Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986
23
Vímulaus æska —
foreldrar án vímu
eftir Guðstein
Þengilsson
Hinn 8. mars sl. var haldinn
fundur í húsakynnum SÁÁ við Síð-
umúla. Fundurinn var haldinn á
vegum samtakanna og Lionshreyf-
ingarinnar á íslandi. Mjög áhuga-
vert málefni var á dagskrá, en það
var að undirbúa stofnun „landsam-
taka foreldra fyrir vímulausa
æsku“. Fundurinn var ijölsóttur og
margar ágætar ræður fluttar.
Það kom fram hjá ræðumönnum,
að í baráttunni gegn vímuefna-
neyslunni sé forvamarstarfíð mikil-
vægast. Og kjörorð fundarins var
þetta: FORVARNIR HEFJAST
HEIMA. Það var að vísu ekki farið
nákvæmlega út í það, í hveiju for-
varnir heimilanna ættu að vera
fólgnar, en talað var um að aukin
þekking á staðreyndum fíkniefna-
vandamálsins væri forsendan fyrir
því, að unnt sé að kveða niður
rangar hugmyndir og eyða fordóm-
um. Þá er það víst, að samtök for-
eldra og samstaða og samvinna eru
afar mikilvæg.
Við þessar umræður flaug um
huga minn, að sú forvarnarstarf-
semi á heimilinu sem að mikilvægi
gnæfír yfir allt annað er þessi:
Vertu barninu þínu sú fyrirmynd í
umgengni við vímuefni, að gott
fordæmi þitt hverfi því aldrei úr
huga, þótt ámm fjölgi. En kannske
hefur fleimm en mér mnnið til
hjarta, að hafa ekki orðið börnunum
sú fyrirmynd sem skyldi. Það er
erfítt að þurfa að játa það nú, þegar
það er orðið of seint fyrir þau. Og
ég get tæpast sagt, að það sé mér
að þakka, þótt ekki hljótist verra
af. Við sem bmgðumst börnunum
þannig einmitt á þeim tíma sem
viðhorf þeirra til umhverfisins vom
að mótast, megum víst sárlega
iðrast þeirrar skoðunar, að það sé
í lagi að umgangast vímuefni frjáls-
lega, jafnvel, á heimilunum, svo
framarlega sem vímuefnið sé „lög-
legt“.
Við, foreldrar uppkominna
barna, sem hugsuðum þannig á sín-
um tíma, höfum mörg lært af
reynslunni. Því miður er það of
seint fyrir okkar börn. En gæti
þessi reynsla komið öðrum að
„Ég- hef talsvert orðið
var við það undanfarið,
að öllum er ekki ljós
merkingin í hugtakinu
vímuefni. Þetta er mjög
bagalegt, þar sem mikl-
ar umræður hafa farið
fram um þessi mál, og
svo kemur e.t.v. allt í
einu í ljós, að mönnum
er ekki ljóst um hvað
er verið að tala.“
gagni, ef við segjum frá henni? Er
mögulegt, að einhver gæti lært af
henni? Er alveg óhjákvæmilegt, að
allir þurfi að gera sömu vitleysuna
sjálfir, áður en þeir átta sig?
Það er augljóst að gott fordæmi
einstakra foreldra getur orðið hald-
lítið meðan alla samstöðu vantar.
Áhrif frá vinum og félögum koma
fljótlega til skjalanna og vega þá
oftast meira en dæmi foreldranna.
Og enn er það svo, að flest ung-
menni eiga foreldra, sem ekki hafa
talið ástæðu til að gefa bömum sín-
um það fordæmi að forðast vímu-
efni. Líklegast er að ungmenni, sem
vill skera sig úr hópnum á einn eða
annan hátt hljóti fyrirlitningu og
háðsglósur félaga sinna fyrir vikið.
Til þess að þola það einn í hópi
góðra félaga þarf næstum ofur-
mannlegan sálarstyrk eða meiri
þroska en sanngjamt er að krefjast
af óhörðnuðum unglingi. Annað-
hvort verður hann að draga sig út
úr félagsskap góðvina sinna eða
laga sig að háttum þeirra. Eins og
eðlilegt er, velur hann langoftast
síðari kostinn. En ef fleiri í hópnum
nytu þess að eiga foreldra sem
forðast vímuefni og skýra börnum
sínum jafnframt frá því, hvers
vegna þau gera það, mætti vera
að sú afstaða yrði ríkjandi í hópnum
og málin snemst við. Þess vegna
er það að binda má miklar vonir
við það, að ná skilningi sem flestra
foreldra á þessum málum og sam-
eina þá í baráttunni, væri hægt að
framkvæma stórvirki. Ég trúi ekki
öðm en að það sé vilji allra foreldra
að reyna að forða börnum sínum
frá þeim háska sem vímuefnaneysl-
an er og reyna að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að ná því
marki.
Ég hef talsvert orðið var við það
undanfarið, að öllum er ekki ljós
merkingin í hugtakinu vímuefni.
Þetta er mjög bagalegt, þar sem
miklar umræður hafa farið fram
um þessi mál, og svo kemur e.t.v.
allt í einu í ljós, að mönnum er
ekki ljóst um hvað verið er að tala.
