Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 48 Minning: Sigurður Jónsson 'framkvæmdasijóri Fæddur 23. maí 1916 Dáinn 16. apríl 1986 Að morgni 16. þ.m. andaðist í Landakotsspítala Sigurður Jónsson frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Hann fæddist 23. maí 1916 oghefði því orðið sjötugur í næsta mánuði. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Guðný Jónsdóttir og Jón Björgólfs- son. Bæði áttu þau ættir að rekja *til séra Einars prests og sálma- skálds í Heydölum. Guðný fæddist á Hóli í Breiðdal 30. október 1891, voru foreldrar hennar hjónin Helga Eyjólflna Þorvarðardóttir og Jónas Erlends- son. Ung var hún tekin í fóstur af þeim hjónum Björgu Björnsdóttur og Áma Bimi Ámasyni á Dísa- staðaseli í Breiðdal. Jón fæddist í Snæhvammi í sömu sveit 5. mars 1881, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Björgólfs Stefánssonar bónda þar, síðar bónda að Kömbum í Stöðvarflrði. Þessi ár vom bammörgum §öl- jskvldum þung í skauti og 5 ára gamall fer Jón í fóstur að Þorvalds- stöðum. Þessi fósturheimili reynd- ust til fyrirmyndar og til marks um það hversu fósturbömin unnu sín- um fósturmæðrum er það, að allar dætur þeirra utan ein, heita Björg að seinna nafni svo sem þær hétu báðar. Frá Þorvaldsstöðum fór Jón aldrei meðan hann lifði. 1915 kaupir hann bú þeirra fóst- urforeldra sinna en þau voru Björg Stígsdóttir og Sigurður Guðmunds- ^son, sem auk búskaparins stundaði silfursmíði. Þetta ár, 1915, andast fóstra Jóns. Tók þá Guðný við bús- forráðum á Þorvaldsstöðum og giftu þau sig hið sama ár. Sigurður fóstri Jóns dvaldi áfram í skjóli þeirra hjóna ásamt dreng er hann hafði einnig tekið í fóstur, Pétri Guðmundssyni, og var um 10 ára er þetta gerðist. Þessi drengur dvaldi svo á Þorvaldsstöðum til fullorðinsára og var sem einn af systkinunum. Þar dvaldi og móðir Jóns með yngsta son sinn en hún hafði þá misst mann sinn og son með stuttu millibili. Einnig átti þar skjól hin síðustu ár sín fósturfaðir Guðnýjar er hann var ekkjumaður orðinn og einnig bróðir hans. Fleiri >gamalmenni nutu þar athvarfs og aðhlynningar til hinsta dags að lokinni starfsævi, því margt var hjúa á heimilinu svo sem títt var á stórum búum þeirra tíma. Þorvaldsstaðir er innsti bær í Norðurdal í Breiðdalshreppi. Jörðin stór og afréttarlönd hennar liggja að þremur hreppum. Það þurfti atorku og mannafla til að nytja þessa stóru jörð. Þessi upptalning hér að framan er aðeins til að skýra það úr hvaða farvegi Sigurður Jóns- son var sprottinn og inn í hvaða umhverfí hann fæðist, sem elsta bam sinna foreldra. En bömin á Þorvaldsstöðum urðu alls 13, þann- gjig að menn geta gert sér í hugar- lund að snemma hvíldi á herðum hans erfíði og nærri ofurmannleg ábyrgð sem mundi hafa bugað margan ungling. En það var íjarri Sigurði að bugast og hann var þessum vanda vaxinn, að vera sá stóri bróðir sem allir gátu leitað til um ráð og hjálp. Axlaði hann snemma byrðar bústjómar ásamt móður sinni í fjarveru föður síns sem var hlaðinn trúnaðarstörfum fyrir sveit og sýslu og þurfti því oft að vera fjarverandi. Sigurður hinn stóri bróðir varð ^þannig stoð og stytta heimilisins og það hélst áfram þótt hann flytti að heiman og hinir næstu í röðinni tækju við hans hlutverki á búinu. Hann hélt áfram að vera sá sem allir gátu leitað til og kvabbað á með stórt og smátt, vinir, kunningj- ar og vandamenn. Sigurður varð snemma bók- 'Vhneigður, enda gott safn bóka á heimilinu