: 621066 Veljum vandað veljum íslenskt: Vanti þig eldhúaiimréttingu, innréttingu & baðið, hreinlsetistseki, blöndunartseki eöa Hía- ar, líttu þá við hjá okkur. Við komum, tðkum mál, teiknum og, gerum tilboð þér að koatnaðarlausu. Opið virka daga frá 9—19. langardagafrá 13—17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.