Það vill brenna við, að vímuefnum
sé skipt í tvo hópa, „lögleg vímu-
efni“ annars vegar og „ólögleg
vímuefni" hins vegar. Þessi skipting
er sjálfsagt rétt frá lögfræðilegu
sjónarmiði, en hún er hættuleg að
því leyti, að sumum finnst „löglegu“
vímuefnin alveg sjálfsögð og stöku
maður vill alls ekki hafa þau með
þegar talað er um vímuefni. Það
séu bara „föstu“ efnin sem beri að
varast. Þetta er að sjálfsögðu stór-.
háskalegur misskilningur, því þeim
læknum, sem ijallað hafa um vímu-
efnaneyslu og mesta þekkingu hafa
um þau, ber saman um að áfengið
sé enn hættulegasta vímuefnið, það
sé nær ævinlega upphafíð að neyslu
sterkari efna. En um vímugjafa eða
vímuefni segir Vilhjálmur Skúlason
í bók sinni „Lyfin“, að þau séu „lyf
eða efni, sem hafa áhrif á mið-
taugakerfi og þá margvíslegu starf-
semi, sem þar fer fram, svo sem
vitsmunastarfsemi, skynjun, tilfinn-
ingalíf, dómgreind og hreyfistarf-
semi“. Við sjáum, að áhrif áfengis
koma svo ljóst heim við þessa skil-
greiningu sem verða má og hún er
það skýr, að bak við hana verður
tæplega falin þokukennd hugsun.
I þessu sambandi má einnig
minna á annað leiðinda orðfæri,
sem því miður er að festast í mál-
inu, en það er þegar talað er um
eiturlyf. Það er oft notað sem heild-
arheiti um öll vímuefni, hvort sem
þau hafa komist á lyfjaskrá eða
ekki, t.d. cannabisefnin, LSD o.fl.
Áfengi, langalgengasta vímuefnið,
getur að mínum dómi tæplega talist
til lyfja.
Éins og ég gat um að framan,
er sá misskilningur stórhættulegur
Guðsteinn Þengilsson
að um sé að ræða eðlismun á „lög-
legum“ og „ólöglegum" vímuefn-
um. Öll starfsemi væntanlegra for-
eldrasamtaka verður árangurslaus
nema honum sé eytt. Fyrir börn eru
öll vímuefni „ólögleg" eins og ein-
hver sagði réttilega á áðurnefndum
foreldrafundi. En hvernig eigum við
foreldrar að geta sagt við börnin
okkar: „Þið eigið ekki að neyta
vímuefna, það er skaðlegt" og veifa
jafnframt fullu vínglasi. Hvemig
eiga börnin að geta trúað okkur?
Þau hljóta að missa á okkur allt
traust, einnig á öðrum sviðum.
Reynslan hefur kennt mér og vafa-
laust fjölda annarra foreldra líka,
að þetta er ekki hægt . Það er
því alger forsenda fyrir því að
nokkur árangur náist í baráttunni
fyrir vímulausri æsku, að við hætt-
um að ganga eins og köttur kring-
um heita grautarskál um þá stað-
reynd, að í vímumálum er áfengið
óvinur nr. 1. Við megum ekki lengur
reyna að leyna því bak við óskýr
hugtök og óljósa hugsun.
Landsamtök foreldra fyrir vímu-
lausa æsku geta orðið mjög öflug
samtök, ef rétt er að þeim staðið.
Þau geta reynst sá veggur er stöðv-
ar skefjalausa framsókn vímuefn-
anna. Én gleymum þvi ekki, að
ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir vímu-
lausri æsku er vímulausir foreldrar.
Mörg okkar hinna eldri í foreldra-
hópi gleymdum þessu því miður,
þegar mest á reið, en höfum nú
lært mikið af biturri reynslu. Þið
sem enn eigið börn á mótunarskeiði
og yngri, börn sem ennþá líta upp
til ykkar og telja eftirsóknarvert
að taka ykkur sér til fyrirmyndar:
í guðanna bænum, trúið okkur.
Látið víti okkar verða ykkur til
varnaðar. Það gæti skipt sköpum
um framtíð bamanna ykkar.
Höfundur er læknir.
Á morgun:
Messur
sumar-
daginn
fyrsta
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Fermingarguðsþjónusta í Safn-
aðarheimili Árbæjarsóknar
sumardaginn fyrsta kl. 11 ár-
degis. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Árni Bergur
Sigurbjömsson.
BUSTAÐAKIRKJA: Bama-
guðsþjónusta kl. 11. Organleik-
ari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Ólafur Skúlason.
GRUND EIli- og hjúkrunar-
heimili: Messa kl. 10. Sr. Láms
Halldórsson.
KIRKJA heyrnarlausra:
Fermingarguðsþjónusta kl. 14 í
Hallgrímskirkju. Sr. Miyako
Þórðarson.
SELJASÓKN: Skátaguðsþjón-
usta í Ölduselsskólanum kl. 11.
Hrefna Arnalds prédikar. Sókn-
arprestur.
VIÐISTAÐASÓKN: Almenn
guðsþjónusta í Víðistaðakirkju
kl.14. Fjölskyldukaffi systrafé-
lagsins að guðsþjónustu lokinni.
Dregið verður í listaverkahapp-
drætti Víðistaðasóknar. Sr. Sig-
urður Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN í HAFNAR-
FIRÐI: Fermingarguðsþjónusta
kl. 10.30 og kl. 14.00. Sr. Einar
Eyjólfsson.
GARÐAKIRKJA: Skátaguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Bragi Frið-
riksson.
KEFL A VÍKURKIRKJ A:
Skátaguðsþjónusta kl. 11. Árni
V. Ámason talar. Skátar að-
stoða. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Skáta-
guðsþjónusta kl. 11. Skátar
aðstoða. Organleikari Jón Ólaf-
ur Sigurðsson. Sr. Björn Jóns-
son.
Áskriftarsiitiinn er 83033
NVRSKODA
FRAKR.139.900
JOFUR HF
NYBÝLAVEGI 2 • SIIWI 42600 n //Pfi*
1 * ( * V *á