Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Skýrsla Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra til Alþingis um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
Nám er hagkvæmasta fjárráð-
stöfun sem hugsast getur
Hér fer á eftir skýrsla Sverris
Hermannssonar, menntamála-
ráðherra, til Alþingis um málefni
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Skýrslan var lögð fram á Alþingi
í gær:
„Útbýtt hefir verið til þingmanna
greinargerð um Lánasjóð íslenzkra
námsmanna, sem skýrir tillögugerð
mína um breytingar á reglum hans
og starfsemi. Nauðsyn ber til að
spil þessa máls séu lögð á borðið,
svo mjög sem menn hafa hallað til
um afstöðu mína.
Fyrirrennari minn í embætti
menntamálaráðherra, hæstv. núv.
heilbrigðisráðherra, kvaddi nefnd
til starfa til að gaumgæfa starfsemi
og reglur LÍN. Það hefír mjög tafíð
fyrir um fullvinnslu málsins að svo
vildi til að samstarfsflokkur okkar
í ríkisstjóm, Framsóknarflokkur-
inn, átti ekki fulltrúa í þeirri nefnd.
í framhaldi af starfí þeirrar nefndar
voru samdar tillögur til breytinga
á lögum um LIN. Þá nefndum við
hæstv. forsætisráðherra sinn mann-
inn hvor til að reyna að samræma
sjónarmið stjómarflokkanna í mál-
inu. Það tókst þeim ekki vegna
þess að Framsóknarflokkurinn taldi
sig þurfa meiri tíma til þess að
athuga málið. Nú hafa stjómar-
flokkamir gert með sér samkomu-
lag um að nefna tvo menn hvor í
samstarfsnefnd um málið sem
samræmi sjónarmiðin fyrir þing á
hausti komanda.
Ég tek það fram að ég álít að
flokkana skilji ekki mjög mikið að
um afstöðu í máli þessu, enda hefír
hæstv. forsætisráðherra gefíð mér
heimild til að stjóma breyttum
starfsháttum LÍN með reglugerðum
svo langt sem þær kunna að ná.
Núverandi fyrirkomulag aðstoð-
ar við íslenzka námsmenn hefur
verið lítt breytt frá árinu 1976, en
þá vom gerðar mjög róttækar
breytingar á lögum um námslán og
námsstyrki. Endurgreiðslureglur
vom stórlega hertar með verðtrygg-
ingarákvæðum og möguleikar
námsmanna til að njóta vemlegrar
aðstoðar úr Lánasjóði íslenzkra
námsmanna vom mjög auknir.
Sérfræðingar töldu að með
breyttum endurgreiðslureglum
myndu heimtur hjá sjóðnum aukast,
en áður hafði óvemlegur hluti út-
lána sjóðsins endurgreiðst vegna
lágra vaxta og mikillar verðbólgu.
Með lögunum frá 1976 var stefnt
að því að 66% af heildarútlánum
sjóðsins skiiuðu sér í hann aftur.
Með lögunum frá 1982 virðist lög-
gjafínn hafa ætlast til að lánin
endurgreiddust að mestu leyti, eða
vel yfír 95%. í stuttu máli má segja
að einstæð kjör námslána, léieg
endurheimta þeirra, og ófyrirséð
Qölgun námsmanna hafí valdið því
að málefni Lánasjóðsins hafa farið
úr böndum. Mjög mikil ásókn er í
rífleg lán, sem enga vexti bera og
lánþegar vita að verulegur hluti
lánanna verður auk þess afskrifað-
ur vegna endurgreiðslureglna.
Eftirfarandi em helstu breyting-
ar sem ég hefí lagt til að gerðar
yrðu á gildandi lögum um námslán
og námsstyrki:
1. Mörk laga og reglugerða.
Lagt er til að það sé skýrt af-
markað í lögum um Lánasjóðinn
hverjir teljist vera í aðstoðarhæfu
námi. Þannig hafí reglugerðargjafí-
ekki lengur heimild til að kveða á
um lánshæfni tiltekinna skóla eða
einstakra árganga þeirra eins og
er í gildandi lögum.
