Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Staðarbakki:
Veðrátta með
eindæmum hagstæð
Staðarbakka.
ENN ER EINN veturinn á enda runninn. Hvað veðráttu snertir á
þessum vetri hygg ég að allir séu á sama máli hér; að hún hafi
verið með eindæmum hagstæð. í lágsveit má segja að þrisvar hafi
komið snjóföl, en farið fljótlega aftur. Aldrei komið hrið að heitið
geti, en logn og stillur með hitastigi nálægt frostmarki langtímum
saman.
Þó tíðarfar hafi verið með þess-
um hætti er ekki hægt að segja að
heyspamaður sé nokkur hjá sauð-
fjárbændum, því vetrarbeit heyrir
orðið til undantekninga. En þeir,
sem hafa næg og góð hey, ættu
að geta komizt af með lítil fóður-
bætiskaup.
Ekki fer hjá því að uggur sé í
mörgum bændum vegna þeirra
hafta, sem sett eru á framleiðslu
þeirra. Alla tíð hefur það þótt
mikill skortur á frelsi að vera í
hafti. Margir bændur voru búnir
að koma sér svo fyrir með aukinni
ræktun og bættum húsakosti, að
þeir áttu auðvelt með að auka fram-
leiðsluna. Þá er það andstætt eðli
þeirra og framfaraþrá að þurfa að
draga saman. Hinir, sem eru að
byrja og allt eiga ógert, eru þó sýnu
verr settir. Þrátt fyrir mikinn og
harðan áróður ráðamanna land-
búnaðarins fyrir loðdýrarækt, hefur
enginn farið út í þá framleiðslu hér
enn þá, hvað sem veldur. Ymsum
eru minnisstæð mæðuveikiárin og
refabúskapur átti þá öllu að bjarga.
Stofnuð voru félög um refarækt og
einstaklingar fóru út í þann búskap.
Fáir græddu og flestir voru ánægðir
er þeir voru lausir úr ævintýrinu.
En nú eru aðrir tímar og aðrar
aðstæður. Vonandi að refaræktin
gangi betur nú, þó blikur séu strax
á lofti.
Þó að ýmsu megi finna og ský
dragi fyrir sólu, gengur mannlífið
sinn gang og alltaf verður eitthvað
til að hressa upp á hversdagsleik-
ann. Þann 13. þessa mánaðar fór
söngfólk héðan, 30 til 40 manns,
til Hólmavikur, þar sem séra Guðni
Þór Olafsson messaði. Kirkjukórinn
söng við messuna en að henni lok-
inni söng karlakórinn í skólahúsinu
og þá einnig kirkjukór staðarins og
fram voru bomar rausnarlegar veit-
ingar. Skemmtu menn sér hið bezta.
Ættum við ekki öll að líta björtum
augum til framtíðarinnar móti
hækkandi sól og sumri.
Benedikt
Samtök herstððvaandstæðinga svara útvarpsráði:
Umfjöllunin hef-
ur um langan ald-
ur verið of lítil
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
eftirfarandi athugasemdir, sem
einnig hafa verið sendar Út-
varpsráði:
Vegna bókunar í Útvarpsráði frá
4. apríl 1986 um fréttaflutning af
aðgerðum Samtaka herstöðvaand-
stæðinga um páskana og vegna
blaðaskrifa um þetta mál vilja her-
stöðvaandstæðingar taka eftirfar-
andi fram:
SHA furða sig mjög á þeim órök-
studdu fullyrðingum, að starfsemi
þeirra hafi fengið óeðlilega um^öll-
un, í Útvarpinu. Samtökin geta
fullyrt á móti, að umfjöllunin hafi
um langan aldur verið of lítil og
stöðugur pólitískur þrýstingur —
eins og sá sem felst í umræddri
bókun — hafi orðið til þess, að
starfsmenn ríkisfjölmiðlanna hafi
veigrað sér við að veita baráttu
samtakanna verðskuldaða athygli.
