Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAl 1986 Um öryggi í flugi eftir Jóhannes R. Snorrason í framhaldi af umræðu um ör- yggismál flugsins á íslandi, sem fram fór í sjónvarpinu nú fyrir skömmu, hefí ég áhuga á að gera örlitlar athugasemdir. í fyrsta lagi var umræðan litlaus og varfæmis- leg að mínu mati og það hvarflaði að mér að þátttakendur hreinlega þyrðu ekki að segja hug sinn um þessi mál, því varla hafa þeir allir verið sammála um að hér sé ekki úrbóta þörf. Hitt er svo annað mál að engan skyldi undra þótt menn hafi verið hálf lamaðir eftir viðtalið við Pálmar Smára Gunnarsson, svo áhrifaríkt sem það var, en umdeil- anlegt hvort það átti erindi í þátt af þessu tagi. Ég hafði vænst þess að sjá formann Rannsóknamefndar flugslysa í þessum þætti, þar sem hann er í senn gamalreyndur flug- stjóri og starfrækti hér flugskóla um árabil með miklum myndarbrag og er því málum vel kunnugur. Maður með fjölþætta reynslu á þessu sviði hefði vissulega átt erindi í svona umræðuþátt. Ég tel að orð Péturs Einarssonar flugmálstjóra, sem höfð voru eftir honum fyrir skömmu og féllu ekki alls staðar í frjóan jarðveg, hafi verið orð í tíma töluð. Flugmálastjóri dró í efa ágæti og öryggi sumra tegunda fiugvéla, sem notaðar eru hér í farþegaflugi og ekki eru búnar loftþrýstikerfi fyrir farþega og áhöfn og ekki bún- ar hverfilhreyflum. Ég skildi orð hans á þann veg, að stefna bæri að bættum flugvélakosti í áætlunar- og leiguflugi hinna smærri flug- félaga. Efast einhver um að það sé ekki öruggara, svo ekki sé talað um þægindi fyrir þá sem fljúga, að geta flogið fyrir ofan flest veður, yfir mestu ísingaskýin ogyfir trölla- dans loftsins í nágrenni við fjöll og jökla þegar illa viðrar? Það sem flugmálastjóri hefir sennilega haft í huga er, að hér fljúga flugvélar með farþega, sem ekki geta flogið yfir venjuleg veður og það sem er ef til vill alvarlegra, þær hafa ekki afl til þess að bjargast megi á þeim sumum hverjum í mikilli ísingu, nema þá að lækka flugið sé þess nokkur kostur, en það er sjaldan gjörlegt yfir okkar fjöllótta landi. Undir þeim kringumstæðum gæti það orðið afdrifaríkt, brygðist annar af tveim hreyflum. Rétt er að taka fram, að í þessu flugi eru einnig notaðar vel búnar flugvélar og falla ekki undir það sem hér er um rætt. í umræðunni minntist enginn á þann augljósa öryggisþátt, að í stjórnklefa farþegaflugvéla skuli vera tveir vel þjálfaðir flugmenn. Ég minnist þess frá fyrri árum hve okkur fannst það mikil framför og aukið öryggi þegar teknar voru í notkun flugvélar þar sem þessa var krafist. Þessi öryggisþáttur gleymdist alveg í umræðunni, en hefði þó verið þess virði að um hann yrði fjailað. Tveir vel þjálfaðir flugmenn ættu að vera um borð í öllum fjölhreyfia flugvélum sem flytja fólk fyrir gjald, a.m.k. undir öllum kringum- stæðum þegar flogið er blindflug, um það er engin spurning í mínum huga. Vissulega myndi það valda auknum kostnaði fyrir litlu flug- félögin, en við erum að ræða örygg- ið, sem fjárhagssjónarmið mega sem allra minnst áhrif hafa á. Öllum ætti að vera ljóst að það kostar mikla fjármuni að starfrækja flug með öryggi og festu, en ég álít að fólkið í landinu vilji greiða fyrir öryggi