2. Tillit til tekna við ákvörðun
lánsfjárhæðar.
í núgildandi lögum er vemlega
litið til tekna námsmanns og maka
hans við ákvörðun lánsfjárhæðar.
Hefur þetta átt að vera til þess að
draga úr lánveitingum. Einnig hafí
þeir sem afla vemlegra tekna í
leyfum og með námi næg fjárráð
til að framfleyta sér og þurfi því
ekki aðstoðar Lánasjóðs við. En
þetta hefur verið gagnrýnt mjög
og verið afar óvinsælt meðal náms-
manna. Hefur verið bent á ýmislegt
sem mælir gegn þessu fyrirkomu-
lagi:
Námsfólki er refsað fyrir það að
vinna. Þeir sem minnstar tekjur
hafa, venjulega vegna þess að þeir
vinna minnst, fá hæst lán á afar
hagstæðum kjömm, sem gæti orðið
gjöf að vemlegum hluta. Afleiðing-
in er sú að námsmenn hafa margir
misst tilfínningu fyrir nauðsyn ög
mikilvægi vinnunnar og standa
frammi fyrir því að geta ekki bætt
hag sinn með því að leggja harðar
að sér. Slæm uppeldisleg áhrif
þessa em auðsæ. Æskufólk er
uppalið við þau sjónarmið að vinna
og verðmætasköpun séu af hinu illa.
Þetta hefur aftur þau áhrif að
sumarvinna námsfólks og önnur
vinna með námi minnkar mikið og
leggst jafnvel af þegar til lengri
tíma er litið. Þannig geti hugsan-
lega rofnað þau mikilvægu tengsl
skólafólks við atvinnulífið, sem
myndast hafa á undanfömum ára-
tugum og sem sumir hafa jafnvel
talið eitt af megin einkennum ís-
lenzkra námsmanna og kost. Einnig
hefur verið bent á aðstöðumun
þeirra, sem njóta fjárstuðnings
aðstandenda og þeirra, sem alger-
Iega verða að standa á eigin fótum.
Þannig geta þeir, sem ekki njóta
stuðnings aðstandenda, sem yfír-
leitt kemur hvergi fram á opin-
berum skýrslum, ekki bætt hag sinn
með vinnu nema að því leyti sem
tekjumar dragast ekki frá láni.
Þá má og benda á það að niður-
felling tekjutillits við ákvörðun
námslána einfaldar mjög starfsemi
Lánasjóðsins, svo sem allt eftirlit
með tekjum námsmanna og maka
þeirra, sem hefur verið mjög um-
fangsmikið, og útreikninga á láns-
upphæð. Þetta er og til þess fallið
að flýta mjög allri afgreiðslu lána
og gæti dregið verulega úr rekstrar-
kostnaði skrifstofu Lánasjóðsins.
Rétt er að leggja áherslu á að
niðurfelling tekjutillitsins hlýtur að
standa í nánu sambandi við láns-
kjörin, hertar endurgreiðslureglur
og vextir eru mikilvægar forsendur.
Er lagt til að lánin beri 3,5% vexti
og endurgreiðist að fullu verðbætt
með lánskjaravísitölu. Þanniger lík-
legt að námsmenn meti nú gaum-
gæfílega þörf sína á námslánum.
3. Fjárhæðir námslána, úthlut-
unarreglur.
Einstaka lánsfjárhæðir hljóta
annars að ráðast helzt af tvennu:
Ráðstöfunarfé sjóðsins til lána og
fjölda umsókna. Fjölda lánþega má
sjá fyrir á hveiju ári með nokkurri
nákvæmni. Það verður því í raun
Alþingi, sem ræður fjárhæð náms-
lána með fjárveitingu sinni, þar til
endurgreiðslur eldri lána eru orðnar
það miklar að þær standi að veru-
legu leyti undir útlánum.