Þrenn samtök friðarbaráttufólks
héldu fundi um páskana. Þar voru
á ferðinni auk SHA Samtök um
kjamorkuvopnalaust ísland — frið-
lýst land og Samstarfshópur friðar-
hreyfinga á friðarári. RíkisQölmiðl-
amir gátu um alla þessa fundi og
veittu SHA ekki meira rúm en
öðrum.
Árið 1986 er friðarár Sameinuðu
þjóðanna. Aðild landsins að þeim
samtökum leggur ríkisvaldinu og
flölmiðlum þess þær skyldur á
herðar að sýna friðarmálum og
friðarbaráttu meiri athygli og
stuðning en endranær. í ljósi þess
væri útvarpsráði nær að huga að
því hvemig örfa mætti friðarum-
ræðuna heldur en slá á þá viðleitni
starfsmanna Útvarpsins að gera
Frá aðalfundi Samvinnubankans sem haldinn var 12. apríl sl. Þar var samþykkt að greiða hluthöfum
5% og einnig að gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir 56,2 milljónir króna.
Hagnaður Samvinnubank-
ans 5,2 millj. kr. 1985
Hagnaður af rekstri Samvinnubankans á síðasta ári var 5,2 milljón-
ir króna, en áður var hagnaðurinn 2,2 milljónir. Heildarinnlán jukust
að raungildi um 18,9%. Á aðalfundi bankans 12. apríl sl. var sam-
þykkt að greiða 5% arð og að gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir 56,2
milljónir.
þessum málum skil.
Að gefnu tilefni vilja herstöðva-
andstæðingar taka það fram, að
samtök þeirra heita Samtök her-
stöðvaandstæðinga en ekki Samtök
hemámsandstæðinga eins og stend-
ur í bókuninni.
Að lokum vilja SHA lýsa þeirri
skoðun sinni að í lokaorðum bókun-
arinnar felist ókurteislegar dylgjur
sem ekki samrýmist starfsháttum
og siðareglum opinbers ráðs. Þar
segir: „Enn einu sinni hafa fámenn
samtök sérhyggjufólks náð að mis-
nota hljóðvarpið". SHA fara því
fram á það að hlutaðeigandi aðilár
verði beðnir afsökunar á þessum
ummælum.
(Þess má geta að félagar samtak-
anna eru hátt á annað þúsund og
stuðningsmenn málstaðarins
10—20 sinnum fleiri).
Virðingarfyllst,
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Heildarinnlán í Samvinnubank-
anum voru 2.578 millj, kr. í árslok
1985 og jukust um 61,2% á árinu.
Er þetta hagstæðari innlánsaukn-
ing en mörg undanfarin ár. Til
samanburðar má geta þess, að láns-
kjaravísitala hækkaði um 35,6%
frá upphafi til loka ársins.
Innlánsaukning allra viðskipta-
bankanna á árinu var vel umfram
verðlagshækkanir og reyndist
aukningin rúmlega 48%. Hlutdeild
Samvinnubankans í heildarinnlán-
um þeirra hækkaði úr 7,5% í 8,2%.
Heildarútlán námu kr. 2.102
miilj. í árslok sem er aukning um
kr. 515,7 millj. eða 32,5%. Þar af
jukust útlán, án afúrðalána, um kr.
478,4 millj. eða 38,2%.
Hjá viðskiptabönkunum í heild
var útlánaaukningin um 28%, sem
er talsvert lægri en hjá Samvinnu-
bankanum. Hlutdeild bankans í
heildarútlánum þeirra hækkaði því
Úr6,l%í6,2%.
Allt frá miðju ári og til ársloka
tókst að halda jákvæðri meðalstöðu
á viðskiptareikningi við Seðlabank-
ann.
Hlutafé í bankanum var í árslok
orðið kr. 162,2 millj. eftir útgáfu
jöfnunarhlutabréfa að upphæð kr.
56,3 millj. og nýtt hlutafé selt fyrir
kr. 49,7 millj. af 60 millj. króna
hlutafjárútboði sem ákveðið var á
aðalfundi 1984.
Samkvæmt nýjum lögum um
viðskiptabanka, sem tóku gildi 1.
janúar 1986, má hlutfall eiginfjár
bankans ekki vera lægra en 5% af
niðurstöðu efnahagsreiknings.
