Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 21 Huliðshjálmi lyft af þjóðfélaginu eftir Hallgrím Sveinsson Á því er enginn vafi að vorhugur fer nú um þjóðlífið eftir nýgerða kjarasamninga. Það var sem huliðs- hjálmi væri lyft af fólki, bæði til sjávar og sveita, þegar það spurðist út að nú ætluðu menn loks í alvöru að sameinast í baráttu við Glám þann sem riðið hefur húsum hjá okkur í áratugi. Allir aðilar máls, ríkisstjóm, verkalýðsforysta og atvinnurekendur, virðast eiga góð- an hlut að samstöðu þeirri sem skapast hefur. Sagt er, að hvar sem tveir menn eða fleiri hittast þessa daga, sé alltaf sama viðkvæðið: Nú verður þetta að takast! Glíman við verð- bólgudrauginn verður að vinnast. Þessi mikla glíma vinnst þó ekki með orðum heldur athöfnum. Og nú reynir á þær næstu mánuði. I þessum átökum er heilbrigt at- vinnulíf ein aðalundirstaðan, ásamt samstöðu allra sem hlut eiga að máli. Ræða Víglundar Þorsteinssonar á ársþingi iðnrekenda, sem birtist í Mbl. 20. marz, hefur vakið at- hygli. Málflutning formanns iðn- rekenda má gjaman taka sem eðli- legt framhald kjarasamninga. Þar er bent fram á veg, enda skiptir nú höfuðmáli að viðhorf framtíðar fái að ráða, en ekki mistök þess liðna. Víglundur bendir á vel færa leið til viðreisnar í íslensku atvinnu- lífi. Leið formannsins er í stuttu „Leið iðnrekendafor- manns er vel fær. Hluti af sparifé almennings þarf að komast framhjá bönkunum og beint inn í fyrirtækin. Það er að sjálfsög'ðu miklu heppi- legra fyrir fjárvana fyrirtæki að nálgast fjármagn á þennan hátt til uppbyggingar en þurfa að greiða af því beinharða okurvexti strax.“ máli sú, að fjármagn hins almenna borgara verði virkjað að hluta með milliliðalausri þátttöku í atvinnu- rekstri. Víglundur telur að einstaklingar eigi í dag um 70% alls spariQár i bankakerfínu. Hann vill að nú sé búið svo um hnúta að hinn almenni borgari finni hvöt hjá sér til að vetja hluta af þessum fjármunum sínum til hlutabréfakaupa í atvinnu- fyrirtækjum sem mörg hver eru að veslast upp vegna þess að eigið fé þeirra er að stórum hluta týnt og tröllum gefið. Leið iðnrekendafor- manns er vel fær. Hluti af sparifé almennings þarf að komast framhjá bönkunum og beint inn í fyrirtækin. Það er að sjálfsögðu miklu heppi- legra fyrir fjárvana fyrirtæki að nálgast fjármagn á þennan hátt til uppbyggingar en þurfa að greiða af því beinharða okurvexti strax. En að sjálfsögðu verður Qármagns- eigandi að fá vexti og arð af sínu fé. Vitað er að þróttmikið og heil- brigt atvinnulíf skilar alltaf arði. Til þess að slíkt megi ske þurfa viss skilyrði þó að vera fyrir hendi. Eitt af þessum skilyrðum er að stjómendur fyrirtækja séu vanda sínum vaxnir. Formaður iðnrekenda bendir glöggt á þetta í ræðu sinni þegar hann ■ tekur fram, að virk þátttaka almennings í atvinnuupp- byggingu sé það besta og harðasta aðhald sem unnt sé að veita stjóm- endum fyrirtækja. Miðað við óbreyttar forsendur er samt engin von til þess að venjulegir borgarar hlaupi til og kaupi hluta- bréf út um hvippinn og hvappinn. Löggjafarvaldið þarf því nú að þekkja sinn vitjunartíma og gera vissar breytingar á skattalögum. í lögum nr. 9 1984 er almenningi nokkuð gefið undir fótinn með að leggja sparifé sitt beint í atvinnu- rekstur. þó