Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Munurinn á mjólk og svo- kölluðum „ávaxtadrykkjum“ eftir Gerði Pálsdóttur Miklar umræður hafa verið um landbúnaðarvörur nú síðustu mán- uði. Sú umræða hefur mest verið vegna mjólkurkvótans, sem er sett- ur á vegna offramleiðslu á þeirri dýrmætu vöru. Hver er orsökin fyrir minnkandi mjólkurneyslu? Orsakirnar eru margar. Ein þeirra er gengdarlaus áróður sumra fjölmiðla og fjölmiðla- manna gegn bændum og fram- leiðslu þeirra og þá um leið gegn landsbyggðinni allri því þar búa fleiri en bændur. Landbúnaðarvörur hafa um ára- tugaskeið verið notaðar sem „Hag- sýslutæki“ mörgu öðru fremur. Verðbreytingar á þeim hafa síðan áhrif á framfærsluvísitölu og kaup- gjald. Mataræði fólks hefur tekið mikl- um breytingum undanfarinn ára- tug. Flestar húsmæður vinna að einhverju eða öllu leyti utan heimil- is. Þær eru hættar að elda nema eina máltíð á dag og oft er ekki nema einn réttur á borðum, spóna- matnum sleppt. Spónamatur var sjálfsagður hlutur hverrar máltíðar og aðalefnið var oftast mjólk og komvara. Það er hollara að hafa spónamat, hann eykur fjölbreytni fæðunnar og þynnir hana í magan- um. í sama stað kemur að hafa mjólkurglas eða ávexti í eftirmat. Þar fást dýrmæt vítamín og stein- efni til viðbótar því, sem ef til vill skortir í aðalréttinn. Mjólkurdrykkja hefur minnkað og í staðinn komið Qöldinn allur af tilbúnum drykkjum, þar sem vatn er blandað auka- oggerviefnum. Gosdrýkkir eða kolsýrðir drykkir hafa verið-áberandi og neysla þéirrá ' hefur margfaldast eftir að „soda- stream“-tækin komu á markaðinn. Nú síðustu árin hafa komið nýir drykkir sem veita gosdrykkjunum harða keppni, en það eru svokallaðir „ávaxtadrykkir". Gervidrykkir sem seldir eru undir ýmsum nöfnum. Þeir eiga það sameiginlegt gos- drykkjunum að vera nær eintómt vatn, blandað aukaefnum sem alls ekkert gildi hafa næringarlega. Þetta er síðan auglýst sem alls- hetjar meðal við deyfð og drunga og að neysla þessara drykkja fylli alla ofurmannlegum krafti og lífs- gleði. Ekki er neitt til sparað í kapp- hlaupinu um kaupendurna, af selj- endum þessara drykkja. Reynt er að sannfæra þá með tilþrifamiklum og dýrum auglýsingum um að ekki sé hægt að vera án þessara einstöku drykkja og alls ekki hægt að vinna ærlegt handtak nema hafa þá við höndina til þess að sækja í þá orku og vinnugleði. Ef hugað er að upplýsingum um efnainnihald á umbúðunum eru þær oft engar þegar um gosdyrkki er að ræða, en á femum undan „ávaxtadrykkjunum" eru upplýs- ingar sem allir geta kynnt sér. Þar sést að innihaldið er 12—15% af hreinum ávaxtasafa, síðan 85—88% vatn. Til viðbótar þessu eru allt að sex aukaefni, til þess að gera vatnsblandið drykkjarhæft og til þess að það geymist bæði vel og lengi ef menn vilja birgja sig upp til lengri tíma. Þessi efni eru sítrónusýra (E 330), bindiefni (E 407, E 415), sykur eða gervisæta aspartme, rotvamarefni (E 210), bragðefni, litarefni (E 160) og síðan er bætt í þetta C-vítamíni (askorbinsýru) til þess að gera vöruna útgengilegri. Á sumum pökkunum stendur sykur- skertur epla- eða appelsínudrykkur, ekki getur það nafn staðist því ekki yerður sykur tekin úr drykk .sem upphafkiga er sykurlaus. ;Þegjir gervisykur er notaður er ‘ varaíi sykurlaus eða