Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 27
afar einfaldur og auðvelt er að gera sér glögga grein fyrir væntanlegri greiðslubyrði. Lagt er til að árlegum gjalddögum verði fjölgað úr tveim- ur, eins og nú er, í fjóra. Er það gert til þess að jafna greiðslubyrð- inni á árið. 11. Umnámsstyrki. Eins og áður greinir munu um 15% af heildarúthlutunum Lána- sjóðsins ekki endurgreiðast sam- kvæmt gildandi lögum. Þannig er nú verið að úthluta styrkjum til námsmanna, sem því nemur. Eins og nú er í pottinn búið er það alls- endis óvíst nákvæmlega hverjir styrkina hljóta fyrr en að liðnum 40 árum frá upphafi endurgreiðslu. Ljóst er þó að aðaláhrifavaldamir em: fjárhæð láns að námi loknu og tekjur á endurgreiðslutíma. Mennt- un er þjóðhagslega hagkvæm. Ekki er það einungis viðkomandi náms- maður sem alltaf nýtur hagnaðarins heldur einnig þjóðfélagið allt. Meðal annars með hliðsjón af þessu þykir eðlilegt að leggja til að tekið verði upp víðtækt, markvisst styrkja- kerfi. Styrkimir verði kallaðir styrkir en ekki lán, svo sem nú er, og ákveðið verði fyrirfram hveijir hljóti þá. Einnig er lagt til að lítill hluti styrkfjár Lánasjóðsins verði notaður til þess að verðlauna náms- menn, sem skara framúr. Lagt er til að styrkir Lánasjóðsins verði með þrennu móti. a. Ferðastyrkir til námsmanna, sem em í lánshæfu námi og verða að stunda nám fjarri heimilum sín- um. Em það svipaðir styrkir og ferðastyrkir samkvæmt núgildandi lögum. b. Námsstyrkir til framhalds- náms á háskólastigi. Styrkir þessir em til þess að stuðla að því að námsmenn fari í framhaldsnám að loknu háskólanámi, án þess að þurfa að safna óhæfilegum náms- skuldum. Ekki er gert ráð fyrir því að námsstyrkir rýri rétt manna til námslána. c. Námsstyrkir til þeirra, sem ljúka lokaprófi á framhaldsskóla- stigi, með sérstaklega góðum árangri. Þess er vænst að styrkir þessir verði hvatning til náms- manna um að standa sig vel og leggja hart að sér við námið. Ætla má að þetta muni stuðla að betri námsárangri. Rétt er að Lánasjóð- urinn geri jafnan opinberlega grein fyrir því hvetjir hljóti slíka styrki. Ég hefi þá lokið við að skýra í stómm dráttum frá innihaldi þess frv. t.l. um LÍN, sem ég mun áfram beita mér fyrir að lögfest verði á Alþingi. Af þessari greinargerð mega menn sjá að sá áróður, sem uppi hefir verið hafður um aðför mína að námsmönnum er óhróður og út í hött. Við ætlum að halda áfram að greiða götu námsmanna með það fyrir augum að jafna að- stöðu allra til náms og að girða fyrir að nokkur verði af námi fyrir fátæktar sakir. Ég mun nú í stómm dráttum gefa upplýsingar um stöðu LÍN og áætlanir um framvindu mála hans. I. Reglugerðarbreytingar. I. Reglugerðarbreyting frá 3. janúar 1986, sem náði til lánveit- inga fyrir desember 1985 til mars 1986. Framkvæmd var miðuð við: A. ísland: Krónutala fram- færslugmnns óbreytt frá því sem er tímabilið sept.-nóv. 1985. B. Erlendis: Krónutala fram- færslugmnns óbreytt miðað við þann mynteiningafjölda sem í gildi varsept.-nóv. ágengi 30.11.85. Áhrif: Reglugerðarbreytingin fól í sér að hvorki var tekið tillit til verðlagsbreytinga í námslandi né breytinga á gengi erlendra gjald- miðla frá 30.11.85 til þess dags sem lán var veitt. Þetta hvoru tveggja leiddi til þess að áhrif reglugerðar- breytingarinnar urðu mismunandi eftir námslöndum. II. Reglugerðarbreyting frá 2. apríl 1986 sem nær tii lánveitinga fyrir apríl og maí og þar til annað verður ákveðið. Framkvæmd er miðuð við: A. ísland: Krónutala fram- færslugmnns óbreytt frá því sem var tímabilið sept.