Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 23

Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986 23 SENDIHERRA Svíþjóðar á íslandi, Gunnar Dahlström, sæmdi á dögunum Aðalstein Davíðsson, cand. mag., heiðursmerkinu „Ridd- artecknet av Kungliga Nordstjameorden, första klassen". Viðurkenn- inguna hlýtur Aðalsteinn fyrir störf sín að sænsk-íslenzkri orðabók, sem hann og prófessor Gösta Holm í Lundi unnu og kom út í Lundi árið 1982. Afhendingin fór fram 29. apríl. Isafjörður: Álján útskrifast með 30 tn skipstjórnarréttindi taafirði. MEÐ aukinni notkun sportbáta og smærri fiskibáta eykst þörf fyrir stjórnendur þeirra. Sjó- mannaskólinn I Reykjavík hef- ur skipulagt námskeið fyrir verðandi skipstjórnarmenn báta undir 30 lestum. Eitt slíkt námskeið var haldið hér á ísafírði í vetur í iðnskólanum og var Símon Helgason aðalkenn- ari námskeiðsins. Kennt var ýmis- legt um meðferð skipa s.s. sigl- ingafræði og siglingareglur, stöð- ugleiki, meðferð siglinga- og físki- leitartækja, brunavamir og hjálp í viðlögum. 18 nemendur luku prófi og hlaut einn þeirra einkunnina 10 þ.e. svaraði öllum spumingum og leysti öll dæmi rétt. í ræðu sem Snorri Hermannsson skólastjóri iðnskólans hélt við af- hendingu prófskírteina sagði hann að nauðsynlegt væri að efla kennslu í siglingafræðum og að þetta námskeið ýtti undir að hald- inn yrðu 80 tonna og 200 tonna námskeið á næsta vetri. Meðaleinkunn nemenda á nám- skeiðinu var 8,6 og þökkuðu nem- endur meistara sínum, Símoni Helgasyni, sem líklega hefur upp- rætt fleiri skipstjóraefni á ísafírði en nokkur annar með því að bjóða honum til kvöldverðar á Hótel ísafírði þar sem þeir fluttu þakkir og ámaðaróskir í mörgum skála- ræðum. - Úlfar Ljóam. Úlfar Ágústsson Tryggvi Sigtryggsson fékk einkunnina 10 á skipstjóraprófi. Á myndinni er hann fyrir miðju ásamt Snorra Hermannssyni skóla- stjóra vinstra megin og Símoni Helgasyni kennara. Úr hinum VÍStlega matsal nýja hótelsins. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsaon Hvammstangi: Sæmdur sænsku heiðursmerki Vertshúsið, nýtt hótel og veitingastaður opnar Ljósm. Ulfar Agústsson Hluti af nemendum á skipstjórnarnámskeidinu á ísafirði ásamt Snorra Hermannssyni skólastjóra og Símoni Helgasyni aðalkennara. Á námskeiðinu voru 18 nemendur þar af þrjár konur. Hvammrtanga. NÝTT hótel er risið á Hvamms- tanga og ber það nafnið Verts- húsið. Eigendur þess eru Hvammstangahreppur, Kaup- félag V-Húnvetninga og 5 ein- staklingar á Hvammstanga. Húsið er timburhús á einni hæð, frá Húseiningum á Siglufirði. Forstjórar Olíufélagsins og Skeljungs: „Superbensínið“ er ekki „superbensín“ Bílgreinasambandið telur að flestar vélar þurfi að stilla til að fá bestu nýtingu með nýja bensíninu 97 OKTAN bensinið, sem OLÍS hóf að selja og auglýsa í gær, er ranglega auglýst sem „sup- er“ bensín, að því er segir í yfirlýsingu sem forstjórar OIíu- féiagsins hf. og Skeljungs hf. sendu frá sér í gær. í yfirlýsingu þeirra segir: „I lok mars komu hingað til lands rúm 12 þúsund tonn af bflabensíni, sem lestað var í Rotterdam en keypt frá norska fyrirtækinu Statoil. Bensínið keyptu Olíufé- lagið hf. og Skeljungur hf. en að beiðni Olíuverslunar íslands fékk það félag síðar að ganga inn í kaupin að hluta, en þó minnstan hluta, eða um 3.200 tonn. Gæði bensínsins áttu að vera minnst 93 oct research method (RON) og 85 oct motor method (MON), en það er sá lágmarks gæðastuð- ull, sem er á bensíni, sem keypt er frá Sovétríkjunum. Kaupverð bensínsins var í samræmi við þennan gæðastuðul. Bensínið er talið hafa gæða- stuðul 97,1 oct (RON) og 86,2 oct (MON). Bensín þetta hefur verið selt undanfamar vikur frá bensín- stöðvum Skeljungs og Olíufélags- ins. Verður það gert áfram á meðan birgðir endast. Þar sem eiginleikar þessa bens- íns eru ekki ýkja frábrugðnir því rússneska bensíni, sem selt er hér á landi og innkaupsverðið hið sama, þótti undirrituðum olíufé- lögum ekki ástæða til þess nú, fremur en áður við svipaðar að- stæður, að auglýsa þetta sérstak- lega. Rétt er einnig að benda á, að eimingarhlutfall þessa umrædda bensíns er lítið eitt lakara en bfla- bensíns, sem keypt er frá Rúss- landi.“ Forstjórar olíufélaganna tveggja segja ennfremur að okt- antala þess rússneska „research“ bensíns, sem sé nú til sölu á ís- landi, sé 93,4 en oktantala „mot- or“ bensíns sé 85,0. Blýinnihald þess sé 0,33 g Pb/1. Sambærilegar tölur fyrir almennt „super" bensín í V-Evrópu séu 98,0 (RON) hið minnsta og 88,5 (MON) hið minnsta og að blýinnihaldið sé að hámarki 0,15-0,30 gPb/1. Síðan segir. „Af framanrituðu er ljóst, að það bensín, sem OLÍS er nú að auglýsa, er ranglega auglýst sem „super“ bensín." Undir yfírlýsinguna rita Vilhjálm- ur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf. og Indriði Pálsson, forstjori Skeljungs hf. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær hjá Bflgreinasambandinu og Heklu hf., má gera ráð fyrir að flestir bíleigendur, sem kjósa nú að kaupa 97 oktan bensínið, þurfí að láta stilla vélar bfla sinna til að fá sem besta nýtingu. Þetta á þó síður við um bfla með háþrýst- um vélum. Framkvæmdir hófust um mán- aðamót okt./nóv. ’85 og var hús- ið gert fokhelt fyrir áramót. Starfsemi hófst svo formlega þann 1. maí. í hótelinu eru tveir veitingasalir, annar rúmar 50-60 manns, en hinn nokkru minni. Þá eru í húsinu 6 tveggja manna herbergi með sturtu, útvarpi og síma. Hotelstjóri og yfirkokkur er Ing- var H. Jakobsson, sem áður starfaði sem yfirkokkur hjá Hótel Holti í Reykjavík. Starfsfólk verður um 10 manns. Ingvar H. Jakobsson hótelstjóri og yfirkokkur að störfum í eld- húsinu ásamt starfsfólki sínu. Hótel hefur ekki verið rekið á Hvammstanga í áratugi, en áður fyrr störfuðu hér jafnvel tvö hótel í senn, að vísu í heimahúsum. Mun hið nýja hótel breyta mannlífi stað- arins verulega. Eigendur þess áforma að brydda upp á ýmislegu til að laða til sín gesti. Ánægjulegt er þegar menn hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd af svo miklum dugnaði sem þetta átak ber vott um. Karl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.