Lagt er til að stjóm sjóðsins verði
skylduð til þess, að fengnu sam-
þykki ráðherra, að setja eigi síðar
en 1. febrúar ár hvert, reglur um
það hvemig fjárhæð einstakra lána
og styrkja ákvarðast með hliðsjón
af heildarráðstöfunarfé sjóðsins, og
áætluðum fjölda lánþega. Er þetta
gert til þess að reyna að tryggja
að námsfólki megi vera ljóst í tíma
hvers það megi vænta í aðstoð frá
sjóðnum á komandi skólaári.
4. Stjóm Lánasjóðsins.
Gerð er tillaga um það að breytt
verði skipan stjómar Lánasjóðsins.
Er meðal annars lagt til að eftirtald-
ir aðilar fái aðild að stjóminni:
Háskólaráð, sem stjóm æðstu
menntastofnunar landsins, Alþýðu-
samband íslands og Vinnuveitenda-
samband íslands sem mikilvægir
aðilar vinnumarkaðarins. Lagt er
til að skipunartími stjómarmanna
verði sem hér segir: Fulltrúar náms-
manna, Háskólaráðs, ASÍ og VSÍ
verði skipaðir til tveggja ára. Skip-
unartími ráðherrafulltrúanna stytt-
ist úr Qórum árum í tvö en auk
þess takmarkist skipunartími þeirra
af embættistíma menntamála- og
fjármálaráðherra. Ástæðan fyrir
þessari breytingu er fyrst og fremst
sú að mjög nauðsynlegt er fyrir
Lánasjóðinn, viðskiptamenn hans
og ráðuneytin að náið og gott
samband sé með nefndum stjórnar-
mönnum og viðkomandi ráðherrum
vegna þess hve veigamikil áhrif
sjóðurinn hefur á framkvæmd
mennta- og Qármálastefnu stjóm-
valda. Rök fyrir lengri skipunartíma
eru fyrst og fremst þau að tryggja
þurfí sem kostur er að stjómarmenn
safni reynslu og þekkingu, sem
ekki fáist með skammri stjómar-
setu. En benda má á að ráðherrum
er auðvitað heimilt að skipa menn
aftur til starfans ef þeir svo kjósa.
Hugmyndir
menntamála-
ráðherra:
•Tekjur hafi ekki áhrif á
upphæð námslána.
• Lántöku- og innheimtu-
gjald tekið upp.
• Námslán beri 3,5% árs-
vexti auk verðtryggingar.
• Endurgreiðslutimi
styttur úr 40 árum í 30.
•Námsstyrkir teknir
upp.
• Afburðanámsmenn
verðlaunaðir.
• Þjónusta við námsmenn
bætt.
•Breytt skipan stjórnar
LÍN.
5. Lántöku- og innheimtugjöld.
Gert er ráð fyrir því að upp verði
tekið lántöku- og innheimtugjald,
sem standi undir kostnaði af lán-
veitingum og innheimtustarfsemi
sjóðsins. Ástæður til þess að þessi
gjaldtaka er lögð til em eftirfarandi:
Það er almenn regla að lántakendur
greiði kostnað vegna lántöku, sem
dreginn er frá útborguðu láni og
innheimtunnar, sem bætist þá við
afborgun til að standa undir starf-
seminni. Eðlilegt er að námsmenn
séu með undir þeim hatti. 1% lán-
tökugjald er talið hæfílegt og hefur
verið höfð hliðsjón af lántökugjaldi
opinberra lánasjóða. Þannig verður
og rekstrarfé sjóðsins skýrt að-
greint frá því fé sem ætlað er til
lánveitinga og styrkja og veitir
jafnframt aðhald í rekstri Lána-
sjóðsins. Lagt er til að ríkissjóður
greiði sérstaklega fyrir aðra starf-
semi sjóðsins en vegna útlána og
innheimtu.
