Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
37
Prjónar dag hvern og
hélt upp á 100 ára
afmælið á sunnudag*
Guðbjörg Steinsdóttir 100 ára
fsafirði.
Guðbjörg' Steinsdóttir, fyrrum húsfreyja á Galtarhrygg í Heydal
við ísafjarðardjúp, hélt upp á 100 ára afmæli sitt á elliheimilinu á
ísafirði sl. sunnudag. Starfsfólkið gerði henni veglega veislu og
fjöldi manna, flestir ættingjar hennar, heimsótti hana.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
ísafirði ræddi við Guðbjörgu smá-
stund daginn eftir afmælið.
Guðbjörg er mjög em, ber sig
vel, fer dag hvem á fætur og tekur
til hendinni við prjóna aðra stund-
ina. Allt þar til fýrir rúmu ári að
hún veiktist nokkuð var minni
hennar í góðu lagi, en eftir veikindin
man hún best það sem lengst er
frá liðið.
Þegar Guðbjörg fæddist var
Skúli Thoroddsen sýslumaður ís-
firðinga og Stefán P. Stephensen
prestur í Vatnsfirði. Mjög þéttbýlt
var þá í öllu Djúpinu. Foreldrar
hennar voru Ingibjörg Þorvalds-
Listi framsóknar-
manna á Dalvík
lag-ður fram
Dalvík.
LAGÐUR hefur verið fram fram-
boðslisti Framsóknarflokksins
við næstu bæjarstjórnarkosning-
ar á Dalvík. Listinn var sam-
þykktur á félagsfundi nú nýver-
ið. Framsóknarmenn eiga nú
fjóra menn i bæjarstjórn Dalvík-
ur og hafa meirihluta. Kristján
Ólafsson bæjarfulltrúi og forseti
bæjarstjói nar gaf ekki kost á sér
til endurkjörs. Listann skipa
eftirtaldir:
1. Guðlaug Bjömsdóttir bæjar-
fulltrúi, 2. Valdimar Bragason út-
gerðarstjóri, 3. Óskar Pálmason
bæjarfulltrúi, 4. Hulda Þórsdóttir
sjúkraliði, 5. Jóhann Bjamason vél-
stjóri, 6. Bjöm Friðþjófsson húsa-
smiður, 7. Guðrún Skarphéðins-
dóttir verkakona, 8. Guðmundur
Ingi Jónatansson framkvæmda-
stjóri, 9. Sæmundur E. Andersen
skrifstofumaður, 10. Anna Margrét
Halldórsdóttir húsmóðir, 11. Anton
Yngvason stýrimaður, 12. Guðríður
Ólafsdóttir húsmóðir, 13. María
Jónsdóttir skrifstofumaður, 14.
Kristinn Jónsson bifvélavirki.
Fréttaritarar
Dalvík;
Listi Alþýðu-
bandalagsins
og annarra
vinstri manna
Dalvík.
LAGÐUR hefur verið fram listi
Alþýðubandalagsins og annarra
vinstri manna á Dalvík við næstu
bæjarstjómarkosningar. Alþýðu-
bandalagið á einn fulltrúa í
bæjarstjóm Dalvíkur. Listann
skipa eftirtaldir:
1. Svanfríður Jónasdóttir bæjar-
fulltrúi, 2. Jón Gunnarsson fram-
leiðslustjóri, 3. Sigríður Rögnvalds-
dóttir skrifstofumaður, 4. Kristján
Aðalsteinsson yfirkennari, 5. Ottó
Jakobsson framkvæmdastjóri, 6.
Þóra Rósa Geirsdóttir kennari, 7.
Einar Emilsson trésmiður, 8. Gunn-
ar Randversson tónlistarkennari,
9. Herborg Harðardóttir verslunar-
maður, 10. Fjóla Magnúsdóttir
verkamaður, 11. Amþór Hjörleifs-
son skipstjóri, 12. Elín Rósa Ragn-
arsdóttir sjúkraliði, 13. Jóhannes
Haraldsson skrifstofumaður, 14.
Ami Lámsson verkamaður.