í flugsamgöngum. Öllum ætti einnig að vera ljóst að full- komnu öryggi verður ekki náð, en við verðum að reyna að komast sem næst því marki. Annaðhvort höfum við efni á að halda hér uppi flug- samgöngum með boðlegu öryggi, eða við verðum að bíða þar til við höfum efni á því. Ef til vill er kald- hæðnislegtr að segja, að á meðan gætum við byggt stórar flugstöðvar á öllum flugvöllum iandsins, vilji menn hafa þann forgang á málum. Mér hefir stundum fundist um- ræða um þessi mál, sem og mörg önnur, snúast of mikið um skort á fjármunum og skilningsleysi ráða- manna. Ætli ráðamenn myndu ekki fljótt sjá hvar skórinn kreppir, væri ekki hægt að halda uppi flugsam- göngum til hinna smærri byggðar- laga vegna þess að öryggismálin væru undir skynsamlegu lágmarki, og ef til vill yrði umræða um þessi mál bæði fróðlegri og líflegri, flétt- aðist inn í hana hvemig þeim fjár- munum er varið, sem veitt er til flugmála á íslandi og hvaða mál hafa forgang. Ekki má skilja orð mín svo, að fjármunum til flugmála sé illa varið, en það er ávallt umdeil- anlegt hvaða mál skuli hafa for- gang. Ég er sammmála flugmálastjóra um að frumþjálfun flugmanna hér á íslandi sé i molum. Flugnám hefir alla tíð verið hornreka hér hjá okkur og nánast látið afskiptalaust af stjómvöldum. Ungir menn hafa alla tíð verið á hrakhólum í þessu námi og notið takmarkaðs skilnings á gildi þessi. Hér eru flugskólar úti um allt land í mýflugumynd og hafa hvorki aðstöðu né heldur tæki til þess að sinna þessu verkefni í takt við kröfur tímans. Ég tel að tími sé til kominn að stjómvöld taki þesi mál til gaumgæfilegrar at- hugunar hið allra fyrsta og væri það drjúgt spor í átt til bætts örygg- is. Ég hefí lengi verið þeirrar skoð- unar að hér eigi að vera einn flug- skóli, vel búinn tækjum og með hæfa kennara í öllum greinum. Myndi það án nokkurs efa verða til þess að auka öryggi á öllum stigum flugsins og auðvelda ungum mönnum nám, sem vilja gera flugið að lífsstarfi. Það gæti einnig laðað hingað erlenda nema til flugnáms, sem myndi létta undir í rekstri flugskóla. Það er svolítið hjákátlegt að á undanförnum árum skuli flestir nemendur og.kennarar hafa þurft að aka til Keflavíkur á degi hveijum til þess að stunda nám í bóklegum greinum flugsins. Virðingarvert er þó að Fjöl- brautaskóli Keflavíkur skuli sinna þessu máli. Athugasemd stjómanda um- rædds þáttar, varðandi flug norður í land þegar vindar blása af suð- austri eða suðri, var að mínu mati hæpin. Það flýgur enginn í upp- streymi fyrir sunnan jökla eða yfir þá í sjónflugi þegar þannig viðrar, einfaldlega vegna þess að í þeim vindáttum hrannast skýin upp á öll fjöll sem eru áveðra, og einmitt sunnan jökla má vænta lágskýja og úrkomu þegar suðlægir vindar eru í uppsiglingu. Þá er veður oftast allt annað norðan jöklanna, þar má vænta betra skyggnis og að jafnaði er hægt að fljúga þar sjónflug í meir hæð. Þetta fengum við sannar- lega að reyna á stríðsárunum þegar okkur var bannað að fljúga Hval- §'örð. Ókyrrðar gætir ekki síður þegar skriðið er undir skýjum norð- ur Kjöl og ættu flugmenn í sjónflugi að forðast þá leið nema þegar skyggni er gott og skýjahæð einnig. Hlutimir eru ekki ávallt eins ein- faldir og lítur