sykursnauð. í 100 grömmum af þessum drykkjum em 12—15 gr. ávaxta- safi, sem samsvarar einni matskeið (mæliskeið sem tekur 15 gr. af vökva). I einni fernu sem tekur einn Gerður Pálsdóttir „Neytendur ættu að reyna að gera sér grein fyrir hvað þeir eru að kaupa og hver regin- munur er á heilnæmri mjólk og mjókurvörum og hreinum óblönduð- um ávaxtasafa annars- vegar og gosdrykkjum og gerviávaxtadrykkj- um hinsvegar,“ fjórða úr lítra em því tvær og hálf matskeið, eða 37,5 gr. af ávaxta- safa og 212,5 gr. af vatni. Af þeásum 37,5 gr. af safa eru 87% vatn og geta þá einhverjir reiknað heildarvatnsmagnið og hvað næringarefnin, sem eftir verða em mörg grömm, en það er það sem kaupandinn fær fyrir pening- ana ásamt C-vítamíninu. Öll aukaefnin sem í þetta er blandað em neytandanum algjör- lega óþörf frá næringarsjónarmiði og geta verið varsömu eða skaðleg. Eina efnið sem eitthvert gildi hefur er C-vítamínið, en ekki er mikil hætta á að það skorti í góða daglega fæðu, þar sem grænmeti, ávextir og mjólk em á borðum. Áðumefnd aukaefni em leyfileg í matvælum og sumum þeirra af náttúrulegum uppmna. Þrátt fyrir það er talið að síaukin notkun þeirra og fjöldi í einni og sömu fæðuteg- und sé varasamur. Verksmiðjuframleiddum matvæl- um fjölgar stöðugt. Talið er að víða erlendis sé allt að 90% matvæla verksmiðjuunnin eða blönduð auka- efnum að meira eða minna leyti. Það er sannað að notkun þessara efna veldur fjölgun ofnæmissjúkl- inga og er það áhyggjuefni heil- brigðisyfirvöldum víða. Það er einnig sannað að athafna- æði, óróleika, árásargirni og náms- örðugleika sumra bama má rekja til aukaefna í fæðunni. Sannast það þegar þau em sett á sérfæði. Heimatilbúið fæði þar sem ekki er notað hráefni sem inniheldur auka- efni, þá batnar þeim. Sú sýra sem er í áðumefndum drykkjum er varhugaverð fyrir tannglemnginn. Sykur breytist í sým fyrir áhrif gerla í munni og síðan er það sýran sem eyðileggur glemnginn. Nóg er af sým í þessum drykkjum, sérstaklega er meiri sýra í drykkjum með gervisykri þar sem hún er rotvamarefni. Neytendur ættu að reyna að gera sér grein fyrir hvað þeir em að kaupa og hver reginmunur er á heilnæmri mjólk og mjókurvömm og hreinum óblönduðum ávaxtáaafa annarsvegar og gosdrykkjum og gerviávaxtadrykkjum hinsvegar. í mjólk em öll helstu næringar- efnin sem líkaminn þarf daglega. Þar er fullkomin hvíta, mikið af kalki og fosfór. Talvert af vítamín- um. lítið er af D-vítamíni og einnig er mjög lítið af jámi. Efnainnihald er greinilega merkt á umbúðir. Mjólkursykur er hið eina af ein- faldari kolvetnum sem engin áhrif hefur á tennurnar. Mjólkin er líka ódýmst af öllum þessum drykkjum. Einn lítri af mjólk kostar 35,80. Einn lítri (fjórar smáfemur) af gervidrykkjum kosta frá 43 krónum til 60 kr., mismunandi eftir því hvar keypt er. Hreinn ávaxtasafi er seldur á litlum og stómm fernum með dag- setningu. Það er úrvalsvara sem engum aukaefnum er blandað í og greinileg vömmerking á umbúðun- um. Heyrst hefur að börn og ungling- ar vilji ekki mjólk og skammist sín fyrir að koma með hana í skólann af því að öll hin börnin kom með gervidrykkina. Einnig er því borið við að mjólkin sé orðin volg þegar á að fara að neyta hennar. Ur því hlýtur að vera hægt að bæta, með því að koma fyrir