Fréttaritarar.
dóttir og Steinn Bjamason og
bjuggu þau að Hálshúsum í Vatns-
fjarðarsveit. Árið 1896 brann íbúð-
arhúsið að Hálshúsum, þá varð að
leysa heimilið upp vegna mikillar
ómegðar, en þau systkinin voru þá
orðin 10 talsins. Guðbjörg, þá 10
ára gömul, var send til prestshjón-
anna í Vatnsfirði til að gæta bama
og var hún þar að mestu til fullorð-
insára. Árið 1910 gekk hún að eiga
Jón Ólason frá Þúfum. Hann hafði
þá numið söðlasmiði hjá Leó Eyj-
ólfssyni á ísafirði og hófu þau bú-
skap að Bjamastöðum í Isafirði.
Tveimur til þremur ámm síðar
fluttu þau að Galtarhrygg í Heydal
í Reýkjafjarðarhreppi. Þar bjuggu
þau til 1930 að Jón andaðist.
„Guð minn góður, ég vildi ekki
þurfa að lifa það aftur,“ segir
Guðbjörg, „okkur kom svo vel
saman og svo missti ég hann frá
öllum bamahópnum." Þau hjónin
eignuðust 11 böm og vom sjö þeirra
í foreldrahúsum þegar Jón lést. Það
er auðséð að Guðbjörgu verður
mikið um að rifja upp þessar gömlu
erfiðu minningar..
Á eftir komu erfíðir tímar. Heim-
ilið var gert upp og bömunum
komið fyrir sitt á hvað nema einum
pilti, Óla, sem hún fékk að hafa
með sér í húsmennsku þar til hann
gat farið að sjá fyrir sér sjálfur.
En lífskrafturinn og andlegur
styrkur vörðuðu líf hennar. Um
Guðbjörg Steinsdóttir
sjötugt hóf hún að búa með Pétri
Jónssyni í Miðhúsum í Súðavík og
hélt með honum heimili í 19 ár þar
til hann dó. Eftir það bjó hún um
nokkurra ára skeið hjá Kjartani
syni sínum í Eyrardal í Álftafirði.
Um nírætt fór hún til dvalar á elli-
heimilinu á ísafírði, en líkaði ekki
vistin, innan um allt þetta gamla
fólk eins og dótturdóttir hennar,
Elín Magnfreðsdóttir, komst að
orði.
Fór hún þá til Reykjavíkur og
dvaldist hjá bömum sínum um tíma.
En 1980 flutti hún aftur á elliheim-
ilið og hefur verið þar síðan.
Úlfar
„Fallegar söngraddir á ís-
landi en tækninni ábótavantu
hjá austur-þýsku stjórninni þar
sem hún þjálfi upp söngvara sem
taka eigi þátt í söngkeppnum
erlendis. „Eg vildi breyta til og
vinna með fólki sem komið er á
toppinn og búið er að læra þetta
hefðbundna í skólanum." Þá tekur
hún jafnframt þátt í sumamám-
skeiðunum, sem fram fara í
Weimar árlega.
Kolbrún á Heygum, hálffær-
eysk að ættum, lét ekki námskeið-
ið fram hjá sér fara, en hún er
— segir Hanne Lore Kuhse, Wagner
söngkona frá Berlín
í kvöld, síðasta vetrardag, verða söngtónleikar í Fríkirkjunni
í Reykjavík. Efnt er til þessara tónleika í tilefni af söngnám-
skeiði, sem staðið hefur yfir i Reykjavík siðustu átta daga.
Kennari er prófessor Hanne-Lore Kuhse, Wagner-söngkona frá
Berlin, en hún er íslendingum að góðu kunn fyrir kennslu sína
á alþjóða tónlistarnámskeiðinu í Weimar í Austur-Þýskalandi. Á
tónleikunum koma fram 12 nemendur prófessorsins er tekið hafa
virkan þátt í áðumefndu námskeiði. Undirleik á píanó annast þær
Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir.