er það nú svo, eins og um margt í skattalögum okkar og reglugerðum, að tyrfíð orðalag og málalengingar fælir venjulegt fólk frá því að hugsa nokkuð út í þessa hluti, enda þarf orðið reynda sér- fræðinga til að útskýra all það lögmál. Lítt skiljanlegt er t.d. að það skuli einungis vera 20 hlutafé- lög í landinu sem almenningur getur Hallgrímur Sveinsson lagt fé í að ákveðnu marki þar sem til álita kemur að draga kaupverð hlutabréfa frá skattskyldum tekj- um. í þessum forréttindahópi em tryggingafélög, flugfélög, bankar og skipafélög uppistaðan. Þama þurfa þingmenn okkar að rýmka til og lagfæra og sýna meiri sveigj- anleika í löggjafarstarfí sínu og það helst áður en þeir halda heim í vor. Aukið skattfrelsi hlutafjár mun að vísu þýða aðeins færri krónur í rík- ÁKVEÐIN hefur verið skrúð- ganga skáta i Hafnarfirði sumar- daginn fyrsta. Verður hún í tengslum við skátamessu í Þjóð- kirkjunni. Safnazt verður saman við skáta- heimilið Hraunbyrgi og skrúðgang- iskassann fyrst í stað. En þrótt- meira og heilbrigðara atvinnulíf mun greiða þær krónur margfalt til baka. Iðnrekendaformaður tekur fram í ræðu sinni oftnefndri, að við eigum fjöldann allan af spennandi verkefn- um að fást við. Hann segir að unga fólkið vænti þess að nú komi at- hafnir í orða stað. Hann tekur einn- ig fram, að nú sé kominn tími til að hætta slagorðaglamri og fagur- gala um atvinnuuppbyggingu. Og ýmsar fleiri staðreyndir bendir hann á. En fyrst og síðast segir hann að það þurfí peninga. Þeir em afl þeirra hluta sem gera skal og liggja í bönkum landsins og víðar. Þeir bera þar háa vexti og em skatt- frjálsir. Eigið fé margra okkar undirstöðufyrirtækja hefur gufað upp í verðbólguglímunni á einhvem hátt undanfarin ár. Kannski liggur það í bönkum landsins að hluta til. Ef svo er þarf að beina þessu fjár- magni aftur þangað sem það á uppmna sinn. Formaður iðnrekenda hefur bent á vel færa leið til fram- kvæmda í þá átt. Höfundur er skólastjóri á Hrafnseyri. an hefst þaðan klukkan 10. Gengið verður um Flatahraun, Álfaskeið, Smyrlahraun, Hverfisgötu og Lækj- argötu að Þjóðkirkjunni. Þar hefst skátamessa klukkan 11. Hörður Zophaníasson skólastjóri prédikar og séra Gunnþór Ingason þjónar fyrir altari. Sumardaginn fyrsti: Skrúðganga skáta í Hafnarfirði GORKI Tnnnn, iiiiiiiiii SIGLING UIVI EYSTRASALT Með luxuss ENN EIN LUXUS SKIPAFERÐIN I BOÐI Nú verður haldið til Eystrasaltshafna. Um er að ræða skemmtifleyið MAXIM — 25.000 tonn að stærð, búið öllum hugsanlegum þægindum, sem fjöldi íslending; hafa notið undanfarin ár. ______.... SKOPUNARBERPIR--------------- Á öllum viðkomustöðum skipsins verður boðið upp á spennandi skoðun- arferðir. FERPATILHÖGUN Brottför 23. maf. Flogið til Osló, gist 2 nntur. Haldið til hafs 25. maf. siglt um Stórabelti til Gdynia, Helsinki, Leningrad, Stokkhólms, Borgundarhólms, Wamemúnde í A-Þýskalandi, komið til Kaupmannahafnar 4. júnf og gist þar f 2 nætur og flogið haim 6. júnf. NOREGUR — DANMÖRK USSR GDVNIA PÓLLAND DDR Verð kr. 64.250.- pr. mann í tvíbýli. Innifalið: Skipsferðin í útklefa m/baði/sturtu. Fullt fæði um borð. Flug til og frá íslandi. Gisting á Hóteli 2 nætur í Osló og 2 nætur í Kaupmannahöfn. sérgrein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.