kæliaðstöðu í skólunum. Drykkir eða aðrar fæðutegundir, sem innihalda gervisætu em ein- göngu ætlaðir sykursjúkum og ættu ekki aðrir að neyta þeirra nema þeir þurfí að léttast. Foreldrar og forráðamenn barna ættu að fylgjast betur með hvað bömin láta ofan í sig milli mála, og kenna þeim að drekka mjólk og aðrar mjólkurdrykki og svo vatn við þorsta. Vatnið kostar ekkert. Böm og unglingar ættu að fá um einn lítra af mjólk á dag, fullorðnir hálfan til einn lítra eftir aldri og kyni. Vatn er besti svaladrykkur sem til er og af því eigum við nóg og við eigum hreint ómengað vatn enn sem komið er. Það er óþarft að kaupa vatn sem búið er að blanda aukaefnum sem geta verið varasöm þegar þeirra er neytt gengdarlaust og að staðaldri. Þó aðrar þjðir, sem ekki hafa aðgang að öðm en marghreinsuðu og vondu vatni, noti þessa drykki, þúrfum við ekki að gera það líka. Höfundur er kennari á hússtfóm- arsviði Verkmenntaskólans á Akureyri, búsett í Hrafnagils- hreppi. Þarf að breyta leikfimi- kennslu í grunnskólum? eftirKristin Björnsson Tilefni þessarar greinar em skoð- anaskipti þeirra Torfa R. Kristjáns- sonar íþróttakennara og Kristínar E. Guðmundsdóttur sjúkraþjálfa um íþróttakennslu. Grein Torfa birtist í Morgunblaðinu 18. janúar sl., en athugasemdir Kristínar nokkm síðar. Þau hvetja til umræðu um þetta mál. Ég hef lengi haft áhuga á því og læt því frá mér heyra. Ásökun Kristínar er aðallega sú að einhliða áhersla sé lögð á kennslu íþrótta á kostnað íjölbreyttari lík- amsþjálfunar, en Torfí bendir á kosti þjálfunar í íþróttum og ýmsum kappleikjum. Spumingin til um- ræðu er því, á hvað sé rétt að leggja aðaláherslu. Fjölbreytt líkamsþjálfun og íþróttaiðkun er að mínu áliti afar mikilvæg, ekki síst nú á tímum þegar mikið er orðið um kyrrsetu- störf og margri vinnu fylgir lítil áreynsla. Þá er nauðsynlegt að skól- inn kenni öllum gmndvallaratriði í því að styrkja og þjálfa vöðvakerfí sitt og nota það rétt. Leikfími- og íþróttakennsla er sú námsgrein, sem þama getur orðið að mestu liði, þótt fleiri greinar, svo sem líffræði, komi við sögu. Hve vel er þá íþóttakennslan fær um að gegna þessu hlutverki? Hér skiptir mestu máli: 1. Menntun kennaranna. 2. Námsskrá í grein- inni. 3. Markmið kennslunnar eða Kristinn Björnsson „íþróttakennsla er námsgrein, sem hefur ekki verið mikið rædd, en hún er vissulega mjög gagnleg fyrir heilsu almennings, ef áhersla er lögð á það sem mestu máli skipt- það sjónarmið sem haft er að leiðar- ljósi, og er það mikilvægast. Menntun leikfimikennara þekki ég ekki það vel að ég sé dómbær um ágæti hennar. Þætti mér ánægjulegt ef einhver vildi skýra nánar frá fyrirkomulagi og inntaki hennar. Óneitanlega hef ég þó á tilfinningunni að of mikil áhersla sé lögð á íþróttakennslu, til námsins veljist oftast þeir sem áhuga hafa á keppnisíþróttum frekar en fím- leikum og líkamsþjálfun. Hvaða menntun fá verðandi kennarar t.d. í að kenna slökun, rétta líkams- beitingu og fimleika fyrir þá sem hafa takmarkaða krafta, eða eru fatlaðir o.fl. þ.l.? Námsskrá fyrir skólaíþróttir, sem svo er kölluð, frá 1976 er ítarleg og gefur miklar leiðbeiningar um inntak kennslunnar. En þar virðist mér jafnan aðaláherslan lögð á þjálfun krafta, hraða og undirbún- ings undir íþróttir. Að vísu er