„Ég er mest hissa á því hvað
þið íslendingar eigið margar fal-
legar söngraddir, bæði karl- og
kvenraddir allt frá bassa upp í
sópran. En, eins og alls staðar
úti í heimi, er það tæknin sem er
ábótavant. þá fínnst mér áberandi
hvað margir tenórar virðast vera
hér í þessu litla landi en í austantj-
aldslöndunum má segja að það
sé náttúrulögmál að meira fari
fyrir hinum hefðbundnu karlrödd-
um,“ sagði Hanne-Lore.
Hanne-Lore hefur sjálf sungið
í yfir 30 ár auk þess sem hún
hefur kennt við tónlistarháskóla
í Austur-Berlín. Sjálf lærði hún í
Rostock Stemsches-tónlistarhá-
skólanum í Berlín. Eftir námið,
árið 1951, bauðst henni strax
samningur hjá óperu og vom
fyrstu hlutverk hennar þar Leo-
nora í Fidelíó og Torandot eftir
Puccini. Hún er best þekkt sem
Wagner-söngkona enda hefur hún
sungið fjölda hlutverka í verkum
eftir hann. Önnur þekkt hlutverk
sem hún hefur sungið em m.a.
Næturdrottningin úr Töfraflau-
tunni eftir Mozart, Lady Macbeth
eftir Verdi og einnig hlutverk í
Grímudansleik og II Trovatore
eftir Verdi. Hún hefur einnig
komið nálægt Strauss-óperam.
Aðspurð um uppáhaldshlutverkin
sagði hún að þau væm mörg, en
nefndi þó Isolde úr „Tristan og
Isolde" eftir Wagner, Lady Mac-
beth og Marschallin úr „Ros-
enkavalier" eftir Strauss.
Hanne-Lore hefur gefið út
fjölda hljómplatna og haldið
hundmð tónleika viða um heim,
bæði austantjalds og vestan.
„Áheyrendur em alls staðar eins
ef þeim líkar við það sem boðið
er upp á.“ Hanne-Lore syngur lítíð
núorðið en leggur áherslu á
kennsluna. Hún segist vera hætt
að starfa sem kennari við tónlist-
arháskólann, en sé nú á samningi
Kolbrún á Heygum nýtur hér tilsagnar söngkonunnar á námskeið-
inu
einmitt einn þeirra íslendinga sem
farið hafa á söngnámskeið til
Weimar til Hanne-Lore. Kolbrún
Hanne-Lore er hér að segja Birni Bjarnasyni til. Píanóleikarinn
er Þóra Friða Sæmundsdóttir.
útskrifaðist frá Söngskólanum í
Reykjavík fyrir þremur ámm síð-
an og segist syngja m.a. í ljóða-
kómum og á hinum og þessum
samkomum sem til falla. „Það er
stórkostlegt að fá tækifæri til að
njóta tilsagnar slíks listamanns.
Hún er tæknilega mjög fær og
virðist gjörsamlega kunna allt
utanbókar kannski er þetta
einhvers konar náttúmgáfa,"
sagði Kolbrún.
Bjöm Bjömsson hefur verið
nemandi í Nýja tónlistarskólanum
hjá Sigurði Demetz Franssyni
undanfarin fímm ár og var ekki
síður hrifinn af því sem Hanne-
Lore hafði að segja en aðrir á
námskeiðinu. „Éggæti vel hugsað
mér að hitta hana aftur. Hún
þekkir inn á alla tónlist. Hún veit
svo mikið um tónlist að ég er viss
um að hún gæti þess vegna verið
hljómsveitarstjóri. Þegar svona
listamenn koma hingað til okkar
sjáum við vel hvar við stöndum.
Það leynir sér ekki að Hanne-Lore
er aðalstjarnan þama fyrir aust-
an.
Við eigum til mikið af góðu
söngfólki hér og sífellt bætast
fleiri í hópinn enda söngurinn
göfgandi og mannbætandi. Kven-
fólkið hefur þó enn afgerandi
forystu á söngsviðinu enda þarf
ógurlegan þráa til að halda þetta
nám út og þurfa söngkennaramir
að vera nokkuð klókir í því að
plata menn áfram þeir verða
að hrósa manni mátulega mikið,"
sagði Bjöm.
í
i
i
f
í
1
*
V