Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 7

Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986 7 Landhelgisgæslan: Sérhæft vopn til að eyða sprengjum Landhelgisgæslunni áskotn- aðist nýlega sérhæft vopn sem eyðir sprengjum. Gylfi Geirsson sprengjusérfræð- ingur Landhelgisgæslunnar sagði að tækið hefði þegar verið reynt og hefðu meðal annars rússnesk hlustunar- dufl verið opnuð og gerð óvirk. Um þessar mundir er Ingvar Kristjánsson starfs- 1 maður Landhelgisgæslunnar í 10 vikna þjálfun erlendis í meðferð tækisins. Landhelgisgæslunnar við sérhæft vopn sem notað er til að eyða sprengjum. „Stórbók“ með verkum Þórbergs Þórðarsonar MÁL og menning hefur sent frá sér bók með fjórum verkum Þór- bergs Þórðarsonar. Er henni ætlað að gefa þeim sem kynnast vilja þessum snjalla rithöfundi færi á að eignast gott sýnishom af list hans og fjölbreyttum við- fangsefnum í einni bók, segir í frétt frá Máli og menningu. Hér er að finna sígilt meistara- verk Þórbergs, Bréf til Láru, sem fyrst birtist 1924, Sálminn um blómið, söguna um Sobegga afa og Lillu Heggu, sem upphaflega kom út í tveimur bindum 1954-55, frásögnina um Viðfjarðarundrin, þar á meðal Viðfjarðar-Skottu, sem fyrst var gefin út 1943, og fræga ritgerð Þórbergs um frásagnarlist og stil, Einum kennt — öðrum bent, sem fyrst var prentuð 1944. Verkin eru birt í heilu lagi eftir útgáfunni í ritsafni Þórbergs Þórð- arsonar, sem Mál og menning gaf út á síðasta áratug. Ætlunin með þessu verki er að kynna nýjan útgáfumöguleika hér á landi. Erlendis hefur það lengi tíðkast að mörg verk sama höfund- ar séu gefin út í einu bindi í svo- nefndri „omnibus" útgáfu, sem ekki kostar meira en ein venjuleg inn- bundin bók. „Stórbókin" með verk- um Þórbergs er 664 síður og kostar 1.390 krónur. Það er ætlun forlags- ins að gefa verk fleiri höfunda út með hliðstæðum hætti ef þessi til- raun hlýtur góðar undirtektir. Stórbókin með verkum Þórbergs Þórðarsonar er unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. KOSNINGA- HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOkksiNS VERQMÆtt VINNiHQA ALLS KR. • 749 7S0, DREGÍÐ 27. MAí 1986 vbp.0 kr. aso • Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Aðeins verður dreg- ið úr seldum miðum NÚ NÝLEGA hafa verið sendir út miðar i kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins til flokks- bundinna sjálfstæðismanna og fjölmargra annarra stuðnings- manna flokksins. Dregið verður i kosningahappdrættinu 27. þessa mánaðar. Að sögn Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins eru miðamir í Reykjavík að þessu sinni sendir út sem gíró- seðlar til þess að auðvelda greiðslu. Annars staðar á landinu er á flest- um stöðum um hefðbundna miðaút- sendingu að ræða. Kosningahapp- drættið er flokknum afar mikilvægt en miðasalan stendur straum af kosningabaráttunni bæði í Reykja- vík og annars staðar á landinu. í happdrættinu eru að venju glæsilegir vinningar: þijár bifreiðir, Nissan Cherry Gl, 5 dyra, Corolla 1300, 5 dyra, og Suzuki Swift, og 14 utanlandsferðir. Samtals er verðmæti vinninganna krónur 1.749.780.00. Kjartan sagðist vilja hvetja alla sem hefðu fengið senda miða til að gera skil sem allra fyrst og sagðist vilja minna á að hjá Sjálfstæðis- flokknum hefði það ávallt verið tíðkað að draga einvörðungu úr seldum happdrættismiðum. Það væri sérstaklega mikilvægt, sagði Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri, vegna þess að hún stæði undir kosningabaráttu flokksins í Reykjavík, en áframhaldandi meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjóm undir forystu Davíðs Odds- sonar borgarstjóra væri auðvitað höfuðatriði í sveitarstjómarkosn- ingunum. Happdrættismiðana er bæði unnt að greiða í bönkum, sparisjóðum og pósthúsum svo og á aðalskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, en auk þess er unnt að hringja þangað í síma 82900 og biðja um að greiðsla sé sótt. Utan Reykjavíkur má greiða miðana hjá umboðsmönnum happ- drættisins eða á flokksskrifstofun- um á hverjum stað. Utankjör- staða- atkvæða- greiðsla um hvítasunnuna Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla í Ármúlaskóla, á vegnm Borgarfógetaembættisins í Reykjavík, verður opin laugar- daginn fyrir hvítasunnu frá kl. 10 til 12 og milli kl. 14.00 og 18.00. Lokað verður á hvíta- sunnudag en opið milli kl. 14.00 og 18.00 á annan í hvítasunnu. Hverfaskrifstofur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík verða opnar frá 13.00 til 19.00 á laugardag. Lokað á hvítasunnudag en opnar milli kl. 13.00 og 19.00 á annan í hvítasunnu. (Úr fréttatilkynningpi) Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíöum Moggans! y PAÐ ER ENGM SPURNING, HJÓLIN FFÁ ERNINUM S1ANCA UPPUR Reiðhjólaverslunin_ ORNINN Spítalastíg 8 og vió óóinstorg símar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.