6. Umnámslánin.
Alþingi ákveður á fjárlögum
hversu miklu fé skuli veija til
námslána. Þannig yrði fjárveiting
Alþingis til Lánasjóðsins væntan-
lega að minnsta kosti þríþætt: Fé
til námslána, fé til námsstyrkja og
fé til að standa undir rekstrarkostn-
aði. Samþykki þingið þannig lág
framlög og litlar lánsfjárheimildir
til handa Lánasjóðnum, hvort sem
er til styrkja- eða lánadeildar hans,
verður stjóm sjóðsins og ráðherra
að taka tillit til þess við úthlutun úr
báðum deildum hans og þrengja
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra.
skilgreiningar á aðstoðarhæfi og
rýmka þegar Alþingi veitir meiru
fé til sjóðsins.
7. Fyrsta árs nemar.
í núgildandi lögum er heimildar-
ákvæði fyrir stjóm Lánasjóðsins til
að veita þeim sem eru að hefja láns-
hæft nám, víxillán, til bráðabirgða,
sem síðan breytist í skuldabréfalán,
ef námsmaður uppfyllir kröfur um
námsárangur. Nú er lagt til að þeir
sem hefja lánshæft nám eigi rétt á
sérstöku skuldabréfaláni, til
tveggja ára, sem er bundið lán-
skjaravísitölu og ber hæstu lög-
leyfðu vexti samkvæmt ákvörðun
Seðlabankans á hveijum tíma. Ef
námsmaður stenzt kröfur um náms-
árangur á 1. misseri, innan 12
mánaða frá útgáfu bréfsins, getur
hann breytt því í venjulegt námslán.
Standist námsmaður ekki kröfur
um námsárangur, greiðist bréfíð
upp á næstu 12 mánuðum. Náms-
menn hafa lengi barist fyrir því að
fyrsta árs nemar og aðrir þeir sem
eru að heíja lánshæft nám skuli
eiga rétt á námsláni. Nú þykir
óhætt með hliðsjón af tillögum um
hertar endurgreiðslur og vaxtatöku
af námslánum að leggja framan-
greint fyrirkomulag til. Reynslan
sýnir og að fremur lítill hluti þeirra,
sem fengið hafa bráðabirgðalán
standast ekki námskröfur. Hér er
um að tefla mikilvægt réttindamál
að mínum dómi, og erfítt að sætta
sig við að skammsýni ráði að ekki
kemst til framkvæmda.
8. Upplýsingaskylda.
Þá er lagt til að í ný lög verði
sett ákvæði sem skylda Lánasjóðinn
til þess að tilkynna lánþegum við
hveija úthlutun láns, hver heildar-
námsskuld þeirra er og hver muni
verða árleg greiðslubyrði vegna
þess. Þetta er gert til þess að náms-
menn fylgist vel með skuldastöðu
sinni og leggi mat á lánsþörf sína
með hliðsjón af því.
9. Um vexti af námslánum.
Lagt er til að námslán beri 3,5%
ársvexti auk verðtryggingar sam-
kvæmt lánskjaravísitölu eins og
verið hefur. Lánið er vaxtalaust á
námstíma en upphafstími vaxta
miðast við námslok. Vextir á tíma-
bilinu frá námslokum til upphafs-
tíma endurgreiðslu leggjast við
höfuðstól. Höfuðstóll námsláns við
upphaf endurgreiðslutímans verður
því heildarlán til námsmanns, vísi-
tölubundið frá fyrsta degi næsta
mánaðar eftir að einstakir hlutar
láns eru greiddir út, eins og verið
hefur, að viðbættum 3,5% ársvöxt-
um i þijú ár.
Um vaxtatöku af námslánum
gilda að sjálfsögðu öll almenn rök
um töku vaxta í lánsviðskiptum.
Vegna vaxtaleysis námslánanna
má gera því skóna að ástæða fyrir
gífurlegri ásókn í námslán hafi
verið óeðlilegur mismunur kjara
þeirra og annarra lána í þjóðfélag-
inu. En eins og kunnugt er hafa
orðið miklar breytingar á fjár-
magnsmarkaði á allra síðustu árum
og hafa raunvextir útlána í mörgum
tilfellum hækkað mikið. Kjör náms-
lána eru því færð í samræmisátt.