-nóv. 1985. B. Erlendis: Framfærslugmnnur hvers námslands framreiknaður (í mynteiningum) miðað við meðal- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 27 verðlagsbreytingar í viðkomandi landi (samkv. upplýsingum frá OECD) og síðan lækkaður um jafn- gildi þess sem kaupmáttur gmnn- framfærslu á íslandi hefur lækkað miðað við breytingar á framfærslu- visitölu. Lán verða greidd út miðað við gengi á þeim degi sem það er veitt. Áhrif: Með reglugerðarbreyting- unni er stefnt að því að hlutfallsleg leiðrétting kaupmáttar námslána verði sú sama í öllum námslöndum. III. Vegna umræðna um áhrif reglugerðarbreytinganna á náms- lán em hér sýndar niðurstöður samanburðar á þessum áhrifum á gmnnframfærslu í 4 löndum á námsárinu 1985-1986 í heild, m.v. 9 mánaða námstíma. 1. Áætlun um aðra liði en náms- lán hefur ekki verið endurskoðuð enn sem komið er. Samkvæmt þessari niðurstöðu þarf ríkisstjóm og Alþingi að sjá fyrir á hausti komanda 258 milljón króna Qárútvegun vegna LIN og hlýt ég nú, til að eyða allri óvissu, að lýsa yfir að ég mun beita mér fyrir að svo muni verða gert: enda hefi ég samþykkt ríkisstjómarinnar fyrir þessari yfirlýsingu. 3. Rekstur skrifstofu Í meginatriðum hefur verið unnið að endurskipulagningu á skrifstofu LÍN á gmndvelli hugmynda Hag- vangs sem fram komu í drögum að skipuriti verka í febrúar sl. Hér á eftir er getið um nokkur atriði. I. Skipulag Grunnframfærsla í ísl. kr. fyrir námsárið 1985-1986 í heild ísland USA Danmörk 1 y-Þýzkal. Án reglugerðarbr. 202.539 300.727 199.700 191.416 Með reglugerðarbr. 188.136 287.717 187.624 180.403 Mism. 14.403 13.010 12.076 11.013. Vií% 7.11 4.33 6.05 5.75 2. Áætlaðar lánveitingar LÍN 1986. I. í upphaflegri fjárhagsáætlun LÍN, sem unnin var vegna fjárlaga- gerðar fyrir árið 1986, var gert ráð fyrir að lánveitingar á árinu 1986 myndu nema um 1.655 mkr. Seinni hluta janúar var þessi áætlun end- urskoðuð með hliðsjón af reglugerð- arbreytingunni frá 3. janúar og vom áhrif hennar, miðað við að hún gilti allt árið 1986, áætluð um 220 mkr. til lækkunar. Samtímis fór fram endurskoðun á áætlun um íjölda námsmanna og leiddi það til þess að áætlunin lækkaði um 70 mkr. Áætlaðar lánveitingar hljóð- uðu því upp á um 1.365 mkr. eða 290 mkr. lægri upphæð en áður. Við þessi skilyrði og miðað við óbreytta áætlun um aðra þætti í rekstri LÍN var gert ráð fyrir að fjárvöntun sjóðsins næmi um 350 mkr. II. Samkvæmt nýlegri bráða- birgðaendurskoðun á áætluðum fjölda lántakenda á vormisseri benda fyrirliggjandi upplýsingar, sem því miður verður að taka með fyrirvara um sinn, til þess að í fyrri áætlunum hafi fjöldi lántakenda verið verulega ofmetinn og eru áhrifin á lánveitingar á árinu áætl- uð 120 mkr.1 miðað við að reglu- gerðin frá 02.04. sl. gildi út árið. Miðað við þetta og annað óbreytt, yrði fjárvöntun sjóðsins um 230 mkr. 1. Brúttó áhrif miðað við 1.655 mkr. áætlun 135 mkr. Lækkun á áhrifum reglugerðarbreytingar -r 15 mkr. og afgangur er 120 mkr. III. Ef gert er ráð fyrir því að framfærslugrunnur vegna lánveit- inga eftir 1. júní 1986 verði upp- færður miðað við verðbreytingar eftir þann tíma, samkvæmt fyrir- liggjandi verðlagsspám, er gert ráð fyrir að lánveitingar hækki um 30 