og mikið lesið. Gamla fólkið er þama dvaldi heill hafsjór af sögum og ljóðum og hafði á hraðbergi sagnir frá gamalli tíð. Þetta drakk Sigurður í sig í upp- vextinum sem bam og unglingur, enda fannst mér alltaf að hann væri stóri hlekkurinn, tengiliður okkar yngri systkinanna við fortíð- ina, því flest þetta gamla fólk var horfið til feðra sinna í okkar upp- vexti, enda aldursmunur 20 ár á elsta og yngsta systkini. Ungur fór Sigurður í Alþýðuskólann á Eiðum og ætla ég að það hafl verið honum dijúgt veganesti út í lífið. En best mun honum hafa dugað sjálfsnám- ið, því hann var alla tíð bókelskur maður og unni sögnum og ljóðum svo að sjaldgæft má telja. Svo var hann vel að sér í sögu að langskóla- gengið fólk mátti vara sig að etja við hann kappi á þeim vettvangi. Hafði hann og mjög gaman af að ræða þessi fræði svo og ættfræði við sína líka. Fannst manni stundum sem hinir fomu kappar og söguhetj- ur stigju fram ljóslifandi. Enda ræddi hann þær ekki sem söguper- sónur, heldur var því líkast að hann væri að ræða fólk sem hann gjör- þekkti eins og nágranna í næsta húsi. Sigurður hafði ákveðnar skoðanir og var reiðubúinn að beijast fyrir sannfæringu sinni ef á þurfti að halda. Samviskusamur var hann með afbrigðum og sem títt er um slíka menn hlóðust á hann hvers- konar trúnaðarstörf. Var það fjarri honum að skerast undan erfiði og ábyrgð, því slíku hafði hann vanist frá blautu bamsbeini. Um laun var ekki spurt. Sem fyrr er sagt vann Sigurður á búi foreldra sinna fram yfir tví- tugt. Um 1939 ræðst faðir okkar í að byggja stórt og mikið timburhús á Þorvaldsstöðum. Var Sigurður að sjálfsögðu ein aðaldriffjöðurin í þeim framkvæmdum. Keypti hann þá vörubifreið til aðdrátta á bygg- ingarefninu. Um 1941 ræðst hann í að kaupa 18 manna bifreið til fólksflutninga ásamt tveimur bræðra sinna. Var þetta taumlaus bjartsýni á þeim tíma, því varla var þá vegspotti sem heitið gæti því nafni niður á fírðina. Á þessum bfl hélt hann samt uppi áætlunarferðum að minnsta kosti í 2 sumur til Seyðisfjarðar. En ekki lét hann sitja víð það heldur mun hann einnig vera frumkvöðull að farþegaflutningum með rútu milli Breiðdalsvíkur og Reykjavíkur, og mun sú ferð þeim minnisstæð er hana fóru. Enda talið ógerlegt. Rútuna leigði hann svo á vetuma til meiraprófs, sem þá var eingöngu þreytt í Reykjavík. Var hann og með þennan bíl til hverskonar keyrslu t.d. fyrir herinn. En þá var mikill skortur á bflum í Reykjavík sakir stríðsins. Uppúr þessu flendist Sigurður í Reykjavík. Réðst hann næst til bílastöðvarinnar Heklu í Lækjargötu, var þar. fyrst með leigubíl en tekur síðan að aka Hreðavatnsrútunni á vegum Heklu. Síðar er Hekla lagðist niður gerðist hann bílstjóri hjá Bifreiðastöð Steindórs um langt árabil. Keyrði þá t.d. Hafnarfjarðarstrætó, einnig suður með sjó en lengst til Stokks- eyrar og Eyrarbakka. Voru þetta oft erfiðar ferðir í ófærð og vondum veðmm, kom sér þá vel þrek og óbilandi kjarkur Sigurðar á hveiju sem gekk. Þó kom þar að hann varð að hætta akstri sökum at- vinnusjúkdóms bifreiðastjóra, bak- veiki. Þá reisir hann verslunar- og íbúðarhús á Melabraut 57 og hefur búið þar síðan. Þama á Melabraut- inni rak hann verslun um árabil ásamt Qölskyldu sinni, þar til hann fór að aka sendiferðabifreiðum. Fyrst á Sendibílastöðinni en síðustu árin starfaði hann hjá Trausta, fé- lagj sendibílastjóra, þar sem hann gegndi trúnaðarstörfum meðan heilsa og kraftar leyfðu. Kvæntur