Þá er Lánasjóðnum það afar nauð-
synlegt að hann verði sem fyrst
fjárhagslega sjálfstæður og standi
án framlaga undir útlánum og verði
jafnframt síður háður þeim sveiflum
sem efnahagskerfí okkar íslendinga
hefur mátt búa við. Sjóðurinn notar
lánsfé, sem ber háa vexti og er þar
að auki í mörgum tilfellum gengis-
tryggt. Þetta fé hefur verið lánað
vaxtalaust og hafa vaxtagjöld því
verið Lánasjóðnum töluverður
baggi og skert möguleika sjóðsins
til að byggja upp höfuðstól sinn.
Vaxtatekjur á borð við þær sem
lagðar eru til í þessu frumvarpi
munu létta vaxtabyrði sjóðsins.
Vegna þess hve hagur þjóðfé-
lagsins af háu menntunarstigi er
mikill, er talið rétt að námslán beri
lægri vexti en markaðsvexti, þannig
að þau séu ætíð með hagstæðustu
lánum. Benda má á að vaxtaleysi
lánanna á námstíma kemur þeim
sérstaklega til góða sem fara í langt
nám.
10. Um endurgreiðslu námslána.
Lagt er til að tveimur árum eftir
námslok falli öll veitt námslán sjálf-
krafa í gjalddaga og eru þá mögu-
leikar lánþega tveir: að greiða lánið
upp eða að gefa út skuldabréf fyrir
heildamámsskuldinni eins og hún
stendur þá og meo yfírlýsingu
tveggja manna um að þeir taki að
sér sjálfskuldarábyrgð á greiðslu
lánsins. Þannig er farið fram á tvo
ábyrgðarmenn til handa Lánasjóði
þegar endanlega er gengið frá
skuldabréfí á þennan hátt.
Endurgreiðslur skuldabréfa
skulu heQast þremur árum eftir
námslok og er það óbreytt sam-
kvæmt gildandi lögum.
Lagt er til að endurgreiðslutími
námslána verði styttur úr 40 árum
í 30 ár. Fallið verði frá tekjuteng-
ingu afborgana, en þær í þess stað
miðaðar við höfuðstól hámsskuldar-
innar. Auk þess er lagt til að lánin
endurgreiðist öll að fullu. Stjóm
sjóðsins hefði þó víðtækar undan-
þáguheimildir til að veita greiðslu-
frest á afborgunum eða fella niður
lán eða hluta þess þegar sérstaklega
stendur á hjá lánþega. Eins og fram
kemur í skýrslu sem ég hefi látið
Steingrím Ára Arason, hagfræðing,
vinna telur hann að 85,2% af útlán-
um Lánasjóðsins endurgreiðist skv.
gildandi lögum. Er það líklegast
meira en 10% lægra endurgreiðslu-
hiutfall en gert var ráð fyrir, er
núgildandi lög vom samþykkt.
Endurgreiðsla námslánsins verði á
svonefndum annuitetsgmndvelli,
sem þýðir að hver afborgun, allan
endurgreiðslutímann, er jafnhá að
raungildi. Um verði að ræða lág-
marksafborgun, sem stuðlar að því
að lægri fjárhæðir endurgreiðast á
styttri tíma en 30 ámm. Hvað
endurgreiðslutímann varðar er lagt
til að hann verði styttur um 10 ár
frá því sem nú er. Lán til 30 ára
hlýtur að teljast gott lán að því leyti
og spuming hvort mikið lengra lán
þjóni nokkuð hagsmunúm lántak-
enda, þar eð ævidegi flestra yrði
þá tekið að halla og starfsþrek og
vinnutekjur væntanlega famar að
dragast saman. Telja verður að
flestir ljúki námi sínu á aldursbilinu
25-35 ára. Þannig ljúka þeir endur-
greiðslu 30 ára láns á aldrinum
58-68 ára. Kosturinn við það að
nota annuitetsregluna er sá, að allar
afborganir verða jafnháar að raun-
gildi, í stað stiglækkandi greiðslna
eins og tíðkast um almenn skulda-
bréf, auk þess sem útreikningur er