mkr. (verði 1.275 mkr.) með sam- svarandi áhrifum á fjárvöntun sjóðsins (verði 260 mkr.) IV. Niðurstaðan miðað við ofan- greint verður: Lánveitingar miðað við upphaf- lega áætlun 1.655 mkr. Áhrif vegna endurmats á fjölda námsmanna (70+135) + 205 mkr. Áhrif reglu- gerðarbreytinga að teknu tilliti til endurmats á fjölda námsmanna og forsendu skv. III. (220-15-30) + 175 mkr. Áætlaðar lánveitingar 1.275 mkr. Breytingar á stjómskipulagi og verkaskiptingu em að talsverðu leyti komnar til framkvæmda og gert er ráð fyrir að þeim verði að mestu lokið 1. júní nk. Markmið þessara breytinga er að'gera verka- skiptingu markvissari, þannig að vinnsluhraði og skilvísi í vinnslunni vaxi og skil verkþátta verði eðlilegri en nú er. II. Þjónusta Megináherslu þarf að leggja á að bæta þjónustu sjóðsins við náms- menn, auka og bæta upplýsingar til þeirra og tryggja þeim fljóta og greinargóða afgreiðslu sinna mála. Á þessum vettvangi er nú unnið að allmörgum þáttum. Þjónusta um síma og póst verður stóraukin. Afkastageta símakerfisins verður aukin og sérstakir starfsmenn verða í símaþjónustu. Gera má ráð fyrir að hagræðið af því að nota síma- þjónustuna muni létta á afgreiðslu sjóðsins. Þá er í undirbúningi að auka upplýsingastreymi til náms- manna um stöðu mála þeirra hjá sjóðnum, svo sem með því að senda þeim staðfestingu á móttöku gagna, áætlanir um lán o.s.frv. í afgreiðslu hafa mannaskipti verið tíð og í raun hafa í þessum erfiðu störfum verið þeir starfs- menn sjóðsins sem hafa minnsta reynslu og þekkingu á starfseminni. Til að bæta hér úr er nú í undir- búningi breyting á verkaskiptingu em miðast við að afgreiðsla verði í höndum þeirra starfsmanna sem reynslu hafa. Unnið er að endur- hönnun svokallaðra reiknimiða í þeim tilgangi að gera þær upplýs- ingar, sem þar koma fram um út- reikning námslána, aðgengilegri og skiljanlegri fyrir námsmenn. Sömu- leiðis stendur yfir endurhönnnun á umsóknareyðublöðum og öðrum fylgiblöðum, sem tengjast lánsum- sóknum í þeim tilgangi að fækka þeim og auðvelda notkun þeirra. Lögð hafa verið drög að því sem kalla mætti „vinnslueftirlitskerfi" sem ætlað er að fylgjast með og greina hvemig vinnsla umsókna stendur. Með því er stefnt að því að draga úr hættunni á því að mál „súmi“ í meðfömm sjóðsins. III. Tölvuvæðing Verið er að taka í notkun nýtt töluvkerfi vegna útreiknings náms- lána og mun það bæði stytta úr- vinnslutíma og skapa mun betri skilyrði til markvissrar áætlana- V. Fjárhagsáætlun LÍN 1986. ÚT Launakostn. Rekstur Afborganir Vaxtagjöld Námslán Ferðast. ---------Alls Afborganir INN Vaxtatekjur Framlög Lántökur _________Alls Fjárvöntun: Fjárlög Áætlun LÍN Bráðab. 1986 v/fjárlagag. áætlun11 LÍNap. ’86 4,9 15,6 15,6 4,3 14,0 14,0 111,6 106,5 106,5 116,1 137,7 137,7 1.062,4 1.655,9 1.275,0 58,4 58,4 58,4 1.357,7 1.988,1 1.607,2 16,5 26,2 26,2 76,2 58,3 58,3 865,0 865,0 865,0 400,0 400,0 400,0 1.357,7 1.349,5 1.349,5 638,6 257,7 gerðar og alhliða úrvinnslu úr gagnagrunni sjóðsins. Þá hefur verið ákvqðið að ráðast í gagngera endurskoðun á eldri tölvukerfum jafnframt því sem athugaðir verða möguleikar á því að tengja tölvu- kerfi LÍN við tölvukerfi þeirra aðila sem veita LÍN upplýsingar. Rétt er að taka það fram að sú u.