var Sigurður Ástu Gunnsteinsdóttur frá Nesi við Sel- tjöm, dóttur hjónanna Sólveigar Jónsdóttur og Gunnsteins Einars- sonar bónda og skipstjóra. Sigurður og Ásta gengu í hjóna- band 10. janúar 1945. Þeim varð 4 bama auðið en 2 þeirra dóu í frum- bemsku, en á lífi em: Sólveig hús- móðir á Seltjamamesi, gift Omari Bjámasyni verkstjóra hjá símanum. Þeirra böm eru: Ástríður Kristín, Sigurður og Ólafur. Gunnsteinn byggingatæknifræðingur, kvæntur Guðbjörgu Jónu Hermannsdóttur hjúkmnarfræðingi, þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Margréti. Fóstur- son áttu þau einnig Sigurður og Ásta, Jón Ómar Jóhannsson. Var hann hjá þeim frá fermingu til þess er hann sjálfur stofnaði sitt heimili. Mjög var kært með þeim Sigurði og mun hann hafa litið á þau hjón sem foreldra. Fjölskylda Sigurðar var honum það athvarf er aldrei brást til hinstu stundar í stormum lífsins og veik- indastríði síðustu ára. Kona hans, Ásta Gunnsteinsdóttir, hefur að hætti góðra kvenna reynst hans styrka stoð og sterkust þá mest á reyndi. Böm, tengdaböm og bama- böm eiga á bak að sjá föður og afa sem var óþreytandi í ást sinni og umhyggju fyrir þeim til hinstu stundar. Umhyggja hans náði lengra og vom lítil takmörk sett, systkini, vinir og vandamenn, allir eiga minningar um manninn sem alltaf var reiðubúinn að gera greiða. Systkinabömin litu á Sigga frænda sem einskonar allsheijar afa. Ég vil að lokum færa þakkir frá okkur systkinunum, mökum okkar og bömum. Samúðarkveðjur send- um við þér, Ásta mín, bömum, tengdabömum og sér í lagi afaböm- unum. Síðasta setningin sem ég heyrði bróður minn segja var: „Eg vildi að ég gæti séð eitthvað í kringum mig.“ Ég trúi að nú hafí sú ósk ræst. Þökk fyrir allt. Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum. „Oft er sannleikur eyrum beisk- ur.“ Það er eins og dauðinn komi okkur alltaf á óvart, jafnvel þótt manni bjóði í gmn hvers megi vænta eftir langvarandi veikindi eins og Sigurður vinur minn og svili varð að heyja. Nú er Sigurður til moldar borinn í dag. Mig langar aðeins til að minnast hans með örfáum orðum, ég rifja ekki upp æviferil hans, það verður af öðmm gert. Sigurður var fæddur á Þorvalds- stöðum í Breiðdal 23. maí 1916, sonur hjónanna Guðnýjar Jónas- dóttur og Jóns Björgúlfssonar, bónda. Systkinahópurinn var stór, 13 talsins, og var Sigurður elstur, svo nærri má geta að snemma hefur þurft að taka til hendi. Hann sagði mér margt úr sinni heimabyggð og ég ætla, að eftir því sem ámnum fjölgaði hafl hugurinn verið sterkari á heimaslóðum. Sigurður var fyrstur manna að aka á stómm hópferðbfl austan frá Breiðdal til Reykjavíkur 1941 og lýsir það sér hve hörkuduglegur hann var og lét sér ekki allt fyrir bijósti brenna að fara slæma eða enga vegi, það var mikið þrekvirki. Þeir sem fæddust fyrst á þessari öld hafa með sanni lifað tvenna tíma, breytingu á atvinnu- og þjóð- lífsháttum, sem ekki höfðu breyst mikið um aldir og ólust upp við rótgróna bændasamfélagsmenn- ingu. Hann fór á héraðsskólann á Eiðum og var þar í tvo vetur. Frá þeim tíma átti hann margar mjög skemmtilegar minningar, enda var hann mikill bókamaður, las mikið af öllum fræðibókum, sem hann komst yfír að lesa og átti gott bóka- safn, tel ég að hann hafl kunnað íslendingasögumar og fomaldar- sögu Norðurlanda utanbókar, enda furðaði mig oft á því, hvað hann hafði sterkt minni á allt sem hann las. Upp úr 1940 kom hann til Reylq'avíkur og fór að stunda vinnu