úr á korti. Mikilvægt er að lítt reyndir flug- menn fari með gát í langflugi, ekki síst yfir hálendi landsins og virði reglur um sjónflug, en á það hefir stundum skort verulega. I því efni ætti stjómandi umrædds sjónvarps- þáttar að vera ungum flugmönnum til fyrirmyndar. Um veðurtakmörk, sem sumir vilja veija sér sjálfir vegna kunnugleika á staðháttum og þess að þeir fljúgi litlum flugvéh um, hafa verið skiptar skoðanir. Á Jóhannes R. Snorrason „Efast einhver um að það sé ekki öruggara, svo ekki sé talað um þægindi fyrir þá sem fljúga, að geta flogið fyrir ofan flest veður, yf ir mestu ísingaskýin og yf ir trölladans lofts- ins í nágrenni við fjöll og jökla þegar illa viðr- ar?“ venjulegum flugvöllum þar sem blindflug er gert niður í tilskilið lágmark, hafa litlar flugvélar enga sérsamninga vegna smæðar eða kunnugleika flugmanna á staðhátt- um. Séu þær búnar fullkomnum tækjum, nýtast þeim sömu lágmörk og öðrum flugvélum með sambæri- leg tæki. Sé veður undir lágmarki verða allar flugvélar frá að hverfa, burtséð frá stærð eða hver situr þar undir stýri. í þröngu umhverfi getur þó hægfleyg flugvél í tilvikum komist nær flugvelli, vegna þess að eftir misheppnað aðflug nýtist henni svigrúmið betur. Flugmaður sem flýgur milli staða í sjónflugi, getur lengi skriðið inn firði og inn í dali, jafnvel í illviðrum og slegist þar við flugvélina og náttúruöflin þar til lending næst, en hafa ber í huga að góður skákmaður vinnur ekki allar skákir þótt teflt sé til vinnings. En í þessu tafli má aldrei tapa. Sunnudaginn fjórða þessa mán- aðar, áður en ég hafði sent blaðinu þessar athugasemdir, birtust í dagblaðinu Tímanum viðtöl við unga flugmenn um þessi og skyld mál. Þar taka ungu flugmennimir svolítið mikið uppí sig, sé rétt eftir þeim haft, sem ég dreg í efa, en bæði flugmálastjóri og slökkviliðs- stjóri Reykjavíkurflugvallar gera enn betur. Slæmt er að ekki skuli vera hægt að ræða þessi mál af meiri hóg- værð, og ekki er það til fyrirmyndar að menn í ábyrgðarstöðum skuli láta hafa eftir sér sumt af því, sem þar mátti lesa. Slökkviliðsstjórinn segir m.a.: „En sannleikurinn er sá að við höfum héma úti á flugvelli allsskon- ar unga gauka, sem em bæði flug- menn og ekki flugmenn og vonandi verða þeir aldrei flugmenn". Þessi orð em slökkviliðsstjóranum til lítils sóma séu þau rétt eftir höfð, þar er kastað gijóti úr glerhúsi. Ungir flugmenn í dag em yfir- leitt hinir mestu efnismenn, vel menntaðir og með öllu ástæðulaust að óska þeim ófamaðar þótt þeim verði það á að gagnrýna það, sem að þeirra dómi mætti betur fara í öryggismálum flugsins. Væri stundum nær að hlusta á ungu mennina en kasta til þeirra hnjóðs- yrðum. Slökkviliðsstjórinn á Reykjavík- urflugvelli er ekki þess umkomiun að setjast í dómarasæti um það, hver sé efni í flugmann og hver ekki, og er þá vægt til orða tekið. Veðurstofa íslands varð einnig fyrir gagnrýni ungu mannanna, en þeirra gagnrýni var tekið prúð- mannlega og með fullum skilningi. Ef til viil var gagnrýnin á Veður- stofuna ekki í öllu réttmæt, en þar var við ábyrga og lærða menn að ræða, sem tóku þannig á málum, að Veðurstofa Islands hafði sóma af. Allir vita að slökkvilið Reykjavík- urflugvallar er ekki