þ.b. 10 daga töf sem orðið hefur á afgreiðslu lána nú í apríl stafar af því að ekki tókst í tæka tíð að ljúka gerð áðumefnds útreiknings- forrits, en vinna við það hófst í lok janúar. Hins vegar er ljóst að þetta forrit mun í framtíðinni auðvelda að standa við þær tímasetningar er um afgreiðslu lána gilda. IV. Annað Hafnar eru viðræður við Lands- banka íslands um hvort og þá hvemig megi auka þátttöku banka- kerfisins í starfsemi sjóðsins. Ég vil svo að lokum láta í ljós þá von mína, að við hér á hinu háa Alþingi bemm gæfu til að finna færsæla lausn á þessu máli og lát- um þá nauðsyn ganga fyrir póli- tískri skákmennsku í atkvæðatafli. Við ætlum að styðja og styrkja ís- lenzk ungmenni til náms af því sem það er áreiðanlega arðgæfasta fjár- ráðstöfun sem hugsast getur. En það er öllum fyrir beztu að agi og regla sé á öllum fjármálareiðum. Fyrir því mun ég beita mér af fullri hörku og er þess fullviss að við munum ná höndum saman við námsfólk um skipan mála, sem öllum verður fyrir bestu." Ólafsfjörður: Sjálfstæðis- menn ákveða framboðslista Ólafsfirði. ÁKVEÐINN hefur verið framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins vegna bæjarstjórn- arkosninganna í Ólafsfirði 31. maí: 1. Bima Friðgeirsdóttir húsmóðir 2. Sigurður Bjömsson lögreglumað- ur. 3. Óskar Þór Sigurbjömsson skóla- stjóri. 4. Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri. 5. Gísli FViðfinnsson formaður Sjó- mannafélags Ólafsfjarðar. 6. Gunnar Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri. 7. Þorsteinn Þorvaldsson sparisjóðs- stjóri. 8. Klara J. Ambjömsdóttir húsmóðir. 9. Guðmundur Þór Guðjónsson bankamaður. 10. Snjólaug Jónmundsdóttir hár- greiðslumeistari. 11. Aðalheiður Jóhannsdóttir hús- móðir. 12. Þorbjöm Sigurðsson stýrimaður. 13. Ingibjörg Guðmundsdóttir verka- kona. 14. Jakob Ágústsson rafveitustjóri. Sinavik í Reykjavík: Gefur Umsjónarfélagi ein- hverfra barna 45.000 kr. Þann 17. apríl síðastliðinn afhenti Sinavik í Reykjavík Umsjónarfélagi einhverfra bama 45.000 krónur að gjöf. Peningunum verður varið til að styrkja foreldri úr hópi félagsmanna til farar á samnorrænt vinnuþing í Finnlandi, þar sem fagfólk fjallar um meðferð og kennslu einhverfra bama. Á myndinni em stjómir félaganna og var hún tekin við þetta tækifæri. EGG-leikhúsið: Aukasýningar á Ellu MORGUNBLAÐINU hef ur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá EGG-leikhúsinu: „Vegna mikillar aðsóknar og Qölda áskorana, verða tvær auka- sýningar á leikritinu Ella eftir H. Achternbusch í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar, sem EGG-leikhúsið hefur sýnt að undanfömu, en síð- ustu sýningar áttu að vera um síð- ustu helgi. Fyrri aukasýningin verður á fimmtudag (sumardaginn fyrsta) og hefst kl. 21:00 og hin seinni sunnudaginn 27. apríl og hefst hún kl. 17:00. Sýning EGG-leikhússins á ELLU þykir all nýstárleg og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Með hlutverkin fara Kristín Anna Þórarinsdóttir og Viðar Eggertsson og víkja þau ekki af sviðinu meðan á sýningunni stendur, frekar en hænumar sex sem þar vappa um. Sýningamar verða sem fyrr í leik- húsinu, kjallara Hlaðvarpans, Vest- urgötu 3.“ Drangey seldi í Cuxhaven SKUTTOGARINN Drangey frá Sauðárkróki seldi afla sinn á þriðju- dag í Cuxhaven. Drangey seldi alls 130 lestir, mest kola en einnig ufsa og þorsk. Heildarverð var 5.903.500 krónur, meðalverð 45,46. Tvö skip til viðbótar selja afla sinn erlendis í þessari viku. m A <£ Gódcm daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.