Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Akureyri: Hjúkrunarfræðingar á dvalarheimilum fá ekki launauppbótina Akureyri. BÆJARSTJÖRN Akureyrar Morgunblaðið/B.Ar. Þrenntá slysadeild eftirharðan árekstur HARÐUR árekstur varð á mótum Hverfisgötu og Kalkofnsvegar klukkan 17.45 í gær. Þar rákust saman fólksbifreið og strætisvagn. Ökumaður og farþegi í fólksbifreiðinni og einn farþegi í stræt- isvagninum voru fluttir á slysadeild. Fólksbifreiðin skemmdist mikið og þurfti að draga hana af slysstað. Bjargar ríkisábyrgð rekstri Arnarflugs? Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær var ákveðið að undirbúa flutning lagafrumvarps um heimild fyrir fjármálaráðherra til að veita Arnarflugi ríkisábyrgð fyrir láni að upphæð 2,5 milljónir bandaríkjadala. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra var falið að undirbúa frumvarpið. samþykkti á fundi sínum í Hallgrímskirkja: Þingnefnd skipuleggi skreytingar ÞINGSÁLYKTUN, sem felur kirkjumálaráðherra að skipa sjö manna nefnd til að skipuleggja og undirbúa skreytingu og frá- gang á anddyri, kór og kirkju- skipi Hallgrímskirkju í Reykja- vík, var samþykkt á Alþingi í gær. Verkefni nefndarinnar skal vera að gera verkáætlun og kostnaðar- áætlun og tillögur um fjármögnun verksins. Nefndin skal skipuð einum manni er kirkjumálaráðherra til- nefnir sem jafnframt verður for- maður nefndarinnar, einum til- nefndum af menntamálaráðherra, einum af Biskupi íslands, einum af Húsameistara nkisins, einum af byggingamefnd Hallgrímskirkju, einum af Félagi íslenskra myndlist- armanna og einum af Kirkjulistar- nefnd. í umræðu um þingsályktunartil- löguna kom fram hjá Árna Johnsen þingmanni Sunnlendinga að for- maður sóknamefndar Hallgríms- kirkju, sem jafnframt er í bygging- amefnd, hefði efasemdir um þessa tillögu. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingaráðherra flutti breytingartillögu sem fól í sér að Alþingi fæli kirkjumálaráðherra að gera áætlun um þetta verk, en vís- aði að öðm leyti þingsályktunartil- lögunni til ríkisstjómarinnar. Þessi tillaga Ragnhildar Helgadóttur var felld með 37 gegn 6 atkvæðum, en þingsályktunin samþykkt með 36 atkvæðumgegn 1. gær tillögu bæjarráðs um að synja beiðni dvalarheimila- stjórnar um 15.000 króna launaauka fyrir hjúkrunar- fræðinga í fullu starfi við dvalarheimili aldraðra í Hlíð og í Skjaldarvík en slíkar greiðslur hafa verið við lýði hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra mánuði. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundi bæjarstjómar í gær en tillaga bæjarráðs um synjun var síðan samþykkt með níu atkvæðum gegn tveimur. Á móti voru Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalags, og Auður Þór- hallsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokks, en hún á sæti í dvalarheimilastjóm. Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er formaður stjómar Fjórðungssjúkrahússins, sagði varhugarvert að bæjarráð væri að kmkka í launamál — þau ættu að ganga venjulega leið gegnum kjarasamninga — þannig að hann gæti ekki samþykt uppbót til hjúkmnarfræðinga á dvaiar- heimilunum. „Stjórn FSA var ekki að taka afstöðu til kjara hjúkmnar- fræðinga þegar uppbótin var ákveðin á sínum tíma heldur stóð- um við frammi fyrir þeirri spum- ingu hvort ekki væri hægt að reka sjúkrahúsið vegna skorts á starfs- fólki, og í mínum huga var þetta ekki fordæmisskapandi, heldur til að stofnunin yrði ekki að draga saman seglin," sagði Gunnar. Fram kom í máli bæjarfulltrú- anna Valgerðar H. Bjamadóttur, Kvennaframboði, og Sigurðar J. Sigurðssonar, Sjálfstæðisflokki, að greiða bæri sömu laun fyrir sömu vinnu. Fólk í hlutastarfi yrði því að búa við sömu