minnst á fími og jafnvel slökun, en þetta virðist þó aukaatriði í leið- beiningunum, flest virðist miða við að búa nemendur undir það að verða íþróttamenn. Námsskráin hefur því nokkuð einhliða stefnumark. Mikilvægast er það sjónarmið um markmið kennslunnar, sem ákvarð- ar anda hennar og inntak, því það hefur mest áhrif á hvað gert er. Mér hefur alltaf sýnst að andi keppnisíþróttanna sér hér alltof ráðandi. Fyrir löngu var ég nemandi í leikfími héraðsskóla og mennta- skóla. Þá var tíminn að mestu notaður í hlaup og stökk, og ein- kunnir gefnar eftir því hvað nem- andi gat afrekað í æfíngum sem útheimtu krafta, flest miðaðist við þjálfun til íþrótta. Þá áttaði ég mig ekki á hvað vantaði í þessa kennslu og hve skakkt hún stefndi. Síðar hef ég lært leikfímisæfíngar sem gagnleg- ar eru til þjálfunr fyrir þá sem vinna kyrrsetustörf, sömuleiðis æfínga- kerfi til slökunar og í bakskóla lært réttar aðferðir við leikamsbeitingu og hvemig hlífa má liðamótum við varasömu álagi. Oft hefur mér fundist að leik- fímikennsla í skóla hefði átt að veita einhverja þekkingu á þessu þrennu, fímleikum, slökun og lík- amsbeitingu. Vonandi eru þessi mál í betra horfí nú, en þó hef ég oft heyrt að íþróttakennsla í skólum og hef ástæðu til að halda að þeir þættir sem ég nefndi verði mjög útundan, en flest miðist við að æfa krafta og búa nemendur undir íþróttir. Einstöku sinnum gefast nemendur upp og fá undanþágu frá leikfími, þegar þeim finnst þeir ekki standast þær kröfur, sem til þeirra eru gerð- ar. Tillögur um breytt viðhorf fela einkum þetta í sér: 1. Öllum þarf að kenna leikfimiæf- ingar, sem hægt er að gera daglega heima hjá sér eða á vinnustað án áhalda eða út- búnaðar, en hafa þann tilgang að halda við líkamlegu þreki og hreyfífærni. 2. Kenna þarf undirstöðuatriði slökunar og æfa nemendur í að ná þannig betra valdi á vöðva- kerfí sínu. 3. Kenna þarf rétta líkamsbeitingu, sérstaklega með tilliti til að nota hrygg og liðamót rétt, styrkja þessi líffæri en ofgera þeim ekki. 4. Þeir sem eru þreklitlir eða eru fatlaðir fái kennslu við sitt hæfí, en þeim sé ekki vísað frá eða veitt undanþága frá leikfími- námi. Það er sem sé sérkennslu í þessari grein fyrir þá, sem ráða ekki við það sem flestum er boðið, og námsefni þarf að laga að þörfum nemendanna í þessari grein eins og öðrum. Að sjálfsögðu viðurkenni ég ágæti erfíðari æfínga og þjálfunar við knattleiki, hlaup o.þ.l. Ungt fólk þarf á þessu að halda þegar mikill tími fer í kyrrsetur við bóklegt nám. Áhugi á keppnisíþróttum, sem flest- ar eru ekki heilsusamlegar, má þó ekki taka völdin og rýma frá mörgu því, sem nauðsynlegt er öllum almenningi. Ef takast á að færa leikfimi- kennslu grunnskóla í það horf, sem hér hefur verið drepið á, er íþrótta- kennaraskólinn mikilvægasta stofnunin, sem getur stuðlað að slíku, því þar fá væntanlegir kenn- arar undirbúning sinn. Þá er náms- skrá eða námsáætlun í þessari grein grundvallaratriði, og þarf að laga hana að æskilegum markmiðum. íþróttakennsla er námsgrein, sem hefur ekki verið mikið rædd, en hún er vissulega mjög gagnleg fyrir heilsu almennings, ef áhersla er lögð á það, sem mestu máli skiptir. Höfundur er forstöðumaður Sál- fræðideildar skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.