hér á vetuma en var með hópferða- bfl á sumrin fyrir austan, sem þeir bræður áttu. 10. janúar 1945 steig Sigurður sitt gæfuspor er hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ástu Gunn- steinsdóttur. Foreldrar hennar vom Sólveig Jónsdóttir og Gunnsteinn Einarsson, skipstjóri og hreppstjóri frá Nesi við Seltjöm. Þau Ásta og Sigurður eignuðust 4 böm, 2 dóu í frumbemsku en hin em Sólveig, gift Ómari Bjamasyni, símaverk- stjóra og Gunnsteinn, tæknifræð- ingur, kvæntur Guðbjörgu Her- mannsdóttur, hjúkmnarfræðingi, og em bamabömin fjögur. Á þessum ámm ók hann áætlun- arbflum fyrst frá bifreiðastöðinni Heklu, en síðar Steindóri. En árið 1954 veikist hann og var frá vinnu á annað ár, en þegar hann fór að ná sér stofnaði hann verslunina Steinnes á Seltjamamesi og rak hana í 14 ár, fyrst í leiguhúsnæði en byggði síðan sína eigin verslun, síðan selur hann hana og fer að aka sendibfl á Sendibflastöðinni hf. og jafnframt byijar hann í starfí hjá Trausta, sem er stéttarfélag sendibflsljóra. Sigurður var einstaklega vandað- ur og samviskusamur maður. Hann var hæglátur, en hafði ákveðnar skoðanir og kaus að vinna að þeim með hógværð. Oft var róðurinn þungur eins og vill vera hjá þeim sem fara fyrir, en Sigurður hélt sínu striki í rólegheitum, en með festu. Þannig reyndist hann mér og mín- um í félagsskap tengdafólks síns og hafí hann þökk fyrir það allt. Þessi fátæklegu orð em þakklætis- vottur til Sigurðar vinar míns. Flest bendir í þá átt að saga hvers og eins sé þar með ekki öll, þótt önn dagsins á okkar jörð sé að baki. Svo votta ég Ástu konu hans og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð, og kveð hann með ljóðlínun- um alþekktu. Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvfla sig og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða kringum þig. (Þ.E.) Guðm. Gunnarsson Sigurður Jónsson var kjörinn í stjóm Trausta f aprílmánuði 1971, ásamt Friðriki Guðjónssyni og undirrituðum. Strax á fyrsta stjóm- arfundi var Sigurður kjörinn for- maður og hélt hann því sæti alla tíð síðan, eða þar til að hann gaf ekki kost á sér í stjóm lengur, sökum heilsubrests, vorið 1985. Á þeim aðalfundi var hann einróma tilnefndur heiðursfélagi Trausta, sá fyrsti og eini, sem hefír hlotið þá viðurkenningu af hálfu sendibíl- stjóra. Á þessu tímabili, eða í 14 ár, veitti hann forystu hagsmunabar- áttu sendibílstjóra, auk þess sem hann átti sæti í framkvæmdastjóm Bandalags íslenskra leigubílstjóra (BÍLS). Hann sat í stjóm Lífeyris- sjóðs leigubflstjóra, o.fl. trúnaðar- störf sá hann um á vegum þessara samtaka. Það gefur augaleið, að slíkur maður hefír notið mikils trausts og hika ég ekki við að staðfesta það. Sigurður var á margan hátt sér- stakur maður. Karlmennska og drenglyndi vom áberandi í fari hans, hann var gjörhugull og afar traustur maður, mjög víðlesinn. Fomsögumar vom þó ætíð ofarlega í huga hans og hefi ég ekki fyrir hitt neinn þann mann, sem tók honum fram á því sviði. Sama hvort var í íslendingasögunum, Land- námu eða Sturlungu, allstaðar var Sigurður með á nótunum. Helstu ættir frá landnámstíð hafði hann á sínu valdi, auk þess sem hann var frábærlega staðkunnugur. Smám saman hlóðust störfín á Sigurð, því að félagamir í Trausta leituðu mjög til hans með vandamál sín. Hann var líka ætíð reiðubúinn til hjálpar þeim. Seinustu árin vann hann fullt starf á skrifstofu Trausta í því hús- næði, sem hann hafði forgöngu um að félagið