Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 3 4.300 taka samræmd próf Nemendur í 9. bekkjum grunnskólanna eru önnum kafnir þessa vikuna, þar sem samræmdu prófin standa nú yfir. Á mánudaginn var tekið próf í ensku, í gær var dönskuprófið tekið, í dag er próf- að í stærðfræði og á föstudaginn i íslensku. Tæplega 4.300 nemendur þreyta prófin að þessu sinni. Nígería: Hreyfing komin á skreiðarsölu Sala hertra hausa gengur sæmilega Landsvæði Hveragerð- ishrepps á þrotum AÐ SÖGN Karls Guðmundssonar sveitarstjóra Hveragerðishrepps verður hreppurinn búinn að byggja á öllu landsvæði sínu eftir 10-15 ár. Hreppurinn hefur fal- ast eftir landi hjá Ölfushreppi. „Okkur sárvantar land og hefur vantað það í mörg ár,“ sagði Karl. „Miðað við íbúaþróun undanfarin 40 ár höfum við fyrirsjánlegt land- svæði til íbúðahúsabygginga næstu 10 árin. Það er lítil framtfð í því að sjá ekki lengra fram í tímann. Við höfum lengi leitað eftir því við Ölfushrepp að fá land neðan þjóð- vegar, við litlar undirtektir og engin lausn á því máli er fundin enn.“ UM ÞESSAR mundir er verið að flytja út talsvert af hertum fisk- hausum til Nígeríu og nokkuð af skreið. Þrátt fyrir það lætur nærri að skreiðarbirgðir I landinu séu tæpiega 200.000 pakkar og 70.000 til 100.000 af hausum. Verð fyrir þessar afurð- ir er nú um og yfir 30% lægra, en þegar bezt lét. Nígeríumenn skulda íslendingum um 240 miHj- ónir króna fyrir skreið, sem flutt hefur verið þangað. íslenzka umboðssalan hefur að undanfömu flutt út 3.000 pakka af skreið og 11.000 af hausum og í vikunni verða lestaðir hér um 25.000 pakkar af hausum til við- bótar. Allt er þetta selt gegn stað- festum ábyrgðum. Samkvæmt upplýsingum Skreiðardeildar Sam- bandsins hafa frá áramótum verið fluttir utan 5.000 pakkar af skreið og 16.000 af hausum og í næstu viku fara 5.000 pakkar af hausum utan til viðbótar. Ábyrgðir hafa borizt fyrir þessu magni. Vonir standa til að frekari útflutningur verði á næstunni. Skreiðarsamlagið og íslenzka umboðssalan hafa náð samningum um sölu á 14.000 pökk- um af skreið og 5.250 pökkum af hausum og fer það utan á næst- unni. Stærri hluti þessa magns kemur í hlut Skreiðarsamlagsins. Mikíð um sinubruna í gær MIKIÐ var um sinubruna í Reykjavík og nágrenni i gær. Að sögn varðstjóra hjá slökkvi- liðinu var í mörgum tilfellum um að ræða fullorðið fólk, sem hafði ætlað að brenna kanta hjá sér, en síðan misst eldinn út úr hönd- unum á sér þegar aðeins fór að hvessa. Ekki var vitað um umtalsvert tjón af völdum þessara sinubruna, nema að gróður skemmdist eitthvað á stöku stað. Mestur var eldurinn við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Slökkvilið og lögregla varar ein- dregið við sinubrunum þessa dag- ana þar sem jörð er mjög þurr. Þarf lítið út af að bregða til að lít- ill neisti geti orðið að stóru báli, sem getur valdið miklu tjóni á mann- virkjumoggróðri. Greiðslur fyrir þessa skreið eru tryggðar með víxlum til 6 mánaða í London. Þrátt fyrir að lítillega sé að losna um skreiðina og sala á hertum hausum gangi þokkalega, er ljóst ap tap framleiðenda er verulegt, þar sem útflutningur hefur verið lítill sem enginn sfðustu árin, en birgðir miklar. Vegna mikils fram- boðs á skreið, bæði héðan og frá Noregi og lítillar greiðslugetu Níg- eríumanna hefur verðið Iækkað um ogyfir 30%. _ oct \/\nKonö • ós^f&K^endaV mbtgors, sem W 9 ^öana ___________ „ „vdtert ' pað et ne^a e^mtUegu spat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.