Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Flugvöllur Leifs Eiríkssonar Um heim allan vita menn, að Kristófer Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Færri vita, að þeir, sem kunnugastir eru sögu hans, telja, að Kól- umbus hafí komið hingað til lands 1477. ísland var Kólumb- usi sérlega mikilvægt vegna þess, að það var og hafði verið „brú til Ameríku". Er þá komið að vitneskju manna um heim allan á því, að héðan sigldi Leifur Eiríksson til Vínlands árið 1000. Líklega eru þeir talsvert fleiri, sem vita um ferðir Leifs heppna en um það, að Kólumbus hafí búið sig undir Ameríkuferðina með því að heimsækja ísland. Hitt er brýnt að gæta heiðurs Leifs heppna gagnvart Kólumbusi og hafa það, sem sannara reynist um fund Ameríku. í Morgunblaðinu í gær mátti lesa fréttir um úrræði, sem gripið hefur verið til í því skyni að halda nafni Leifs Eiríksson- ar og þeirra, sem sigldu með honum til Vínlands, á loft. Franskir kvikmyndagerðar- menn hafa dvalist hér á landi til að afla stuðnings við gerð sjónvarpskvikmyndar um fund Ameríku árið 1000. Þá ætla þeir einnig að gera sjónvarps- þátt um ferð Bjama Heijólfs- sonar að austurströnd Norður- Ameríku árið 986. Er ætlunin að frumsýna myndina í Banda- ríkjunum hinn 9. október næst- komandi á degi Leifs Eiríksson- ar. Áður en þess verður minnst 1992, að 500 ár verða liðin frá því að Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku, ætla Norð- menn að gefa út bók eftir land- könnuð sinn, Thor Heyerdahl, um ferðir Leifs Eiríkssonar og annarra norrænna manna til Ameríku 500 árum á undan Kólumbusi. Á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna (Sþ) 1982 fluttu Bandaríkin og ríki Suður- Ameríku, þeirra á meðal Kúba, tillögu um það, að SÞ hæfu undirbúning þess að minnast 500 ára afrnælis „fundar" Ameríku. Miðuðu tillöguríkin í því efni að sjálfsögðu við för Kristófers Kólumbusar. Hörður Helgason, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, stúð upp til vamar Leifí Eiríkssyni á allsheijarþinginu. Hann sagði, að sér þætti furðulegt, að ríkisstjóm Bandaríkjanna stæði að tillögu sem þessari. Bandaríska þjóðþingið hefði 1930 gefíð íslendingum glæsi- lega styttu af Leifí Eiríkssyni með áletruninni „Discoverer of Vinland", eða sá, sem fann Vínland. Hvemig gæti ríkis- stjóm sama lands staðið að sérstökum hátíðarhöldum vegna ferðar Kólumbusar á þeim forsendum, að hann hefði fundið Ameríku? Þá sagði sendiherra íslands, að með því að efna til hátíðar vegna Kól- umbusar væru Sameinuðu þjóðimar að hylla nýlendu- stefnu. Ræðunni var vel tekið; málið hefur verið áfram á dagskrá allsheijarþingsins en ekki komið aftur til umræðu. Auk þess sem staðinn er vörður um minningu Leifs Ei- ríkssonar og afrek hans þurfa íslendingar að gæta þess, að ekki falli í gleymskunnar dá, að Leifur var íslendingur. Unnt er að gera það með margvís- legu móti. Hér skulu gerðar tvær tillögun •Reist verði afsteypa af Leifsstyttunni á Skólavörðu- holti við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, þannig að öllum farþegum, sem um völl- inn fara, hvort heldur þeir hafa aðeins viðdvöl í flugstöðinni eða fara inn í landið, sé ljóst af hveijum stjrttan er og hver er uppruni hennar. •Þegar hin nýja flugstöð á flugvellinum verður tekin í notkun í apríl 1987, verði völl- urinn kenndur við Leif Eiríks- son og kallaður Flugvöllur Leifs Eiríkssonar eða á ensku Leif Eiriksson Airport og flug- stöðin verði einnig kennd við Leif og nefnd Leif Eiriksson Terminal á ensku. Fátt er íslendingum verr við en eyða miklum fjármunum til landkynningar eða til að minna á sig og sína í þjóðahafínu. í aðra röndina fínnst þeim í raun sjálfsagt, að allir þekki til sögu lands