Þetta hlutfall var hjá Samvinnu-
bankanum 10,8% í árslok.
Hinn 1. júlí 1985 tóku gildi lög um
húsnæðissparnaðarreikninga.
Sama dag kynnti Samvinnubankinn
Húsnæðisveltu; spamaðarreikning,
sem veitir rétt til láns og skattaf-
sláttar, samkvæmt ákvæðum lag-
anna. Reikningurinn er verðtryggð-
ur með 4,0% vöxtum, háu lánshlut-
falli og löngum endurgreiðslutíma.
í byijun árs 1985 var komið á
verðtryggingu Hávaxtareiknings.
Samanburður er gerður við 3ja og
6 mánaða verðtryggða reikninga
hjá bankanum og Hvaxtaauki færð-
ur, reynist verðtryggðu kjörin betri.
Eftirtaldar breytingar voru
ákveðnar frá og með 1. janúar
1986:
1. Vextir hækkaðir og færðir
einu sinni á ári í stað tvisvar áður.
2. Vaxtahækkanir ná hámarki 6
mánuðum frá stofndegi, sem áður
tók 12 mánuði.
Þann 11. febr. sl. tóku gildi frek-
ari breytingar um hækkun vaxta
eftir 12 mánuði og aftur eftir 18
mánuði.
Tveir nýir flokkar verðtryggðra
reikninga tóku gildi sama dag, 18
mánaða með 7,5% vöxtum og 24
mánaða með 8,0% vöxtum, sem
nálgast kjör spariskírteina ríkis-
sjóðs.
Bankaráð Samvinnubankans
ERLENDUR Einarsson og Vil-
hjálmur Jónsson voru endur-
kjörnir í bankaráð Samvinnu-
bankans, en Hjörtur Hjartar, sem
setið hefur i bankaráði frá upp-
hafi, gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs.
í stað Hjartar var Guðjón B. Ól-
afsson kjörinn í bankaráð. Til vara
voru endurkjömir: Hallgrímur Sig-
urðsson, Hjalti Pálsson og Ingólfur
Ólafsson. Endurskoðendur eru Geir
Geirsson löggiltur endurskoðandi
og Magnús Kristjánsson.
o
INNLENT
Alþýðubankinn:
Raunaukniiig- innlána
var 44% á síðasta ári
hagnaður var 1,7 milljónir króna
Hagnaður Alþýðubankans á
síðasta ári var 1,7 milljónir
króna, en árið 1984 var tap á
rekstrinum upp á 2,5 milljónir
króna. Innlán bankans jukust
um 96% eða 44% að raungildi
og segir í ársskýrslu bankans
að það sé mesta innlánsaukning
í bankakerfinu.
Hlutdeild Alþýðubankans í
heildarinnlánum óx úr 2% í 2,6%
og ef miðað er eingöngu við við-
skiptabankana er hlutur bankans
3,1% í stað 2,3% árið á undan.
Útlán Alþýðubankans í árslok
námu 651 milljón kr. og hækkuðu
um 266 milljónir á árinu. Hlut-
deild hans í heildarútlánum í árs-
lok var 1,7 og 1,9% ef aðeins er
litið á viðskiptabankana. í árslok
námu innlán 975 milljónum króna.
Heildartekjur Alþýðubankans
árið 1985 námu 304 milljónum
króna og er það 129% hækkun
frá fyrra ári. Heildargjöld voru
302 milljónir króna og hækkuðu
um 124%. Rekstrarkostnaður var
67 millj. kr. eða 72% hærri en
1984, þar af var launakostnaður
39 millj. kr.
Eigið fé í lok ársins 1985 var
85 milljónir króna og var hlutfall
eigin fjár af innlánum bankans
8,8% á móti 7,9% 1984.
Á aðalfundinum var samþykkt
að greiða hluthöfum 5% arð eða
um 1,5 milljónir króna.
Á aðalfundi bankans á síðasta
ári var samþykkt að auka hlutafé
um 75 milljónir króna í lok síðasta
árs höfðu borist hlutaíjárloforð
fyrir 35 milljónum.