Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986 5 Tónlistarskólinn á Akureyri; „Tónlistarveizla“ í tilefni afmælisins Akureyri. Tónlistarskólinn á Akureyri býður til tónlistarveislu á hvita- sunnudag i tilefni af 40 ára starfsafmæli sinu, en skólinn hóf starf sitt 20. janúar 1946. Hljómsveitarleikur hefur verið snar þáttur f starfi skólans og er þvi vel við hæfí að fagna afmælisári með veglegum og skemtilegum hljómsveitartónleikum í íþrótta- skemmunni á Oddeyri á hvíta- sunnudagkl. 17.00. Þar flytja Kammerblásarasveit, HStúdíó“-hljómsveit og Sinfóníu- hljómsveit Tónlistarskólans verk Forsætisráðherra um Þróunarfélagið: „Alþingi fól mér einum umboðið“ eftir Bruch, Gershwin, Jones, Raff, Ravel og Rossini. Einleikarar eru úr hópi nemenda skólans, þær Ásta Óskarsdóttir á fiðlu og Ólöf S. Valsdóttir á selló. Einnig koma nokkrir gamlir nemendur skólans, sem nú eru í framhaldsnámi, til styrktar Sinfóníuhljómsveitinni, ásamt hljóðfæraleikurum á hörpu, fagott og óbó. Stjómendur á tón- leikunum verða Edward J. Frede- riksen, Michael J. Clarke, Oliver J. Kentish og Roar Kvam. Foreldrafélög strengja- og blás- aradeilda hafa veitt mikla aðstoð við undirbúning þessarra tónleika. Einnig hafa mörg fyrirtæki og stofnanir veitt liðsinni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en fijálsum framlögum er veitt móttaka við innganginn. Úr fréttatilkynningu. Ráðinn dansari við óperuna íMunchen EINAR Sveinn Þórðarson hef- ur verið ráðinn ballettdansari við óperuna í MUnchen frá 1. júlí næstkomandi. Um 70 dans- arar starfa hjá ballettflokki óperunnar. Stjómandi hans er Ronald Hynd. Einar Sveinn starfar nú sem dansari við óperuna í Stokkhólmi, en þang- að réðist hann um síðustu ára- mót. tiotiö a5 sja exXX ost\eQU8tu hvenast Watírna. hn6*n*u®w THESHADOm Segist ekki hafa brotið gert samkomulag „ÉG tók þetta mál fyrir á fimdi rikisstjóraarinnar í morgun, og lét bóka þar að ég er, eins og ég hef alltaf lýst yfir, hvetjandi þess að það verði samstarf á milli flokkanna um meðferð á þessum 100 milljónum. Hins vegar treysti ég mér ekki tíl þess að skipta því umboði sem Alþingi hefur falið mér einum,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvað hann vildi segja um þá gagnrýni sem kom fram i máli þeirra Þorsteins Pálssonar fjár- málaráðherra og Daviðs Schev- ing Thorsteinssonar á afskipti hans af Þróunarfélagi íslands í Morgunblaðinu í gær. „Ég tel stjómvöldum skylt að beita sér í þessu félagi. Ríkið á þama 100 milljónir og er með ábyrgðir upp á 500 milljónir króna. Það þarf að gæta þessara fjármuna vel. Vitanlega fer svo stjómin með allar ákvarðanir, þegar hún hefur verið kosin,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra sagði að hann teldi nú að það hefði verið vafasöm ráðstöfun hjá sér á stofnfundi Þró- unarfélagsins að skipta því umboði sem hann einn hefur. „Það er al- rangt að ég hafi einhvem tíma lofað því að umboðið yrði áfram skipt. Ég hét því hins vegar að það yrði samráð um meðferð þessa hlutaíjár og við það mun ég standa. Ég vísa því algjörlega á bug að nokkuð loforð hafi verið rofið." Forsætisráðherra sagði að lög- fræðingur hefði bent honum á að það væri mikil spurning hvort for- sætisráðherra hefði heimild til þess að skipta því umboði sem hann hefði samkvæmt ákvörðun Alþing- is, og afhenda einhveijum úti í bæ það. Sagðist hann vel geta skilið þá gagnrýni sem hann hefði orðið fyrir, þess efnis að hann hefði afhent iðnaðinum helming af því umboði sem Alþingi fól honum. „Mér finnst að sú reynsla sem af þessu fékkst hafi verið svo slæm, að ekki eigi að bjóða upp á slíkt á ný,“ sagði Steingrímur. Ótrúlegt ensatt Enn einn heimsvidburdur í 12., 13., 14., 15., 16. og 17. júní Loksins hefur tekist að fá hina frábæru Shadows til að koma til íslands. Óhætt er að fullyrða að Shadows hafi aldrei verið betri en nú enda hafa þeir félagar haldið meira og minna hópinn í 28 ár. Heyrst hefur að hljómleikar Shadows hér heima verði meðal þeirra síðustu þar sem Hank Marvin hyggst flytja til Ástralíu bráðlega. PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA í BROADWAY í SÍMA 77500 KL. 10—19 DAGLEGA OG »H hljóðfæm iSjjjjjjMI 'i11rrr-T- UMHELGAR KL. 14—17 Miðar eftir mateinnig seldirí forsölunni í Broadway. Missið ekki af þessum merka viðburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.