launakjör og fólk í fullu starfi. Ekki væri rétt að verðlauna fólk í fullu starfí. „Mér er tjáð að rekstur Amar- flugs geti stöðvast á næstu dögum ef ekki verður samþykkt að veita Amarflugi ríkisábyrgð. Þess vegna tel ég mjög brýnt að þetta fram- varp fari í gegnum Alþingi fyrir þinglausnir," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Ríkis- stjómin telur mikilvægt að kanna til hlítar hvort ríkisábyrgð geti orðið til þess að bjarga fyrirtækinu. Vitanlega er það gert í þeirri góðu trú að lánið falli ekki á rikissjóð. Samkvæmt mati Amarflugsmanna á að verða rekstrarafgangur í ár. Lækkun dollarans og lækkun á eldsneytisverði hefur þar mikið að segja og auk þess er mikið um bókanir í ferðir til Amsterdam og Hamborgar, hins nýja viðkomu- staðar Amarflugs." Forsætisráðherra sagði að und- irbúningur ráðherranna þriggja hefði falist f því að kanna stöðu Amarflugs og ræða við stjómar- andstöðuna á Alþingi. í gær vom gerð drög að fmmvarpi sem sýnd vom stjómarandstöðunni og staða mála skýrð fyrir henni, eins og þau liggja fyrir stjómvöldum. Stein- grímur sagðist fastlega gera ráð fyrir að stjómarflokkamir féllust á fmmvarpsdrögin. Fmmvarpið yrði þá lagt fram á deildarfundi í Alþingi, sem hefst í dag klukkan 10.00. Skuldin við Utvegsbankann rúmar 720 milljónir Heildarskuldbindingar Haf- skips hf. gagnvart Útvegsbank- anum námu samtals 721,9 millj- ónum króna 5. desember 1985, þ.e. daginn áður en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kom fram í skýrslu við- skiptaráðherra um stöðu Útvegs- bankans sem lögð var fyrir Al- þingi i gær. Samkvæmt athugun bankaeftirlitsins 8. janúar 1986 nam fjárhæðin 808,5 milljónum króna og eru þá taldar með skuldbindingar íslenska skipafé- lagsins hf. gagnvart bankanum og viðskiptavixlar. í nýrri skýrslu bankaeftirlitsins dagsettri 21. apríl 1986 metur það áætlað útlánatap vart undir 400 milljónum króna. Til viðbótar bætist áæltað útlánatap bankans vegna íslenska skipafélagsins hf. sem gert er er ráð fyrir að nemi um það bil 12 milljónum króna. í ljósi þessa gæti heildartapið numið 412 millj- ónum króna. í skýrslunni segir jafnframt að á það beri að leggja áherslu að enn ríki óvissa um end- anlegt tap Útvegsbankans vegna þessara viðskipta. „Mér fínnst margt benda til þess að afkoma Amarflugs fari batn- andi og þess vegna er ástæða til að hjálpa fyrirtækinu yfír þrösk- uldinn. Ég tel líklegt að framvarpið verði samþykkt á morgun," 'sagði Steingrímur Hermannsson að lok- um. Tef la Kasparov og Miles ein- vígi á íslandi? GARRÝ Kasparov, heimsmeist- ari í skák, hefur lýst því yfir við Skáksamband íslands að hann sé reiðubúinn til að tefla æfingar- einvígi við breska stórmeistar- ann Antóný Miles á íslandi dag- ana 15.—20. maí næstkomandi. íslensku stórmeistaramir Mar- geir Pétursson og Helgi Ólafsson fréttu af því í New York að Kasp- arov hygðist tefla æfíngareinvígi fyrir heimsmeistaraeinvígi sitt við Ánatoly Karpov, sem fram fer í London og Leningrad í sumar. Margeir sagði að upphaflega hefðu menn talið að Kasparov vildi tefla við danska stórmeistarann Bent Larsen. En nú hefur komið fram að Kasparov kýs fremur að tefla við Miles, þar sem skákstíll enska stórmeistarans er líkari stfl Karpovs. í framhaldi af þessu setti Skáksamband íslands sig í sam- band við Kasparov og umboðsmenn hans og bauðst til að halda einvígið hér á landi. Svarið var jákvætt. Margeir Pétursson hefur haft samband við breska aðstandendur heimsmeistarakeppninnar, þá Ray- mond Keene og Andrew Page. „Þeir Keene og Page hafa tjáð mér að Bretar treysti sér ekki til að halda æfíngareinvígið til viðbótar við sjálfa heimsmeistarakeppnina. Vegna áhuga íslendinga hafa þeir fyrir sitt leyti boðið okkur að halda það,“ sagði Margeir. Að sögn Margeirs hefur Kasparov fallist á að tefla hér æfíngarskákir við bestu skákmenn íslands, auk einvígisins við Miles. Margeir sagði að það væri tví- mælalaust mikill ávinningur af því að fá þetta einvígi hingað til lands: „Kosturinn við slík æfíngareinvígi er sá að þau em mjög ódýr í fram- kvæmd miðað við einvígi í heims- meistarakeppninni. Samt sem áður kostar vart undir 1,2 milljónum króna að halda slíkt einvígi, og það verður ekki gert án utanaðkomandi stuðnings. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Áfengíshækkun nú kemur mér á óvart ÁFENGI og tóbak hækkaði í gær. Sterkt áfengi hækkaði að meðaltali um 6-7%, en annars er hækkunin mjög mismunandi eftir tegundum. Hækkun á tóbaki nemur um 7-8%. Þessi hækkun áfengi og tóbaki hækkar visitölu framfærslukostnaðar um 0,22 til 0,23%. Smimoff vodka hækkaði svo dæmi sé tekið um 7%. Nú kostar flaska af því 960 krónur en kost- aði áður 900 krónur. Flaska af Icy Vodka hækkar einnig um 7%. Hún kostar nú 940 krónur en kostaði áður 880 krónur. Vodka Wyboróva hækkar hins vegar aðeins um 1%. Flaska af því kost- aði áður 860 og hækkar í 870 krónur. Ballantines viskí hækkar úr 1030 krónum í 1100 krónur eða um 7%. Bacardi romm hækkar úr 1000 krónum flaskan í 1030 eða um 3%. íslenskt brennivín hækkar ekki og kostar áfram 740 krónur flaskan. Hennesy koníak hækkar um 12% og kostar flaska af því nú krónur 1220 en kostaði áður 1090 krónur. Bandarískt hvítvín, Paul Mas- son Chabiis, hækkar um 10%. Flaska af því kostaði áður 290 krónur en kostar nú 320 krónur. Franskt Chablis hvítvín hækkar um 19%. Það kostaði áður 530 krónur flaskan, en kostar nú 630. Þýsku hvítvínin hækka mismun- andi mikið. Til dæmis hækkar Blue Nun um 4% , en Liebfraum- ilch Anhauser um 17%. Það fer úr 240 krónum í 280 krónur. Franska rauðvínið St. Emelion sem kostaði áður 400 krónur hækkar nú í 480 krónur eða um 20%. Tóbak hækkar að meðaltali um 7-8%. Algengustu vindlingateg- undimar, eins og Winston, hækka úr 85,10 pakkinn í 90,30. Ódýrari tegundimar, t.d. Gold Cost, hækka úr 72,20 krónum pakkinn í 79,50. Ódýmstu sígarettumar hækka úr 67,80 í 76,10 krónur. Pakki af London Docks vindlum kostar nú 137 krónur en kostaði áður 121 krónu. King Edward smávindlar kostar nú 65,10 krón- ur pakkinn en kostaði áður 61,25. Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins sagði að ástæður fyrir hækk- uninni væm þær að innkaupsverð á áfengi og tóbaki hefur hækkað. Sérstaklega á það við um Evr- ópuvínin. Hækkunin nemur 3-13% frá því í nóvember 1985 er áfengi og tóbak var hækkað síðast. Önnur ástæða væri sú að skatta- tekjur ríkisjóðs eiga að aukast samkvæmt fjárlögum. Morgunblaðið leitaði álits þeirra Vilhjájms Egilssonar hag- fræðings VSÍ og Ásmundar Stef- ánssonar forseta ASÍ á hækkun- inni: Vilhjálmur sagði: „Mér fínnst, að skynsamlegra hefði verið að bíða með hækkun, a.m.k. eitthvað fram í næsta mánuð. Samkvæmt samningunum má framfærsluvísi- talan hækka um 1,16% í apríl. Það er vitað, að t.d. húsnæðislið- urinn og bflatryggingar hafa áhrif til hækkunar og því fleiri sem svona hækkanir verða, því meiri hætta er á, að vísitalan fari yfír strikið. Því hefði ég talið áhættu- minna fyrir ríkissjóð, að beðið hefði verið með hækkunina." Ásmundur sagði: „Ég verð að segja, að það kemur mér á óvart, að þessi hækkun skuli koma núna. Hún hefur bein áhrif á fram- færsluvísitöluna og getur valdið því að hún hækki umfram það sem áætlað var í kjarasamningunum. Ef svo fer kemur til kasta launa- nefndar sem samningsaðilar skipa og hún metur hvaða launahækkun skuli koma á rnóti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.