keypti í Hrejrfílshúsinu og á nú orðið skuldlaust. Þessi ráð- stöfun hefír stórbætt alla aðstöðu og er félaginu mikill styrkur. Sigurður naut álits hjá þeim valdsmönnum, sem okkar störf bfl- stjóranna heyra undir, hann fékk ýmsum málum til leiðar komið, sem til heilla horfðu fyrir land og lýð, enda höfðu þessir heiðursmenn skilning á atvinnumálum þjóðarinn- ar og gerðu sér grein fyrir mikil- vægi samgangna og vömdreifíngar. Þetta vom jú Austfírðingar og vissu deili á honum. Sigurður var frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal S-Múlasýslu Hann varð þó að hasla sér nýjan starfsvöll í þéttbýlinu, eins_ og svo margir sveitadrengir á íslandi hafa gert. Hugur og hjarta vildi þó oft hvarfla til átthaganna og hinna fögm byggða Austurlands, sem hann unni mjög. Hann hafði tileinkað sér hinn gamla anda ungmennafélaganna, sem höfðu að kjörorði „íslandi allt“. Þeir bröltu gjaman upp á heiðar í frítímum sínum, til þess að reisa sæluhús og enginn spurði um kaup, þannig var Sigurður í sinni. Hann bar hag sendibílstjóra mjög fyrir bijósti og vann þeim af trú- mennsku allt fram í andlátið. Við sem skipum stjóm Trausta núna, Sigmar Ákason formaður, Friðrik Guðjónsson gjaldkeri, Ingólfur Finnbjömsson ritari og Guðlaugur Gíslason varaform. fæmm alúðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu allra sendibflstjóra og fyrir þeirra hönd, um leið og við flytjum Ástu Gunnsteinsdóttur, konu hans, Sól- veigu og Gunnsteini, bömum þeirra hjóna, sem ogöðmm vandamönnum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim Guðsbless- unar á ókomnum árum. Fyrir hönd Trausta, stéttarfé- lags sendibílstjóra, Ingólfur Finnbjörnsson. 16. apríl lést góður vinur og fé- lagi, Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri Trausta, félags sendibílstjóra. Sigurður fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 23. maí 1916 og hefði orðið sjötugur í næsta mánuði, hefði hann lifað. Hann var sonur hjónanna Jóns Björgúlfssonar bónda og Guðnýjar Jónasdóttur, elstur þrettán bama. Þó svo að Þorvaldsstaðir væm innsti bærinn í Norðurdal,. þá var þar mjög gest- kvæmt og létt yfír fólki. 1941 keypti Sigurður með bræðr- um sínum 18 manna Chevrolet rútu. Alla tíð síðan hefur það verið uppá- haldstegund hans enda sagði hann eitt sinn þegar læknar vom búnir að koma honum aftur á fætur eftir veikindi að lengi mætti lappa upp á gamlan Chevrolet. Á þessum bfl sínum fór hann til Reykjavíkur fyrstur manna akandi úr Breiðdal. Þar kynntist hann konu sinni, Ástu Gunnsteinsdóttur, fædd í Nesi á Seltjamamesi. Þar bjuggu þau síð- an í farsælu hjónabandi, eignuðust fjögur böm en misstu tvö í æsku. Þau sem komust á legg em: Sól- veig, gift Ómari Bjamasyni síma- manni og eiga þau þijú böm, og Gunnsteinn, tæknifræðingur, kvæntur Guðbjörgu Hermannsdótt- ur og eiga þau eina stúlku. Næstu árin stundar hann akstur í Breta- vinnunni, með áætlunarferðir til Seyðisfjarðar, áætlunarferðir í Borgames og í tíu ár samfellt var hann rútubílstjóri hjá Steindóri. Þá var hann orðinn svo slæmur í baki að hann lá rúmfastur í eitt ár og hafði ekki heilsu til þess að byija akstur á ný. Hóf hann þá verslun á Seltjamamesi í smáum stfl fyrst, þar sem hann á hækjum smíðaði alla innréttingu sjálfur. Seinna byggði hann myndarlegt verslunar- hús á Nesinu og verslaði í 14 ár. Ekki mun hann hafa auðgast á versluninni, var of mikið ljúfmenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.