Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ1913 106. tbl. 72. árg._____________________________________FÖSTUDAGUR16. MAI1986__________________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Veiðiþjófar nota þyrlur og vélbyss- ur í Zambíu Lusaka, Zambiu. AP. VEIÐIÞJÓFAR, íklæddir her- búningi Zambíuhers og fljúg- andi um i þyrlum, eru að slátra með vélbyssum síminnkandi hjörðum nashyrninga og fíla á Luangwa verndarsvæðinu, að sögn dagblaðsins The Zambia Maii. Blaðið, sem er í eigu ráðandi stjómmálaaflsins í Zambíu, segir að tilraunir öryggislögreglu til þess að hafa hendur í hári veiði- þjófanna, hafi verið árangurs- lausar til þessa. Flokkur lögreglu- manna, sem nýlega var sendur fótgangandi í mánaðarferð inn á vemdarsvæðið, rakst á veiðiþjóf- anna, en þeir áttu auðvelt með að komast undan, þar sem þeir höfðu þyrlu til umráða. Hom nashyminga og tennur fíla, em mjög eftirsóttur svarta- markaðsvamingur. Seljast hom nashymingsins á allt að því 25 þúsund Bandaríkjadali eða á um milljón íslenskra króna, en í austurlöndum fjær em þau álitin ákjósanleg uppistaða í fiygðarlyf. Að minnsta kosti 11 veiðiþjófar frá Zambíu hafa verið skotnir til bana í nágrannaríkinu Zimbabwe á undanfömum 18 mánuðum, en þangað sækja þeir til þess að drepa hinn fágæta svarta nas- hyming. Yfírvöld í Zimbabwe fullyrða að háttsettir stjómmála- menn, embættismenn og herfor- ingjar, í Zambíu eigi stóran hlut að veiðiþjófnaðinum. Grænlending- ar minnka drykkjuna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. NEYSLA Grænlendinga á sterkum vínum minnkaði mikið á síðasta ári og neysla á öðru áfengi minnkaði einn- ig, þó í minna mæli væri. Þrátt fyrir þessa minnkun eyðir sérhver Grænlendingur að meðaltali 10 þúsund dönsk- um krónum i áfengi á ári eða sem jafngildir um 50 þúsund íslenskum krónum. Á síðasta ári vom fluttir inn til Grænlands 118 þúsund lítrar af sterku áfengi, en samsvar- andi innflutningur á árinu 1984 nam 172 þúsund lítrum. Þá drukku landsmenn 35,1 milljón flöskur af bjór á sfðasta ári, samanborið við 36,4 milljónir árið á undan. Neysla léttra vína minnkaði um 20 þúsund lítra, en rúmlega milljón lítrar af slík- um vínum voru fluttir inn til Grænlands árið 1985 og neysla á millisterkum vínum og líkjör- um minnkaði úr 62 þúsund lítr- um í 42 þúsund lítra. ..............*1 .... , i . . ' ................................................................................ í flæðarmálinu Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Þirig Evrópubandaiagsins fjallar um kjarnorkumál: Sovétríkin kraf- in um samvinnu Moskvu, Strassborg, Vínarborg. AP. ÞING Evrópubandalagsins fordæmdi í gær Sovétríkin fyrir að liggja á upplýsingum um kjarnorkuslysið í Chernobyl og krafð- ist þess að sett yrði á fót sérstök stofnun, til að fást við slys sem þessi. Sagði þingið að samvinna Sovétríkjanna um slika stofnun ætti að gera að skilyrði fyrir samvinnu Evrópuríkja við Sovétríkin á öðrum sviðum. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 263 atkvæðum gegn 30. Var í henni skorað á aðildarríki banda- lagsins að koma sér saman um sameiginlegar öryggisreglur hvað varðar kjamorkuver. Jafnframt skyldu úrelt kjamorkuver lögð nið- ur og hert yrði á öryggisráðstöfun- um er Iúta að tilflutningi og meðferð á úrgangi kjamorkuvera. Hins vegar var felld tillaga frá fulltrúum umhverfísvemdarmanna, þess efnis að banna skyldi byggingu nýrra kjamorkuvera og láta þau sem fyrir eru úreldast. Þá var einnig samþykkt tillaga, sem kristilegir demókratar lögðu fram á þinginu, um að gert yrði yfirlit yfír tjón sem bændur í Evrópu hefðu orðið fyrir vegna kjamorku- slyssins og yrðu Sovétríkin krafín um skaðabætur í samræmi við það. Hópur sovéskra og bandarískra lækna, sem hefur með aðhlynningu fómarlamba slyssins að gera, sagði í gær það óumflýjanlegt að fleiri myndu deyja, en nú hafa níu manns látist og 299 eru á sjúkrahúsum. Enginn hinna sjúku er frá bænum Pripyat, þar sem verið er, né frá bænum Chemobyl í nágrenninu, að því er fram kom hjá læknunum. Sögðu þeir að líða myndu mörg ár, áður en hægt yrði að gera sér fulla grein fyrir áhrifum slyssins á heilsufar fólks í héraðinu í kringum kjamorkuverið. Sovéskir fréttamenn fengu að fara til versins í gær og kom fram í frásögnum þeirra hversu naum- lega tókst að forða stórslysi. Meðal annars köfuðu verkamenn við kjamorkuverið, niður í geislavirkt vatn til þess að hleypa burt vatni, sem safnast hafði saman undir kjamakljúfnum. Mauno Koivisto, forseti Finn- lands, réðist harkalega á Svía og fínnska fjölmiðla fyrir gagnrýni á viðbrögð stjómvalda við kjamorku- slysinu. Segir hann gagnrýnina ósanngjama og sé hún enn eitt dæmið um hroka Svía í garð Finna. Sjá ennfremur frétt á bls. 24. Finnland: Markið síöfur um 2% HelsinkL AP. SEÐLABANNKI Finnlands lét gengi flnnska marksins síga mn 2% í gær gagnvart viðmiðunar- gjaldmiðlum. I tilkynningu bank- ans þessa efnis, sagði að ekki væri um gengisfellingu að ræða. Jafnframt voru útlánsvextir bankans lækkaðir um 1%, úr 8% í 7% og var það sagt til þess gert að örva langtimasparnað i landinu. Talsmaður bankans sagði, að þar sem gengisbreytingin væri innan leyfílegra marka, væri ekki um gengifellingu að ræða. Sagði hann ákvörðunina til komna vegna spá- kaupmennsku á erlendum gjaldeyr- ismörkuðum, sem hefði verið mark- inu í óhag. Hann sagði að gengi marksins yrði ekki lækkað frekar. Eftir 12% gengislækkun norsku krónunnar nýlega hefur fínnska markið átt undir högg að sækja á gjaldeyrismörkuðum. ísraelar seldu Irön- um vopn HÁTTSETTUR israelskur emb- ættismaður segir í blaðaviðtali að ísraelar hafi selt írönum hergögn allt fram á árið 1982 og hafi það verið gert með vitund Bandarikjamanna. Menachem Meron, fyrrum ráðu- neytisstjóri vamarmálaráðuneytis- ins í ísrael, segir í viðtali við The Daily Maariv, að Bandaríkjamönn- um hafí verið fullkunnugt um sölu varahluta í hergögn til írans, þó ekki hafí verið leitað eftir samþykki þeirra fyrir viðskiptunum. ísraelskir embættimenn hafa áð- ur viðurkennt slík viðskipti ísraels- manna og írana fram til ársins 1981, en Bandaríkiamenn bönnuðu sölu hergagna til Irans árið 1979. „Við seldum þeim varahluti, ekki vopn. ísrael selur ekki írönum vopn. En ég get hins vegar ekki lagt eið út á það að vopnabúnaður frá Israel hafí ekki komist í hendur írana með einum hætti eða öðrum," sagði Meron meðal annars í viðtalinu. AP/Símamynd Prófessor Robert Gale við Kaliforníuháskóla á fundi með fréttamönn- um í Moskvu í gær. Hann er sérfræðingur í mergflutningi og hefur aðstoðað sovéska lækna við aðhlynningu sjúkra eftir kjarnorkuslysið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.