hafið yfir gagn- rýni fremur en aðrar stofnanir. Sé bent á það sem miður kann að fara, ætti að ræða það af meiri hógværð en fram kemur í svörum forsvars- manna Flugmálastjómar. Stóryrði og sleggjudómar verða málum sjaldnast til framdráttar. Kynni mín af slökkviliði Reykjavíkurflugvallar hafa verið á þann veg að ég á bágt með að taka undir allt sem fram kemur í sumum þessara viðtala. Ánægjulegt er að nú skuli siökkvi- liðið komið í nýtt húsnæði og vera vel búið tækjum. Það væri vissulega gleðiefni öllum, sem um þennan flugvöll fara ef árvekni slökkviliðs- ins væri á þann veg, að í stað þess að vekja gagnrýni, vektu þeir traust og virðingu flugmanna og flugfar- þega, ekki síst þegar eitthvað ber útaf. Höfundur er fyrrv. yfirflugstjóri Flugfélags íslands ogFlugleiða. Fyrrv. form. Rannsóknarnefndar fiugslysa. Leikbrúðuland fer til Póllands með „Tröllaleiki“ LEIKBRÚÐULAND hélt til Póllands í gær til að taka þátt í alþjóðlegri brúðuleikhúshátíð sem fram fer í borginni Bielsko Biala. Alls taka 30 leikhópar víðsvegar að úr heiminum þátt í hátíðinni auk fjölda pólskra brúðuleikhúshópa. „Við verðum hálfan mánuð í ferðinni, en hátíðin stendur yfir í viku. Bielsko Biala er einskonar miðstöð fyrir brúðuleiki og mynd- ir. Árlega em þar haldnar brúðu- leikhúshátíðir og þar í borg eru einnig framleiddar flestar þær pólsku brúðumyndir sem sjást í sjónvarpi," sagði Hallveig Thorlacius, einn aðstandenda Leikbrúðulands. Leikbrúðuland sýnir „Trölla-. leiki" á hátíðinni, en verkið sam- anstendur af §órum sjálfstæðum þáttum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en aðrir sem þátt taka í sýningunni eru Brjmdís Gunn- arsdóttir, Helga Steffensen, Hall- veig Thorlacius og Bjöm Guð- mundsson, sem verður ljósamað- ur. Þættimir fjórir í Tröllaleikjum eru: Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, færð í leik- búning af Hallveigu Thorlacius; ísienska þjóðsagan um Búkollu, færð í leikbúning af Bryndísi Gunnarsdóttur; Eggið eftir Helgu Steffensen sem byggir á hinu rómverska spakmæli um að allt líf komi úr eggi og fjórði og síð- asti þátturinn er einnig eftir Helgu, Risinn draumlyndi. Hallveig sagði að Pólland væri sjötta landið sem Leikbrúðuland heimsækti með Tröllaleiki. „Leik- urinn var frumsýndur á alþjóð- legri hátíð í Finnlandi árið 1983, þá var hann sýndur í Iðnó á leikár- inu 1983—84. Sl. haust var síðan Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur Leikbrúðulands að pakka fyrir Póllands-ferðina. Á myndinni eru: Björn Guðmunds- son, Helga Steffensen, Bryndís Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius. farið í leikför til Júgóslavíu, Ítalíu, Frakklands og Austurríkis. Hallveig sagði að búið væri bjóða Leikbrúðulandi til Strass borgar í febrúar á næsta ári, en óvíst væri enn hvort farið ýrði. „Við hér á íslandi emm sérstak- íega illa sett svona langt frá meginlandinu. Svona ferðalög geta verið mjög kostnaðarsöm fyrir okkur. Hinsvegar er það lítið mál fyrir aðra leikhópa, sem stað- settir em á meginlandinu, að ferðast um og koma sér á fram- færi. Þau geta einfaldlega pakkað sínum leikhúsum upp í lest eða bfl og keyrt af stað,“ sagði Hall- veig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.