og þjóðar. A hinn bóginn fínnst þeim rétt að nota pen- inga til annars en auglýsinga- mennsku. Án hennar halda þó hvorki þjóðir né einstaklingar velli á upplýsingaöld. Að kenna KeflavíkurflugvöH og flugstöð- ina við Leif Eiríksson kostar ekki neitt. Það yrði hins vegar í senn hinum frækna sægarpi og íslenskri sögu til framdrátt- ar. Morgunblaðið skorar á utan- ríkisráðherra og aðra er með mál af þessu tagi fara fyrir hönd þjóðarinnar að taka þessa tvíþættu tillögu til gaumgæfí- legrar athugunar og síðan til framkvæmdar þegar á næsta ári. Komið upp á sporð Svínafellsjökuls. Ljósmyndir/Helgi Bencdiktsson ^ Helgj tekur af gér skjðjn Hvannadalshnúkur klifinn að vestan í fyrsta sinn V I ♦ *. - 4 ' iiíilplíii 4 Helgi Benediktsson, þrítugur Reykvíkingur, kleif Hvannadalshnúk, hæsta tind á íslandi, 2.119 m, á föstudaginn langa. Það væri ekki í frásögur færandi, ef Helgi hefði ekki farið upp á hnúkinn að vestan, þar sem hann er illkleifastur, fyrstur allra. Að sögn Helga fóru þeir fimm saman austur í Öræfi og ætlaði Helgi að klífa hnúkinn við annan mann en hinir ætluðu upp að sunnan. Fimmmenningarnir hófu ferðina hamars og ætluðu upp hnúkinn að á jökulinn á skírdag með því að ganga á mannbroddum upp á sporð Svínafellsjökuls, sem gengur vestur úr Öræfajökli. Höfðu þeir fjallaskíði meðferðis og báru þau á bakinu. Þegar kom upp á jökulsporðinn gengu þeir á skíðum inn Svínafells- jökul og er þeir komu í 400 m hæð byggðu þeir snjóhús með fordyri og var húsið svo rúmt, að þeir gátu eldað þar og athafnað sig. Þar settu þeir upp bækistöð og dvöldu um nóttina. Á föstudaginn langa héldu þeir áfram inn Svínafellsjökul uns þeir komu í 1.600 m hæð. Þar skildi Helgi skíðin eftir og þeir skiptu liði. Helgi hugðist fara einn upp hnúkinn að vestan þar sem félagi hans treysti sér ekki til þess þegar tii kom. Hinir héldu upp á skarðið milli Hvannadalshnúks og Dyr- sunnan. Veggurinn, sem Helgi valdi sér til uppferðar, gnæfir fímm hundruð metra hár og er hallinn 45—60 gráður. Helgi skildi mestallan út- búnað eftir til þess að létta sig sem mest og hafði aðeins mannbrodda, ísöxi og íshamar meðferðis, auk' lágmarksneyðarbúnaðar í bakpoka. Hann sagði, að leiðin lægi á löngum kafla undir hrunjökli, en aðstæður hefðu verið óvenju góðar og áhætt- an að því leyti í lágmarki. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég var að fara út í,“ sagði Helgi. „Ég var búinn að grandskoða leiðina áður en ég lagði af stað upp. Því er svo ekki að neita, að það tekur á taugarnar að vera einn. Það er mikill sálrænn stuðningur að því að hafa félagsskap." Þrátt fyrir mismunandi færi — allt frá svo hörðum ís, að mann- broddarnir rétt gripu, niður í foksnjó, sem er viðsjárverður vegna hættu á „flekahlaupi“ eða snjó- skriðum — miðaði Helga vel og upp var hann kominn á tindinn eftir tvær og hálfa klukkustund. Þar naut hann útsýnis, sem varla gerist fegurra hérlendis, í einmuna veður- blíðu — sól skein í heiði, hlýtt var og lygnt. Hann sá spor eftir félaga sína, sem höfðu orðið á undan honum á hnúkinn og voru lagðir af stað niður aftur. Helga gekk vel niður og fann félaga sína við rætur hnúksins. Þeir renndu sér á skíðum niður að snjóhúsinu í „einhveijum tilkomu- mestu skíðabrekkum í heimi", eins og Helgi komst að orði. Þeir félagar notuðu svo laugar- daginn fyrir páska til þess að leika sér á skíðum á Vatnajökli, Helgi fór t.d. við annan mann á Hrúts- fjallstinda, 1.875 m háa. Á páskadag var svo haldið til byggða. Við Hrútfjallstinda. Kirkjan, rúmlega 1700mhártindur. Helgikleif hanafyrstur mannaásamt félögumárið 1979. munurinn oeðst oq efs myndinni er um 5.00 m. . '• ■ ■:' " '■' ■'- mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.